blaðið - 30.09.2005, Síða 2

blaðið - 30.09.2005, Síða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTZR FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 blaöiö Baugsmálið Dómarar skipaðir Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávisun málsins fyrir héraðsdómi verður tekin fyrir í hæstarétti. Dómararnir sem fjalla munu um málið eru: Markús Sigur- björnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Verj- endur, saksóknari og dómarar skil- uðu greinargerðum til hæstaréttar síðastliðinn föstudag og hefur hæsti- réttur þrjár vikur frá þeim tima til að kveða upp dóm sinn. Jóhanna Vilhjálms í Kastljósið í gær gekk Jóhanna Vilhjálmsdóttir til liðs við RÚV. Þar mun hún taka þátt í nýjum frétta- og dægurmála- þætti, sem fær í arf nafnið Kastljós. Jóhanna siglir í kjölfar Þórhalls Gunnarssonar, sem var ráðinn rit- stjóri þáttarins í fyrradag, en þau hafa undanfarin ár verið vinsælt tví- eyki á vettvangi Stöðvar 2. ,Það eru blendnar tilfinningar við að færa sig svona um set, en okkur Þór- hall langaði til þess að vinna saman á ný og það gerði sjálfsagt útslagið," segir Jóhanna. Hún segist jafnframt hafa hrifist af þeim nýjungum, sem verið er að brydda upp á hjá RÚV. „Ég hef trú á því, sem Páll Magnússon er að gera og hlakka til að vinna í því umhverfi, sem hann er að skapa.“ Hún telur að hið nýja Kastljós eigi eftir að slá í gegn. „Þarna er verið að steypa nokkrum þáttum saman í einn og við það safnast saman góð- ur og samrýmdur hópur fólks og þá geta undursamlegir hlutir gerst.“ Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75% - erfull alvara með að halda verðbólgunni innan markmiða. Seðlabankinn hækkaði í gær stýri- vexti um 0,75 prósent samhliða út- gáfu Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Eftir breytingu eru stýri- vextirnir 10,25% og hafa hækkað um 4,95% frá maí 2004 þegar bankinn hóf vaxtahækkunarferli sitt. Grein- ingardeildir bankanna höfðu spáð því að hækkunin yrði hálft prósent- ustig. Með því að taka svo stórt skref að þessu sinni vonar Seðlabankinn að honum heppnist að sannfæra einstaklinga, fyrirtæki og fjármála- markaðinn um að honum sé full alvara með að halda verðbólgu sem næst verðbólgumarkmiði bankans á næstu tveimur árum og til lengri tíma þótt það kunni um tíma að koma hart niður á ýmsum atvinnu- greinum. Harðari tónn en áður { Peningamálum segir: „Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur aukist frá því að Peningamál komu siðast út 6. júní sl. og er það meira um þessar mundir en um langt skeið. Aðstæð- ur í þjóðarbúskapnum nú eru að ýmsu leyti áþekkar þeim sem ríktu á árunum 1999 og 2000. Töluverðar sviptingar fylgdu í kjölfarið þegar efnahagslífið leitaði jafnvægis á ný á árunum 2001 og 2002. Ójafnvægið er jafnvel meira nú: viðskiptahalli meiri, raungengi hærra, íbúðaverð lengra yfir langtímajafnvægi og skuldsetning heimila, fyrirtækja og þjóðarbúskaparins í heild töluvert meiri." Greiningardeild Landsbank- ans benti á að tónninn frá Seðla- bankanum að þessu sinni er harðari en áður og segir að svo virðist sem bankinn sé staðráðinn í að viðhalda aðhaldsamri peningastefnu með meiri krafti en áður hefur komið fram. Þá sé greinilegt að bankinn hyggst endurheimta þann trúverð- ugleika sem virðist hafa dvínað upp á síðkastið. ■ m Blaiií/Frikki I heimsókn i Húsdýragaröinum Þessi snæugla sem fannst á Hólmavík fyrr í mánuðinum var helst til önug þegar Ijósmyndara bar að garði í Húsdýragarðinum í