blaðið - 15.09.2005, Page 24
24 I MATUR
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Mú ætti hreindýrakjötið að
vera í boði einhvers staðar
því rúmlega 700 dýr hafa
verið skotin síðustu vikur. Það er
því alveg tilvalið að fara aðeins í
gegnum hvernig maður skal hant-
era svo stórkostlegt hráefni þannig
að maður fái allt það besta úr kjöt-
inu. Hreindýrakjöt er náttúrulega
ekki ódýr vara þannig að vanda skal
valið þegar svona vara er keypt. Það
sem flestir vilja er góð „medium
rare“ steik og hægt er að nota bæði
lærin og hrygginn en einnig stóru
steikurnar úr frampartinum ef rétt
er gert. Þegar maður er kominn með
góðan vöðva í hendurnar ætti hann
að vera vel fitu- og sinuhreinsaður.
Þá er algjör nauðsyn að leggja hann
í marineringu í góða matarolíu með
kryddum eins og fersku timian,
einiberjum og rósmarín. Þetta skal
liggja í lokuðum umbúðum (best að
vacumpakka því) i kæli í lágmark
fjóra daga því þá brotnar kjötið
aðeins niður og kemur til með að
bráðna uppi í munni eftir eldun.
Með svona bragðmikið kjöt á ekkert
að vera að rugla með einhverjum
öðrum kryddum heldur en salti og
pipar. Svo á bara að steikja steikina í
smá olíu á mjög heitri pönnu á öllum
hliðum (kallast að loka steikinni).
Þá er hún kláruð inni í forhituðum
ofni við 180 gráður þar til kjarnhit-
inn er ekki meira en 54 gráður. Þá
er nauðsynlegt að láta kjötið standa
í lágmark 10 mínútur áður en skorið
er í það.
Villibráð er að mínum mati best
með blöndu af steiktu grænmeti og
einhverju sætu.
Dæmi um meðlæti sem fólk ætti
að prófa með hreindýri fyrir utan
þetta hefðbundna er grasker, brasser-
aðar káltegundir eins og savoykál,
jólasalat eða perlulauka. Síðan er
hægt að steikja ávexti með eins og
mangó, fíkjur, ferskjur svo eitthvað
sé nefnt.
Ég læt fylgja hér með uppskrift:
Hreindýrasteik með graskersrösti
og vínberjagljáa fyrir Qóra
800 g hreindýrakjöt (græjað eins og
lýst er hér fyrir ofan)
200 g kartöflur
200 g grasker
1 msk timian fínt saxað
2 msk smjör (brætt)
2 msk olía
salt og pipar
Aðferð:
Rífið kartöflurnar og graskerið fínt
í rifjárni. Kreistið allan vökva úr og
blandið smjörinu og timianinu vel
saman við. Hitið pönnu vel upp, setj-
ið olíuna út á og þá er kartöflublönd-
unni stráð út á pönnuna, þrýst niður
í flata pönnuköku og steikt á báðum
hliðum í ca. 5 mínútur á hvorri hlið
eða þar til þær verða fallega brúnar.
Vínberja gljái:
1 dl balsamico
2 dl portvín
N 'W*
Blaöid/Gúndi
Hreindýrakjöt þykir mikið lostæti en því miður getur verið erfitt að nálgast það, nema
hreindýraskytta sé í fjölskyldunni.
2 dl vínberjasafi
3 dl villibráðarsoð
(eða vatn og
villibráðarteningar)
2 msk smjör
salt og pipar
nokkur vínber í skraut
í sósuna (skorin í helminga)
Aðferð:
Sjóðið balsamico í potti þar til það
er nánast að hverfa og er byrjað að
þykkna. Þá er portvíninu og vín-
berjasafanum bætt út i og soðið nið-
ur um 2/3. Þá er soðinu bætt út í, soð-
ið upp á sósunni, smjörið pískað út í
og smakkað til með salti og pipar
(gæti þurft að þykkja með smá maiz-
enamjöli leystu upp i vatni).
Kveðja Raggi
111 Sweet chilll satay sósan frá Nando’s er léttkrydduð sósa ættuð frá
Bragðgóður og hollur réttur Suður-Afríku með mildu hnetu og parikubragði blandað með hunangi
og örlitlu chilli. Ef óskað er eftir sterkara bragði er auðvclt að bæta út í
einhverjum af hinum fjölmörgu Peri-Peri sósum frá Nando’s.
Nýju uppskriftaspjöldin liggja frammi í öllum verslunum Nóatúns!
Morandé, nýr framleiðandi frá Chile.
"Stórkostlegt og ögrandl matarvín !!!!'
Blaðið
iðkynnir: rjt§
í
Mc IRAK11|
Pablo Morandé vann hjá hinum virta
vínframleiðanda Concha y Toro fram til
ársins 1982. Þá stofnaði hann sitt eigið
fyrirtæki í félagi við nokkra lykilmenn
Concha y Toro. Pablo Morandé ákvað að
reyna fyrir sér á nýjum slóðum og plantaði
sínum fyrsta vinvið (Casablanca Valley, þar
sem lítil reynsla var af vínrækt.
Vínviðurinn óx og dafnaði og þrúgurnar
þóttu afburða góðar. Þegar vínin fóru á
alþjóðlegan markað árið 1997 var þeim
strax afar vel tekið, bæði af gagnrýnendum
og vínáhugamönnum sem kunnu vel að
meta nýjungar. Morandé hefur frá upphafi
lagt áherslu á ögrandi vín og hann hefur
verið óhræddur við að gera tilraunir sem
fallið hafa neytendum vel í geð.
Víngerðahús Morandé, Peleguén, er
staðsett í Rapel Valley rétt utan við Santiago.
Húsið þykir eitt það tæknilegasta ( Chile.
Morandé notar bæði franska og ameríska
eik í tunnur sínar og blandar jafnvel saman
eikartegundum til að fá út skemmtileg,
flókin og spennandi vín.
Morandé Sauvignon Blanc Curico Valley.
Sérstaða þessa nýjaheims víns, úr
sauvignon þrúgum, felst I því að það er i
senn ferskt og þroskað. ( fyrstu er bragð
þess rísandi með áberandi ávaxtakeim.
Bragðið verður síðan suðrænt og seiðandi. í
lokin læðist fram gott rjómabragð og fyrir
vikið hentar vínið vel með feitum sósum.
Vínið hentar mjög vel með öllum fiski- og
sjávarréttum. Þetta er skemmtilegt sumar-
vin og kjörið eitt og sér.
"Smakkið og dæmið sjálf"
Góða skál og góða helgi.
Vínandinn.