blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24
24 I TILVERAN LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 blaöiö Halldóra hugsar upphátt Klikkaðar kröfur um „lífsins gœði" Pað er augljóslega vandkvæð- um bundið að vera ungur í dag. Að mínu viti er lífsgæða- kapphlaupið farið að vefja hverjum einstaklingnum á fætur öðrum um fingur sér og dauðir hlutir eru í hvað mestum metum. Hér skal þó kunngjört að sjálf hef ég ekki verið til fyrirmyndar í þessu samhengi og hingað til elt þessa óþarfa hluti. Ástæðan fyrir þessu skrifum er hins vegar sú að ég tel mikilvægt fyrir mig, sem og alla, að breyta um við- horf og skoða eigin gang. Batnandi mönnum er best að lifa og aldrei of seint í rassinn gripið að velta þessu fyrir sér. Því er nefnilega þannig farið að ástand hvers og eins er farið að brjóta í bága við annars ákveðin viðmið ef honum hefur ekki áskotn- ast eitt stykki ferðatölva, nýjasta www.karon.i Betra kynlíf! UlsinJi 1fxiyu íuenna Pleasure Créme Pleasnre Créme er náttúrulegt krem i hannai) til a<) anka nnað í kynlífi • Framkallar, styrkir og lcngir fulltiægmgu • Eykur kynhvöt og kynœsíng • Iljálfuir knnuni aö myttda cdtilegan raka í leggöngum Fæst i apótekwn ug í fríhöfninni Pleasure Egg Titrandi unaÁsegg í Ii.vmo gjvÁaflokk til að örva og auka ánivgju i kvnlifi "Avaxtabomba, með súkkulaði' Delicato Delicato fjölskyldan er einn af elstu vínframleiðendum í Kaliforníu. Sykileyingurinn Gasparé Indelicato stofnaði fyrirtækið Delicato í Kaliforníu árið 1935. Undir stjórn þriggja sona hans, Tony, Frank og Vince, hefur fýrirtækið tekið stórstígum framförum og vakið verðskuldaða athygli fyrir framleiðslu sína undanfarin ár. Fyrirtækinu hlotnaðist sá heiðurað vera kosið vínframleiðandi ársins 2003 í Kaliforníu. Þetta er sérstakur heiður, þar sem framleiðendur Kaliforníu kjósa hann úr sínum röðum. Eins má geta þess að hinn virti vínrynir, Robert Parker sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að Delicato vínin væru góð viðbót við gæðavín- flóru Kaliforníu. Delicato Merlot frá Californíu. Djúprautt á litinn með miklu ávaxta- bragði, þar sem plómur og hindber eru allsráðandi. Bragið endist lengi og í lokin taka súkkulaði- og kaffibragð yfirhöndina. Vínið passar einstaklega vel með lambaréttum sérstaklega ef tómatar, spínat og sveppir eru hluti af meðlætinu. Vínið er einnig frábært eitt og sér. Verð í vínbúðum aðeins 1220,- Líka til (litlum flöskum 187 ml. "Smakkið og dæmið sjálf" Góða skál og góða helgi. Kv, Vínandinn. w afbrigðið af I-pod, ásættanlegt heimabíókerfi, glænýja stafræna myndavél, flottar felgur á bílinn og svo mætti lengi telja. Já, og ekki má gleyma gallabuxum á 20.000 kall! Eg sé fyrir mér risastórt spil með fullt af litlum peðum sem þeytast á milli með allt sitt hafurtask, sem er reyndar orðið það mikið að hver þeirra þarf reglulega að fara í meðferð á reitnum sem kallast „slökun og sæla“. Ef vel er að gáð standa nokkr- ir einstaklingar i kringum spilaborðið (þessir sem neituðu þátttöku í spilinu) og horfa vorkunnaraug- um á litlu spilapeðin tapa geðheilsunni og reka sig á í gríð og erg! En jæja, aftur að raunveruleikanum... Látum vonir til 40 kílóanna lönd og leið Ekki er eingöngu um kröfur til ver- aldlegra gæða að ræða eins og þær áðurnefndu heldur er okkur lagðar lín- urnar um ákveðið útlit líka. Já, þakka ykkur fyrir! Það er sko búið að segja manni hvernig líkami okkar og ásýnd skuli vera ef við eigum að gerast svo kræf að leyfa nokkrum manni að berja okkur augum í heita pottinum. Og ef þið lesendur góðir eruð ekki með réttu ímynd- ina í huga skulið þið bara rýna í slúðurblöðin, sem eru víst ófá þessa dagana, og sjá þar einhverja af stjörnunum í Holly- wood. Þær eru víst alveg með þetta á hreinu. Vega flestar ekki meira en 40 kíló og komast í minnstu buxurnar sem fáanlegar eru. Ef maður vill ná því að líta út eins og þær er bara um að gera að