blaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2006 blaAi6
Námsmöguleikar fanga
á Litla Hrauni
Áherslur
séu réttar
Runólfur Ágústsson, rektor
Viðskiptaháskólans á Bif-
röst, segist ekki getað tekið
Sveinbjörn Kristjánsson,
fanga á Litla Hrauni, í nám
við skólann þar sem ekki er
tryggð viðunandi aðstaða fyr-
ir Sveinbjörn og skólann til
að hægt sé að sinna náminu.
Sveinbjörn vantar 30 eining-
ar til að geta lokið námi i
viðskiptafræði.
Valtýr Sigurðsson, forstjóri
Fangelsismálastofnunar, segir
að til þessa hafi ekki verið skort-
ur á aðstöðu til háskólanáms á
Litla Hrauni enda hafi nemend-
um til þessa reynst venjulegt
fjölbrautarnám erfitt. Námsár-
angur þeirra 25-30 nemenda
hafi verið viðunandi á heildina
litið, jafnvel aðdáunarverður í
sumum tilfellum, sérstaklega
miðað við aðstæður. Hann seg-
ir að hins vegar flosni margir
nemendur frá námi, einkum
þeir sem eiga við fíkniefna-
vanda að stríða. Aðrar ástæður
eru t.d. að grunnmenntun sé
ábótavant, jafnvel ekki grunn-
lestrarkunnátta. Því telur Val-
týr að frekar ætti að huga betur
að grunnnámi og jafnvel sér-
kennslu fyrir fanga.
Hægara sagt en gert
Runólfur hefur tjáð fangelsis-
stjóra að til þess að stunda fjar-
nám við skólann þurfi Svein-
björn að lágmarki netaðgang í
30 klukkustundir í hverri viku
og að slíkt væri forsenda þess
að Bifröst treysti sér til að taka
Sveinbjörn í nám.
Valtýr segir að fjarkennsla á
Litla Hrauni sé í athugun hjá
fangelsisyfirvöldum. Fullur
hugur sé í mönnum til að auka
þann möguleika sem nemend-
ur hafa í dag til að nýta sér þá
tækni. Þannig sé verið að at-
huga með húsnæði inni á Litla
Hrauni þar sem komið væri
fyrir nettengdri tölvu og keypt-
ur búnaður til að koma í veg
fyrir misnotkun. Litla Hraun
sé öryggisfangelsi og því þurfi
að fara mjög varlega í þessum
efnum. Hann segir að hvergi á
Norðurlöndunum sé eins mik-
ið frelsi varðandi tölvur hjá
föngum og hér á landi. ■
Pantið tíma
í síma
511-1551
Hársnyrtistofa Villa Þórs
Lynghálsi 3
ILEIKSKOLAR
Hlutfall ófaglærða of hátt
Formaður Félags leikskólakennara segir höfuðforsendu fyrir því
að bœta ástandið á leikskólum vera þá að fjölga fagfólki og bceta
kjör þess. Hún segir eingreiðslur til ófaglœrðra lítið gera til að bœta
ástandið.
Eins og staðan er í dag eru 60%
starfsmanna inni á leikskólunum
ófaglært starfsfólk. Björg Bjarnadótt-
ir formaður Félags leikskólakennara
segir að það yrði góður áfangi ef
hægt væri að snúa þessu hlutfalli
við. „Draumamarkmiðið er auðvit-
að að allir starfsmenn verði með
leikskólakennaramenntun, en ef
tækist að haga því þannig að tveir
þriðju starfsmanna væru menntaðir
væri það gott. Á síðustu 10-15 árum
hefur átt sér stað gífurleg uppbygg-
ing í þessum málaflokki. Þjóðfélag-
ið hefur þróast þannig að þetta er
starfsemi sem er nauðsynleg ekki að-
eins fyrir atvinnulífið, heldur fyrst
og fremst börnin sjálf og foreldra
þeirra. Sveitarfélögin hafa orðið við
þessu kalli með því að byggja upp
leikskóla með mjög myndarlegum
hætti. Þróunin hefur líka orðið sú
að stór hluti barna er allan daginn
á leikskóla, en áður var stór hluti
barna aðeins hálfan daginn," segir
Björg. „Það er allt gott um þetta að
segja, en það gleymdist eitt, og það
var að huga að starfsfólkinu."
