blaðið - 22.09.2005, Side 32
T
32 I HÖNNUN
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 Uaöiö
Pjúra íslensk hönnun
Sambland aí rokki og rómantik
Það er fjölbreytilegtog flott í Pjúra
Að Ingólfsstræti 8 er lítil og
hugguleg verslun sem selur alis
kyns flotta íslenska hönnun. And-
rúmsloftið þar inni er einkar vina-
legt og tilfinningin við að koma
þar inn minnir í raun á heimsókn
til góðs vinar. Á móti blaðamanni
taka íris Eggertsdóttir, Hildur
Hinriksdóttir, Elín A. Gunnars-
dóttir sem eru eigendur Pjúru auk
þess að vera hönnuðirnir. Fjórði
eigandinn, Kolbrún Ýr Gunnars-
dóttir er vant við látin.
Pjúra opnaði 16. apríl síðastliðinn og
þær stöllur segjast þegar vera komn-
ar með fastan viðskiptahóp enda allt-
af nýir viðskiptavinir að bætast við.
Hildur segir að aðdragandi þess að
opna búðina hafi verið hraður. Elín
grípur orðið: „Við höfðum sex daga
þar sem við breyttum öllu, máluð-
um og komum öllu upp. Það var þvi
nóg að gera þar sem við erum allar í
öðrum vinnum.“
Hálfgert kvennabúr
Iris segir að mikil fjölbreytni sé í
búðinni. „Við erum allar svo ólíkar
og erum að hanna sitthvora hlutina
þannig að þá er komið úrval.“ Hild-
ur heldur áfram: „Við erum fjórar
og allar af sömu kynslóð en samt
rosalega ólíkar. Það gerir þetta svo
kryddað og skemmtilegt. Við ríf-
umst eins og hundur og köttur en
sættumst fljótt aftur. Þetta er mjög
lifandi og skemmtilegt enda hálf-
gert kvennabúr. Það sem hefur alltaf
verið aðalsmerki okkar er að við er-
um með íslenska hönnun á viðráðan-
legu verði sem þýðir það að við leggj-
um ekki mikið á vörurnar."
Annasamt en gaman
Það er því augsýnilega mikið að gera
hjá þessum fræknu konum enda
rjúka vörurnar út. Elín segir að
þetta sé alltaf gaman. „Við þurfum
að vera svolítið snöggar að sauma.
Teikning 1 mánud. kl. 17:30 -21:30
Teikning 1 miðvikud.kl. 17:30 -21:30
Teikning2 þriðjud. kl. 17:30-21:30
Módelteikning mánud. kl. 17:30-21:30
Módelteikning miðvikud.kl. 17:30-20:15
Módelteikning og mótun fimmtud. kl. 17:30 -20:15
Portretteikning laugard. kl. 10:00-13:00
Form, rými / hönnun þriðjud. kl. 17:30 -20.15
Vatnslitur byrjendur miðvikud.kl. 17:30 -20:15
Vatnslitur framhald þriðjud. kl. 17:30-20:15
Litaskynjun miðvikud.kl. 17:30-21:30
Leirmótun þriðjud. kl. 17:30-20:15
Málun fimmtud. miðvikud. mánud.
Morguntímar málun miðvikud. kl. 09:00 -11:45
Morguntímar vatnslitun þriðjud. kl. 09:00 -11:45
MYNDLISTASKOLINN
www.myndlistaskolinn.is
innritun í síma 551 1990 jí REYKJAVÍk|
myndlistarmaður
hönnuður
arkitekt
HÉR
TEKURÐU
FYRSTU
SKREFIN
fris, Hildur og Elín, eigendur Pjúra. Á myndina vantar fjórða eigandann, Kolbrúnu
Það er ekkert mál að hanna, maður
getur teiknað endalaust og komið
með hugmyndir. Þetta er annasamt
en rosalega gaman. Annars værum
við ekkert að þessu.“
„Ég verð að viðurkenna að ég sat
heima hjá mér í tvo mánuði eftir að
við opnuðum og hugsaði: „Vá, hvað
ég er stolt af mér,“ segir Iris og stöll-
urnar hlægja allar kátt. Elín bætir
við: „Svo er margt spennandi fram-
undan og til dæmis erum við með
dömukvöld um mánaðarmótin og
þá bjóðum við upp á drykk og góð til-
boð. Frekari upplýsingar má finna á
www.blog.central.is/pjura. Á síðasta
dömukvöldi vorum við með opið
frá 19-21 og þá gátu konur komið og
skoðað án þess að vera með börnin
með sér. Þetta vakti mikla lukku.
Samkennd meðal hönnuða
Aðspurðar um hvort það sé ekki
mikil samkeppni í íslenskri hönnun
grípur Iris orðið. „Ég held að þetta
gangi allt saman upp vegna þess
að tíðarandinn er þannig að fólk
vill eitthvað sérstakt og skemmti-
legt. Mér finnst við töluvert ólíkar
þessari klassísku, íslensku hönnun.
Hildur grípur fram í og segir að það
sé mjög mikil samkennd meðal ís-
lenskra hönnuða. „Þó svo að við sé-
um hérna, ein lítil búð, þá er þetta
einn stór hópur.“ Elín segir að þetta
lífgi upp á miðbæinn að hafa svona
ólíka flóru hönnuða."
svanhvit@vbl.is
Hlýr og flottur lopakjóll
fyrir íslenska veðráttu
Verksmiðjan við Skólavörðustíg
minnir, þrátt fyrir nafnið, á allt
annað en verksmiðju. Hver einasti
hlutur í búðinni er persónuleg hönn-
un einhvers af þeim níu hönnuðum
sem starfrækja búðina saman.
Kristína Berman er ein af þess-
um hönnuðum. Hún útskrifaðist
úr textíldeild Listaháskóla íslands
árið 2001 og hefur síðan þá unnið
ýmislegt tengt hönnun, þó aðallega
búningahönnun. Eitt af því sérstæð-
asta sem er að finna í þessari litlu en
fjölbreyttu verslun eru lopakjólar
sem minna óneitanlega á íslensku
lopapeysuna.
„Þessi hugmynd er mjög gömul
hjá mér en ég fékk hugmyndina út
frá íslensku lopapeysunni. Ég gerði
eina svona á sjálfa mig þegar ég var
í námi og búin að ganga mjög mikið
í henni. Ég fékk alltaf fyrirspurnir
þegar ég var í henni, hvar ég hefði
fengið hana og svo framvegis, og
þannig kviknaði hugmyndin um
að hanna svona og selja,“ segir Krist-
ína.
Þessir lopakjólar eru afar hentug-
ir fyrir konur sem vilja verja sig fýr-
ir íslenska kuldabolanum en vilja
samt vera smart. Kjólana er hægt
að nota yfir buxur, sem utanyfirflík,
eða bara sem fallegar kjól í veisluna.
„Hægt er að panta liti hjá okkur.
Það fer mikil vinna í hverja peysu
og það eru mjög klárar prjónakon-
ur hér á landi sem sjá um að prjóna
þær. Það er líka margt annað fyrir
veturinn hjá okkur núna. Við sem
hönnum fyrir búðina erum með af-
ar ólíkan stíl þannig að það kennir
ýmissa grasa hjá okkur,“ segir Krist-
ína og bætir við að lokum að nú sé
búðin troðfull af nýjum vörum fyrir
veturinn.
mM&Sá