blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 26
26 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 blaöiö ,Mlir leikarar að einhverju leyti geðkloíarI" Guðlaug Elisabet Ólafsdóttir, bet- ur þekkt sem Gulla, þykir án efa ein af fyndnustu konum landsins i dag. Hún brautskráðist frá Leik- listarskóla íslands árið 1994 og hefur síðan birst landsmönnum reglulega í hinum ýmsu gervum á öldum ljósvakans eða á sviði. Gulla hefur iðulega mörg járn í eldinum en hún leikur um þessar mundir eitt af aðalhlutverkunum í íslenska sjónvarsþættinum Stelp- urnar auk þess að sýna í gaman- leiknum Himnaríki í Hafnarfjarð- arleikhúsi. Þessi skemmtilega leikkona gaf sér þó tíma frá annríkinu til að hitta blaðakonu og ræða um lífið, leiklistina og húmor íslenskra kvenna! „Já, það er eiginlega alveg nóg að gera hjá mér - en fyrir það er mað- úr auðvitað mjög þakklátur. Ég tók mér frí fyrir nokkrum árum frá leik- listinni einfaldlega af því að mér var farið að leiðast í starfi. Sem betur fer ákvað ég nú að snúa mér aftur að þessu,“ segir Gulla, en hún settist á skólabekk hér um árið til þess að taka meistargráðu í Evrópufræðum. Hún segist hafa fundið þörf fyrir að taka smá frí þó svo að hún sé fegin að hafa snúið sér aftur að leiklistinni. ,Það var alveg innilega nauðsynlegt að taka frí til þess að finna gleðina hjá sjálfri mér. Ég er á þeirri skoðun að fólk eigi hiklaust að skipta um vettvang í starfi ef það finnur fyrir leiða eins og ég gerði þarna. Maður á skilið betra í lífinu en að druslast áfram í vinnu vegna einhvers vana og ég veit ekkert sorglegra en fólk sem situr ómögulegt yfir kaffinu á morgnana vegna þess að það nennir ekki að fara að vinna.“ Hefurðu haft áhuga á leiklist frá unga aldri? „Eg veit eiginlega ekki alveg hve- nær þetta byrjaði. Það var reyndar mikil músík á heimilinu og mik- ið um listamenn í minni stórfjöl- skyldu. Reyndar voru engar svona fyrirmyndir sem vöktu áhuga minn, þetta var meira bara svona áhugi á því að komast á svið. Jú, svo átti ég mér auðvitað draum um að syngja í Metropolitan,“ segir Gulla og bæt- ir við að athyglissþörfin hafi eflaust spilað sitt hlutverk. „Mér finnst reyndar svo hrikalega leiðinlegt að tala um athyglissýki eða athyglis- þörf. Ég held að hjá leikurum sé það frekar þannig að maður njóti sín þeg- ar fólk hlær að manni eða skemmtir sér vel á sýningu - það er ákveðin fullnægja sem felst í því og alveg ro- saleg tilfinning.” Það er mikið talað um nauðsyn auk- ins sjálfstraust hjá fólki í dag og að sjálfsöryggi skipti gríðarlegu máli ef ná á árangri á hvaða sviði sem er. Standa leikarar ekki vel að vígi hvað þetta varðar - standið þið ekki hnar- reist og örugg við hvers konar aðstœð- ur og laus við allafeimni? „Þetta er nefnilega lunkin spurn- ing. Það eru margir sem halda að leikarar séu alveg rosalega öruggir og að þeim finnist ekkert erfitt að koma fram eða tala hvar sem er. Það er hins vegar sjaldan þannig. Ég til dæmis held að leikarar séu allir að einhverju leyti geðklofar. Ég meina, þú færð handrit og ferð svo létt með að standa upp á sviði í þínu hlut- verki þar sem þú þykist vera einhver annar. Svo hins vegar er þetta mun erfiðara á öðrum vettvangi þegar þú getur ekki skýlt þér á bakvið leik- rit. Ef ég á til dæmis að standa uppi á foreldrafundum í skólanum hjá barninu mínu, án handrits, og segja eitthvað þá verð ég eins og aumingi. Þarna er um verulega mismunandi viðbrögð að ræða og þetta held ég að eigi við um flesta leikara,” segir Gulla og bætir því við að fjörugustu og ærslafyllstu leikarar láti síður en svo ljós sitt skína á mannamótum, séu jafnvel feimnir. „Það eru örugg- lega fæstir sem reyta af sér brandar- ana í fjölskylduboðunum.