blaðið - 13.09.2005, Page 12
12 I VEIÐI
ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 blaöið
Stephen Slack og Róbert Schmidt á góóum morgni fyrir norðan með ref, heiðagæsir og grágæsir.
Skotveiðin gengur vel
Gœsin loksins kom
in á veiðisvœðin
Veiðimenn kætast þessa dagana því
mikið af gæs er komin í akra og tún.
Um síðastliðna helgi fylltust marg-
ir kornakrar af gæs m.a. blesgæs,
heiðagæs og grágæs á suður- og suð-
austurlandi. Víða er búið að slá korn-
akra á suðurlandi en þó eru margir
óslegnir. Þrátt fyrir það leitar gæsin
í akrana og étur sig í gegnum þá á
fáeinum dögum ef ekkert er að gert.
Bóndi einn í Austur-Landeyjum
varð meðal annars fyrir því óláni
fyrir stuttu að gæsir höfðu étið upp
allan kornakurinn hans án þess að
hann hafi orðið þess var.
Tvær skyttur náðu 52 gæsum í
morgunflugi á austurlandi um helg-
ina og hættu veiðum fyrir klukkan
níu að morgni. Heiðagæsaveiðin þar
um slóðir hefur verið ágæt og menn
fengið viðunandi afla á fjöllum.
Mikið hefur verið af gæs á norður-
landi og hefur heiðagæsin leitað nið-
ur á láglendið enda hefur snjóað til
fjalla. Nokkrir veiðimenn fengu 15
fugla i kvöldflugi ásamt einum ref
og 10 í morgunflugi, mest heiðagæs.
Er því óhætt að segja að gæsaveiðin
sé nú hafin fyrir alvöru enda fugl-
inn kominn á svæðin, loksins.
Andaveiði
Andaveiðin er byrjuð og sumir bún-
ir að ná sér hóflega í soðið. Yfirleitt
er öndin tekin í „léiðinni” þegar
veiðimenn halda á gæsaveiðar. Gæsa-
skyttur sem vou á Mýrum náðu
sér í fáeinar stokkendur og urtend-
ur ásamt fáeinum grágæsum. Ein
skytta hafði 20 endur seinni part
dags sem er mjög góð veiði. Var afl-
inn blandaður stokköndum, urtönd-
um, rauðhöfða og skúfönd.
Danskir sjónvarpsmenn
gera veiðimynd
Róbert Schmidt tekur um þessar
mundir á móti fjórum dönskum
veiðimönnum sem koma frá Hunters
Video og Seeland. Mun Róbert sjá til
þess að þessir heiðursmenn komist í
góða gæsaveiði en tilefni heimsókn-
arinnar er einmitt að búa til góða
mynd um gæsaveiðar á Islandi. „Við
verðum á ferðinni frá og með 14.
til 19. september og þá munum við
heimsækja hestabúgarðinn Ármót
og dvelja þar um tíma í boði Hafliða
Halldórs en hann mun bjóða okkur
á gæsaveiðar," sagði Róbert. Hunters
Video hefur sérhæft sig í gerð veiði-
mynda um allan heim, sérstaklega
um veiði á stórum villtum dýrum.
Nú ætla þeir að snúa sér að íslandi
og mynda náttúru landsins í haust-
búningi og ná góðum myndum af
gæsum ásamt gæsaveiðum. Stefnt er
að þeir komi að ári til að mynda sil-
ungs- og laxveiðar.
Óvenju mikið veiðst afsmálaxi í sumar
Stœrri laxinn að hverfa?
1ffrfritýritir^rfr**-ýrfeirir » -ft *
VeiöÍDortið
*
■k
k
k
k
k
k
*
í
í
k
k
k
Í
i
k
+
k
ir
k
k
k
k
i
k
k
k
k
+
k
★
k
k
k
k
k
k
k
ér ***-*♦ kttk •ér*k** 4r *+•*++ + ér ék -é-értrlr ♦♦♦*'»
★
★
*
★
*
★
★
★
★
★
★
*
UTSALA!
10-60 % AMitlliir
Af öllum vöruui!
Veiðiportið Grauclagarði 3.
Simi:552-9940
Frábæru veiðisumri er nú að ljúka
en veitt er í mörgum laxveiðiám út
þennan mánuð. Ekki er ólíklegt að
heildarfjöldi laxa verði um 55 þús-
und og þá mest smálax sem veiðst
hefur í sumar.
En það sem er alvarlegast er að
stærri laxinn virðist vera að hverfa,
en lítið hefur veiðst af honum í sum-
ar. Hvort hann komi aftur næsta
sumar eða þar næsta veit augljós-
lega engin. Honum hefur fækkað,
það sést i öllum veiðibókum sem
skoðaðar eru ofan í kjölinn.
„Já það fer ekki að milli mála að
stórlaxinn er að hverfa úr aflanum,
það er bara tímamót ef það veiðast
laxar yfir 10-12 pundinn i mörgum
veiðiám," sagði veiðimaður sem hef-
ur víða rennt fyrir lax í sumar en
aflinn hefur samanstaðið af 4 til 6
punda smálaxi.
Netaveiðin tekur toll
Netin taka sinn toll en vefurinn
krafla.is hefur tekið málið upp að
undanförnu. Þar kemur fram að
skuggalegt sé hvað margir laxar
lendi í netunum. Þessi vandi er
víða ræddur og Gunnar Örlygsson
alþingsmaður og veiðimaður hefur
boðað að hann muni ræða málið á
alþingi. Margir vænir laxar hafa end-
Ari Þórðarsson með lax en líklega veiðast
um 55 þúsund laxar í veiðiánum f sumar
og flestir 4- til 6 punda.
að aldur sinn ( netum í gegnum ár-
in. Þetta verður að stoppa, laxinum
fækkar og lítið verð fæst fyrir hann
dauðan.
Aflahæstu ár
Þverá í Borgarfirði heldur ennþá
toppsætinu en áin hefur gefið 4025
laxa. Bændadagar eru núna í ánni
og gefið að töluvert af fiski muni
veiðast í þeim. Eystri-Rangá hefur
gefið 3800 laxa og er í öðru sæti, en
síðan kemur Norðurá sem endáði í
3142 löxum í þriðja sætinu og síðan
Ytri-Rangá sem er í 2400 löxum.