blaðið - 30.09.2005, Page 14
blaðid
;
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
HRÓÐUR ÍSLANDS
Islendingum hefur löngum verið umhugað um hróður landsins er-
lendis. Þannig á íslenskan hið einstæða orð „landkynning“ og al-
kunn er sú spurning, sem allir erlendir ferðamenn þurfa að þola,
þó þeir hafi jafnvel ekki náð að stíga af landgangnum á íslenska grundu.
Takist þeim það án þess að formæla landi og þjóð fá þeir jafnan nafnbót-
ina íslandsvinur. Af sama meiði er sprottinn fréttaflutningur í íslensk-
um fjölmiðlum af því hvað erlend stórblöð - eða héraðsfréttablöð ef því
er að skipta - greina frá um Island og það sem íslenskt er. Sannast þar
hið fornkveðna, að litlu verður Vöggur feginn.
Þegar leið að birtingu ákæra í Baugsmálinu voru erlendir fjölmiðlar
mjög vakandi í málinu, hingað til lands komu útsendarar enskra stór-
blaða og samband sakborninga við þá var með þeim hætti að íslenskir
blaðamenn þurftu að lesa Lundúnablöðin til þess að vita hvað var að
gerast undir nefinu á þeim. Þegar héraðsdómur vísaði ákærunni svo frá
i heild sinni fór fréttin sem lok yfir akra heimsbyggðarinnar.
Það er hins vegar með ólíkindum að erlendis hafa engar fregnir borist
af gerningaveðri því, sem geysað hefur hérlendis undanfarna viku. Ekki
stafur. Nú er það er skiljanlegt að áróðursmeistarar Baugs hafi ekki vilj-.
að vekja athygli á þeim vinnubrögðum, en hitt er einkennilegra að frétta-
ritarar erlendra fréttastofa hafa ekki heldur flutt af því fréttir.
Vera má að þessi þögn sé af hinu góða fyrir hróður Islands, en fram til
þessa hefur Baugsmálið vakið efasemdir um siðferði íslenskra viðskipta-
víkinga og málsvörn Baugsmanna á opinberum vettvangi verið helst til
þess fallin að veikja tiltrú á íslensku fjárfestingaumhverfi. Liðin vika var
svo vægast sagt engum til framdráttar, hvorki þeim, sem þar tókust á, né
öðrum Islendingum, sem fylgdust forviða með.
Kannski það beri að líta á hvell síðustu viku sem ákafa fjölskyldudeilu
íslensku þjóðarfjölskyldunnar. Þá má vera að þegjandi samkomulag hafi
tekist um það að halda deilunni innan veggja heimilisins. Innmúraðri
væntanlega.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Glæsilegt úrval
af haustfatnaði á
14 I ÁLIT
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaðiö
MEndaþarmsblaðamennskaM
Þegar 365 prentmiðlarnir fara yfir
strikið í fréttaflutningi sínum koma
alltaf fram á sjónarsviðið sömu
mennirnir til að réttlæta gerðir þess-
ar. Einn þeirra er Eiríkur Jónsson
sem vann á Hér og nú og fékk litlar
þakkir fyrir birtingu frétta af einka-
málum Bubba Morthens og Brynju
Gunnarsdóttur í því tímariti fyrr á
þessu ári. Þá ofbauð þáttagerða- og
fréttamönnum á Stöð 2. Þeim virð-
ist síður brugðið nú þegar ráðist er
að friðhelgi einkalífs Styrmis Gunn-
arssonar og Jónínu Benediktsdóttur
með jafn ósmekklegum hætti og
raunin var síðastliðinn mánudag á
forsíðu DV. Kannski er líka minna í
húfi fyrir Stöð 2 núna. Bara Styrmir
og Jónína Ben sem hvorugt trekkja
að fyrir Stöð 2 í Idolinu eins og Bubbi
hefur gert tvö síðustu ár og gerir
væntanlega í vetur.
Þegar Styrmir og Jónína Ben eiga
hlut að máli er allt í lagi að brjóta
allar reglur um póstleynd og ráðast
að friðhelgi einkalífs. Það er líka í
lagi að ráðast að sökuðum mönnum
dag eftir dag eins og DV gerði í máli
Gunnars Arnar Kristjánssonar, end-
urskoðanda og fyrrum forstjóra SlF,
sem mátti þola óvæginn og illkvitt-
inn fréttaflutning þegar mál hans
var til meðferðar fyrir dómstólum.
Minna var hins vegar fjallað um af-
drif þess máls.
Guðmundur Magnússon, blaða-
maður á Fréttablaðinu, taldi rof
blaðsins á póstleynd um síðustu
helgi nauðsynlega í þágu almanna-
heilla.
Það er viðurkennt að ríkisvaldið
getur stundum skert stjórnarskrár-
bundin mannréttindi í þágu al-
mannaheilla. Slíkar skerðingar get-
ur ríkið þurft að bæta. En þó að ríkið
geti skert mannréttindi í þágu al-
mannaheilla er ekki þar með sagt að
365 prentmiðlar geti það til að þjóna
hagsmunum eigenda sinna, sem
nú sæta ákæru eins og reyndin var
með Gunnar Örn Kristjánsson. Eig-
endur 365 prentmiðla kunna að vera
stærri en íslenska ríkið á peningaleg-
an mælikvarða en þeir lúta engu að
síður enn íslenskri stjórnskipan og
réttarreglum að öðru leyti.
