blaðið - 15.09.2005, Page 15

blaðið - 15.09.2005, Page 15
blaðið FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 ÁLIT I 15 Baráttan um stafrænt dreifikerfi sjónvarps A Þóröur H. Þórarinsson. mánudaginn kom athygli- verð niðurstaða frá Sam- keppnis- stofnun varðandi dreifingu á enska boltanum en sam- kvæmt henni er íslenska sjónvarps- félaginu skylt að afhenda sjón- varpsmerkið til dreifingar á dreifi-.............. kerfum annarra aðila. Samkvæmt þessu hefur íslenska sjónvarpsfé- laginu því verið óheimilt að skylda þá sem hyggjast kaupa enska bolt- ann að vera í ADSL viðskiptum við Símann. Er þessi niðurstaða í samræmi við óskir neytenda enda óþolandi að vera skyldaður til að kaupa ADSL af Símanum til að geta horft á enska boltann í sjónvarpinu. Samkvæmt frétt á www.mbl.is á mánudag virðist Samkeppnis- stofnun (þá Samkeppnisráð) í mars á þessu ári hafa úrskurðað að Islenska sjónvarpsfélaginu væri skylt að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans til dreifingar á öðr- um dreifikerfum þó mættu þeir setja það skilyrði að myndlykill frá þeim yrði að vera notaður til í. júlí 2007. Var þetta gert til að koma í veg fyrir frekari yfirráð Símans á fjar- skiptamarkaði með ADSL tengingar. Það virðist því hafa legið fyrir allan tímann að Islenska sjónvarpsfélag- ið mætti ekki skylda þá sem vildu kaupa enska boltann til að kaupa ADSL þjónustu af Símanum. Samt sem áður setti fyrirtækið það sem skilyrði þegar það hóf að selja að- gang að sjónvarpi um ADSL. Það má því telja nokkuð ljóst að tilgangur Símans með kaupum á íslenska sjón- varpsfélaginu hafi ekki eingöngu ver- ið til að tryggja sér áhugavert efni til að dreifa um stafrænt sjónvarpskerfi heldur líka að ná til sín enn stærri viðskiptavinahópi í ADSL þjónustu. Viðbrögð Magnúsar Ragnarssonar, sjónvarpsstjóra Islenska sjónvarps- félagsins, staðfesta þetta enn frekar. Hann segir þessa niðurstöðu Sam- keppnisstofnunar á mánudag vera dauðadóm yfir áskriftarsjónvarpi sínu. Sé það rétt má telja ljóst að íslenska sjónvarpsfélagið hafi verð- lagt efnið undir kostnaðarverði og hugmyndin hafi verið að hagnast á annan hátt, ef til vill með stóraukn- um tekjum í ADSL þjónustu. Það skal nefnilega haft í huga að hver viðskiptavinur sem kaupir Enska boltann mánaðarlega fyrir 1.990 kr. þarf auk þess að greiða 2.500 kr. í línugjald ADSL tengingar auk netáskriftarinnar sjálfrar sem kost- ar frá um 1.200-1.300 kr. og upp úr. Það er ljóst að Síminn hefur náð til sín í ADSL viðskipti þó nokkrum fjölda af viðskiptavinum samkeppn- isaðilanna og þá mest frá OgVodaf- one. Hvað þeir eru margir er óvíst en eflaust eru þeir í versta falli nokk- ur hundruð og mun líklegra að þeir séu nokkur þúsund. Það er því um mikla fjármuni að ræða eða líklega, fyrir utan áskriftina að sjónvarpsefn- inu, margir tugir, jafnvel hundruðir milljóna á ári. Það er því skiljanlegt að samkeppnisaðilar Símans séu hundfúlir og sé það rétt að Síminn hafi allan tímann hagað viðskipt- um andstætt úrskurði Samkeppnis- stofnunar þá gæti hann hafa skapað sér skaðabótaskyldu gagnvart sam- keppnisaðilum á ADSL markaði. Málið er þó ekki svona einfalt því að sér til varnar þá er Islenska sjón- varpsfélagið í erfiðri stöðu með að byggja upp áskriftarsjónvarp. Stærsti samkeppnisaðili Símans, OgVodafone, er nefnilega hluti af 365 ljósvakamiðlum sem er með yf- irburðastöðu á markaði fyrir áskrift- arsjónvarp á Islandi. Með breytingu yfir í stafrænar útsendingar á sjón- varpi skapast miklir möguleikar sem voru ekki