Engar skyndilausnir til
Björg segir engar skyndilausnir vera
á þessu vandamáli en sú staða sem
nú blasi við gefi fullt tilefni til þess
að fólk komi saman og ræði hvernig
hægt sé að gera átak í því að fjölga
leikskólakennurum og gera bragar-
bót á launum þeirra. „Það er þetta
tvennt sem þarf að gera. Það er svo
auðvitað allt gott um það að segja, að
ófaglærða fólkið fái þær kjarabætur
sem það á skilið. Okkur hefði hins-
vegar þótt eðlilegra að setja þessa
peninga sem borgarstjóri tók frá
um daginn, í það að flýta gerð kjara-
samninga, þannig að þeir hefðu
getað tekið gildi fyrr en ella, eins
og var raunar kynnt þegar þetta fjár-
magn var tekið frá.“ Björg segir að
sú útfærsla sem valin var um tvær
eingreiðslur til ófaglærðs starfs-
fólks hafi valdið ákveðinni
ólgu innan skólanna.
„Fólk lítur á þessar ein
greiðslur sem lið í
því að koma til
móts við þetta
álag sem nú
er á starfs-
fólkinu, og
það bitnar
auðvitað
á öllum,
ekki síst á
leikskóla-
kennur-
um og
leikskóla-
stjórum
sem bera
ábyrgð á
faglegu starfi
innan skól-
anna og þurfa
að þjálfa inn nýja
starfsmenn. Ég hef
annars litla trú á að
þessar greiðslur eigi eftir
að skipta sköpum til að laga
ástandið. Félagið mun, þegar þetta
ástand líður hjá, óska eftir formleg-
um viðræðum við yfirvöld mennta-
mála og forsvarsmenn sveitarfélaga
til að leita leiða til þess að finna ráð
sem virka til framtíðar. Það þarf að
leita lausna í ró og næði til að leysa
raunverulega vandann sem snýst
um að fjölga leikskólakennurum og
hækka laun þeirra.“ -
Barist gegn
gin- og
klaufaveiki
Það var nóg að gera á skrif-
stofu yfirdýralæknis í gær en
í vikunni fer fram samnorræn
æfing á viðbrögðum við gin- og
klaufaveiki. Halldór Runólfs-
son yfirdýralæknir segir að á
heildina litið sé æfingin búin
að ganga vel. „I svona koma
alltaf einhverjir hnökrar í
ljós en til þess er leikur-
inn gerður. Nú verður
farið yfir þessa hluti
og þeir lagfærðir."
Halldór segir að
hættan á að gin- og
klaufaveiki geti
komið upp sé til
staðar hér á landi
og því séu æfingar
sem þessi mjög
gagnlegar. Þá sé
þessi tími sá hent-
ugasti fyrir svona
æfingar þar sem
fólk og fénaður er á
ferð miíli landshluta
sem býður upp á
dreifingu sjúkdómsins.
Æfingin fer fram hér-
lendis á skrifstofu embætt-
isins, sláturhúsi á Blönduósi,
sauðfjárbúi í Eyjafirði og
rannsóknarstofu að Keldum. ■
Heimdallur, félag ungra sjálfstœðismanna í Reykjavík:
Ólga vegna fulltrúavals
stjórnar á SUS-þing
Glœnýir félagsmenn teknirfram yfir virka félagsmenn.
I ikill hiti er hlaupinn í
Heimdall, félag ungra sjálf-
Istæðismanna í Reykjavík,
í undanfara þings ungra sjálfstæð-
ismanna á landsvísu, sem fram fer
i Stykkishólmi í lok mánaðarins.
