blaðið - 15.09.2005, Page 14
blaði
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Ár og dagur ehf.
Sigurður G. Guðjónsson.
Karl Garðarsson.
MARKAÐSVÆÐING
ÆSKUNNAR
Skólaárið hófst fyrir skömmu og markaði endalok leikja og
rólegheita fyrir stóran hóp barna og unglinga sem notið
höfðu sumarsins og þess frítíma sem skólafríið gaf þeim. Á
hverjum morgni má nú sjá fjöldann allan af börnum þramma í átt
að skólanum sínum með tösku á bakinu eða sitjandi í bíl mömmu
eða pabba á leið til að sækja fróðleik hjá kennurum og öðrum
starfsmönnum skólanna. Þetta er tími breytinga hjá ungdómnum
sem margir taka fagnandi, á meðan aðrir hefðu gjarnan viljað að
sumarið entist aðeins lengur.
Á sama tíma og foreldrar um allt land voru að undirbúa upphaf
skólaársins valt inn um bréfalúgur landans pappír frá fjölmörgum
verslunum þar sem boðið var upp á þjónustu og varning sem var
hreinlega bráðnauðsynlegur hverju barni á þessum tímamótum.
Verslanir kepptust við að ná foreldrum og börnum inn í húsnæði
sitt enda ljóst að tugum þúsunda króna þarf að eyða til að barnið
geti hafið skólagöngu sína í upphafi hvers árs. Kaupa þarf bækur,
penna, liti, pennaveski og föt - listinn er óendanlegur.
Það hlýtur hins vegar að vekja spurningar að mörg fyrirtæki senda
á haustin skólabörnum ýmiss konar varning án þess að hafa í
fljótu bragði mikinn hag af slíkri gjafmildi. Nestisbox frá Osta- og
smjörsölunni, bakpoki frá íslandsbanka og blýantur frá SPRON
eru aðeins fáein dæmi um dót sem hefur komið óumbeðið inn um
lúgur á heimilum skólabarna að undanförnu. Osta- og smjörsalan
vill væntanlega með þessu minna börn og foreldra á að nota ost á
ristaða brauðið á morgnana sem og samlokurnar sem teknar eru
með í skólann. Hagur bankanna er hins vegar nokkuð óljósari
nema þá helst að reyna að ná athygli væntanlegra viðskiptavina
fyrr en áður þótti boðlegt.
Markaðssetning er nefnilega löngu hætt að miða að foreldrum í
von um að þeir muni kaupa ákveðna vöru handa barninu sínu eða
beina viðskiptum þeirra í ákveðna átt. Það er mun heppilegra að
ná athygli barnsins og láta það vinna foreldrana á sitt band. Þessi
tegund markaðssetningar hefur rutt sér til rúms að undanförnu
og má rekja upphaf hennar til Bandaríkjanna. Markaðsfræðingar
eru farnir að rannsaka atferli ungmenna sérstaklega til að komast
að því hvernig best er að ná athygli þeirra. Lítið sem ekkert hefur
verið gert til að stöðva þessa þróun sem hlýtur að teljast gagnrýni-
verð og jafnvel hættuleg. Það er ekki í lagi að beita hvaða aðferð
sem er til að selja vörurnar sínar. Þetta þurfa markaðsfræðingar
og fyrirtæki að átta sig á - og það fyrr en síðar.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöió
Pað þarf að jafna
kjörin í landinu
Ögmundur
Jónasson
í fjölmiðlum er
nú fjallað um
verðbólguna sem
komin er framúr
verðbólgumark-
miðum Seðlabank-
ans en þau lágu
til grundvallar
kjarasamningum ................
bæði á almennum
vinnumarkaði og hjá hinu opinbera.
Fulltrúar Samtaka atvinnurekenda
segja að vel komi til greina af þeirra
hálfu að segja upp kjarasamning-
um og í Fréttablaðinu er flennistór
fyrirsögn yfir viðtölum við fulltrúa
þeirra og fjármálasérfræðinga:
Kaupmátturinn í landinu er of hár.
Það má til sanns vegar færa að sé því
haldið fram að ef krónan sé of hátt
skráð miðað við þarfir íslenskra
framleiðsluatvinnuvega þá sé jafn-
framt verið að segja að kaupmáttur
þjóðarinnar sem heildar sé of mik-
ill.
Hér þarf þó að gera tvo mjög mikil-
væga fyrirvara.
ffyrsta lagi eru mikil áhöld um að
hátt gengi krónunnar hafi skilað sér
í vöruverði á innfluttum varningi og
þar með í auknum kaupmætti almenn-
ings. Enginn efast um að kaupmáttur
stórhöndlara í viðskiptum hefur aukist.
