blaðið - 22.09.2005, Síða 16
16 I TRÚMÁL
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaðiö
Katakombumar
i Palermo
Rosalia Lombardo, stúlka sem lést árið 1920 og hefur varðveist betur en nokkuð annað
lík í katakombunum. Sá sem smurði hana fór með leyndarmálið að þessari fullkomnu
smurningu í gröfina.
Trúarofstœki
Safnastarfsfólk
í nauövörn
Því hefur oft verið fleygt fram að Sik-
ileyingar séu gagnteknir af dauðan-
um og sorginni. Enn er afar algeng
sjón að sjá ekkjur sem hafa gengið í
svörtu frá því þær misstu menn sína
og öldum saman voru þeir til sem
höfðu það fyrir atvinnu að syrgja.
Það er erfitt að segja til um hvaðan
þessi þráhyggja kemur - frá rótum
kaþólsku trúarinnar eða allt frá tím-
um Grikkja og Rómverja.
f Palermo, höfuðborg Sikileyjar,
er ein frægasta grafhvelfing eða
katakomba í heimi - enn eitt merki
þess að dauðinn er þar í hávegum
hafður. Saga hennar byrjaði árið
1599 þegar nokkrir prestar smurðu
heilagan munk sem var í miklum
metum - þeir vildu votta honum
virðingu sína eftir lát hans.
Upphaflega var katakomban ein-
ungis ætluð förumunkum - munk-
um sem ferðuðust um og betluðu
mat og gististaði. Eftir nokkurn
tíma vildu heimamenn minnast ást-
vina sinna á sama hátt og áður en
langt um leið geymdi grafhvelfing-
in hundruð líka. Yngstu líkin eru
af fólki sem lést á fyrri parti síðustu
aldar.
Þegar fólk sér þetta í dag er ekki
laust við að hrollur fari um kropp-
inn - aðallega við þá hugsun að
þetta hafi þótt hin æðsta virðing
fyrr á dögum - að vera til sýnis eftir
dauðann, bæði fyrir aðstandendur
og ókunnuga.
Þegar gengið er um ganga kata-
kombunnar er ekki hægt að sjá
neinn teljandi mun á hinum látnu
við fyrstu sýn. Þegar spurst er fyr-
ir eða betur er að gáð er greinilegt
að hinir látnu voru ekki settir á til-
viljanakennda staði eftir dauðann.
Fyrsti gangurinn er munkagangur-
inn þar sem hægt er að sjá munkinn
sem er elsti íbúi katakombunnar - í
meira en fjórar aldir hafa gestir og
gangandi getað barið jarðneskar
leifar hans augum. Annar kimi kata-
kombunnar geymir einungis börn
og enn annar hreinar meyjar - þær
eru merktar með málmborða um
höfuðkúpuna.
Best varðveitta líkið er af Ro-
saliu Lombardo er lést árið 1920, þá
tveggja ára gömul. Þeir sem sjá hana
með berum augum eiga erfitt með
að ímynda sér að hún hafi verið
dáin í 85 ár - hún lítur út fyrir að
sofa værum svefni. Sá sem smurði
lík hennar lést þó áður en hann gat
deilt leyndardómnum með nokkr-
um manni þannig að aðferðin er
enn mikil ráðgáta.
Þúsundir líka saman komin á ein-
um stað, klædd upp á sitt besta. Sum-
ar beinagrindur eru ennþá með húð,
hár, tennur og jafnvel augu. Lýsingin
er ekki fögur og margir geta eflaust
aldrei hugsað sér að stíga fæti sínum
inn á slíkan stað. Þeir sem koma á
staðinn hins vegar lýsa göngunni
um grafhvelfinguna sem ótrúlegri
upplifun þar sem hugurinn reikar
um fyrri aldir og ímyndunaraflið
kemst í hæstu hæðir. ■
Aukinn áhugi á sköpunarkenning-
um trúarbragðanna hefur orðið til
þess að sífellt fleiri verða afhuga
þróunarkenningunni og telja hana
afvegaleiðandi og villandi. Aukinn
trúaráhugi í Bandaríkjunum hefur
leytt til þess að kastast hefur í
kekki á milli fólks sem aðhyllist
mismunandi lífsskoðanir. Nú síð-
ast eru það starfsmenn almennings-
safna í Bandaríkjunum sem orðið
hafa fyrir aðkasti hinna trúheitu.
Líffræðiprófessor kaffærð-
ur í spurningaflóði
Leonore Durkee, líffræðiprófessor á
eftirlaunum, var við vinnu á Jarðar-
safninu í New York (Museum of the
Earth), þegar að henni veittist átta
manna hópur af Sköpunarkenningar-
sinnum. Þeir voru þarna komnir til
að ögra og stofna til ófriðar í tengsl-
um við sýningu safnsins sem fjallaði
um þróun jarðarinnar. Hópurinn hélt
Dr. Durkee á spjalli og lét rigna yfir
hana spurningum um aðferðir til að
aldursgreina steingervinga og fleira
því tengdu, en hún komst sjaldnast
að til að svara neinni þeirra. Það var
ekki fyrr en eftir um 45 mínútur að
henni tókst að komast í burtu. „Ég
sagði að ég yrði að fá mér vatn að
drekka því ég væri þurr í munnin-
um“, rifjar hún upp. Hópum eins og
þessum hefur verið að fjölga upp á síð-
kastið, og nú er svo komið að farið er
að bjóða upp á námskeið fyrir starfs-
fólk vísindasafna og -stofnana til að
eiga við fólk sem aðhyllist „Sköpunar-
kenninguná' eða hina nýlegu útgáfu
hennar „Gáfuhönnun', eða „Vitræna
hönnun', eins og hún hefur líka verið
þýdd. Ekki virðist veita af, því margt
af þessu fólki mætir í söfnin einungis
til að trufla starfsfólk, áreita það með
spurningaflóði, og er á annan hátt til
ama.