Fjöldi félagsmanna í Heimdalli sak-
ar stjórn félagsins um að beita ofríki
við val á fulltrúum félagsins á SUS-
þingið. Segja þeir að þar fái aðeins
handvaldir skósveinar stjórnarinn-
ar að sitja, meðan virkir félagsmenn,
sem henni eru síður auðsveipir, séu
settir til hliðar á varamannabekk.
„Við áttum okkur ekki á því hvað
í ósköpunum býr þarna að baki,“
segir Jónas Hvannberg, fyrrverandi
stjórnarmaður í SUS, sem finnst
sérkennilegt að slíkur skjálfti skuli
vera fyrir þing þar sem allt stefnir í
að formaðurinn verði sjálfkjörinn.
Hann og 30 aðrir forystumenn úr
Heimdalli sendu frá sér yfirlýsingu
þar sem vinnubrögðin eru fordæmd.
Athygli vekur að þeir eru allir fyrr-
um stjórnarmenn eða sérstakir trún-
aðarmenn Heimdallar, þar á meðal
fyrrum varaformaður félagsins, nú-
verandi varastjórnarmenn í SUS og
endurskoðandi SUS. „Að mínu viti
er þetta fullkomlega fordæmalaust.
Þarna eru tugir manna, sem hafa set-
ið í stjórnum Heimdallar og SUS eða
gegnt sérstökum trúnaðarstörfum,
og þeir eru einfaldlega settir aftast
á varamannalistann, ef þeir þá kom-
ast þangað.“
Jónas kvaðst hafa leitað skýringa
hjá Bolla Thoroddsen, formanni
Heimdallar, en engar fengið. „En
það er svo sem í samræmi við ann-
að. Það var auglýst eftir umsóknum
fimmtudaginn 8. september og um-
sóknarfresturinn rann út þriðjudag-
EGLA bréfabindi frá MÚLALUNDI
fást í næstu bókaverslun
Við kaup á EGLA
bréfabindum er stutt við
bakið á mörgum sem
þurfa á því að halda.
Veljum íslenskt!
-lwH"
Múlalundur sími 5Ó2 8500
www.mulalundur.is
inn 13. september,“ segir Jónas og tel-
ur ljóst að það hafi ekki vakað fyrir
stjórninni að fá margar umsóknir.
Á þinginu verður kosinn nýr for-
maður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna (SUS), en Borgar Þór Ein-
arsson, stjúpsonur Geirs H. Haarde,
hefur einn gefið kost á sér til þess.
Hann nýtur opinbers stuðnings
stjórnar Heimdallar, en slíkar yfir-
lýsingar munu ekki hafa tíðkast áð-
ur, enda eiga fulltrúarnir að ganga
óbundnir til þings.
Ekki náðist í Bolla Thoroddsen,
formann Heimdallar, í gær. ■
Wli
■■ »»
sjsnvo
Uduis ajwuiumjs/
\A« 111u
m
m*
mm '-Inl
Mfc,
BlaÖið/SteinarHugi
■ ■
Ofug(mót)mæli
Náttúruvaktin stóö fyrir mótmælum í gær viö Ráöhús Reykjavíkur. Með mótmælastöð-
unni var andæft alþjóðlegri rafskautaráöstefnu, en gestum hennar var boðið til mót-
töku í Ráðhúsinu í gær. Mótmælendur börðu á ílát úr áli og voru með háreysti. Auk þess
sem munduðu einhverjir úr hópnum skyr án þess að vitað sé til þess aö það hafi verið
notað til annars en matar. Einn úr liði mótmælendanna var handtekinn fyrir að fara út
fyrir það svæði sem mótmælendum var úthlutað. Eins og sjá má vissu mótmælendur
ekki aiveg hvað sneri upp og hvað niður við upphaf mótmælanna.