blaðið

Ulloq

blaðið - 22.09.2005, Qupperneq 22

blaðið - 22.09.2005, Qupperneq 22
22 I MATUR FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 blaöiö Beaujolais í Búrgund 1 fimmtu og síð- ustu greininni um Búrgund verðurfjallaðum Cote Chalonna- ise, Maconnais og önnur minna þekkt svæði. Þó að þessi svæði séu ekki eins þekkt og Cote de Beaune, Beaujolais, Cote de Nuits og Chablis, þýðir ekki að svæðin séu verri fyrir vikið. Þvert á móti, svæð- in sem við fjöllum um eru oft óhefð- bundnari en „betri” svæðin. Cote Chalonnaise var ekki gríðar- lega hátt skrifað svæði, en á undan- förnum ío árum hefur svæðið smátt og smátt fengið viðurkenningu fyrir vel unnin vín á góðu verði, og meðal annars er þetta eina svæðið sem ber AOC Cru fyrir Aligote vínþrúguna. Annað er að rauðvín má hafa Pinot Noir, Pinot Liebault og hvítvínsþrúg- una Pinot Gris!! Og ekki er óalgengt að blanda saman Chardonnay og Pinot Blanc í hvítvíni. Þegar fjallað er um venjuleg vínsvæði eða Premi- er Cru vín frá ákveðnum svæðum er oft eingöngu tæknilegur munur á framleiðslunni t.d. Premier Cru verður að vera með 11.5% alkóhól. Bourgogne Aligote Bouzeron AOC er eitt af skemmtilegri svæðum í Búrgund vegna þess að það er hvergi annars staðar í Búrgund sem gefið er Cru fyrir Aligote hvítvínsþrúg- una. Aligote er mjög sérstakt að því leyti að það bragðast meira í líkingu við Pinot Gris heldur en Chardonnay og þess virði að smakka að minnsta kosti einu sinni. Givry og Givry Premier Cru, vín frá þessum svæðum er vanmetið og þar eru margir góðir vínframleið- endur sem framleiða bæði rauð og hvítvín. Mercurey og Mercurey Premier Cru, þar eru framleidd yfir 70% af öllu víni í Cote Chalonnaise, og framleitt er bæði hvítt og rautt. Montagny og Montagny Premier Cru þar eru framleidd virkilega góð hvítvín úr Chardonnay. Rully og Rully Premier Cru svæð- ið er þekktast fyrir að búa til gott rauð og hvítvín sem minnir helst á Cote de Beaune í gæðum. Maconnais þar er framleitt þrisv- ar sinnum meira hvítvín en á öllum hinum svæðunum til samans. Þó að hvítvín úr Chardonnay sé helsta vín- ið á svæðinu þá er samt búið til rauð- vín úr Gamay, Pinot Noir og Pinot Gris. Ekki er óalgengt að rósavín úr sömu vínþrúgum sé líka framleitt hér. Og einnig er búið til hvítvín sem er blandað af Chardonnay og Pi- not Blanc. Macon AOC, Macon Sup- erieur AOC og Macon Villages AOC er allt eitt svæði, en Superieur hefur meira alkóhól en venjulegt Macon. Stefán B. Guðjónsson - Sommelier WWW.SMAKKARINN.IS Hetlsubuff Morgunverður/Brunch Mán-fös frá 08:00 til 11:30 Lau-sun frá 09:00 til 15:00 Gómsœt islensk geitamjóik Geitur eru fáar á íslandi og afurðir þeirra lítt þekktar. Þó færist það í vöxt að fólk kynnist þessum afurð- um í útlöndum og feta osturinn frægi frá Grikklandi hefur aukið áhuga íslendinga fyrir þessari nátt- úruafurð. Islensku geiturnar eru af landnámsstofni og Jóhanna B. Þor- valdsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi hefur stundað geitafjárrækt á Háafelli á Hvítársíðu í sextán ár. Hjá henni má fá geitamjólk sem hefur verið nýtt hérlendis fyrir veik börn. Mjólkar fyrir veik börn Jóhanna hefur mjólkað fyrir fólk með mjólkuróþol og veik börn í nokkur ár