blaðið - 30.09.2005, Page 31
blaöið FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005
ÍÞRÓTTIR I 31
Handboltinn
umhelgina
Um helgina verður leikið í
DHL-deild karla og kvenna á
íslandsmótinu í handknattleik.
í kvennaflokki eru fjórir leikir
á morgun. Klukkan 14.00 mæt-
ast Víkingur og FH í Víkinni
og fimmtán mínútum síðar
hefst leikur Fram og Gróttu
í Framhúsinu. Klukkan 16.15
eru svo tveir leikir. Stjarnan og
ÍBV leika í Garðabæ og Valur
mætir KA/Þór í Laugardalshöll.
{DHL-deild karla eru fimm
leikir um helgina. Á morgun
eru íjórir leikir og verða þeir
allir flautaðir á klukkan 16.15.
lR og Selfoss leika í Austur-
bergi, Víkingur/Fjölnir tekur á
móti KA í íþróttamiðstöðinni í
Grafarvogi, Afturelding og Þór
Akureyri leika í Mosfefísbæ og
Fram mætir Fylki í Framhúsinu.
Á sunnudagskvöld klukkan
19.15 mætast svo HK og Stjarn-
an í Digranesi í Kópavogi.
Þegar þrjár umferðir eru
búnar er eitt lið með fullt hús
stiga og það er Fram. KA er í
öðru sæti með 5 stig og síðan
koma fjögur félög með 4 stig,
Haukar, IR, Valur og Fylkir.
Víkingur/Fjölnir og FH eru
einu hðin sem enn hafa ekki
hlotið stig á Islandsmótinu. ■
Bolton
komstáfram
Enska úrvalsdeildarliðið Bolton
Wanderes, sem leikur þetta árið
í fyrsta sinn í Evrópukeppninni,
komst í gær áfram í Evrópu-
keppni félagsliða. Bolton vann
búlgarska hðið Lokomotiv
Plovdiv 1-2. Bolton vann fyrri
leikinn 2-1 á Englandi og því
var búist við erfiðum leik hjá
þeim ensku í gær. Það leit
ekki vel út fyrir Bolton eftir 51
mínútu þegar Iliev skoraði fyrir
heimamenn og ef það hefðu
orðið úrslitin þá hefði Bolton
faUið úr leik. Heimamenn urðu
svo fyrir því áfaUi að skora
sjálfsmark ellefu mínútum
fyrir leikslok og það var síðan
Kevin Nolan sem innsiglaði
sigur Bolton með marki fjór-
um mínútum fyrir leikslok. ■
GrétaMjöll
með fjögur
mörk
Landslið kvenna í knattspyrnu
skipað leikmönnum 19 ára
og yngri vann í gær annan
stórsigur sinn í undankeppni
Evrópumótsins þegar það
vann landshð Bosníu/Her-
segóvínu. Leikurinn endaði
5-0 fyrir Island en leikið var
í Bosníu/Hersegóvínu. Gréta
Mjöll Samúelsdóttir átti stórleik
í liði Islands og skoraði fjögur
mörk og Katrín Ómarsdóttir
skoraði eitt mark. Þar með
er ísland öruggt með sæti í
mflliriðli en Island og Rúss-
land eru efst í þessum riðh
með 6 stig. Þjóðirnar mætast
á morgun. Rússland vann lið
Georgíu í gær með ótrúlegum
yfirburðum. Lokatölur urðu 21-
0 fyrir Rússland en ísland vann
Georgíu 7-0. ísland verður því
að vinna Rússland á morgun tfl
að verða í efsta sæti riðUsins.
Úlfar hefur ekki enn skrifað undir
nýjan samning við Blika
Lið Breiðabliks í meistaraflokki kvenna
í knattspyrnu vann tvöfalt í ár, varð Is-
lands-og bikarmeistari og það var nokk-
uð sem knattspymuáhugamenn bjugg-
ust ekki alveg við fyrir mót. En Úlfar
Hinriksson og stelpurnar hans léku
feykivel í sumar og því ætluðu margir
að það væri formsatriði fyrir Úlfar að
fá endurnýjun á samningi sínum við
Breiðablik. Því er nú ekki svo farið
og enn hefur ekki verið skrifað undir
ffamlengingu á samningi við Úlfar
Hinriksson. Það hefur valdð upp marg-
ar spurningar meðal leikmanna og for-
ráðamanna hðanna í LandsbankadeUd
kvenna og menn spyrja af hverju er
ekki búið að skrifa undir nýjan samn-
ing? VUl Úlfar ekki endurnýja? VUl
Breiðablik ekki endurnýja? Eða voru
einhverjir samstarfsörðugleikar í sum-
ar sem eru þess eðlis að aðUar geti ekki
starfað áff am saman?
„Ég lýsti yfir áhuga á að vera áfram.
Minn samningur er tU 15. október. Fyr-
ir hálftun mánuði áttum við fund sam-
an og þar var bara almennt spjaU um
sumarið og ýjað að næsta tímabUi. Ekk-
ert var neglt niður.“
Hafa önnur hð rætt við þig? „Já, en
ég bíð effir Breiðabliki fyrst. Ég er að
vinna sem starfsmaður fyrir unglinga-
ráð Breiðabkks og hefverið yfirþjálfari
undanfarin þrjú ár. Það er ágætt að vera
hér en ég hef verið hér í 10 ár að þjálfa”,
sagði Úlfar Hinriksson þjálfari Islands-
og bikarmeistara Breiðabliks um hvort
væri búið að framlengja samning hans
við Breiðablik.
Kari Brynjólfsson er formaður meist-
araflokksráðs kvenna hjá Breiðabliki.
„Það er bara verið að vinna í þessum
málum eins og staðan er akkúrat í dag.
Það á eftir að klára lokahófið. Þetta tek-
uraUtsinntíma.“
Er vUji hj á ykkur að hafa Úlfar áffam?
„Við erum bara að skoða þetta aUt sam-
an. Þeir voru tveir þjálfararnir, hann og
Björn Bjömsson og við eigum bara eftir
að setjast yfir þetta.“ Er ekki einhugur
að ráða hann áffam? „Ég get bara ekki
svarað þessu að svo stöddu. Þetta kemur
aUt í ljós í næstu viku,“ sagði Karl Brynj-
ólfsson, formaður meistaraflokksráðs
kvenna hjá Breiðabliki, um það hvemig
staðan væri á samningamálum við Úlf-
ar Hinriksson þjálfara hðsins. ■
LIVEPPOOL
CHEtSEA
A VELLINUM
MEÐ SNORRA MA
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
AÐ LEIKSLOKUM
HELGARUPPGJOR
ASUNNUDÖGUM KL 21.00
LEIKIR HELGARINNAR
LAUGARDAGUR 1. OKTOBER
14.00 Charlton • Tottenham (b)
13.55 Fulham - Man.Utd EB2 |b)
13.55 Portsinouth - Newcastle EB3 (b)
13.55 Blackburn - West Brom EB4 (b)
16.15 Sunderland - West Ham (b)
SUNNUDAGUR 2. OKTOBER
10.10 Man.City - Everton EB2 (b)
12.10 Arsenal - Birmingham (b)
11.55 Wigan - Bolton EB3 (b)
12.55 Aston Villa - Middlesbrough EB2 (b)
14.40 Liverpool - Chelsea (b)
TRYGGÐU PÉR ÁSKRtFT
I SÍMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS
EÐA í NÆSTU VERSLUN SI'MANS.
EfíSHI h
B O L TIN
ICELANDAIR #.