blaðið - 12.09.2005, Page 26

blaðið - 12.09.2005, Page 26
26 I TÖLVUR OG TÆKI MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2005 blaöiö Töff tœki Tækninni fer sífellt fram og tæki sem áður gengdu einum ákveðnum tilgangi eru að mestu fyrir bí. f dag er hægt að nota farsímann til fjölda annarra aðgerða sem tengjast netnotkun, upplýsingaöflun og afþreyingu, Myndavélar verða sífellt fullkomnari og einfaldari í notkun og varla að notandinn þurfi að gera annað en ýta á einn takka til að færa heila afmælisveislu eða brúðkaup inn í sérbúin myndaalbúm í heimilistölvunni. Úrval tækja í verslunum landsins eykst dag frá degi og neytandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með nýjungum á markaðnum. Blaðið skoðaði nokkrar vörur sem vöktu athygli. Vodafone BlackBerry 7100 BlackBerry 7100 veitir þráðlaust að- gengi að tölvupósti, síma, dagbók, Internet vafra, SMS skilaboðum og öðrum upplýsingum sem tengjast fyrirtækinu. Tækið byggir á þráð- lausri blátannartækni (Bluetooth) með heyrnartólum eða bílaútbún- aði. Öll notkun er auðveld og not- endavæn og áhersla er lögð á ein- faldleika. Þá getur tækið samþætt þjónustu fyrir síma, vafra, dagbók og aðrar upplýsingar. BlackBerry 7100V er væntanlegur á næstunni og verður seldur í OgVodafone. BlackBerry 7200 BlackBerry 7200 er fjölnota farsími fyrir þá sem nota síma í atvinnu- skyni enda auðveldar hann aðgang að upplýsingum og fjarskiptum við aðra. BlackBerry byggir á Java og má nota til símtala, sækja netpóst, senda SMS-skilaboð, halda dagbók, fara á netið og nota til gagnavinnslu. Skjárinn er með mikilli upplausn sem gefur mjög skýrar myndir í 65.000 litum. Rafhlaðan er mjög endingargóð og tryggir hágæða fjar- skipti. BlackBerry 7200 er væntan- legur á næstunni og verður seldur í OgVodafone. RDR-HX710 RDR-HX710 er DVD spilari með möguleika á tengingu við sjónvarp sem gef- ur mjög góða mynd auk þess að vera 160GB harður diskur sem gefur manni kost á að taka upp efni í allt að 269 klukkutíma. Tækið býður upp á þann möguleika að byrja að horfa á þátt þótt upptöku hans sé ekki lokið og einnig er hægt að horfa á einn þátt meðan það er verið að taka upp annan. Hægt er að tengja myndbandstökuvél við tækið sem tekur þá upp efnið án þess að gæði tapist. RDR-HX710 er selt í Sony Center. Kodak Easy Share One Hér kemur stafræn myndavél með snertiskjá sem getur nánast allt. Með 256 MB minni er hægt að geyma allt að 1500 myndir á skipulagðan hátt. Þetta er fyrsta vélin á markaðn- um sem sendir þráðlaust myndir í tölvupóstfang. Myndavélin er með skjá sem hægt er að snúa og nýtist því betur. Kodak Easy Share One er væntanleg í október og verður seld í Hans Petersen búðunum. Fleiri kaupa iPod í út- löndum en hérlendis „iPod hefur fengist hér á landi síð- an 2001 og fór að seljast eitthvað að ráði um leið og Apple opnaði á iPod notkun fyrir PC tölvur eftir árið 2002. Áður hafði iPod aðeins verið fyrir Macintosh tölvur. Um leið var forritið iTunes opnað fyrir PC tölvur. Þá opnaðist þessi markaður og fólk áttaði sig á að það var þarna með hlut sem var einstakur,“ segir Steingrímur Árnason hjá Apple umboðinu. iTunes drífur iPod Skömmu eftir PC opnunina kynnti Apple fyrstu aðgengilegu iTunes tón- listarverslunina á netinu þar sem þeir seldu lögin á 99 sent. „Þessi búð er ekki opin hér á landi en er opin í þessum stærstu löndum. Hún hefur í raun verið drifkrafturinn á bak- Toshiba Portégé R200 Toshiba Portégé er ótrúlega nett og falleg vél. R200 tölvan vegur aðeins i.29kg og er tæplega 2 cm á þykkt. Þrátt fyrir þetta er vélin með þráð- lausa netstýringu og minniskorta- lesara. Með 512 MB minni, Intel Pentium M 1.2GI1Z 2MB