blaðið

Ulloq

blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 16

blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 16
16 I HEILSA FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöiö Rammíslenskar Speltkökur og Kartöflukökur af Ströndum 100 ára hefð og ekkert nema hollusta msmnmm TORFÆRIITRIIKICIIR SEM SAMEINAR STRYK OG KRAFT HPI Savage 3,5 fjarstýrður bensínbíll,2,3 hestöfl, verð 43.900,- Meiri lús en oft áður Nú er lúsin farin að stinga sér nið- ur eina ferðina enn í skólum lands- manna. Lúsin fer ekki í manngrein- ingarálit, það geta allir smitast en smit er algengast hjá 3-11 ára börn- um. Á hverju ári stingur lúsin sér nið- ur í leikskólum og grunnskólum landsins. Það er afar mikilvægt að skólayfirvöld séu látin vita strax ef lús finnst i skólabarni þvi mikilvægt er að stoppa faraldurinn strax. Til þess að það sé hægt þarf að finna og lækna alla sem hafa smitast í fjöl- skyldunni, í skólanum og á vinnu- staðnum. Höfuðlúsin smitast aðallega við það að höfuð snertast, skipst er á höfuðfötum, hárburstum, koddum eða öðru slíku. Lúsin verður þó fljótt máttvana utan líkamans og er talið að hún deyi á um það bil 15-20 klukkustundum. Útlit Höfuðlúsin er lítið en þó sjáanlegt skordýr, 2-4 mm að stærð (svipað sesamfræi), grá eða ljósbrún að lit. Það getur verið erfitt að koma auga á lúsina þar sem hún er oft samlit hörundinu, snör í snúningum og forðast ljós. Þegar lýsnar eru full- þroska um 8-10 daga gamlar verpa þær eggjum, allt að tíu á dag. Eggin kallast nit en nitin sést oft betur en lúsin sjálf og er um ímm að stærð, finnst helst í hnakka, hnakkagróf eða bak við eyru. Nitin er eins og silfraður hnúður á hárinu niðri við hársvörðinn. Einkenni Lúsin getur verið einkennalítil en aðeins einn af hverjum þremur sem smitast fær kláða. Þegar lúsin sýg- ur, spýtir hún deyfiefni með munn- vatninu sem gerir það að verkum að einungis einn af hverjum þremur sem smitast fá kláða, en það eru þeir sem hafa ofnæmi fyrir munn- vatninu. Finnist lifandi lús í hárinu er það klárt merki um smit. Það er mælt með þvi að kemba hárið með lúsakambi til að kanna hvort um smit sé að ræða. Gott er að kemba yf- ir hvítu blaði eða spegli til að greina það strax ef lýs falla niður. Mörgum finnst betra að kemba blautt hár með næringu, sérstaklega ef hárið er sítt. Nauðsynlegt er að fara vand- lega í gegnum allt hárið. Meðferð Meðferð er ekki alltaf einföld, sér- staklega ef ekki er nægjanlega vand- að til hennar í upphafi og oft þarf að meðhöndla aðra í fjölskyldunni eða nánasta umhverfi þess smitaða. Það er hægt að fá lúsameðal án lyfseðils í næstu lyfjaverslun, þessi efni eru borin í hárið í þeim tilgangi að drepa lúsina og nitin. Afar mik- ilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum sem fylgja. Samhliða því þarf jafnframt að: •Skoða aðra í nánasta umhverfi •Meðhöndla þá sem eru með lús samtímis •Kemba skal daginn eftir að með- ferð var beitt til að athuga hvort meðferðin hafi heppnast og síð- an er nauðsynlegt að kemba ann- an hvern dag í 10 daga þar á eftir. •Endurtaka skal meðferðina sjö dögum eftir upphaflegu meðferð- ina •Reynst hefur ágætlega að frysta höfuðföt, kodda, tuskudýr og annað þvíumlíkt í að minnsta kosti 4 klst við —20°C. Hér á landi eru á markaði nokkrar tegundir efna til meðhöndlunar á lúsasmiti. Þessi efni eru ólík og er nauðsynlegt að kynna sér kosti og galla þeirra þegar ákveðið er hvaða efni skuli valið. Starfsfólk apótek- anna er vel að sér um eiginleika efn- anna og hefur jafnvel þekkingu á því hvernig þau hafa reynst. Leitið því endilega ráða í næsta apóteki ef upp kemur lúsasmit á heimilinu, fylgið nákvæmlega leiðbeiningum þess efnis sem valið er að meðhöndla með. Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunar- frœðingur ritstjóri www.doktor.is Þú borðar þær með uppáhaldsálegginu, kannski ylvolgar úr ofninum, ristaðar, með hvítlauksolíu, stundum eins og pizzur ...eða eins og Strandamenn, glænýjar með íslensku smjöri. Fáðu þér Speltköku og Kartöfluköku í næstu matvöruverslun. Hollara brauð finnst varla. Fróðleiksmolar •Kembing er mikilvæg fýrir alla fullorðna sem og börn. • Best er að kemba hárið þegar það er blautt og með hárnæringu í. Kemba skal vel yfir allt hárið í 15-20 mínútur. •Ef lús finnst er betra að nota alkóhóllausn en sjampó. Best er að setja í hárið 50 ml af alkóhóllausn sem fæst 1 apó- tekum lyfseðlalaust í þurrt hár og láta lausnina standa í hárinu í 8-12 klukkustundir og endurtaka eftir viku. •Hægt er að leita upplýsinga á heimasíðu Landlæknis www.landlaeknir.is •Lúsin er gamalt fyribæri en hefur sérhæff sig í hverju spendýri fyrir sig og hefur fundist í fornleifauppgröft- um og til dæmis hafa fundist lúsakambafar í Reykholti. •Lúsin hefur mikla aðlög- unarhæfni og getur meðal annars lagað sig að hárlit. • Ekki er vitað til þess að höfuðlúsin beri nokkra sjúkdóma. Lús, lús, lús Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is t-. „Það t liggur **• enn ákveðin skömm yfir því að fá lús og oft tilkynnir fólk ekki um lús sem leiðir til þess að ekki er að marka tölulegar upplýsingar. En það er mín tilfinning að það sé meira um hana en áður”, segir Ása Atladóttir, hjúkrunarfræðingur á sóttvarnarsviði Landlæknisemb- ættisins. Tilkynningarskylda gildir í lúsartilfellum en hún er ekki virt og það má draga þá ályktun að það sé vegna þess að upp- , lýsingastreymi sé meira en oft áður og því er algengt að fólk leiti eigin leiða. Það b verður seint lögð á það nógu mikil áhersla að kemba börn og fullorðna með lúsakambi reglu- lega einkum vegna þess að tveir af hverjum þremur sem fá lús fá eng- in einkenni og engan kláða. Besta ráðið við lús er að setja alkóhólupp- lausn í þurrt hárið frekar en sjampó því oft er það sett í of blautt hár sem þynnir efnið of mikið út og það er oft látið standa í stutta stund þannig að það nær oft ekki að drepa lúsina. Blaðið kannaði viðbrögð við orðum Ásu um að meira væri af lús nú en oft áður og sagðist Ingunn hjá Heilsuverndarstöðinni í Árbæ ekki hafa orðið vör við meiri lús en vana- lega á þessum árstíma. Katrín Davíðsdóttir, trún- aðarlæknir hjá leikskólum Reykjavíkur, hefur ekki orðið vör við aukningu frá því í fyrra en tekur þó undir það að meira sé af lús á síðari árum en ef farið væri lengra aftur i tímann. „Leikskóla- kennarar hafa þó hringt minna , en oft áður en það tel ég vera vegna þess að flestir þeirra séu þegar komnir með góðar leiðbeiningar um hvað skuli gera enda breytist upplýs- ingarnar lítið milli ára“, segir Katrín. sara@vbl.is Hláturkætisklúbburinn Eitt af því sérstæðara sem hægt er að gera fyrir heilsuna er að sækja fundi hjá Hláturkæti- klúbbnum. Fundir eru haldnir alla miðvikudaga í vetur í Borgartúni 24, í versluninni Maður Lifandi. Fund- irnir standa frá kl. 17:30 til 18:15 og kostar 300 krónur hvert skipti. Ásta Valdimarsdóttir var fús að veita smá upplýsingar um þennan sérstæða klúbb. Hún segir Hláturkætiklúbb- inn vera hóp fólks sem tekur sig saman og hlær í hálftíma til 45 mín- útur einu sinni í viku og noti það sem sína líkamsrækt. Engir skráðir meðlimir eru í klúbbnum, heldur kemur fólk bara þegar það kemst, eins oft eða sjaldan og því hentar. Það þarf ekkert að láta vita eða skrá sig ef maður vill koma heldur mæta bara á staðinn með góða skapið og barnið í sjálfu sér. Hún segir held- ur ekki nauðsynlegt að taka með sér skrýtlur eða brandara til að kitla hláturtaugarnar því þau noti ákveðnar hláturæfingar til að koma hlátrinum af stað. Þessar æfingar virka ótrúlega vel og segir hún sjón vera sögu ríkari. Fastur kjarni mæt- ir á fundina og er eitthvað á milli 10 og 20 manns sem mæta að staðaldri. Þar er fólk á öllum aldri, úr öllum þjóðfélagsstéttum sem hlær saman og menn öðlast mikla samkennd í hlátrinum. Einnig segir Ásta hlát- urinn vera bæði heilsubætandi og hafa góð áhrif á líkama og sál. Hér sannast því ef til vill gamla máltæk- ið: „Hláturinn lengir lífið“.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.