blaðið - 12.09.2005, Blaðsíða 37
blaðið MÁNUDAGUE 12. SEPTEMBER 2005
DAGSKRÁ I 37
■ Fjölmiðlar ,
Fagleg sjónarmið
Þegar Davíð Oddsson greindi frá því
að hann væri á förum yfir Arnarhól
þar sem hann yrði Seðlabankastjóri
tóku menn tíðindunum misjafnlega
eins og gengur. En svo hófst hinn full-
komlega fyrirsjáanlegi söngur um
það hvort hann væri hæfur í djobbið,
svona „faglega séð“ eins og það er
orðað af þeim, sem telja sjálfa sig fag-
menn á einhverju tilteknu sviði.
Þeir, sem dregnir voru fram til
þess að viðra þessi sjónarmið, voru
frekar fyrirsjáanlegir líka, sumsé
þeir Ágúst Einarsson og Þorvaldur
Gylfason, en í frétt RÚV um „málið“
var Ágúst kynntur til sögunnar sem
prófessor og fyrrverandi formaður
bankaráðs Seðlabankans, en Þor-
valdur aðeins sem prófessor. Gott
og vel, þarna voru sumsé tveir hlut-
lausir fræðimenn að lýsa skoðun
sinni úr hlutlausum fílabeinsturni
Háskóla Islands. Eða hvað?
Nei, auðvitað er það ekkert þann-
ig, því þarna var aðeins um að ræða
hefðbundið jarm tveggja Samfylk-
ingarmanna. Skoðun þeirra er jafn-
gild og hver önnur, en þarna ræddi
aðeins um skoðanir og þær næsta
pólitískar. Hvers vegna RÚV kaus
að kynna þær með öðrum hætti er
svo athyglisverðari spurning.
Þó verður að taka fram að ég veit
það auðvitað ekki fyrir víst hvort
Þorvaldur á flokksskírteini í Sam-
fylkingunni. En pistlarnir hans eru
allir á þann veg, svo ég geri bara
ráð fyrir því. Nema náttúrlega að
það sé eitthvað allt annað, sem reki
hann áfram,. Eins og til dæmis það
að hann sé virkilega ekki enn búinn
að fyrirgefa Davíð Oddssyni það að
hann skyldi vinna sig í inspectors-
kjöri í Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1969, en þar með var snöggur
endir bundinn á pólitískan feril Þor-
valdar.
Vinir mínir á Vefþjóðviljanum
skrifuðu um þetta á laugardag og
greindu frá því að vefritinu hefði
ekki tekist að rifja upp nein dæmi
um gagnrýni Þorvaldar á ráðningu
Jóns Sigurðssonar flokksbróðurs
síns og Ágústs í sama starf og Dav-
íð hreppir senn, en Vefþjóðviljinn er
með eindæmum fundvís á gamlar
yfirlýsingar á vettvangi stjórnmála.
Þess má svo til gamans geta að það
var einmitt téður Ágúst, sem hafði
forgöngu um ráðningu Jóns sem for-
maður bankaráðs Seðlabankans.
f hvert skipti, sem ég sé eða heyri
einhvern nota orðin „fagleg vinnu-
brögð“ á opinberum vettvangi, fyll-
ist ég grunsemdum um að ekki sé
allt með felldu. Muna menn t.d.
hvernig hamrað var á þeim í „frétta-
stjóramálinu" sællar minningar?
Annar hver fréttamaður RÚV fjasaði
um fagið og hvernig dægursfrétta-
stjórinn væri óhæfari en allir hinir
umsækjendurnir og svo voru þeir
mærðir út í eitt á „faglegum forsend-
um.“ En þegar maður grennslaðist
fyrir um menntunina kom á daginn
að það var aðeins einn umsækjandi
sem hafði menntun á sviði fjölmiðl-
unar og sá var ekki heldur í náðinni
hjá fagmönnunum!
En ætli það sé nú ekki þannig í
þessum málum báðum að formleg
menntun manna segir ekki allt um
manninn og hæfni hans til hinna að-
skiljanlegu verka? Auðvitað og það
vita allir. Þegar öðru er haldið fram
býr eitthvað allt annað undir og það
er þá kannski fréttnæmara en hitt.