“ Kominn tími á stelpugrín Margur myndi telja líklegt að mik- ið sé hlegið á heimili Gullu og að skemmtilegt sé að njóta nærveru hennar á mannamótum. Aðspurð um eigin húmor og fyndni segir Gulla erfitt að dæma um það þó svo að flestir aðrir telji hana fyndna að eðlisfari. „Aðrir vilja svo sem meina það,“ segir hún og hlær. „Maður er ekki beint að sálgreina sjálfan sig en jú, ég get alveg gengist við því að ég er flink í þessu, þ.e.a.s. að setja fram eitthvað sem er sniðugt og skemmti- legt. En það er engin hugsun sem slfk á bakvið það, frekar bara eitthvað sem kemur án þess að maður sé að „pródúsera“ það í huganum. Jújú, við 99.......................... Þegar ég t.d. hitti mínar vinkonur er bara hlegið út í eitt og það er klæmst alveg eins og harðsvíruðustu togarasjómenn. skemmtum okkur vel á heimilinu. Sonur minn virðist til dæmis ætla að erfa þörf mína fyrir að vera með skrítlur og skemmtilegheit í kring- um mig.” Þó svo að Guðlaug hafi þörf fyr- ir að hafa gaman f kringum sig og brandarana í hávegum segir hún þó að það sé síður en svo alltaf þann- ig. „Lífið er náttúrulega ekkert djók - það er dauðans alvara. Það er oft hundfúlt en sem betur fer er það skemmtilegt líka. Það er auðvitað ekkert alltaf brjálæðislega gaman hjá mér frekar en hjá einhverjum öðrum.” Þessa dagana hefur Gulla vakið verðskuldaða athygli í sjónvarpsþátt- unum Stelpurnar. Hún segirþáttinn afar skemmtilegan enda sé frábært fólk sem vinnur að honum. „Þetta er alveg rosalega gaman og allir leggja mikið á sig. Þarna eru gríðarlega flinkir skrifarar og hópurinn í heild sinni alveg frábær. Óskar er náttúru- lega algjör snillingur sem og allir þarna þannig að maður hefur ekki áhyggjur af því að kasta sér út í djúpu laugina. Að mínu mati var kominn tími á þátt sem þennan, enda hef- ur staðið til lengi að gera eitthvað stelpugrín," segir hún og neitar því að til hafi staðið að skjóta hinum vin- sæla grínþætti Strákunum ref fyrir rass. „Nei, þegar farið er af stað með svona er það auðvitað ekki gert til höfuðs einum né neinum. Við viss- um í rauninni ekkert hvernig þetta myndi æxlast. Það hafa verið gerð- ar ótal tilraunir með skemmtiþætti sem hafa átt mislangan líftíma og það er bara þannig að þú veist aldrei hvoru megin þú lendir. Maður veit aldrei hvort þetta verði eitthvað af viti eða seljist yfir höfuð.“ Konur mega segja typpi í sjónvarpinu En eru íslenskar konur fyndnar? „Já, við höfum margt í karlana. Sko! Húmor kemur ofsalega mikið með einhverri sjálfsmynd. Um leið og þú getur gert þig að fífli einhvers staðar og hlegið mest af því sjálf - þá ertu orðin fullorðinn. Menntunarstig ís- lenskra kvenna er t.d. mjög hátt og þær eru sjálfstæðar. Það er einmitt vegna þess að þær taka sjálfar sig ekkert of hátíðlega. Þess vegna get- um við gert þetta vel - enda mjög mikilvægt að geta gert sjálfan sig að fífli og hlegið að því,“ segir grínleik- konan