gær. Þar sem hún er löskuð á væng verður vart sett út á það. Hún gaf sér þó smátíma til þess að brosa í myndavélina. Óvíst er hvort hún muni ná sér að fullu en þangað til geta forvitnir kikt á hana í Húsdýragarðinum. Enn sagt upp í rækjuvinnslu Öllum starfsmönnum rækju- vinnslu íshafs á Húsavík verður sagt upp frá og með morgun- deginum. Líkur eru á að rækju- vinnslu verði alfarið hætt i bæj- arfélaginu ef rekstrarforsendur breytast ekld til hins betra. Haít er eftir Pétri Hafsteini Pálssyni, stjórnarformanni félagsins, að rækjuiðnaðurinn hafi um langa hríð átt við mikla rekstrarerf- iðleika að stríða sem stafa af háu gengi, lágu afurðaverði, sölutregðu, háu hráefnisverði á iðnaðarrækju og algjörum aflabresti á íslandsmiðum sam- hliða mjög háu olíuverði. Fyr- irtækið mun að öllu óbreyttu hætta vinnslu á rækju þegar uppsagnaffestur meginþorra starfsmanna rennur út um áramótin. „Fram að þeim tíma mun stjórnin leita allra leiða til að finna rekstrinum þann far- veg sem ásættanlegur þyldr og jafnframt að aðstoða það starfs- fólk sem þess óskar að leita sér að öðru starfi," segir Pétur. Bensínmót- mæli til að trufla þingmenn Meðlimir í Kvartmíluklúbbn- um hafa blásið til mótmæla gegn háu bensínverði á hádegi á morgun. Ætlunin er að vekja athygli á háu bensínverði og verða mótmæli vörubifreiða- stjóra um verslunarmannahelg- ina höfð til fyrirmyndar. í þetta skiptið vonast þó þeir sem að mótmælunum standa til þess að tefja þingmenn á leið til setningarathafnar Alþingis sem hefst klukkan 13.30. Auglýsið í réttu Ijósi! Ný auglýsingaljós, lýst með lasertækni sem gefur bjaita og jafna áferð á allan flötinn. Góð lausn fyrirJyrirtæki og stofnanir sem vilja augiýsa vörusýna ogþjónustuá áberandi og smekklegan hátt Stærðin A2,420 x 595 x 30mm A1,600x835x30mm Örugg og góð þjónusta. Upplýsingar í síma 553 5600. RAFSOL Skipholti 33 • 105 Reykjavík • Sími 553 5600 • www.rafsol.is • rafsol@rafsol.is Hœstiréttur: Staöfesti 16 ára fangelsi fyrir morð Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkuryfir Hákoni Ey- dal fyrir morðið á fyrrum sambýlis- konu sinni, Sri Ramawati. Þar hafði hann verið dæmdur í 16 ára fangelsi auk skaðabóta til barna hinnar látnu og greiðslu sakarkostnaðar. Hákon var dæmdur fyrir mann- dráp með því að hafa ráðist að fyrr- um sambýliskonu sinni og veitt henni lífshættulega áverka með því að slá hana ítrekað í höfuðið með kú- beini og kyrkja síðan með taubelti. Hann viðurkenndi verknaðinn en kvaðst hafa verið ósakhæfur. Réttur- inn féllst ekki á það, kvað hann vera fyllilega sakhæfan og hafa unnið til refsingar með broti sfnu. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að atlagan var heiftarleg og meðferð hans á líkinu smánarleg. Ennfremur var horft til þess að Há- kon neitaði sök lengi framan af og reyndi að villa um fyrir lögreglunni við rannsókn málsins. ■ o Heiðskírt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað ^ Alskýjaö ! Rigning, lítilsháttar V/' Rigning ") 1 Súld Snjökoma 7 * * XjJ Slydda Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chlcago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vfn Algarve Dublin Glasgow 13 25 12 10 14 13 13 14 18 26 23 06 12 23 11 17 15 10 14 25 17 15 3° & '// / // // / // & // / //' /// 5° & / // .P 7° & '// / // f /// /// /// /// t /// 6°/// Ámorgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýaingum trá Veóurstofu (slands ■0 / // 0 4°

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.