Ef krónan er hátt skráð fá innflytjend-
ur aðkeypta vöru á lágu verði. Eg hef
mjög miklar efasemdir um að þetta
hafi skilað sér í verðlagningu þegar i
búðarhillurnar er komið, nema að litlu
leyti. Á þessu þyrfti að gera markvissa
og nákvæma könnun og fýlgja því síð-
an eftir að kaupmenn láti almenning
njóta sanngjarnra kjara.
f öðru lagi þarf að gera alvarlegan fýr-
irvara við þá alhæfingu að lcaupmáttur
allra sé of mikill. Atvinnurekendur á
almennum og opinberum vinnumark-
aði hafa neitað að bæta kjör þeirra sem
eru á almennum kauptöxtum svo ásætt-
anlegt sé. Toppunum er hins vegar hygl-
að sem aldrei fyrr. Kaupmáttur margra
þeirra er of mikill. Hjá öðrum er hann
of lítill. Þegar Samtök atvinnulffsins
segja að til álita komi að segja upp kjara-
samningum, þá eru þau í rauninni að
segja að rýra eigi kjörin hjá síðarnefnda
99........................
Þegar Samtök atvinnu-
lífsins segja að til álita
komi að segja upp
kjarasamningum, þá
eru þau í rauninni
að segja að rýra eigi
kjörin hjá síðarnefnda
hópnum, almennu
launafólki, sem býr við
umsamin lágmarkskjör.
hópnum, almennu launafólki, sem býr
við umsamin lágmarkskjör. Uppsögn
samninga miðar væntanlega að því að
fallið verði ffá fyrirhuguðum almenn-
um taxtahækkunum. Þetta er ffáleit
hugsun. Nær væri að samningum væri
sagt upp til þess að hækka kauptaxt-
ana til að halda í við verðbólguna og
gott betur. Slíkar raddir hafa heyrst ff á
launafólki og eru þær skiljanlegar og
eðlilegar.
Eflaust kæmu margir til með að
halda því ffam að hækkun almennra
kauptaxta myndi leiða til hærri verð-
bólgu. Nei, segi ég. Ekki ef gerð yrði
gangskör að því að færa niður verðlag
á innfluttum varningi í samræmi
við hagstætt innflutningsverð. Þetta
myndi draga úr verðbólgunni. Þá þarf
ekki sfður að draga úr kaupmætti og
þar með gegndarlausri neyslu hátekju-
fólks og fjármálabraskara. Ég gæti hæg-
lega skrifað upp á að dregið yrði hressi-
lega saman hjá þeim sem skammta sér
eða er skammtað, milljónir, jafnvel
milljónatugir, á mánuði hverjum. Það
er fyrir löngu komið að þessum aðil-
um að sýna samfélagslega ábyrgð og
færa kjör sín til samræmis við það sem
tíðkast hjá launaþjóðinni almennt. Það
þarf, með öðrum orðum að jafha kjör-
in í þjóðfélaginu. Á sama tíma og kaup-
máttur láglauna- og millitekjufólks er
of lítill, er kaupmáttur þessa fólks of
mikill. Við skulum ekki gleyma því að
það er einkum hátekjufólkið sem ber
sök á þeim hluta viðsíciptahallans sem
rekja má til neyslu. Þetta er fólkið sem
lætur flytja til sín erlendis ffá rándýr-
an munaðarvarning og lifir bílífi sem
aldrei fyrr, kaupir bíla sem kosta tugi
milljóna og annað eftir því. Samtök at-
vinnulífsins ættu að svipast um eftir
þessu fólki þegar til umræðu er að rýra
kjörin í landinu. Mér segir svo hugur
um að þar á bæ þurfi ekki að leita langt
til að hafa upp á fólki sem vel má herða
beltisólina.
Ögmundur Jónasson
www.ogmundur.is
Sovéskar heildarlausnir i stað menntasóknar
m
Samanborið við það vægi sem önn-
ur Norðurlönd setja á menntamál,
í víðasta skilningi
þess orðs, er sinnu-
leysi íslenskra
stjórnvalda í garð
málaflokksins
með nokkrum
ólíkindum. í pól-
itískri umræðu,
bæði á vettvangi Björgvin G.
stjórnmála og fjol- ...........
miðla, eru málefni
menntakerfisins mjög áberandi á
hinum Norðurlöndunum.
Þvert á það sem gerist hérlendis.
Staða og geta skólakerfisins á öllum
sviðum er undir stöðugu kastljósi og
megin þemað f inntaki stefnumiða
vinstri-og miðflokkanna sérstak-
lega.