með góðum árangri. Hún segir að börn sem ekki þola kúa- mjólk þoli geitamjólk i flestum til- fellum og það á einnig við þau börn sem ekki þola soyamjólk. „Barna- barnið mitt sem er sjö mánaða gam- alt lifir á þessu en hún gat ekki verið á brjósti. Ég hef einnig útvegað veik- um börnum geitamjólk því þau þola hana betur. Geitamjólkina má frysta sem auðveldar geymslu því hún er ógerilsneydd. Það er þó vandamál því samkvæmt íslenskum lögum má ekki selja ógerilsneydda mjólk en vonandi fer það að breytast því í flestum löndum öðrum en á íslandi er leyfilegt að kaupa geitamjólkina beint frá bónda. Eg hef einnig séð norskar rannsóknir sem sýna að ógerilsneydd geitamjólk er auðmelt- ari“, segir Jóhanna. Væntanlegar á markað Mjólkursamlagið i Búðardal hefur framleitt osta úr geitamjólkinni hennar Jóhönnu í tilraunaskyni og þegar líða fer að jólum geta höf- uðborgarbúar trúlega nálgast þá í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Það er þó ekki bara geitamjólkin sem er nýtanleg. Geitakjöt er einnig ljúffengt en Jóhanna hefur selt sitt kjöt beint til einstaklinga og hótela. „Kiðlingakjötið er ljósara og mildara en lambakjötið en þegar dýrið er orðið fullorðið verður kjötið mun dekkra og bragðmeira. Geitakjöt er fitulaust því dýrið hefur minni hæfi- leika til að safna fitu en til dæmis sauðkindin. Geitin heldur sér Hka í góðu formi því hún er á vafri all- an daginn.“ Fjöldi Islendinga sem dvalist hefur erlendis um tíma hef- ur komist í kynni við geitaafurðir og sækist eftir þeim og einnig eru margir nýbúar á Islandi aldir upp á geitakjöti í sínum upphaflegu menn- ingarheimum og því má búast við aukinni ásókn í þessa náttúruafurð. Ástúðlegar en óþekkar Jóhanna, sem byrjaði með innan við tíu geitur, var með 120 geita hóp nú í sumar. Hún segir að geiturnar séu skemmtilegar skepnur. „Geitin er eins og millistig milli kindar og hunds. Þær þurfa mikla ástúð en geta einnig verið óþekkar og uppá- tækjasamar. Til dæmis er mikil vinna í girðingum og erfitt að finna girðingar sem halda þeim.“ Geiturn- ar hennar Jóhönnu, líkt og þær geit- ur sem Islendingar hafa lesið um í bókum og séð í kvikmyndum, sækja mikið í garðinn hennar og eru sólgn- ar í ýmislegt sem þeim er ekki ætlað að borða eins og rósir. „Geitur hafa mjög harða gómplötu og geta því ét- ið þyrna. Ég hef komið að kiðlingum með trýnið ofan í niðursuðudós og einu sinni varð einn hálfblár eftir að hafa hvolft yfir sig málningarfötu.“ Sumar ættir sterkari en aðrar Jóhanna segir feikilega skemmtilegt að fylgjast með félagslegu atferli geita en þær hafa mjög ákveðinn virðingastiga. „Geitur eru hjarðdýr og allur hópurinn fylgist að. Éf hafur er með í hópnum er hann leiðtoginn en með mjólkurgeitunum mínum er enginn hafur. Þar ræður elsta geitin ríkjum. Sterkasti einstaklingurinn stjórnar alltaf förinni í geitahópi og hennar afkvæmi hafa sterkari stöðu en afkvæmi annarra geita svo það verður þannig að sumar ættir eru sterkari en aðrar“, segir Jóhanna að lokum. ernak@vbl.is Steikar o? ?rilbmjör flr?entínu ?efur einrtakle?a ?ottkra?ð Frábært til itpikin?ar á?rænnu?ti,fúkio?kjöti ll KR^NAN KOSTAR MINNA www.cafeoliver.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.