blaðið - 30.09.2005, Page 18

blaðið - 30.09.2005, Page 18
18 I BCSTI BITINN FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaðiö Skyndttokur í dagsins önn í þessu hraða þjóðfélagi sem við lifum í virðist einn helsti vandi margra vera sá að þeir gleyma því sem skiptir mestu máli - að borða. Margir segjast hreinlega ekki gefa sér tíma og sleppa því þá að borða heilu og hálfu dagana en gúffa 1 sig heilli máltíð seint á kvöldin - allir vita nú að það er ekki hollt fyrir líkamann. Úrvalið af alls kyns skyndibitum sem hægt er að kaupa tilbúna í næstu sjoppu eða matvörubúð hefur aukist gríð- arlega síðustu ár. Matarbiti sem fljótlegt og hentugt er að grípa með í amstri dagins, bæði hollustubitar og eitthvað meira „djúsf fyrir hina sem eru ekki að hugsa eins mikið um línurnar - allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk heföbundnu salatsamlokanna, sem standa þó alltaf fyrir sínu, er hægt að fá samlokur og hyrnur með afar fjöl- breyttu áleggi, tortillavafninga, pastabakka og svona mætti lengi telja. Mikið úrval er af hyrnum með kjúklingi sem koma í alls kyns útgáfum. Blaðið fór á stúfana og bragðaði á nokkrum kjúklingahyrnum úr ýmsum áttum. Suðræn og seiðandi Kjúklingasamlokan með rauðu pestói frá Sóma er virkilega ljúffeng. Pestóið gefur samlokunni suðrænt og seiðandi bragð. Kornbrauðið er mjúkt og bragðgott auk þess sem möndlurnar koma með skemmti- lega milt bragð á móti bragðsterku pestóinu. Salatið er brakandi ferskt og gott, greinilega fyrsta flokks hráefni. Mikið góðgæti fyrir alla þá sem vilja öðruvísi bragð. Góð thaisósa Thai kjúklingasamlokan frá Júm- bó er sérstaklega bragðgóð. Kjúk- lingurinn er vel kryddaður og thai- sósan hentar einstaklega vel með kjúklingnum. Góð hugmynd hjá þeim hjá Júmbó að hafa möndlur á samlokunni, það gaf skemmtilegt aukabragð. Á samlokunni er auk kjúklingsins, möndlur, íssalat og paprika. Brauðið spilar líka stóra rullu í góða bragðinu - það er með sólþurrkuðum tómötum. Hreint hnossgæti. Karrý sem kitlar Delí samlokan frá Hagkaupum með kjúklingi og rauðu karrí er fersk. Sal- atið sem á samlokunni var ferskt og bragðgott, kjúklingurinn er nýr og sósan passlega mikil. Rauða karr- íið gefur framandi bragð sem kitlar bragðlaukana - mætti vera meira af því til að daðra við bragðlauk- ana enn frekar. Brauðið er ákaflega mjúkt undir tönn, nýbakað brauð hér á ferð. „Djúsí“ og girnileg King Arthur samlokan með kjúk- lingi og beikoni er ein sú mest „djú- sí“ af þessum samlokum. Glænýtt franskbrauð, beikon, kjúklingur, sinnepssósa, tómatar og sýrðar gúrkur gera samlokuna einstaklega gómsæta og tilvalda fyrir nautna- seggi sem eru mikið fyrir vel útilátn- ar samlokur. Tómatarnir koma með skemmtilegt mótvægi við kjötið og sósuna - gera samlokuna ferska og létta. Hollt brauð Kjúklingasamlokan frá Nóatúni er með léttkjúklingaskinku, pítusósu og grænmeti. Maltað heilsubrauð- ið gefur samlokunni mjög heilsu- samlegan blæ - einungis pítusósan hindrar að hér væri hinn hollasti heilsubiti. Hráefnið var mjög gott og þá sérstaklega brauðið sem hrein- lega kallaði trefjar. Magn sósunnar mætti minnka töluvert. VIÐ ERUM AÐ FLYTJA! OPNUM NÝJA OG GLÆSILEGA VERSLUN AÐ ASKALIND 2A - NÚNA í OKTÓBER HÚSGAGNAVERSLUN

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.