blaðið - 13.09.2005, Side 14

blaðið - 13.09.2005, Side 14
o (3tep/)e/i/ a 32 Sími 533 5060 www.stepp.is 14 I ÁLI1 ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2005 blaóió á stigaganginn Falleg aðkoma að heimilinu skiptir máli. Teppi er slitsterkt gólfefni sem auðvelt er að þrífa, hljóðeinangrandi og hlýlegt. í embætti varaformanns lokar þó engum leiðina að formennsku þeg- ar næsta kynslóð kemur á eftir Geir þó hún hljóti að koma til greina sem einn af kandídötum framtíðar- innar í þá stöðu. Hið eina sem er óljóst er hvort ný forysta hafi sjálfstraust til að gera Bjarna Benediktsson að formanni þingflokks. Það eru álitleg forystu- efni í röðum yngri manna í þing- liði Sjálfstæðismanna sem vísast eiga eftir að skjóta upp kolli í ríkis- stjórnum framtíðarinnar. Ég dreg þó litla dul á þá skoðun mína - að þeim ólöstuðum - að langmesta for- ystuefnið sé falið í Bjarna. Hann er geðþekkur stjórnmálamaður með sjálfstraust fyrir nú utan að líta út einsog Hollívúddstjarna. Bjarni hef- ur þann kost að geta hugsað stand- andi í ræðustól. Það geta ekki allir ráðherrarnir ennþá - og sumir vís- ast aldrei. Framtíðarmaðurinn Bjarni Ben Sjálfstæðisflokkurinn væri ólíkur sjálfum sér ef hann reyndi ekki að finna leið til að koma slíku efni í stöðu þar sem hann nær að þroska leiðtogahæfileikana og sýna það sem margir telja að i honum búi. Það er hins vegar ekki jafnauðvelt og sýnist. Það yrði erfitt að ganga framhjá ágætri konu einsog Arn- björgu Sveinsdóttur sem er vara- formaður þingflokksins - ekki síst á vorum tímum. Bjarna er þar að auki mótdrægt að i kjördæmi hans eru þrír ráðherrar - og annar tilvon- andi varaformaður. Einsog gengur munu einhverjir líka mæla á móti framgangi hans af öðrum ástæðum en tillitsemi við framtíðarfarsæld flokksins. Kannski þekki ég ekki Sjálfstæð- isflokkinn nógu vel. Ég ætla samt að spá þvi að Bjarni verði formaður þingflokksins í haust - en hvaða ár hann verður formaður flokksins treysti ég mér ekki til að fullyrða jafn nákvæmlega. Viö seljum vönduð og endingargóö teppi sem eru ofnæmisprófuð og á góðu verði. sem Mathiesenarnir ætla dýralækn- inum úr Hafnarfirði. Fjármálaráðu- neytið er honum góð sárabót fyrir að sjá á bak varaformennskunni sem stuðningsmenn hans hafa lengi ætlað honum að keppa að. Varaformaður er ekki endi- lega næsti formaður Árni tók þó rétta ákvörðun þegar hann ákvað að fara ekki í þann slag. Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir allt í of viðkvæmri stöðu til að taka þá áhættu að hafa ekki konu í æðstu forystu. Það hefði orðið slæmt fyrir flokkinn 1 núverandi stöðu stjórn- málanna. Sjálfgefið kjör Þorgerðar Við formannsskipti í Sjálfstæðis- flokknum kemst hreyfing á alla flokksforystuna. Össur Skarp- héðinsson veltir stöðunni fyrir sér og eygir næsta formannsefni íhaldsins. Ráðherraskiptin tókust ágætlega hjá Sjálfstæðisflokknum - bæði tímasetning, hlutverkaskipti og nýr ráðherra. Það kom enginn nýr til álita utan Einar Kristinn. Hann hefur vaxið í embætti formanns þingflokks og er þar að auki sá þing- maður sem er handgengnastur for- mannsefninu Geir. Röðun í ráðherrastóla birtir yf- irleitt goggunarröð. Utanríkisráð- herra gengur að jafnaði næstur for- sætisráðherra að virðingu. Það efast fáir um að Geir er fremstur meðal jafningja að Davið gengnum í önn- ur störf. Geir hefur að sönnu ágæta reynslu af utanríkismálum en skip- an hans í utanríkisráðuneytið í stað Davíðs var þó ekki síst til að undir- strika að hann er smurður til arftök- unnar - og stuðlar þannig að ró og friði í flokknum. ið virðist