blaðið - 30.09.2005, Page 38
381FÓLK
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2005 blaöiö
SMAborcrarinn
FORRÆÐISHYGGJA
SEM VIRKAR EKKI
Þegar Smáborgarinn flutti til lands-
ins eftir að hafa búið erlendis í nokk-
ur ár fór hann niður í bæ á laugar-
dagskvöldi klukkan tíu og furðaði
sig á því að bærinn væri tómur.
Ekki var nú minnið betra en svo að
hann mundi ekki að auðvitað fara
íslendingar ekki út að skemmta sér
nema að þeir séu búnir að hella sig
fulla áður. Áfengi er nefnilega svo
dýrt og það er miklu ódýrara að
drekka heima og fara svo niður í
bæ þegar allir eru orðnir of ölvaðir.
Reyndar er það svo að þegar fólk er
komið niður í bæ eru flestir orðnir
of fullir til að muna hvað áfengið
er dýrt og hversu miklu er eytt og
öllum er sama þegar á hólminn er
komið. Smáborgaranum finnst ís-
lendingar ekki drekka minna en
aðrir þrátt fyrir öll bönnin, alla
vega virðist svo vera þegar farið er
niður í bæ eftir miðnætti því þá er
bærinn orðinn fullur af ofurölvuðu
fólki. Hér á landi eru lög og reglur
strangari en á flestum öðrum stöð-
um og málefnið er viðkvæmara en
víðast hvar. Ekki er nóg með að
dropinn sé dýr heldur er eingöngu
hægt að nálgast hann í verslunum
sem reknar eru af ríkinu og því
þarf að plana með fyrirvara þegar
ákveðið er að neyta áfengis og reik-
na út hversu mikið á að kaupa. Það
er því þannig að ef einhvern langar
að neyta áfengis heima hjá sér eft-
ir klukkan sex þá er orðið of seint
að stökkva af stað út í búð því það
rikir ákveðin hræðsla um að allir
Islendingar verði áfengissjúklingar
ef slakað verður á reglunum. Smá-
borgarinn hlær oft að því í dag að
það séu ekki nema rúm tíu ár síðan
bannað var að selja bjór og verður
hálf vandræðalegur þegar útlend-
ingar spyrja út í málið. En getur
ekki verið að enn séu svipaðar regl-
ur við lýði sem við eigum eftir að
hlæja vandræðalega að í framtíð-
inni? Smáborgarinn veltir því fyrir
sér hvernig standi á því að íslend-
ingar séu þekktir fyrir að drekka
meira en íbúar margra annarra
þjóða þó annars staðar sé áfengið
miklu ódýrara og hægt að kaupa
það í matvöruverslunum. Smáborg-
arinn heldur að ástæðan fyrir því
að íslendingar drekki helmingi
meira en aðrir sé sú að áfengisverð-
ið sé svo hátt. Þá er drukkið bæði
heima og svo eftir að komið er nið-
ur í bæ. Því heldur Smáborgarinn
að forræðishyggja stjórnvalda virki
öfugt á fólk því það má velta því
fyrir sér hverjum sé verið að bjarga
með háu verði áfengis. Smáborgar-
inn heldur að ef fólk ætlar sér að
drekka þá geri það það þrátt fyrir
hátt verð. Ekki virðist háa verðið
á áfengi hafa haft áhrif á drykkju-
neyslu í landinu, alla vega virðist
fjöldi fólks leita sér aðstoðar vegna
vandamála tengdum drykkju. Smá-
borgaranum leiðist þessi aðferð við
að reyna að stjórna fólki og er sann-
færður um að forræðishyggja af
þessu tagi virki ekki nema síður sé.
SU DOKU
talnaþraut
62. gáta
4 2 8 3 5
9 5 4 2
4 _
5 1 9 7
1 2
9 7 2 1
8
8 6 5 4
3 4 6 8 9
Lausná62.
gátu verður að
finna i
blaðinu á
mánudag
Lausn á 62. gátu
lausn á 61. gátu
7 8 3 6 9 2 5 4 1
1 6 5 7 8 4 9 2 3
4 2 9 3 1 5 7 6 8
8 9 6 1 5 7 4 3 2
2 4 1 9 3 8 6 7 5
5 3 7 2 4 6 1 8 9
6 5 2 8 7 1 3 9 4
3 7 4 5 2 9 8 1 6
9 1 8 4 6 3 2 5 7
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða tölu-
num frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar
til gerð box sem innihalda 9 reiti.
Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
í upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
1.SÆTI
METSÖLULISTA
Kate Moss
i meðferð
Fyrirsætan Kate Moss hefur tilkynnt
að hún sé búin að skrá sig í meðferð.
