blaðið - 22.09.2005, Page 20
20 I FERDALÖG
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaðiö
Harley hjólaferð
til Florída
Allir Harley Davidson aðdá-
endur geta nú látið draum-
inn rætast og farið í drauma-
ferð mótorhjólakappans til Flórída
dagana 21. október til 2. nóvember.
Að sögn Hafsteins Emilssonar
farastjóra ferðarinnar eru allir
velkomnir. „Ferðin er opin öllum
áhugamönnum um mótorhjól og
það er engin skylda að eiga Harley
hjól, þetta var nú bara svona tilfall-
andi vegna þess að við versluðum
við umboðið," segir Hafsteinn.
Hafsteinn hefur farið svona ferð
með hópa fjórum sinnum áður og
segir alltaf hafa gengið eins og í
sögu. „Allir hafa verið mjög ánægð-
ir með þetta og allt gengið eins og
í sögu. Það eru á bilinu 10-15 hjól í
boði og svo er bara spurning hvort
það verða einn eða tveir á hjóli. Það
er fínn hópur, það mega ekki vera of
margir þegar maður kemur til dæm-
is inn í borgir eins og Miami, þá þarf
að halda utan um hópinn," segir Haf-
steinn.
Fólk á öllum aldri sækir í ferðirn-
ar að sögn Hafsteins. „Hópurinn
hefur verið frá 24 ára aldri upp í 73
ára svo þetta hefur verið mjög breið-
ur og skemmtilegur hópur. Svo hafa
konurnar líka sótt vel í þessar ferðir,
þær eru orðnar svo sterkar ( mótor-
hjólabransanum," segir Hafsteinn
og bætir við í lokin að í mars muni
önnur svipuð ferð verða farin þar
sem hann ætlar með hóp á Daytona
Bike Week sem er stærsta mótor-
hjólahátíð í heiminum.
Nánari upplýsingar er hægt að
finna á icelandair.is eða í síma
5050700.
Almennings-
garðar í Berlín
Ekki má gleyma mikilvægi þess að
fá sér göngutúr í góðum garði. Það
er hægt að gera hvort sem maður er
í sínu heimalandi, eða á ferðalagi.
Flestar stórborgir Evrópu skarta
nokkrum prýðilegum görðum, sem
eru tilvaldir til að taka sér hlé frá
skarkala og umferðarhljóðum, og
kaupa sér jafnvel ís eða léttan snæð-
ing. Hvort heldur sem maður ferð-
ast einn eða með börn getur ferð í
almenningsgarð orðið ánægjulegt
innlegg í ferðalagið. í höfuðborg
Þýskalands, Berlin, er úrval al-
menningsgarða sérlega gott, og ekk-
ert því til fyrirstöðu að leita uppi
einn þeirra ef maður hefur nokkra
klukkutíma lausa. Meðal annars er
hægt að heimsækja Volkspark Fried-
richshein, sem er í Friedrichshein-
hverfinu, þar er mjög góð aðstaða til
að grilla, og bæði gosbrunnagarður
og fín aðstaða til íþróttaiðkana. Vel
er Hka við hæfi að líta á frægasta
garð Berlínarborgar, Tiergarten,
sem liggur miðsvæðis og er risastór.
Mig langar þó að mæla sérstaklega
með einum af minni görðunum.Vikt-
oria Park, sem er í hjarta Kreuzberg-
hverfisins. Hverfið heitir eftir hæsta
fjalli borgarinnar, 66-metra háu,
sem rís í miðjum garðinum og renn-
ur foss niður hlíðar þess. Á toppi
Kreuzberg er minnisvarði frá árinu
1821 til minningar um stríðið gegn
Napóleón, en garðurinn sjálfur var
hannaður á árunum 1888-1894, og
hefur verið friðaður síðan á þriðja
áratugnum. Mikið er um steinhleðsl-
ur og litla stíga sem hringa sig fram
og aftur um hlíðar fjallsins. Gróður
er mjög fallegur og yndisleg ró ligg-
ur yfir öllu. I garðinum má einnig
finna leikvelli, grasflatir, bjórgarð
og lítinn húsdýragarð. Vínþrúgur
sem vaxa í blómahorni garðsins hafa
verið ræktaðar síðan á sextándu öld,
og í september á hverju ári eru hald-
in þar hátíðarhöld um helgar.
MsPiiiffj -,<
'dtboo
'cdo
xo<ðaV>eri°-súkkulQd/t/^
Prófadu líka Daim, Smarties, Bounty
eda Lakkrís McFlurry.
Netráðleggingin
Ljubliana, höfuðborg Slóveníu
-Tilvalin fyrir söguþyrsta ogsparsama
Horft yfir Ljubliana
Á veraldarvefnum geta þeir sem
þyrstir eru í ferðalög skoðað sæg
af ódýrum ferðum um allan heim.
IcelandExpress býður upp á viðráð-
anlegar ferðir til London og Kaup-
mannahafnar og frá þessum borg-
um fljúga ýmis lággjaldarflugfélög
til fjölda áfangástaða.
Ljubliana er höfuðborg Slóveníu
og með flugfélaginu EasyJet er
hægt að fljúga þangað frá Lond-
on fyrir aðeins 5.728 krónur á
núverandi gengi pundsins, báðar
leiðir með sköttum.
(búar Ljubliana eru um 300.000
og er því ein af fámennustu höf-
uðborgum Evrópu. Borgin liggur
f dal milli hárra tinda Dinar-Alp-
anna og þar er oft afar þokusamt.
Miðaldakastali gnæfir yfir borg-
ina og er um það bil eina húsið
frá því á miðöldum sem stendur
eftir því að árið 1895 reið yfir
borgina snarpur jarðskjálfti sem
jafnaði flest hús hennar við jörðu.
Núna eru hins vegar mikilfeng
söfn þar að sjá og hægt er að sjá
allt um stórkostlega sögu borgar-
innar, allt frá því að barbarar eyði-
lögðu hana í kringum 500 e.kr.
I Ljubliana er einnig glæsileg
ópera, ævagamall háskóli og
fleiri merkisstaðir sem söguþyrst-
irgetanærstlengi á.
Þeir sem vilja fjör geta farið í nýja
Tívolígarðinn sem er staðsettur í
einu af nýju hverfum borgarinnar.
(háskólanum nema 50.000 stúd-
entar sem glæða borgina iðandi
mannlifi og gleði. Nóg er af litlum
vinalegum kaffihúsum.
Gjaldmiðillinn í Slóveníu er tolar
og ein íslensk króna samsvarar
3,2 slóvenskum tolar.
Bókanlegt á easyjet.co.uk