blaðið - 22.09.2005, Side 45
blaðið FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005
PflGSKRÁ I 45
■ Fjölmiðlar
Lögmenn og lífsþreytt
sj ónvar psstj arna
Tveir lögmenn, Gestur Jónsson
og Sveinn Andri Sveinsson, voru í
Kastljósi í fyrrakvöld að ræða Baugs-
málið. Ég horfi á alla umræðuþætti
þar sem lögmenn ræðast við. Af ein-
hverri ástæðu finnst mér að lögmenn
hljóti að vera gáfaðasta stétt landsins.
Þetta eru menn sem tala hægt og eru
alltaf yfirvegaðir og rólegir. Ég skil
reyndar aldrei alveg hvað þeir eru
að segja en það virkar bara traust-
vekjandi á mig. Svo er alltaf glampi
í augum lögmanna sem gefur til
kynna að þeir geti verið afskaplega
|a skemmtilegir
ekki í vinnunni.
í vinnunni þurfa
vera mjög agaðir
Ég gæti aldrei
verið lögmaður.
En ég held að það sé einstaklega
gaman að vera á árshátíð með þeim.
En sem sagt, þetta var ágætur þáttur.
Ég datt fljótlega út af því lögmenn-
irnir þurftu að útskýra svo margt.
Mér var ómögulegt að fylgja þeim
eftir. Ég horfði samt til enda. I lokin
vissi ég eiginlega ekki neitt nema að
Baugsmálinu er kannski ekki lokið.
Sem mér finnst verra. Ég er orðin
óttalega leið á því. En kannski ætti
ég bara að gleðjast. Ég fæ þá vænt-
anlega að horfa á fleiri lögfróða og
gáfaða menn tjá sig á skjánum. Ann-
ars var Baugsmálið ekki stærsta
fréttamálið í mínum huga þennan
dag. Óstaðfestar fréttir hermdu að
Derrick væri dáinn, það er að segja
leikarinn sem lék hann. Svo heyrði
...10 cm frá dansgúlfínuI \/Ít3.mÍn.ÍS
ég að hann væri ekki dáinn heldur
lægi fyrir dauðanum. Loks frétti ég
að hann væri lifandi en væri orðinn
lífsleiður því allir vinir hans væru
dánir. Ég fór að hugsa um Derrick.
Hann var vinur minn. Þannig að ég
er ósköp leið yfir því að hann skuli
vera lífsþrey ttur og kannski að deyja.
Einhvern tímann deyr Frasier minn
og það verður erfið stund í mínu lífi.
Það er mjög vont að þurfa að lifa það
að stjórnvarpsstjörnurnar manns
deyi. Að lokum mun maður sitja
einn og gamall fyrir framan skjáinn
tautandi að það sé ekkert í sjónvarp-
inu af því maður þekkir ekki lengur
nokkurn sjónvarpsleikara. Það kem-
ur nefnilega enginn í staðinn fyrir
þá sem deyja frá manni.
kolbrun@vbl.is
n
21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00
21.1S Launráð (69:88)(Alias IV) Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.00 Tíufréttir 22.201 hár saman (5:6) (Cutting It III) Breskur myndaflokkur um skrautlegt líf eigenda og starfsfólks á tvelmur hárgreiöslustofum I sömu götu í Manchester. Aðalhlutverk leika Am- anda Holden, Sarah Parish, Jason Merrells, Ben Daniels og Angela Griffin. 23.15 Aðþrengdar eiginkonur (5:23) (Desperate Housewives) Fyrsta þáttaröðin um aðþrengdu eiginkon- urnar endursýnd. 00.00 Kastljósið Endursýndur þáttur frá þvf fyrr um kvöldlð. 00.20Dagskrárlok