Andrés Magnússon
21:00-23:00 21.15 Lögreglustjórinn (The District III) 22.00 Tfufréttir 22.25 Lífsháski (24:25) (Lost) Það er komið að lokum myndaflokksins og í kvöld verða tveir sfðustu þættirnir sýndir. 23:00-00:00 23.55 Ensku mörkin Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum síðustu um- feröar í enska fótboltanum. e. 00:00-6:00 00.50 Kastljósið Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldið. 01.10 Dagskrárlok
21:15 Jamie Oliver (Oliver'sTwist) (23:26) (Kokkur án klæða) Meistarakokkurinn Jamie Oliver kemur enn á óvart. 21:40 Grey's Anatomy (5:13) (Læknalíf) Dramatísk þáttaröð um nokkra læknakandídata á sjúkrahúsi í Seattle. 22:25 Most Haunted (1:20) (Reimleikar) Magnaður myndaflokkur sem beinir sjónum okkar að hinni eilífu spurningu um hvort það sé líf eftir dauðann. Bönnuð börnum. 23:15 Eyes (9:12) (A gráu svæði) Dramatiskur myndaflokkur. Judd Risk Mangement er ekkert venjulegt fyrirtæki. Harlan Judd og félagar leysa málin fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum vill ekki leita á náðir lögreglunnar. 00:05 The Mirade (Kraftaverkið) 01:45 Tangled (Flækjur) Spennumynd. Lögreglan hefur rannsókn þegar maðurfinnst iila til reika. Aðalhlutverk: Rachael Leigh Cook, Shawn Hatosy, Jonathan Rhys-Mey- ers, Estella Warren. Leikstjóri, Jay Lowi. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 03:15 Fréttir og Island í dag Fréttir og ísland 1 dag endursýnt frá þvf fyrr í kvöld. 04:35 Island í bítið 06:35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TiVí
21:00TheContender 22:00 Dead Like Me - lokaþáttur Það er hrekkjarvaka og fjöldamorðingi gengur ^Uaús um bæinn, þannig að það er nóg að gera hjá George og félögum hennar. 22:50 Jay Leno 23:35 CShNewYork(e) 00:25 Cheers - 6. þáttaröð (e) 00:50 Óstöðvandi tónlist
22:00 Man. Utd. - Man. City frá 10.09 00:00 Þrumuskot (e) Farið er yfir lelkl liðlnnar helgar og öll mörkin sýnd. Viðtöl við knattspyrnustjóra og leikmenn. 01:00 Bolton - Blackburn frá 11.09 03:00 Dagskrárlok
búinn er að slá f gegn út um allan heim. Ramsey fær til liðs við sig óreynda kokka til þess að hjálpa sér að opna veitingastaö í Los Angeles. f hverri viku rekur Ramsey einn kokk þar til einn stendur eftir sem sigurvegari. 21.00 Veggfóður Hönnunar og Iffstfls þátturinn Veggfóður sem er undir stjórn arkltektsins og sjónvarpskonunnar vin- sælu Völu Matt og sjónvarpsmannsins Hálfdáns Steinþórssonar. 22.00 Kvöldþátturlnn Beinskeyttur spjall- og skemmtiþáttur þar sem við- burðir dagsins eru hafðir að háði og spotti. 22.40 David Letterman 23.30 The Newlyweds (23:30)(Celebrity Issues) 23.55 The Newlyweds (24:30)(Eye Surgery) 00.20 Friends 3 (4:25) (Vinir) 00.45 Seinfeld (11:24)(The Contest) 01.10 Kvöldþátturínn
21:00 Enskumörkin 21:30 Spænsku mörkin 22:00 Olfssport 22:30 Playmakers (11:11)(NFL-liöið) Það er komið að kveöjustund hjá Fjallaljónunum. Fram undan er slöasti þátturinn og það gengur mikið á. Bönnuð börnum. 23:15 Landsbankamörki 00:05 UEFA Champions League Fréttir af leikmönnum og liðum 1 Meistaradeild Evrópu.
