blaðið - 15.09.2005, Qupperneq 22
22 I MATUR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöiö
PruzlUy
IULIEKA?
Corcpll«-
efi'BeatiJolats
Régnté-
Durette
Sl.-Jean-
d'Ardiéres
Beaujolais í Búrgund
Frábært til steikin?ar
á vra?nmeti, fiski o? kjöti
in er svipuð og í restinni af Búrgund
varðandi AC Bourgogne en til að
uppfylla kröfurnar um að vera kall-
að Beaujolais Villages (þorp) verður
vínið að koma frá ákveðnu svæði og
vera með io% alkóhól. Til að vera
Beaujolais Superieur verður vínið að
vera minnst 10.5% alkóhól og koma
frá ákveðnu svæði. Án efa koma
besta Beaujolais vínin frá 10 þorpum
og ef vínin eru framleidd og vínþrúg-
urnar ræktaðar í einu af þessum tíu
þorpum mega framleiðendur nota
nafn þorpsins á miðunum og vera
kölluð Beaujolais Cru. Hér eru hin
tíu þorpin og smá lýsingar á þeim,
lýst verður frá norðri til suðurs.
St. Amour: Eitt af minnstu þorp-
unum og þá er ætlast til að drekka
vín þaðan ung, allt frá eins til fimm
ára gamalt. Lítils háttar hvítvín er
búið til en það er flokkað undir St-
Veran frekar en Beaujolais.
Júlienes: Nefnt eftir hinum
fræga Július Cesar og er með elstu
vínræktarsvæðum í Frakklandi. Vín-
ið getur elst allt upp undir 10 ár.
Chenas: Eitt af minnstu svæð-
unum og er nefnt eftir eikarskógi
í kring. Vínið er best drukkið frá
tveggja til fimm ára gamalt.
Moulin-A-Vent: Nefnt eftir
vindmyllu. Frábært vín sem geym-
ist vel og er best um fjögurra til níu
ára gamalt.
Fleurie: Þægilegt vín til að
drekka og má drekka það mjög
ungt.
Morgon: Bragðast svo öðruvísi
en vín frá hinum svæðunum að það
var búið til nýtt orð (Morganer) bara
til að lýsa vínunum.
Chiroubles: Er léttasta vínsvæð-
ið og vínin eiga að vera drukkin sem
fyrst.
Regnie: Síðasta svæðið til að fá
Cru frá um 1988. Gott vín sem nýtur
sín best eftir tveggja til þriggja ára.
Cote de Brouilly: Til að vera
Cru vín í Cote de Brouilly þá verður
vínið að vera með lágmark 11% alkó-
hól. Vínin héðan, ásamt vínum fram-
leiddum í Morgon, eru þau bestu í
Beaujolais.
Brouilly: Stærsta svæðið en býr
til miðlungsvín. Ekki rugla því við
Cote de Brouilly.
Hvítvín og rósavín eru búin til í
Beaujolais en eru ekki sérstaklega
vel þekkt og það er ekki mikið búið
til af þeim. Helstu vínþrúgur eru
Chardonnay og Aligote. Sannleikur-
inn er að það er örugglega gaman
að smakka slík vín ef maður fer í frí
til Beaujolais en ég mundi ekki eyða
pening í það heima fyrir.
t
WWW.SMAKKARINN.IS
íteikar- o? yrilbmjör
flr?entínu
?efur eimtakle?a
?ott bra?ð
Hollt matarœði í hádeginu
Borðum
betur
Texti: Linda K. Adolfsdóttir
Hver þekkir það ekki að hlaupa út
í hádeginu til að versla hádegis-
mat og enda svo alltaf á einhverju
óhollu og dýru? Flestir sem vinna
dagvinnu þekkja þetta of vel en
Rannsóknarþjónustan Sýni hefur
sniðuga lausn fyrir þetta þekkta
vandamál.
I Rannsóknarþjónustunni Sýni eru
14 starfsmenn sem borga 3000 krón-
ur á mánuði í matarkostnað, eða 150
krónur fyrir máltíð. Síðan taka tveir
starfsmenn að sér að sjá um eldhús-
ið í viku í senn og finna eitthvað
hollt og gott. Linda K. Adolfsdóttir
hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni
segir þetta mjög sniðuga lausn. „Það
eru alltaf ávextir og grænmeti í boði
en annars er það fjölbreytilegt en
passað er upp á að maturinn sé fyr-
ir alla. Þetta er líka svo sniðugt því
þá borðar starfsfólkið saman í stað
þess að þjóta út í hádeginu."