21:15 MileHigh (22:26) (Háloftaklúbburinn 2) Velkomin aftur um borð hjá lággjaldaflugfélag- inu Fresh. Bönnuð börnum. 22:00 CurbYour Enthusiasm (7:10) (Rólegan æsing) Gamanmyndaflokkur sem hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda og sópað til sín verðlaun- um. Larry David leikur sjálfan sig en hann ratar af óskiljanlegum ástæðum sifellt I vandræði. 22:30 SilentWitness (2:8) (Þögult vitni) Spennandi sakamálaþættir þar sem meinafræð- in gegnir lykilhlutverki. Aðalhlutverk leika Emilia Fox, William Gaminara og og Tom Ward. Bönnuð börnum. 23:20 Terminal Invasion (Innrás geimveranna) Hörkuspennandi vísindatryllir þar sem sögu- sviðið er flugvöllur á landsbyggðinni. Allt flug liggur niðri enda geisar illvlðri. Farþegarnir komast hvorki lönd né strönd en það er samt ekki þeirra stærsta áhyggjuefni. Aðalhlutverk: Bruce Campell, Chase Masterson, C. David Johnson. Leikstjóri, Sean S. Cunnlngham. 2002. Stranglega bönnuð bömum. 00:50 Diggstown Gabrlel Cane er nýsloppinn úr fangelsl og strax farinn að hugsa um skjótfenginn gróða. Aðalhlutverk: James Woods, Louis Gosset Jr., Bruce Dern, Oliver Platt, Heather Graham. Leikstjóri, Michael Ritchie. 1992. Stranglega bönnuð börnum. 02:40 Sjálfstætt fólk (Quarashi) 03:10 Fréttir og (sland í dag 04:30 fsland (bftiö 06:30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVi
21:30 The King of Queens Bandarískir gamanþættlr um sendibllstjórann Doug Heffernan, Carrie eiginkonu hans og Art- hur, ,hinn stórfurðulega tengdaföður hans. 22:00 House Vírus sem dreifist ört um spltalann stofnar lífum sex ungbarna í hættu. 22:50 JayLeno . . 23:40 America's NextTop Model IV (e) Fjórtán stúlkur keppa um titllinn og enn er það Tyra Banks sem heldur um stjórnvölinn og ákveður með öðrum dómurum hverjar halda áfram hverju sinni.. 00:35 Cheers (e) 01:00 Óstöðvandi tónlist
2l:00Liverpool - Man. Utd frá 18.09 23:00 Arsenal - Everton frá 19.09 O1:00Man. City - Bolton frá 18.09 03:00 Dagskrárlok
21.45 Sjáðu 22.00 Kvöldþátturinn Stjórnandi þáttarins er Guðmundur Steingríms- son. 22.40 David Letterman 23.30 TheCut (4:13) 16 manns berjast um að ná hylli Hílfiger í hinum ýmsu verkefnum sem eru lögð fyrir hópinn, allt frá fatahönnun til markaðsmála, sigurvegarinn fær að launum að hanna nýja línu hjá Tommy Hilfiger sjálfum. 00.20 Friends 3 (11:25) 00.45 Seinfeld (18:24) 01.10 Kvöldþátturlnn
22:00 Olíssport 22:30 Spænski boltinn(Real Madrid - Bilbao) Útsending frá leik Real Madrld og Athletic Bllbao en viðureign félaganna var í beinni á Sýn Extra klukkan 19.55 ikvöld. 00:10 Landsbankadelldin (Umferðir 13-18)
22:00 Below (Neðansjávarvíti) Hrollvekjandi spennumynd. Aðalhlutverk: Dav- id Crow, Matthew Davis, Scott Foley. Leikstjóri, David N.Twohy. 2002. Stranglega bönnuð börnum. 00:00 TheThing (Fyrirbærið) Hrollvekjandi spennumynd um vísindamenn frá bandaríska vísindaráðinu sem eru sendir til Suðurskautslandsins til rannsókna. Aðalhlutverk: Kurt Russell, A. Wilford Brimley, Richard Dysart. Leikstjóri, John Carpenter. 1982. Stranglega bönnuð börnum. 02:00 Bones Hryllingsmynd. Aðalhlutverk: Snoop Doggy Dogg, Pam Grier, Michael T. Welss, Clifton Powell. Leikstjóri, Ernest R. Dickerson. 2001. Stranglega bönnuð börnum. 04:00 Below (Neðansjávarvíti)
^tjexíkóskir dagatr ó Otjíingó
Buritios - Tacos - Mexicopottréttir.
Magnó Fried chicken
HÁDEeiSVERÍ)AHLA£)BORÍ).
All you can eat
Aðeins 999 kr
Mangó lambasteik með öllu 1890 kr
Mangó nautasteik með öllu 1890 kr
Take a way eldbakaðar pizzur.
Bestu borgarar í heimi
Breiðtjald, kaldur ó krana.
Sími 5771800 Brekkuhúsum 1 Grafarvogi