sjálf og leggur áherslu á að ís- lenskar leikkonur hafi komið sér vel á framfæri síðastliðin ár hvað þetta varðar. „íslenskar konur eru farnar að vilja sitt olnbogarými í þessu. Ég til dæmis þoli ekki þegar talað er um að konur séu svo alvarlegar og dramatískar að þær geti með engu móti gert grín að sjálfri sér og slegið á létta strengi eins og karlar. Þetta er bara gömul lumma og eitthvað sem við erum sko að breyta. Þegar ég t.d. hitti mínar vinkonur er bara hlegið út í eitt og það er klæmst al- veg eins og harðsvíruðustu togara- sjómenn. Þegar þú getur verið örugg með þig þá öðlastu betri dýpt á því fyndna í kringum þig og þú verður afslappaðari. Þetta er partur af því að verða fyndin - við verðum að geta gert grín að okkur sjálfum fyrst og fremst til þess að geta gert grín að öðrum hlutum og manneskjum.“ Aðspurð um hvað séu einkenni góðrar leikkonu segir hún það afar margt og að erfitt sé að henda reiður á eitthvað ákveðið sem sé mikilvæg- ast. Leikkonur séu misjafnar og hafi margar sinn einstaka stíl. Þá tekur hún fram að þetta sé löng leið og að flestar séu frekar feimnar í upphafi ferilsins. „Þetta er ansi mikið ferðalag myndi ég segja. Auðvitað er maður stressaður fyrst og hræddur um að vera ófyndin eða kjánaleg, nú eða þá að maður gangi of langt og segi of mikið. Maður þarf að losa sig við þessa hugsun og vera eiginlega sama um hvað öðrum finnst. Ekki alltaf að pæla í því hvað fólki ætti að finnast skemmtilegt - heldur meira það sem þér finnst sjálfum, treysta á eigin dómgreind og tilfinningu fyr- ir hlutunum án þess að ritskoða allt sem út úr okkur kemur. Um leið og maður tekur sig ekki of hátíðlega er maður komin með svo mikið vopn í hendurnar. Þetta er bara spurning um að slappa af, segja og gera það sem maður vill og á endanum fjúka nokkur kíló af bakinu. Það er alveg rosalega strembið að vera alltaf að passa upp á það sem maður segir. Konur eru mun sjálfstæðari en þær gera sér jafnan grein fyrir og mega vera öruggari með sig. Þær mega til dæmis alveg segja typpi í sjónvarp- inu þó svo að margir karlmenn viti stundum ekki sitt rjúkandi ráð þeg- ar kona notar slík orð á opinberum vettvangi." Gulla tekur þó að lokum undir að auðvitað þurfi ákveðna hæfileika í þetta og að það geti ekki allir staðið uppi á sviði eða fyrir framan fólk al- mennt og farið með einhverja rullu. „Svo er líka mikill munur á því að vera grínleikkona eða dramatísk leikkona - starfsvettvangurinn er svo gjörólíkur. Það geta alls ekki allir verið brjálæðislega fyndnir þó þeir geti kannski ýmislegt annað. Sumir geta leikið Macbeth, Hamlet og fleira dramahlutverk en verða aldrei fyndnir. Ég held að fyndnin sem slík sé eitthvað sem þér er gef- ið eða ekki, án þess að þetta eigi að hljóma fáránlega.“ halldora@vbl.is Teg 2001 Teg 299/6 Teg 704 Teg 43 Teg 44 Teg 287 106.000.-stgr. 19.600.-stgr. 79.100.-stgr. 21.400.-stgr. 10.500.-stgr. 9.400.-stgr. Skápar, stólar, kommóöur, sófaborð. Mfullt afhúsgögnum Rococo stólar margir litir „ Teg 2064 frá kr. 24.900,- stgr. Teg 544 25-900-' st9r- □□□□□EZO HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEOI 66 HAFMARFIRÐI SÍMI 565 4100 PLAST-, TRÉ- OG JÁRNMÓDEL Í MIKLU ÚRVALI > Landsins mesta úrvai fjarstýrðra bíla Tómstundahúsið Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.