22:00 Instinct to Kill (Drápseðli) Hasarmynd sem stendurvel fyrlr sfnu enda er efnisþráðurinn kunnuglegur og klikkar ekkl. Hér koma heitar ástriður og grimmileg hefnd við sögu. Við kynnumst hjónum sem eru hamingjusöm eina stundina en á heljarþröm þá næstu. Annar aðilinn á sér dökka fortið sem þolir ekki dagsljósið. Aðal- hlutverk: Mark Dacascos, Missy Crider.Trm Abell. Leikstjóri, Gustavo Graef-Marino. 2001. Stranglega bönnuö börnum. 00:00 U.S. Seals (Bandarísku Selirnir) Hasarmynd. Nút(ma sjóræningjar gera Bandaríkja- mönnum lífið leitt. Aðalhlutverk: Jim Fitzpatrick, Greg Collins, Justin Williams. Leikstjóri, Yossi Wein. 1999. Stranglega bönnuð börnum. 02:00 Extreme Ops (Öfgasport I ölpunum) Ævintýraleg hasarspennumynd. Leikstjóri, Christi- an Duguay. 2002. Stranglega bönnuð börnum. 04:00 Instinct to Kill (Drápseðli)
■ Af netinu
Það var ekki þverfótað fyrir
Clint í borginni okkar í gær.
Sástu kallinn? - spurði Björn Leifs-
son mig þegar ég kom í Laugar í
gær. Clintarinn var þá nýbúinn
að spretta úr spori á sínum 75
ára gömlu fótum á brettunum.
En eina „celebbið" sem ég sá í saln-
um í gær var nýi utanríkisráðherr-
ann. Hann var mæðulegur einsog
menn eru sem eru búnir að vera
lengi í aðhaldi. Þær geta verið erf-
iðar, dr. Árný og Inga Jóna. Við
eigum að setja Geir á rjóma og feitt
kjöt þegar hann tekur yfir nýja job-
bið. Það borgar sig að hafa glaða
menn og reifa í utanríkisþjónust-
unni. Þeir ná betri samningum.
Það hljóp hins vegar á snærið hjá
mér þegar ég kom í Landsbank-
ann fyrr um daginn. Fyrst mætti
ég Lalla Johnes. Hann var edrú
- einsog ég. Lalla er hlýtt til Lands-
bankans og Björgólfs. En það var
allt á iði í bankanum. Hviss og
urg í dömunum í gjaldkerastúk-
unum. Þær horfðu allar í eina átt.
Ég hélt fyrst að þær væru að horfa
á Gunnlaug Sigmundsson fyrrver-
andi alþingismann og forstjóra
Kögunar sem skeiðaði inn í öllu
sínu veldi. En rétt fyrir aftan hann
var hópur af mönnum. Aftast
gnæfði maður með töffaralegt lúkk
og glit í auga. Mér fannst hann
kinka kolli til mín - en líklega var
það til Lalla Johnes. Það var sami
töffarasvipurinn á þeim báðum.
Þetta var Clintarinn. Flottur og
ekkert mæðulegur. Á leið upp stig-
ann til Björgólfs. Bjöggarnir eru
líklega að fá hann til að gera mynd
um bankann. Eða um KR. Eða bara
um þá sjálfa. From Rags to Riches.
Ég flýtti mér y fir á skrifstofuna mína
hinu megin og sagði Bettý ritara að
Clint Eastwood væri hinu megin við
götuna.ViðBettýhorfumststundum
í augu við Björgólf yfir Austurstræt-
ið. Við stóðum lengi og horfðum á
þykk gluggatjöldin sem bærðust
fyrir skrifstofu stórbankastjórans.
Svo hreyfðust gluggatjöldin og ég get
svarið að það voru augu Clints sem
horfðu rannsakandi á mig. Kanski
hann hafi séð mig á brettinu inní
Laugum. Eða þegar Pétur í Strákun-
um á Stöðinni stökk upp á bakið á
mér í Földu myndavélinni. Kanski
hann sé að leita að myndarlegum
þéttvöxnum íslenskum karlmanni
í myndina fyrir Björgólf. Kanski fæ
ég að leika bankastjóra - hver veit?
Svo sá ég að hann leit niður í þann
mund sem Lalli Johnes gekk út úr
bankanum. Lalli leit upp, sá mig og
veifaði. Augnablikið rann inn í eilífð-
ina og þetta var einsog myndin hans
Sergío Leóne sem Clintarinn lék í.
The Good, Bad and Ugly.
Össur. http://web.hexia.net/roller/
page/ossur
Morgunveröur/Brunch
Món-fös frá 08:00 til 11:30
Lau-sun frá 09:00 til 15:00
ii 1 x o P
www.cafeoliver.is