blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 10
10 I 3LENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaAÍÖ
Abbas hvetur
til afvopnunar
vopnasveita
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu-
manna, krefst þess að vopnasveitir
verði leystar upp eftir þingkosning-
ar í janúar. Er þetta til marks um
viðleitni hans til að koma á lögum
og reglu á Gasasvæðinu i kjölfar
brottfarar ísraels. Hamassamtökin,
aðalkeppinautur Abbas, árétta aftur
á móti að þau hyggist ekki afvopn-
ast og palestínskir embættismenn
segjast ennfremur ekki vilja hætta
á borgarastríð þrátt fyrir stöðugan
alþjóðlegan þrýsting um að takast
á við vopnasveitirnar. Áframhald-
andi pattstaða myndi hamla endur-
uppbyggingu Gasasvæðisins og gera
erfiðara um vik að taka aftur upp
friðarviðræður.
Öryggissveitir Abbas þykja hafa
sýnt linkind síðan ísraelsmenn hörf-
uðu af Gasaströnd á mánudag. Aft-
ur á móti héldu hin herskáu Hamas-
samtök eina stærstu fjöldasamkomu
sem þau hafa haldið á aðaltorgi Gasa-
borgar seint á þriðjudag en þá tóku
Palestínumenn við stjórn svæðisins.
Mannskæð-
ar árásir í
Bagdad
Að minnsta kosti 150 fórust og yfir
500 særðust í árásahrinu í hverfi
sjíta í norðurhluta Bagdad í gær.
Þetta eru einar mannskæðustu
árásir sem gerðar hafa verið í höfuð-
borginni. Al-Kaída hryðjuverkasam-
tökin lýstu yfir ábyrgð á árásunum
að sögn sjónvarpsstöðvarinnar Al-
Jazeera. Flestir fórust þegar maður
ók litlum sendibíl inn í hóp fólks og
sprengdi sig síðan í loft upp. Iraskir
stjórnmálamenn fordæmdu hermd-
arverkin þegar í stað og Husein al-
Shahristani, varaforseti íraska þings-
ins, sagði drápin vera villimannsleg
og hryllileg. Þá voru 17 manns drepn-
hasanew destinatio
FYLGSTU IVIEÐ DIRK PITT I BESTU
ÆVINTYRAHASARMYND ARSINS
MEÐ MATTHEW McCAUGHNAHEY,
PENELOPE CRUZ OG STEVE ZAHN
NAÐU ÞER I EINTAK I NÆSTU VERSLUN, STRAX I DAG!
tl' ? ... 1
PjÉÉyi
Syrgjandi maður þrýstir að sér blóðugum
fötum ættingja síns sem fórst í sprengju-
árásunum i Bagdad f gær.
ir í þorpinu Taji um 16 kílómetra
norður af Bagdad. Vígamenn fóru
hús úr húsi, söfnuðu fólki saman og
skutu það eftir að hafa bundið fyrir
augu þess og handjárnað það.
Bréf frá hermanni sem féll f seinni heims-
styrjöldinni skilaði sér loks í réttar hendur
á dögunum.
Skilar sér
eftir 60 ár
Bréf sem hermaður, sem lést í seinni
heimsstyrjöldinni, sendi fyrir meira
en 60 árum skilaði sér loks á áfanga-
stað á dögunum. Maður sem keypti
kassa fullan af gömlum dagblöðum
á bílskúrssölu í Kansas fann þar m.a.
bréf sem póstlagt hafði verið í mars-
mánuði 1944. Maðurinn auglýsti eft-
ir því í dagblaði hvort einhver kann-
aðist við fjölskyldu viðtakanda og
komst þannig í samband við systur
hermannsins. Þetta var síðasta bréf
hermannsins unga en hann féll rúm-
um tveimur mánuðum eftir að það
var póstlagt. I bréfinu þakkar her-
maðurinn meðal annars foreldrum
sínum fyrir armbandsúr sem þeir
sendu honum í afmælisgjöf ásamt
ýmsu góðgæti. Systirin segir einu
vonbrigði sín með fundinn vera þau
að foreldrar sínir hafi aldrei fengið
tækifæri til að sjá bréfið. ■
Mary krónprinsessa Danmerkur
Krónprin-
sessan á
sjúkrahús
Mary, krónprinsessa Danmerkur,
var Iögð inn á fæðingardeild Ríkis-
sjúkrahússins á þriðjudag með sam-
drætti í móðurlífi. Læknar segja
ástand hennar vera stöðugt. Öllum
opinberum athöfnum prinsessunn-
ar hefur verið aflýst fram yfir fæð-
ingu en hún á von á sér eftir sex
vikur.