og blátann- artækni. Toshiba Portégé R200 fæst i Tæknival. Nikon Coolpix 7900 Nikon stafræn myndavél með 7,1 milljón punkta upplausn og 3X að- dráttalinsu með Nikon ED gleri ög myndavélahús úr áli. Vélin er full af frábærum nýjum stillingum og til dæmis er hægt að taka afrit af myndum í vélinni þannig að hægt sé að lýsa upp skugga á myndum, fjarlægja rauð augu auk þess sem hún greinir andlit sérstaklega til að stilla fókusinn eftir því. In-Cam- era Red-Eye Fix sem fjarlægir rauð augu af myndunum. Nikon Coolpix 7900 fæst í Bræðurnir Ormsson. Spennandi tímar framundan í iPod heimum við vinsældir iPod. Fyrst varð iPod mjög tískutengdur. Hvítu heyrnar- tólin sem voru mjög auðkennandi fyrir iPod og margir tengdu þau við snobb. iPod var dýrari til að byrja með en verðið hefur lækkað töluvert. Það hafa komið ódýrari týpur og þannig hefur markaðurinn stækkað og fleiri hafa efni á iPod. Núna síðast var iPod shuffle kynntur til sögunn- ar sem er jafnstór og tyggjópakki. Þá erum við komnir með allan skalann. iPod mini er millitýpan og stærstur er iPod. Á minnstu útgáfiina kom- ast 120 lög og á þá stærstu komast allt að 15.000 lög,“ segir Steingrímur og bætir því við að það sé ógerlegt að vita hversu margir eiga iPod hér á landi þar sem fleiri kaupa iPod er- lendis en hérlendis. íslendingar grófir tónlistarþjófar Lagastuldur af netinu er vel þekkt- ur í heiminum þar sem margir mis- nota Internetið í þeim tilgangi að verða sér út um tónlist án þess að borga fyrir hana. „Ég held að íslend- ingar geri mikið af því vegna þess að það er skortur á almennilegum tón- listarverslunum á netinu. Uti hefur þjófnaður minnkað mikið eftir að Ápple opnaði iTunes verslunina því aðgengið er betra. Núna er mikið meira mál að stela af netinu og það eru mjög vafasöm gæði á þeim lög- um sem stolin eru. í Apple iTunes búðinni gengur neytandinn að gæð- um og úrvali,“ segir Steingrímur. Hann segir að þó við íslendingar höf- um vefverslunina tónlist.is þá upp- fylli hún hreinlega ekki kröfur iPod notenda. „Hún kom á réttum tíma og var í sjálfu sér góð hugmynd en er bara ekki að virka. Hún virkaði ekki fyrr en nýlega fyrir iPod eigendur. ís- lendingar eru mjög grófir í að stela tónlist - ef til vill vegna skorts á al- mennilegri tónlistarvefverslun." Apple kærir íslenska ríkið Margir kvarta yfir háu verði á iPod hér á landi og skilja ekkert af hverju verðið lækkar ekki. Steingrímur seg- ir þó vera rökrétta skýringu á því. ,Þetta stafar að því að það er 7,5% toll- ur af iPod hér á landi, 30% vörugjald, og 24.5% virðisaukaskattur. Þannig að þegar fólk horfir á bandarískt verð á iPod sem er kannski 300 doll- arar þarftu að bæta öllu þessu ofaná. íslenska ríkið hefur ekki séð ástæðu til að endurskoða þetta. Lögfræð- ingur frá Apple er að vinna í því að kæra ríkið fyrir þetta þar sem þetta er eina landið í heiminum þar sem þetta er svona,“ segir hann. Ríkið heldur þessum sköttum og gjöldum í hámarki til þess að græða sem mest en í raun er því þveröfugt farið. „íslenska rikið er í raun og veru að tapa á því að hafa þetta svona. Það seljast færri iPod-ar hér á landi fyr- ir vikið. Allir smygla þeim inn til landsins því þetta er svo lítið þetta fer bara í vasann - allir kaupa fyrir alla. Ríkið missir því af öllum virðis- aukaskattinum af þeim iPodum sem koma inn í landið,“ segir Steingrím- ur. Það eru spennandi hlutir fram- undan í iPod heiminum. Meðal ann- ars er að koma sími sem Motorola hefur þróað í samstarfi við Apple og hann mun innihalda iTunes tónlist- arspilarann sem verður fyrsti sím- inn með forritinu í heiminum. katrin.bessadottir@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.