blaðið - 22.09.2005, Side 11

blaðið - 22.09.2005, Side 11
ERLENDAR FRÉTTIR I 11 Smokkar nefndir eftir Clinton og Lewinsky Gúmmífyrirtæki í Kína hefur mark- aðssett smokka undir vörumerkjun- um Clinton og Lewinsky. Með þessu vill fyrirtækið væntanlega græða á hneykslismálnu sem skók Hvíta húsið fyrir nokkrum árum þegar Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, átti í sambandi við lærlinginn Monicu Lewinsky. Liu Wenhua, talsmaður fyrirtækisins, sagði að það myndi dreifa hundrað þúsund Clinton og Lewinsky smokkum ókeypis til að vekja athygli neytenda á nýju vörun- um. „Clinton smokkurinn verður fyrsta flokks en Lewinsky smokk- urinn ekki alveg jafngóður," sagði hann af þessu tilefni. Wenhua sagði að fyrirtækið hefði kosið að nota nafn Clintons vegna þess að í huga fólks væri forsetinn fyrrverandi ábyrgðarfull manneskja sem myndi leggja áherslu á öruggt kynlíf til að koma í veg fyrir útbreiðslu HIV veir- unnar. „Nöfnin sem við höfum valið eru táknræn fyrir manneskjur sem eru ábyrgðarfullar og vinna störf sínafheilindum,“sagðiWenhua. ■ Smokkaframleiðandinn valdi nafn Bill Clintons vegna þess hve ábyrgðarfullur forsetinn fyrrverandi þykir vera. Koizumi endurkjörinn Japanska þingið kaus Junichiro Ko- izumi aftur sem forsætisráðherra landsins í gær í kjölfar stórsigurs stjórnarflokkanna í síðustu viku. Koizumi hét því að halda áfram einkavæðingu póstþjónustunnar og öðrum umbótum í landinu. Fjölmiðlar spá því að forsætisráð- herrann stokki upp í ríkisstjórninni í nóvember og leggi fram tillögu að einkavæðingu póstþjónustunnar í næstu viku. Atkvæðagreiðsla um málið ætti að geta farið fram um miðjan næsta mánuð. Sjálfur hefur Koizumi ekki nefnt neinar tíma- setningar vegna málsins en það hefur verið mjög umdeilt enda er póstþjónustan í raun eitt af stærstu fjármálafyrirtækjum heimsins auk þess að vera umsvifamikið á öðrum sviðum. m Húsgagnaverslun Illums yfírtekin Henrik Ypkendanz, forstjóri hús- gagnaverslunar Illums í Danmörku, hefur keypt verslunina ásamt fjór- um félögum sínum. Ypkendanz segist hafa ráðist í kaupin þar sem hann beri svo sterkar tilfinningar í brjósti til hinnar gamalgrónu hús- gagnaverslunar. Kaupverð er ekki gefið upp en talið er að það sé á milli 80 og 100 milljónir danskra króna. Velta húsgagnaverslunar Illums á síð- asta ári nam 250 milljónum danskra króna og gerir forstjórinn ráð fyrir rúmlega tíu prósenta veltuaukn- ingu á þessu ári. Fyrirtækið hefur skilað arði síðustu þrjú ár og hafði það úrslitaáhrif á ákvörðun Ypkend- anz um yfirtöku. „Hagnaðurinn er mikilvægur. Ég hefði ekki eytt öllu mínu sparifé ef hagnaður væri eng- inn,“ sagði Ypkendanz í viðtali við dagblaðið Berlingske Tidende. Fyrirtækið stefnir á að opna nýjar verslanir í Ósló og Stokkhólmi sem bætast við þær þrjár verslanir sem það rekur nú þegar í Danmörku. ■ SPRENGITILBOÐ TAKMARKAÐ MAGN OG FLÓÐ AF NÝJUM VÖRUM www.1928.is Lyklaskápur H 36 x B 24cm Verð 2.500 Kollur Hæð 46cm Verð 2.900 Skartkistill H 20cm x 30 cm Verð 2.500 Kistlar Stór hæð 50 x 75 Verð 9.900 Mið hæð 38 x 65 Verð 7.900 Lítill hæð 28 x 55 Veró 5.900 ýfig sngja 2.900 o afsláttur * s ■ Hringhilla úr Blaðagrind úr smíðajárni Ping Fang [ skilrúm J smíðajárni H 140cmx33 cm Hæð 180cm x b120cm H110cmxB3 Verð 5.900 Verð 19.000 Vs3?6CTÍ 1928 ! .. fi** VERSLUN • VORUHUS Húsgagnaverslun lllums hyggst færa út kviarnar til Stokkhólms og Óslóar eftir kaup forstjórans og félaga hans á fyrirtækinu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.