blaðið - 30.09.2005, Síða 10

blaðið - 30.09.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaöiö Reuters um Írakstríðið: Hersveitir hefta fjölmiðlafólk Alþjóðlega fréttastofan Reuters hefur kvartað undan því að bandarískar hersveitir tak- marki getu sjálfstæðra fréttamanna til að sinna starfi sínu. Framkoma bandarískra hersveita í Irak í garð fjölmiðlafólks kemur í veg fyrir að almenningur í Bandaríkjunum fái ít- arlega umfjöUun um styijöldina í land- inu að mati alþjóðlegu fféttastofunnar Reuters. I bréfi til John Warner, öldunga- deildaiþingmanns repúblikana og yfirmanns heraflanefndar öldunga- deildarinnar, segir David Schlesinger, yfirmaður hjá Reuters, að bandarískar hersveitir takmarki getu sjálfstæðra fréttamanna til að sinna starfi sínu. Bað hann Warner ennffemur um að taka máhð upp við Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem kom fyrir nefndina í gær. Máh sínu til stuðnings vísaði Schles- inger í fjölda tilvikaþar sem fféttamenn hefðu verið drepnir, teknir höndum að ósekju og/eða þurft að sæta illri með- ferð af bandarískum hersveitum í Irak. Hvatti hann Wamer til að biðja Rums- feld um að leysa þessi vandamál á þann hátt sem stefndi hvorki í voða lögmæt- um öryggishagsmunum bandaríska hersins né þeim lögmætu réttindum sem blaðamenn á átakasvæðum njóta samkvæmt alþjóðalögum. Að minnsta kosti 66 blaðamenn og starfsmenn fjöl- miðla hafa verið drepnir i írak síðan í mars 2003. ■ Verkfall á Indlandi Milljónir leggja niður vinnu Starfsemi opinberra stofnana lamað- ist og tafir urðu á flugumferð þegar milljónir opinberra starfsmanna lögðu niður vinnu á Indlandi í gær. Með verkfallinu vildu verkalýðsfé- lög mótmæla einkavæðingaáform- um ríkisstjórnarinnar sem vill selja fyrirtæki og flugvelli í ríkisseigu auk þess að slaka á reglum um fjár- festingar útlendinga í landinu. M.K. Pandhe, verkalýðsleiðtogi, sagði verkfallið í gær aðeins vera fyrsta skref í frekari aðgerðum gegn áform- unum. „Ef ríkisstjórnin tekur ekki stefnu sína til gagngerar endurskoð- unar, munum við standa að frekari aðgerðum og lengri verkföllum,“ sagði Pandhe. Flugvallarstarfsmaður í borginni Kolkata mótmælir einkavæðingaráformum ríkis- stjórnarinnar. Alltaf Ijúffeogt Frutti fit brauð Trefjaríkt, próteinríkt, E-vítamín ríkt, kolvetnaskert Innihald: epla/appelsínutrefjar, -melónu og graskerskjarnar, limesaft, sólkjarnafræ, hafrar, rúgsigtimjöl 'CÍ“' -í i •-.V- - 'kS. iyh*cjrcTi Flóðvarna- garður í Feneyjum Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Italíu, ætlar að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu varnargarðs til að koma í veg fyrir flóð í Feneyj- um. Talið er að verkefnið komi til með að kosta 5,2 milljarða Banda- ríkjadala (um 330 milljarða króna). Verkefnið er umdeilt en Berlusconi sagði það vera „lausn á vandamáli sem hafi alltaf verið til staðar." Hreyfanlegir varnargarðar verða byggðir á sjávarbotninum rétt fyrir utan Feneyjar sem hægt verður að reisa upp þegar flóð ógna borginni. Gert er ráð fyrir að byggingu garðs- ins verði lokið fyrir árið 2011. Umhverfisverndarsinnar hafa mótmælt áætlununum sem upphaf- lega voru samþykktar af ríkisstjórn- inni. Þeir segja að garðurinn muni breyta Feneyjum í fúlan pytt en stuðningsmenn verkefnisins segja það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekari flóð. ■ Slökkviliðsmenn berjast við skógareld I nágrenni Los Angeles í Kalifornfu f gær. Skógareldur í Kaliforniu Að minnsta kosti eitt hús eyðilagð- ist og fjöldi fólks þurfti að yfirgefa heimili sín í skógareldi í nágrenni Los Angeles í Kaliforníu í gær. Vegna mikils vindstyrks breiddist eldurinn á stuttum tíma yfir meira en 9300 ekrur skóglendis. Hundruð slökkviliðsmanna börðust við eld- inn og slasaðist einn þeirra þegar hann fékk grjóthnullung í höfuðið. Slökkvistarfið gekk seint og illa enda hvasst á svæðinu og heitt í veðri.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.