blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 11

blaðið - 13.09.2005, Blaðsíða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 NEYTENDURI 11 Verðsamanburður á klippingu fyrir karla Verðkönnun var gerð á hársnyrti- stofum i2.september á vegum Blaðs- ins. Stofur sem allar eru staðsettar í miðbæ Reykjavíkur voru valdar af handahófi. Verðið var nokkuð mis- munandi eftir hárgreiðslustofum. Lægsta verðið er hjá Amadeus og er verðið 2500 kr. og hæsta verðið er hjá Hárgreiðslustofunni Mojo 3500- 3900. Þess má geta að á Toni & Guy og Mojo eru klippingarnar mis dýr- ar eftir reynslu hárgreiðslusérfræð- ingsins. Þá er ódýrasta verðið fyrir klippingu af nema eða sveini og hæsta verðið þegar meistari klippir. Hár Expó, Laugarvegi 33 Amadeus, Laugavegi 62 Toni & Guy Hár Gallerý Soho Hárgreiðslustofan Mojo Rauðhetta og úlfurinn 3000 2500 3100-4900 2900 2900 3500-3900 3900 Varkár verslun á netinu Það verður sífellt vinsælla að versla á netinu og nú er svo komið að hægt er að versla nær allt á netinu, bíla, brúðarkjóla, húsgögn og svo mætti lengi telja. Netið getur þó verið vafa- samt og ber því að hafa vara á því þar geta leynst óprúttnir aðilar. Gott er að fylgja nokkrum meginreglum ef á að versla á netinu. • Kynntu þér vel hvað fyrirtækið heitir og við hvaða götu það er stað- sett. Sem og í hvaða landi og borg. • Kynntu þér vöruna, hvort henni fylgi ábyrgðarskírteini, hvort hún sé lögleg og hvort hún virki yfir höf- uð á íslandi. Vörur sem þú kaupir í gegnum netið eiga að passa við vöru- lýsingu. • Kynntu þér samninginn og reyndu að skilja hann vel. Ekki gleyma smáa letrinu. • Kynntu þér kostnaðinn. Athug- aðu vel hvort einhver aukakostn- aður fylgir, eins og skattur, tollar, sendingarkostnaður og pökkun. At- hugaðu einnig hver borgar sending- arkostnað ef skila þarf vörunni. • Kynntu þér hvað verður gert við persónulegar upplýsingar þínar og hvort þeim verði dreift til þriðja að- ila. • Staðfestu pöntunina. Þér ætti að vera gefinn sá valmöguleiki að stað- festa eða hafna pöntuninni áður en þú greiðir fyrir hana. • Geymdu öll skjöl. Prentaðu út pöntunina og skrifaðu hjá þér öll til- vísunarnúmer. • Verslaðu aðeins á síðum sem eru öruggar. Öruggar síður hefjast oft á https auk þess sem sjá má lykil eða hengilás á botni skjásins. Ekki skrá neinar fjárhagslegar upplýsingar á siðu sem er ekki örugg. • Hafðu tafarlaust samband við söluaðila ef eitthvað vandamál kem- ur upp. Ef vandamálið er ekki leyst skaltu hafa samband við neytenda- samtök eða önnur slík samtök. • Hafðu augun opin fyrir alls kyns svindli. Ef eitthvað virðist vera of gott til að vera satt, þá er það senni- lega rétt ályktun. svanhvit@vbl.is Það getur verið varasamt að versla á netinu. RAPS0DY RSH-100 1 HEILSTÆÐ LAUSN FYRIR STAFRÆNA SKEMMTUN HEIMILISINS! B S 0 0 0 H0RFÐU Á MYNDBÖND/MYNDIR/TÓNLIST í SJÓNVARPINU EÐA SKJÁVARPA AN ÞESS AÐ TENGJASTTÖLVU. TENGDU STAFRÆNU MYNDAVÉLINA BEINTVIÐ RAPS0DY HVAR SEM ER ÁN ÞESS AÐ TENGJASTTÖLVU! USB2 FLAKKARI! LÍTIL 0G NETT GRÆJA - TASKA 0G FJARSTÝRING FYLGIR MEÐ! TAKMARKAÐ MAGN! VERÐ AÐEINS: 19.900 kr. HDD FYLGIR EKKIMEÐ K0RTALESARI - USB 2.0 interface - 1.2MEGA Pixel support - Innbyggðurhljóðnemi LES: MMC.SD, SM, MD, CF, XD, MS 0G MSPRO. LASERBENDILL - VIRKAR SEM MÚS/LYKLABORÐ! -TILVALIÐ ( P0WERP0INT KYNNINGAR V-......... ........... VijeTalk2.0 Pro WEBCAM README 15 IN 1 X-P0INTERII (ÞRÁÐLAUST) SKJÁKORT: HIS RADEON 9550 DVI - AGPX - TVOUT 128 mb DDR VERÐ AÐEINS: VERÐ AÐEINS: VERÐ AÐEINS: VERÐ AÐEINS: 5.900kr.- 3.900kn- 9.900kn- 5490 kn- ER TOLVAN AÐ GERA ÞIG BRJALAÐA(N)? HVER ÞJONUSTAR ÞIG? KOMDU MEÐ GOMLU VÉLINAOGVIÐ RAÐLEGGJUM ÞÉR HVAÐ GERA SKAL! VIÐ VEITUM ÞER PERSÓNULEGA OG GODA ÞJONUSTU TASK ÞJONUSTA ER FYRIRÞIG...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.