Bandaríkjamenn hafna þró-
unarkenningu Darwins
Dr. Allmon einn stjórnanda hjá Rann-
sóknarstofnun í Steingervingafræði
innan Cornell University, hefur nám-
skeið sitt sem fór af stað í september
á hneykslanlega hárri prósentutölu
þeirra Bandaríkjamanna sem trúa
því að mannlíf hafi ekki þróast frá
fyrri tegundum. í nýrri Gallup-könn-
un kemur nefnilega í ljós að 54 prósent
Bandaríkjamanna telji ekki að Þró-
unarkenningin sé rétt. Þótt tæplega
helmingur Bandaríkjamanna sam-
þykki að færðar hafi verið sönnur á
Þróunarkenningu Darwins, er stærri
hópur sem andmælir henni. „Það er
einfaldlega ekki nóg að segja þessum
hópi að þau hafi rangt fyrir sér“, segir
Dr. Allmon. I stað þess leggur hann
til að starfsmenn leggi áherslu á að vís-
indasöfn vinni samkvæmt reglum vís-
indanna. Þau leiti svara við spurning-
um um náttúruna í náttúrunni sjálfri,
og leiti að skýringum sem hægt sé að
prófa með tilraunum og athugunum.
Einnig er hægt að benda fólki á að
allur vísindalegur sannleikur sé til
skamms tíma, og sé endurskoðaður í
hvert sinn sem betri svör gefist.
Líffræðingar neita að ræða
við trúarofstækismenn
Dr. Allmon segir að jafnvel reyndir
vísindamenn eins og Dr. Durkee eigi
oft í mesta basli við að ræða við safn-
gesti sem aðhyllast Vitræna hönnun,
enda eru þeir oft á tíðum ekki tilbún-
ir til að hlusta á nein svör. Þeir eru
alls ekki komnir til að hlusta, heldur
til að valda usla. Einmitt þess vegna
séu námskeið eins og þau sem hann
er að halda afar gagnleg, því það séu
til einföld ráð sem fara má eftir, þegar
fengist er við erfiða gesti. Dr. Allmon
biður nemendur sína um „að vera
ákveðna og skýra í máh, en alls ekki
í vörn.“ Einnig sé gott að æfa svör við
erfiðum spurningum þannig að það
heyrist að viðkomandi sé afslappaður
í svörum. Ef allt annað bregst sé best
að afsaka sjálfan sig með því að segj-
ast þurfa að fara á klósettið, í stað þess
að leyfa æstum hópum að vaða uppi.
Námskeið sem þessi eru nú í boði
hjá mörgum helstu söfnum Banda-
ríkjanna. ■
heida@vbl.is
Rafræn kirkja
Kirkjustarf hefur tekið miklum
breytingum í gegnum tíðina,
og með nýrri tækni og öðrum
áherslum í þjóðfélaginu er nú
hægt að nálgastýmsa þjónustu
kirkjunnar á netinu. Eitt af þvi
sem kirkjan hefur bryddað upp
á, á síðustu árum, er að taka á
móti fyrirbænum í gegn um
netsíður einstakra kirkna. Séra
Pálmi Matthíasson, sóknarprest-
ur í Bústaðakirkju, segir að
þessi þjónusta sé búin að vera
til staðar í nokkur ár og notk-
unin komi í bylgjum. Jafnframt
hefur verið hægt að horfa á
messur í beinni útsendingu á
netinu, en sú þjónusta liggur nú
niðri, en verið er að finna leið til
að halda henni gangandi. Segir
hann að íjöldi fólks horfi á mess-
ur í gegnum tölvur. Fólk sem
ekki kemst í kirkju, og jafnffamt
íslendingar sem staddir séu
eða búsettir eru erlendis. Þessi
þjónusta hefur verið mjög vin-
sæl kringum jólahátíðina, og þá
sérstaklega á aðfangadagskvöld.
Á síðu Bústaðakirkju er
einnig að finna sérlega sniðuga
rafsálmabók. I henni eru textar
af mörgum þekktum sálmum,
og svo er hægt að fá kirkjuorgel-
undirspil sem er á midi-formi.
Hér er því allt sem þarf til að
hefja sálmasöng hvar sem mað-
ur er staddur með tölvuna sína.
9 »
GOLFVðRUIÍTSAtA
20 - 80% alslítttur
i C E
ÍN
N D
Z0*0N
golfjakkar
Verð áður 13.900
Verð nú 3.900
Brautartré
Verð áður 6.900
Verð nú 1.900
ÞETTA ER AÐEINS
BROTAFVÖRUM!
HSPPO
Titanium
driverar
Verð áður 20.900
Verð nú 9.900
Hippo
Pútterar
Verð áður 4.500
Verð nú 1.900
Hippo
golfkerrur
Verð áður 3.900
Verð nú 2.900
czotir^E
Járn og
tré
20% afsláttur
Howson
golfpokar
Verð áður 6.900
Verð nú 2.900
AI4RKK>
f www.marfcld.ls • Sfmi: 5S3 5320 • Ármúla 40