Eftir afrek sín á Hér og nú fór Eirík-
ur Jónsson yfir á DV sem ritstýrt er
af Jónasi Kristjánssyni. Jónas þessi
taldi sig á árum áður sómakæran og
háttvísan blaðamann. Hann taldi Ei-
rik þá með óvönduðustu og ómerki-
Sigurður G. Guðjónsson
legustu blaðamönnum Islands og
kallaði blaða- og fréttamennsku
hans „endaþarmsblaðamennsku".
Slík væri lágkúran í fréttaflutningi
Eiríks. Nú eru þeir á sama báti og
stunda endaþarmsblaðamennsku
sem ritstjóri og blaðamaður undir
handleiðslu Gunnars Smára Egils-
sonar, sem einmitt er þekktur fyrir
hana og hefur í gegnum tíðina ekki
hikað við að spinna upp fréttir um
menn og málefni þjónaði það öf-
und hans og illkvittni; öfund og ill-
kvittni sem jaðrar við það sem kalla
má „dyravarðakomplex".
Gunnar Smári öfundaðist sérstak-
lega mikið út í Jón Ólafsson í Skíf-
unni hér á árum áður og reyndar
flesta sem komust eitthvað áfram
í samfélaginu. Reyndi hann þá allt
hvað hann gat til að hafa af þeim
æruna. Sem betur fer brugðust sum
fórnarlamba Gunnars Smára við of-
sóknum hans og fengu hann dæmd-
an fyrir óþverraskapinn, róginn og
lygarnar.
Gunnar Smári, sem bara hafði
rekið blöð sem fóru á hausinn þar til
hann náði Fréttablaðinu með brögð-
um af vinnuveitanda sínum, sem þá
átti í vök að verjast, reyndi til dæmis
að koma því orði á Jón Ólafsson að
hann væri dópsali og allir sem stund-
uðu viðskipti væru í raun óheiðarleg-
ir, ef ekki hreinlega glæpamenn.
Nú er öldin önnur og því skal kom-
ið inn hjá þjóðinni hvað sem það
kostar að velgjörðarmaður Gunnars
Smára, Jón Ásgeir Jóhannesson, sé
sómapiltur sem sæti árásum óheið-
arlegra, svikulla og spilltra stjórn-
málamanna, lögmanns og ritstjóra
fjölmiðils sem Jón Ásgeir hefur ekki
enn náð að gefa honum hlut í og
Smárinn fær því ekki ritstýrt í gegn-
um farsíma sinn.
Höfundur er útgefandi Blaðsins.
Klippt & skorið
Tölvupóstur Jónínu Benediktsdótt-
ur hefur Iftillega verið tilumræðuund-
anfarna daga. Hann var hýstur hjá Og
Vodafone áðuren hann rataði með einhverjum
hætti á síður Fréttablaðsins, en fyrirtækin eru
bæði í eigu
Baugsmanna.
í framhaldi
af þessari
umræðu hef-
ur slagorð
fyrirtækisins
vakið athygli þeirra sem aka framhjá höfuð-
stöðvum þess. Þar stendur letrað „.. .og hvað
segir þú" en sumum finnst nær að þar stæði
„...og hvað sendirþú?"
Pær fréttir að Logi Bergmann Eiðs-
son hefði ákveðið að hætta hjá RÚV
og færa sig yfir til Stöðvar 2 komu
mörgum i opna skjöldu. Þetta mun hins veg-
ar ekki í fyrsta sinn
sem Stöð 2 sækist eftir
starfskröftum Loga,
enda einn vinsælasti
sjónvarpsmaður lands-1
ins. Sagan segir að j
það hafi gerst tvisvar
áður, en Logi hafi þá j
rætt það við yfirmenn I
sína hjá RÚV, sem þá
hafi boðið betur til þess að halda honum. Að
þessu sinni fór þetta þó öðruvísi, því nú er Páll
Magnússon f stóli útvarpsstjóra og sá kannað-
ist Ifklega við aðferðina. Hann tók þvf ekki þátt
f uppboðinu um Loga.
klipptogskorid@vbl.is
„ViS komu mina til landsins á þriðjudaginn sá
ég forsíðufrétt DV 26. september. Mér finnst
hún vera langt utan við það sem réttlætanlegt
er. Um leið og ég lýsi sárum vonbrigðum mín-
um með „fréttina" þá vona ég að hérhafi verið
ummistökaðræða."
JÖHANNES JÖNSSON,
LESENDABRÉF [ FrÉTIABLAÐINU 29-09.2005.
Jói í Bónus vonar
að þarna hafi
verið um mistök
hjá DV að ræða, en er
þó ekki viss í sinni sök.
Getur verið að hann
óttist að þar sé eitt-
hvað annað á ferðinni en mistök? Bragð er að
þá barnið finnur!