Má ekki vera of hollt
Rannsóknaþjónustan Sýni heldur
úti námskeið um hollt mataræði
sem kallast Borðum betur auk þess
sem þeir bjóða upp á að starfsmað-
ur frá þeim kemur í mötuneyti fyr-
irtækja og yfirfer það sem er i boði.
Linda segir að námskeiðin séu mjög
vinsæl sem og ráðgjafaþjónustan.
„Starfsmaður okkur fer yfir mötu-
neytið og eldar jafnvel með þeim
í nokkra daga. Matseðlinum er þá
breytt í eitthvað hollara, án þess þó
að ýta fólki frá. Þetta má ekki vera
of hollt. Allt er gott í hófi. Það skipt-
ir líka miklu máli að hollustan líti
vel út. Við setjum okkar hádegismat
alltaf flott fram. Þetta er rosalega lít-
ið mál og kemst upp í vana.“
Rétt hugarfar hefur áhrif
Linda segir líka að rétt hugarfar geti
haft áhrif á það sem við látum ofan
í okkur. „Þetta er svo mikið spurn-
ing um venjur og ávana. Ef eitthvað
hollt er í boði í hádeginu og þú ert
rosalega svangur þá finnst þér það
alveg æðislegt. Þú borðar það sem er
fyrir framan þig. Þetta er spurning
um fjölbreytni og hollustu.“
svanhvit@vbl.is
Hver kannast ekki við hið heims-
fræga Beaujolais Nouveau vín sem
kemur til landsins með pompi og
prakt þriðja fimmtudag í nóvemb-
er á hverju ári. Það getur enginn
neitað því að hugmyndin á bak við
Beaujolais Nouveau var hrein mark-
aðssetningarsnilld. Þegar best lét
var Beaujolais svæðið heimsfrægt.
Vínbændur seldu vörur sínar án
þess að hafa of mikið fyrir því á
hlægilega góðu verði og það skapað-
ist alltaf ákveðin partístemmning
hjá almenningi þegar vínið kom til
landsins. En eins og öll partí fyrr
eða síðar, endar það og fólk fer aftur
í raunveruleikann. í tilfelli Beaujola-
is voru menn orðnir ansi gráðugir
og til að græða meira fengu um-
boðsaðilar leyfi til að geyma vínið
hjá sér, þannig að í staðinn fyrir að
sækja vínið alla leið til Frakklands,
var það klárt til afhendingar í vöru-
skemmu eina mínútu yfir miðnætti.
Ansi mörgum vínframleiðendum
var alveg sama um gæði vínsins og
markaðurinn fylltist af víni sem var
varla hálfu skrefi fyrir ofan heima-
brugg og svo fóru önnur vínfram-
leiðslusvæði að herma eftir Nouveau
hugmyndinni. I lokin hrundi allt
saman og þó það sé ennþá til Beauj-
olais Nouveau er það ekki nærri því
eins vinsælt og það var. Núna eru
Beaujolais vínframleiðendur í virki-
lega vondum málum, gullkálfurinn
Nouveau er hættur að gefa af sér en
almenningur heldur að öll Beauj-
olais vín bragðist eins og Nouveau
sem gerir það að verkum að það
hreyfast ekki vín frá Beaujolais í
dag. En bragðast öll Beaujolais vín
eins? Ekki frekar en öll vín frá Ástr-
alíu bragðist eins. Beaujolais er eins
og öll svæði í Búrgund breytilegt og
skemmtilegt. Nú verður svæðið og
löggjöfin á svæðinu útskýrð.
Gamay vínþrúgan
Ólíkt hinum svæðunum í Búrgund
er aðalrauðvínsþrúgan Gamay vín-
þrúgan. Gamay þrúgan gefur af sér
mun léttara vín en Pinot Noir og er
mun ávaxtaríkara. Það þýðir hins
vegar ekki að engin vín úr Gamay
geti elst og þroskast en besta Beauj-
olais mun aldrei eldast eins vel og
besta Búrgund Pinot Noir. Löggjöf-
The Crus
of Beaujolais
-f I
5
qííHbuijLf
ChirouWes
.^ChénJte' ' _
Rochegréí j. /
ChSteay.- Champ
Wdp PonidR^Á Cour fj
y m'URlÍT CVqotiln \
Fl.qine \ } Ronumóche-
Thortm
sL T&íi&s* I f
. Cöte dc BroutUy
CharenUy
Vineyards
Woods
jHmlls of Gritfxh Crvs {