Eins og frægt er orðið þá voru tekn-
ar myndir af henni að sniffa kóka-
ín í síðustu viku. Hún er sögð hafa
flogið til eyðimerkur í Arisona þar
sem hún ætli að dvelja í einangrun
frá umheiminum og án samskipta
við alla. Hún hefur valið Meadows
meðferðarheimilið en þangað hef-
ur margt frægt fólk farið og má þar
nefna söngkonuna Whitney Hou-
ston. Þetta er tilraun Kate Moss til
að ná sér á strik og breyta lífstíl sín-
um en hún hefur misst marga samn-
inga út af eiturlyfjaneyslu sinni. ■
Stökustund
í umsjón Péturs Stefánssonar
Sigrún Erla botnar:
Hans er lundin greypt ígrjót
gleðin sundur slitin.
Nú um stundir leið og Ijót
líkt oghundtík bitin.
Rúnar Kristjánsson
frá Skagaströnd:
Öll við bundin ólánsrót
œvistundin litin.
Jónas Frímannsson:
Veittist undá vinstra fót
var afhundi bitinn.
Auðunn Bragi Sveinsson:
Allt í tundri, engin bót,
ornar mundu svitinn.
Rúnar botnar áfram:
Lífið er ágætt svo erað sjá,
það sést á þessu’og hinu.
Þaðfinnst hverjum þeim sem á
þokkafulla vinu.
Sigrún Erla:
Gleðinnar nýt ég meðan ég má
mestþó afkvenfólkinu.
Jónas Frímannsson:
Gullna voga glampar á
í glaðasólskininu.
Sveinn Auðunsson:
Horfin er loksins höndin blá
herjans úrþinghúsinu.
Magnús Hagalínsson:
í draumi sigldi égsundin blá
ogstefndi að takmarkinu.
Auðunn Bragi Sveinsson:
-þó að grænu grösin smá
gráni, verði að sinu.
Auðunn Bragi yrkir:
Komið er nú kuldahaust,
-kannski leynist draugur.
Fjarri, að séfréttalaust;
fyrir því sér Baugur.
Rúnar Kristjánsson frá
Skagaströnd yrkir:
Eru að leggja aðýmsu drög
út um borgarlendur;
þeirsem GíslaMartein mjög
mæra nú sem stendur.
Erþar horft á ungan mann,
ekki á reynslu ogfestu.
Bak við eyrun bæði er hann
blautur enn að mestu!
Rúnar yrkir:
Stefnu þá sem arðrán er
ærleg hugsunfær ei stutt.
Stendur samt á stalli hér
stóriðjunnar Gilitrutt.
Um Baugsmálið yrkir Rúnar:
Riða á grunnum glæstar hallir,
glatast sitthvað fleira.
Baugs við málin mæðast allir,
máþað sjá og heyra.
Öndverðir þar ernir klóast,
yfirráðagjarnir.
I skaðabœtur síðan sóast
símapeningarnir!
Jónas Frímannsson yrkir:
Slyngur labbar langa slóð,
lífs í kvabbi refur.
Aldrei gabbað okkar þjóð
Oddsson Dabbi hefur.
Áfram um Davíð, Pétur yrkir:
Davíð enn til dáða brýst,
dvelur nú við Arnarhól.
-Einhversstaðar verða víst
vondir menn að sitja’ístól.
Enn yrkir Pétur:
íhald hefurýmsa blekkt,
öreiga og ríka.
Siðferðið er svakalegt,
Seðlabankinn líka.
fslendingar eru meðal þeirra
þjóða sem stoltastir eru af þjóð-
erni sínu. Pétur tekur undir það:
Aldrei hefég eignast nóg,
oft afhungri soltið.
Imér bærist ávalltþó
íslendinga stoltið.
Pálmi Ingólfsson frá
Fagrabæ yrkir:
Undarleg er okkar stjórn
ei má leyna slíku.
Snauða læturfæra fórn
fyrir hina ríku.
Fyrripartar:
Baugsmálið er býsna frekt
t blöðum þessa daga.
í valdastríði vaknar níð
er veldur tíðum skaða.
V.L. sendi þennan:
Styttast dagar dimmir skjótt
dofnar hagur margra.
Botnar, vísur og fyrripartar
sendist til: stokustund@vbl.is
eða á: Blaðið, Bæjarlind
14-16,201 Kópavogur.
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
á* Þú nærð góðum tengslum við fólk í vinnunni
og ættir að kynna þér málin til að ná markmiðum
þínum. Þú færð jákvæða athygli frá einhverjum
V Það virðist sem þú eigir í leynilegu sambandi
við einhverja sem að ráða öllu. Það er enginn tími
til að pirrast út í bað en þér verða gefnar upplvsing-
ar við hvern er best að hafa samband svo arífðu
þigaf stað.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
3 Það gæti litið út fyrir að þú hafir verið út úr
heiminum í einhvern tíma því allt virðist ffekar
erfitt þessa stundina. Ekki hafa áhvggjur af því,því
ef einnver getur höndlað málin þa ert það þú.
