blaðið - 15.09.2005, Side 2
2 I INNLEWDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaðiö
Evrópubúar
þyngjast
Tíu til þrjátíu af hverjum eitt hundrað
börnum í Evrópu á aldrinum sjö til
ellefu ára eru of þung og í aldurshópn-
um fjórtán til sautján ára er hlutfallið
8 til 25%, mismunandi eftir löndum.
Talað er um þetta sem ástand og er það
skilgreint sem alvarlegt og vaxandi
heilsufarsvandamál. Allt að fjórfalt
fleiri Evrópumenn eru of þungir en
voru fyrir aldarfjórðungi en þetta kom
fram á haustfundi svæðisskrifstofu al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO). Sérfræðingar WHO leggja til
að samtökin og aðildarþjóðirnar setji
baráttuna gegn ofþyngd og offitu ofar-
lega á forgangslista í heilbrigðismálum.
Fimm til tuttugu prósent karla í Evrópu
eru of þungir og fimm til þrjátíu pró-
sent kvenna, mismunandi eftir löndum.
Fjöldi Evrópubúa sem skilgreindir eru
of þungir hefur u.þ.b. fjórfaldast frá
árinu 1980 og að óbreyttu stefnir í að
150 milljónir þeirra verði of þungir árið
2010. Gera sérfræðingar ráð fyrir að þetta
verði til þess að sjúkdómar sem tengjast
ofþyngd muni valda auknum þrýstingi
í heilbrigðisþjónustu landanna á næstu
fimrh árum og því brýnt að bregðast við
ogsnúaþróuninnivið. ■
Setjum okkur við-
búnaðaráætlanir
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, hvatti aðildarþjóðir
alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) til að setja sér viðbúnaðaráætl-
anir til að geta mætt hugsanlegum af-
leiðingum náttúruhamfara á haustfundi
svæðisskrifstofu stofnunarinnar. Fjall-
aði ráðherra m.a. um heilsufarslegar
afleiðingar þeirra náttúruhamfara sem
dunið hafa yfir ríkar þjóðir og fátækar
síðustu misserin.
Á fundinum var einnig fjallað um
að áfengisneysla væri hvergi meiri en í
Evrópu, tvisvar sinnum meiri en meðal-
neysla í heiminum miðað við höfðatölu.
Hafa fulltrúar Norðurlandanna á fund-
inum hvatt aðildarþjóðir WHO til að fá
menn til þess hvarvetna að viðurkenna
að áfengi sé ekki eins og hver önnur
neysluvara heldur vara sem getur haft
alvarlegar heilsufarslegar og félagslegar
afleiðingar. ■
Sjónvarpsáhorf barna hefur
áhrif langt fram á fullorðinsár
Samkvœmt nýrri rannsókn hefur sjónvarpsáhorf barna áhrifá lík-
amsþyngd þeirra langt fram á fullorðinsár. Því meira sem barn
horfir á sjónvarp, því meiri eru líkurnar á að einstaklingur eigi við
offituvandamál að stríða síðar á lífsleiðinni.
Mikið sjónvarpsáhorf barna getur ekki aðeins leitt til þess að þau fitni á barnsaldri
heldur eykur það líkur á offitu síðar á lífsleiðinni.
Ný rannsókn sýnir að 41% þeirra
sem voru of þungir eða þjáðust af
offitu við 26 ára aldur voru í hópi
þeirra sem mest höfðu horft á sjón-
varp á barnsaldri. Læknarnir sem
að rannsókninni stóðu segja að
sjónvarpsáhorf hafi meiri áhrif á
líkamsþyngd síðar á lífsleiðinni en
til að mynda hreyfing eða mataræði.
Vísindamennirnir segja að ástand-
ið hafi líklega vernsað til muna þar
sem framboð á sjónvarpsefni fyrir
börn hafi aukist gríðarlega á síðustu
árum. Það er því niðurstaða þeirra,
sem að rannsókninni stóðu, að sjón-
varpsgláp sé stór sökudólgur í þeim
faraldri sem offita er orðin í heimin-
umídag.
Trúverðuglegar niðurstöður
Laufey Steingrímsdóttir hjá Lýð-
heilsustöð segir að þessi rannsókn
sé í takt við aðrar rannsóknir af svip-
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gaeðastaðli
Innimáining Gljástig 3,7,20
y Verð frá kr. 298 pr.ltr.