Þetta á við um allt nám. Frá
leikskóla og til öflugrar fullorðins-
fræðslu og endurmenntunar hvers-
konar og birtist best hjá Danmörku.
Þjóð án verulegra náttúruauðlinda
er í fremstu röð í heiminum vegna
fjárfestinga í mannafla landsins.
Þvert á það sem tíðkast hjá ríkis-
stjórnarflokkunum hér þar sem allt
kapp er lagt á sovéskar heildarlausn-
ir í atvinnumálum í stað markvissra
fjárfestinga í menntakerfinu.
fslenska sinnuleysið í skólamálum
birtist næstum þvi óþægilega skýrt í
þeim umfangsmiklu fjöldatakmörk-
unum sem eiga sér stað bæði á með-
al margra framhaldsskóla og opin-
beru háskólanna. Vegna fjársveltis
af hálfu stjórnvalda. Þetta er neyðar-
úrræði skólanna sem þeir eru þving-
aðir út í af menntamálaráðherra.
Annað árið í röð er t.d. mörghundr-
uð umsækjendum vísað frá námi í
bæði ff amhaldsskóla landsins og opin-
beru háskólana. Það er hrein nýjung í
íslenskri skólastefhu enda aldrei verið
viðurkennt af hálfu menntamálayfir-
valda að þetta eigi að viðgangast eða
eigiréttásér.
Er það ekki lengur opinber mennta-
stefna í landinu að allir sem um sækja
fái vist í framhaldsskóla? Og að háskól-
ar hins opinbera mennti þá sem þang-
að sækja og hafa tilskilin próf upp á
vasann?
Fjársveltið i menntakerfinu hefur
t.d. þær afleiðingar að hundruðum
nemenda, sérstaklega þeim sem hugð-
ust hefja nám að nýju eftir hlé, er vísað
frá og fá ekki skólavist. Að halda hundr-
uðum f slendinga frá námi með þessum
hætti er óþolandi staða og á sér enga
réttlætingu. Einstaklingurinn verður
af dýrmætri reynslu og menntun og
samfélagið af miklum verðmætum.
Hin hliðin á menntastefnu stjórn-
valda eru fjöldatakmarkanir inn í
Kennaraháskólann, Háskóla f slands og
Háskólann á Akureyri. Inn í þá skóla
er nú fjöldatakmarkað með einum
eða öðrum hætti í stað þess að auka til
þeirra fjárveitingar þannig að þeir geti
tekið á móti fleiri nemendum.
Fjöldatakmarkanirnar koma í veg
fyrir að skólarnir eflist og geti sinnt
Klutverki sfnu með þeim hætti sem
þörf er á. Ef skólarnir fara að gefa eft-
ir vegna fjársveltis þá tapaþeir í sam-
keppninni við erlendu skólana.
Til að taka dæmi þá er staðan í
99....................
Að halda hundruðum
íslendinga frá námi
með þessum hætti er
óþolandi staða og á
sér enga réttlætingu.
Einstaklingurinn verður
afdýrmætri reynslu og
menntun og samfélagið
afmiklum verðmætum.
Háskóla íslands sú að það eru yfir
500 virkir nemendur við skólann
umfram kennslusamning sem ríkið
hefur ekki greitt fyrir. Þá hafa fjár-
veitingar til rannsókna við HÍ farið
lækkandi á liðnum árum og fram-
lag ríkisins á hvern nemanda er nú
lægra en árið 1999!
Fjárfestingar í menntun skilar sér
margfalt til baka inn í samfélagið. f
erindi sem Þorvaldur Gylfason pró-
fessor hélt á Menntadögum iðnaðar-
ins fyrr á árinu kom það skýrt fram.
Hvert ár I skóla hefur f för með sér
6% tekjuauka að meðaltali fyrir ein-
staklinginn og þar með aukna lands-
framleiðslu um 4% fyrir hvert ár.
Veruleikinn er hinsvegar sá að ís-
lensk stjórnvöld veita einungis 0,8%
af landsframleiðslu til háskólastigs-
ins. Þrátt fyrir að íslendingar séu
hlutfallslega mun fleiri á skólaaldri
en gerist meðal annarra Norður-
Iandaþjóða verja þær hins vegar allt
að helmingi hærra hlutfalli til sinna
háskóla eða um 1,2-1,7%.
Ef íslensk stjórnvöld verðu svip-
uðu hlutfalli og hinar Norðurlanda-
þjóðirnar fengi háskólastigið um 4-8
milljörðum króna meira á ári en það
gerir nú. Þetta er veruleikinn sem
við búum við eftir áratuga valdasetu
Sjálfstæðisflokksins í menntamála-
ráðuneytinu.
Björgvin G. Sigurðsson,
alþingismaður