byrja að skera af sér og passa vel upp á að ekki fari mik- ið meira en sem samsvarar lítilli barna- máltíð inn um varirnar dag hvern. Nei og aftur nei! hætta að horfa öfundaraugum á þessar „drottningar“ með sinn silki- mjúka, netta rass og ákveða það að ég sé bara engu síðri (þrátt fyrir skinn á beinunum). Ég hvet allar ungar konur í dag til þess að taka undir þetta nýja viðhorf mitt. Mað- ur á ekki að tapa sjálfsálitinu bara vegna þess að einhver Paris Hilton ásamt stöllum sínum hefur þörf fyr- ir að benda mér á að það heyri til ófullkomleika að geta klipið í húð á maganum. Ef fram fer sem horfir verða ALLIR búnir að eignast ALLT áður en „besta aldri“ er náð og heilbrigð- iskerfið hrynur þar sem ekki er nægjanlegt fjármagn né pláss til að standa straum af eftirspurn sjúk- linga. Er ekki kominn tími til að við slökum aðeins á í baráttu okkar fyrir þessum misskildu lífsgæðum og leyfum öðrum hlutum að skipa meiri sess. Reynum endrum og eins að sjá að ekki er nauðsynlegt að eiga allar heimsins græjur sem svo mörgum finnst lágmark að eignast. Einnig skulum við horfa í spegilinn og sjá það góða, frekar en einhverja „galla“ og minna okkur á að það þarf enga fegurðardrottningu til þess að ná árangri í lífinu. Hver segir að Bill Gates sé sá fegursti og stæltasti? Halldóra Þorsteinsdóttir BlaðiÖ/lngó Ekki taka þátt i öngþveitinu - nokkur ráð til að minnka streitu 1. Sniðgakktu fjölmiðla Eins skemmtilegt og það getur nú verið að fylgjast með fréttum og vera með nýjustu fregnir á hreinu, er því ekki að neita að mikið stress getur fylgt í kjölfarið. Þeir fréttaþyrstu sem lifa ekki daginn af án þess að hlusta á fréttir á heila tímanum í út- varpinu, sjónvarpsfréttir á kvöldin og kryfja öll blöð til mergjar finna væntanlega fyrir þeim áhrifum sem umhverfið hefur á þá. Stundum er gott að hvíla sig á öllu því sem er að gerast í kringum okkur. 2. Stundaðu jóga Þeir sem prófað hafa jóga vita vel að fátt lætur mann slappa betur af en slíkar æfingar. Þarna er það innri hugur sem fær sinn frið en það er af- ar mikilvægt til þess að kúpla sig frá annríkinu sem oft vill verða mjög átakanlegt. Það þarf ekki endilega að fara í þartilgerða jógatíma - það getur nægt að dunda sér við þetta heimafyrir og sigla þannig inn í ró. 3. Skiptu út kaffi fyrir te Fáir drykkir eru jafn streituvald- andi og kaffið. Eins gott og það getur nú verið, svo ekki sé talað um þegar þreytan gerir vart við sig, er mjög slæmt að drekka of mikið. Kaffi eyk- ur streitu í líkamanum og við verð- um örari, sem gerir það að verkum að hlutirnir taka meira á okkur and- lega. Prófið te í staðinn! 4. Ekki fara á mannamót þar sem fleiri en tveir eru Við viljum ósjaldan eltast við félags- skap annarra og eigum mörg hver erfitt með að vera ein með sjálfum okkur. Þó svo að Gunna Gunn sé al- veg hrikalega skemmtileg, er alveg á hreinu að stundum taka sögurnar og brandararnir hennar sinn toll og þú verður þreytt/ur eftir ítrekaða hlustun og hlátur. Stundum er gott að vera ein/n með sjálfum sér og tala við sem fæsta. 5. Slökktu á símanum Þeir sem treysta sér til að slökkva ásímanum nokkrar klukkustundir á dag standa vel að vígi hvað rósemi varðar, en eilífar símhringingar eru mun meira streituvaldandi en við gerum okkur grein fyrir. Flestir geta vart brugðið sér frá án þess að hafa símann í farteskinu en slíku hátta- lagi er nauðsynlegt að breyta hið fyrsta, áður en við töpum geðheils- unni. Ef við missum af símtali frá einhverjum mikilvægum þá mun sá hinn sami bara hringja aftur síðar. 6. Vertu heima nokkur kvöld vikunnar Það þarf ekki alltaf að gera eitthvað. Stundum getur verið nóg að vera heima, lesa góða bók eða jafnvel bara horfa upp í loftið og hugsa. Ef við þurfum í sífellu að finna okk- ur eitthvað að gera til þess að eyða tímanum ættum við að hugsa okkar gang og reyna að öðlast meiri hugar- ró. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.