áður fyrir hendi s.s. stafrænar myndbandsleigur og versl- anir í sjónvarpi svo eitthvað sé nefnt. Markaðurinn fyrir dreifingu sjón- varpsefnis er því að breytast mjög mikið og líklegt að mikil verðmæti liggi í því í framtíðinni að hafa gott og tæknilega fullkomið dreifikerfi sem getur nýtt alla helstu kosti staf- rænna sjónvarpsútsendinga. Það er því vel skiljanlegt að fyrirtæki sem 99..................... Þetta erþví miklu frekar barátta um dreifikerfi stafræns sjónvarps en samkeppni um sölu á ákveðnu sjónvarpsefni. ætlar sér að komast inn á þann mark- að gefi ekki helsta samkeppnisaðila sínum, og þeim sem er langstærstur á markaðinum, aðgang að gullgæs- inni sinni. Síminn vildi augljóslega koma upp góðu dreifikerfi fyrir stafrænt sjónvarp á sem skemmst- um tíma og því var tilvalið að nota vinsældir enska boltans til þess. Þetta er því miklu frekar barátta um dreifikerfi stafræns sjónvarps en samkeppni um sölu á ákveðnu sjónvarpsefni. Þessi úrskurður Sam- keppnisstofnunar hlýtur að teljast eðlilegur því að Símanum er leyft að einskorða dreifingu enska bolt- ans við sína myndlykla til 1. júlí 2007. Eftir það er Símanum skylt að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans inn á hvaða myndlykla sem er. Það væri sömuleiðis eðlilegt að þetta skilyrði væri gagnkvæmt og að 365 ljósvakamiðlum væri skylt að afhenda öll sín sjónvarpsmerki inn á myndlykla Símans. Þannig yrði þetta samkeppni milli þessara aðila um það hver byði besta dreifikerfið og neytendur gætu valið efnið óháð dreifikerfi (svo lengi sem tækni stæði ekki í vegi fyrir þvi) sama hvort það væri frá 365, Símanum eða þriðja aðila s.s. RÚV. Þórður H. Þórarinsson.verkfrœðingur www.deiglan.com P Þegar kemur að því að velja tölvubúnað... ...skipta gæði og þjónusta höfuðmóli! SKOLADAGAR I HP BU hp sempron nx6125 *spran 2ja óra neytendaábyrgð 3.100 kr. á mánuði (meðaltali) * + 99.900 kr. 512 MB 15"SXGA 1024 X 768 - ATl X300 skjákorl 60GB 4200rpm lithium rafhlaða. Ending alft að 3.45 klsf. (8.45 með ferð- arafhlöðunni) DVD+/-RW- skrifarí 'Ekhí WTndS»«p - sorvico pack 2 hp turion nx6125 *spron 2ja ára neytendaábyrgð 4.390 kr. á mánuði (meðaltali) ♦ +n 129.900 kr. MMMH AMDn TurionM 15"SXGA 1400X1050 ATIX300 skjákort 80GB 5400rpm Lithium rafhlaða. Ending allt að 3.45 klst. (8.45 með ferð- atiafhlöðunnil ^sg Windowsxp - serviœ pack 2 hp nc6120 hp nx8220 3ja ára alþjóðleg ábyrgð á vinnu og varahlutum *spron 4.490 kr. á mánuði (meðaltali) * 159.900 kr. f IIMÖ (■bíímis® f ;d\?})LAd;0 512 MB 15"SXGA 1400X1050 V y , 60GB 5400rpm Lithium rafhlaða. Ending allt að 4.5 klst. (8.45 með ferð- L arafhlöðunni) f ■lirjjÚr. ) í | l'MMÍifcWrllMl DVD+/-RW- skrifari r a m í ^ Þráðlaust netkort ss DVD+/-RW *spron 4.990 kr. á mánuði (meðaltali) * 179.900 kr. 15,4"SXGA 1680X1050 - ATl X600 skjákort 60GB 5400rpm J Lithium rafhlaða. Ending allt að 3.45 klst. (8.45 með ferð- arafhlöðunni) Opið: mán-fös frá 10- lau frá 12- r *spixm BUÐIN * M.v. 48 mánuði og vaxtatöflu Spron i n v e n t ÞAR SEM FAGMENNSKA OG GÆÐI KOMA SAMAN HP er eini framleiðandinn í heiminum sem bíður upp á heildarlínu í tölvubúnaði. HP fartölvumar eru margverðlaunaðar og hp prentarar mest seldu prentarar 1' heimi. ehííhi hp BÚÐIN ehf - business partner á íslandi - Brautarholti 10 - 14 - s: 568 5400 - www.budin.is Tilboöin otlda i áaúst 2005 eöa á meöa btroöir endast Birt meö fyrirvara um myndbrengl og prenNílur. - Verö og mánaöargreiöslur eru án ábyrgöar

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.