V Þér hefur verið kippt niður á jörðina og það er
fyrir bestu. Þú þarft að skoða í kringum þig nvaða
fölk þú átt við og reyna að fá viðbrögð hjá þeim.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
$ Ekki hafa of miklar áhyggjur þó þú hafir ekki
miklar upplýsingar. Þú þartt að halda þínu striki í
vinnunm og reyna að gera aðeins betur ef eitthvað
er.
V Stundum er ekki eott að vita of lítið um mál-
in og jafnvel betra að Iáta sem þú vitir ekkert um
ákveoin mál ef þú vilt ná einhverju fram.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
3 Reyndu að hjáipa vinnufélögum þínum við
skipulagningu. Þú sérð að hann parfnast þinnar
aðstoðar, reyndu að vera eins diplómatísk eins og
þú getur.
V Það er kominn tími til að koma hreint fram
við einhvern náinn þér. Vertu viðbúin/n og veldu
orðin og stund og stað gaumgæfilega.
Naut
(20. apríl-20. maí)
$ Þú átt gott samstarf við fólk í kringum þig og
þú segir alltaf réttu hlutina á réttum tíma. Þetta er
rétti tíminn til að skara fram úr.
V Nú er rétti timinn til að sýna sig. Stfllinn þinn
á eftir að vekia eftirtekt og ef þú ert að leita eftir
ástarsambanai þá er þetta rétti tíminn.
©Tvíburar
... (21. maí-21..júní).....
$ Passaðu þig á smáatriðunum jafnvel þó þú
sért upptekin/n. Þú ert á leiðinni að fara aö slá í
gegn en vertu vakandi.
^ Ef þú stendur í stað í rómantfldnni þá skaltu
samt reyna að halda út aðeins lengur. Þú verður að
vinna áiram í málunum þangað til hlutirnir fara
að ganga upp.
Krabbi
(22. júní-22. júlí)
3 Þú ert hugfangin/n af einhverju ákveðnu
málefni. Nú er góður tími að reyna ao losa þig við
stress og þú gætir þurft að losa þigvið eittnvað af
þeim málum sem pú hefur tekio ao þér.
V Þér líður eins og gólftusku og að enginn kunni
að meta það sem þú ert að gera. Þraukaðu því þú
átt eftir ao fá hlutina endurgoldna.
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
3 Nú er góður tími til að endurskoða áform þín
og framhala á þeim. Þú tekur vel eftir smáatriðum
og ert hæfilega bjartsýn/n.
V Ef þú hefur áformað að herja á ákveðið mál-
efni þá er núna rétti tíminn. Ef ekki þá skaltu
halda áfram að skipuleggja því það er nauðsynlegt
að undirbúa næsta verkefni.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
3 Efþað er eitthvað sem þú hefur verið að tefja
þá skaltu fara að hefjast handa því nú er rétti tím-
ínn. Það á allt eftir ao ganga vel á endanum.
V Það er góður tími til að bvrja á nýium hlut-
um, hvort sem það eru ný sambönd, verkefni eða
skemmtun. Allt sem þú byrjar á í dag fer vel og því
er best að fresta ekkinlutunum.
©Vog
(23. september-23. október)
$ Sum áf verkefnum þínum hafa setið á liák-
anum og á meðan þú bíour eftir athugasemdum
reyndu þá að skipuleggja næstu skref.
V Þú hefúr verið að reyna að ná samkomulagi
við einhvern og það hefur gengið frekar brösulega
en láttu það ekki hindra þig við að byrja á nýjum
hlutum og breyta um stefnu þvi það á eftir að
gangamjögvel.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Taktu tima til að hjálpa viðskiptavinum þin-
um og félögum og láttu verkefni þín biða um
stund. Þér er að takast að fá gott orð fyrir verk þín
og það mun hjálpa þér á næstu vikum og mánuð-
um.
V Það er kominn timi til að lita í kringum þig til
að sjá hverjir eru vinir þinir og það er mikílvægt
að þú veltir fyrir þér hverjir þurfa á þér að halda.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Vinnufélagar þínir eru eittlivað að pirra þig í
dag og þú færo leíðinlegar athugasemdir. Reýndu
að einbeita þér að vinnunni og haltu þinu striki.
“ Vinir þinir eru eitthvað að striða þér i dag út
af atburði sem gerðist nýlega en reyndu bara að
hlusta ekki of mikið á þá og alls ekki taka nærri
þér ef þér finnst eitthvað ósanngjarnt sagt.