^ Gæða málning á frábæru verði
/ Útimálning
/ Viðarvörn
/ Lakkmálning
/ Þakmálning
/ Gólfmálning
Gluggamálning
"ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/ Sími 517 1500
uðum toga. „Aukin kyrrseta eykur
líkur á því að börn fitni og því kem-
ur ekki á óvart að sjónvarpsáhorf
hafi þessi áhrif. Þetta eru að mínu
mati mjög trúverðugar niðurstöður
við fyrstu sýn. Við hjá Lýðheilsustöð
höfum verið að líta á umhverfi og að-
stæður barna og verið í samstarfi við
sveitarfélög og skóla um rannsókn
þar að lútandi. Þar spyrjum við með-
al annars foreldra um hvort börnin
hafi sjónvarpstæki inni hjá sér, hve
mikið þau horfi á það og um leið
hvort foreldrarnir telji börnin sín of
þung. Það er alltaf að koma meira og
meira í ljós hve mikil áhrif kyrrseta
hefur á heilsuna og það er ekki nóg
að hvetja eingöngu til íþrótta því öll
hreyfing er betri en kyrrseta.“
íslendingar sæmilega settir
Laufey segir að hér á íslandi virðist
ákveðin vitundarvakning í þessum
málum vera í gangi sem gefi tilefni
til bjartsýni. „Ef við hins vegar lít-
um til þess hversu mörg börn eru of
þung setur að okkur ugg. 1 saman-
burði við aðrar þjóðir erum við verr
sett en hinar Norðurlandaþjóðirnar
en betur sett en þjóðir í Suður- og
Mið-Evrópu. Þessi þróun hefur ver-
ið að gerast mjög hratt og menn hafa
bara ekki áttað sig almennilega á
henni. En við höfum alla möguleika
hér, með okkar heilbrigðiskerfi, að
snúa þessari þróun við.“
Rannsóknin sem um er rætt var unn-
in í háskóla á Nýja Sjálandi og birt í
tímaritinu „The International Journ-
al of Obesity“, og náði rannsóknin
til barna sem fædd eru á árunum
1972-73- 1000 börn hófu þátttöku í
rannsókninni og var sjónvarpsáhorf
þeirra kannað með jöfnu millibili
frá 5 ára aldri til 15 ára. ■
Aðstandandi í Skerjafjarðarslysi
Kærir formann
nefndarinnar
Friðrik Þór Guðmundsson, faðir
eins fórnarlambs Skerjafjarðarflug-
slyssins, hyggst kæra Sigurð Líndal,
formann sérstakrar Rannsóknar-
nefndar flugslysa, fyrir meiðyrði.
Þegar skýrsla nefndarinnar lá fyrir
lak hún til fjölmiðla áður en hald-
inn var blaðamannafundur vegna
hennar. Sigurður Líndal sendi því
skýrsluna til fjölmiðla og blés af
blaðamannafundinn með þeim
forsendum að Friðrik Þór hefði
lekið upplýsingum til fréttastofu
Stöðvar 2. Friðrikneitaði ásökunum
og óskaði eftir því opinberlega að
Sigurður bæri orð sín til baka. „Sig-
urður er búinn að hafa mánuð til
þess að leiðrétta þessa lygi um trún-
aðarbrest. Hann hefur ekki gert það
svo ég er að undirbúa meiðyrðamál“,
segir Friðrik Þór. ®
New York Times:
Skyrið og lamb-
ið í verðskuld-
aðri sókn
vestanhafs
Bandaríska stórblaðið New
York Times gerir íslenskri
matarmenningu hátt undir
höfði í ýtralegri umfjöllun
á sælkerasíðum sínum í gær.
Þar er fjallað um aukinn inn-
flutning íslenskra matvæla
til Bandaríkjanna, tækifæri
þar í landi og hindranir.
1 greininni segir áð þegar Islend-
ingar hafi farið að velta fyrir
sér matvælaútflutningi hafi
þeir orðið að grisja það, sem á
borðum væri. Ka?stur hákarl,
hvalket og reyktur lundi væri
t.d. eklti líklegt til árangurs.
Á hinn bóginn væri gnægð
annarar vöru, sem ætti að geta
gengið í sælkera vestanhafs. Til
þess að koma henni á framfæri
þyrfti þó meira en gæðin ein
og segir blaðið þá nálgun felast
í hinu lítillega stirðbusalega
slagorði: „Sjálfbært Island frá
874.“ Það kunni hins vegar
að reynast erfitt fýrir land á
stærð við Kentucky með ámóta
mannfjölda og Toledo í Ohio.
Helsti styrkurinn er sagður
felast i því að verslanakeðjan
Whole Foods, sem sérhæfir sig
í náttúrulegum matvælum, hafi
haft íslenskt lambaket á boðstól-
um um sjö ára skeið og hyggist
bjóða viðskiptavinum sínum
fleira ætt frá íslandi. „Það sem
sannfærði okkur voru gæði
vörunnar", er haft eítir Neal
Weinberg, sem er innkaupa-
stjóri sérvöru hjá Whole Foods.
í greininni er vikið að því
hversu frábrugðið íslenskt
lambaket sé öðru, hreinleiki
þess undirstrikaður og lífs-
hlaup íslensks sauðíjár dásam-
að, þar sem lömbin skoppi um
græna haga og grösugar hlíðar
uns þeim sé smalað af íjalli
af fjölskyldufólki á hestbaki.
Ekki er hins vegar farið út í
hvað bíður þeirra eftir réttir.
Hins vegar er í blaðinu nefnt
að markaðsáætlun íslendinga
sé ekki skotheld. Lambið
þurfi að fara um langan veg
til Bandaríkjanna, sem sumir
umhverfissinnar kunni að
finna að, hvalveiðarnar fari í
taugarnar á mörgum og síðan
geti reynst erfitt að kenna
Könum að segja „skyr.“
I heildina er greinin þó afar
jákvæð í garð islenskra mat-
væla og mun vafalaust reynast
þeim mikilvæg kynning.
Helðskfrt 0 Léttskýjað ^ Skýjað £ Alskýjað
Rignlng, litllsháttar /V/ Rigning 7 5 Súld Snjðkoma
5 *
SJJ Slydda Snjóél
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
Paris
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
17
27
17
16
20
15
11
16
18
29
26
19
24
22
10
21
11
07
22
25
15
12
^7°
CT
•jo / / /
8
• O
o*
9° ^
o*
Q+ 8C
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands
// /
///
8°///
10°///
///
Á morgun
10°
// /
///
/ //
10°