fyrst og fremst hafa verið umhugað um að skilja við flokkinn í eins föstum skorð- um og hægt væri. Fyrir Árna Mathiesen kom Össur breytingin á Skarphéðinnsson mikilvægum .................... tíma. Hann var týndur og tröllum gefinn i svart- holi sjávarútvegsráðuneytisins. Nú fær hann tækifæri til að endurnýja sig í fjármálaráðuneytinu. Varð ekki Matthías pabbi samgönguráð- herra eftir að hafa verið fjármála- ráðherra? Varla er það hlutskiptið 99.................... Bjarni hefur þann kost að geta hugsað standandi í ræðustól. Það geta ekki allir ráðherrarnir ennþá - og sumir vísast aldrei. Flokksforysta í föstum skörðum Hitt er þó staðreynd að það hefur enginn einstaklingur haft meiri áhrif við mótun utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins siðasta ára- tuginn en Björn Bjarnason. Sumar skoðanir hans eru vissulega um- deildar - en þó aðallega í röðum okkar vinstri manna. Mér kom því nokkuð á óvart að hans nafn skuli ekki einu sinni nefnt sem utanrík- isráðherra. Hugsanlega hefði slík skipan hins vegar skyggt á stöðu Geirs og skapað pælingar um að Björn ætlaði sér stærri hlut i flokkn- um í framtíðinni en raunin virðist i dag, og því skapað óróleika. Dav- blaóió Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Árogdagurehf. Sigurður G. Guðjónsson. Karl Garðarsson. HRUN FRAMUNDAN Hækkanir á íslenska hlutabréfamarkaðnum eru komnar út fyrir allt það sem eðlilegt getur talist. Hér eu fáein dæmi og er litið til hækkana síðustu 12 mánaða: Bakkavör hefur hækkað um 60%, FL Group um 85%, Landsbankinn um 105% og Straumur Fjárfestingarbanki um 77,49%. Þetta eru dæmi af handa- hófi en lýsa því gullæði sem verið hefur á islenska hlutabréfamark- aðnum sem hefur aftur leitt til þess að þeir sem á annað borð hafa haft fjármagn til að fjárfesta hafa grætt vel. En það er skammt á milli skynsemi og græðgi. Sögur bárust nýlega af því að sex stjórn- endur Islandsbanka hefðu keypt hlutabréf í bankanum, átt þau í þrjá mánuði og seldu síðan aftur með 470 milljóna króna hagnaði. Þá vakti athygli í liðinni viku kaupréttarsamningur upp á rúma tvo milljarða sem forstjóri Straums Fjárfestingarbanka hefur gert. Samningurinn er þess eðlis, samkvæmt fréttum, að viðkomandi er tryggður gegn tapi þannig að hann ætti að sofa vel um nætur. Þessi mál og mörg önnur svipuð draga athyglina að öðru atriði. Þeir sem gera slíka samninga eru í flestum tilvikum þeir sem stjórna og hafa umsjón með miklu fjármagni í krafti fyrirtækja sinna. Á hinum örsmáa íslenska markaði, þar sem velta dagsins í einstaka félögum er oft talin í þúsundköllum, er ekkert auðveldara en að stýra gengi félaga sinna - ekki síst ef maður á hundruð milljóna undir sjálfur - að vísu er það erfiðara þegar kemur að uppgjörum - en þess á milli er það hægt. Nú er Blaðið ekki að fullyrða að það sé gert - en hættan er veruleg - sérstaklega þegar einkahagsmunir fara að blandast við hagsmuni fyrirtækjanna. Og sérstaklega þegar menn sem eru að gera stóra samninga fyrir sjálfa sig sitja sjálfir á gullkistum almennings. Eitt er víst boginn hefur verið spenntur til hins ítrasta á hlutabréfamarkaði - erlendir sérfræðingar hafa varað við afleiðingunum - en eins og íslendinga er siður er ekki hlustað. Skellurinn gæti orðið óþægilegur og timburmennirnir miklir. Auglýsingastjórí: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsíml: 510 3700. Símbréfáfréttadelld: 510.3701. Sfmbréfáauglýslngadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Goggunarröðin og gæðingsefnið

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.