blaðið - 15.10.2005, Page 36

blaðið - 15.10.2005, Page 36
36 I SMÁAUGLÝSINGAR LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 blaöiö Smáauglýsingar Smáauglýsingavefur Blaðsins er bladid.net Smáauglýsingasiminn er 510.3737 e-mail : smaauglysingar@vbl.is 655 kr. stykkið KEYPTOGSELT TIL SÖLU Til sölu glæsilegt glerborö úr GP húsgögnum. Verð:25.000,- Upplýsingar í síma 698-9898 StcnMikg fjTir fóik á áilun aldri!! Fáfl i 3 Ujrráim vcrá 7.SOC,- lá.Sá*,- •£ I2JM,- PANTIÐ TÍMALECA!!! Bóhtnmm ájlfe ArUmrákrtl 700i-vprvom Smu >44 5750 MÖHWnmri gsm 699 5750 TIL BYGGINGA STEYPU VÍBRATORAR í ÚRVALI Verð frá kr 55.000 m/vsk Þ. Þorgrímsson og Co Ármúla 29 Rvk 5538640 TÓMSTUNDIR FYRIR VEIÐIMENN Rjúpnaskot- veiðivesti J Sérhannaö fyrir íslenskar aðstæður, úrsterku öndunarefni mikið af vösum, pokar fyrir fugl o.fl. Vandaö og gott vesti. Litur Svart/Rautt Svart/Olive . kr.12.90a- Vesturröst Sérverslun v e i ö i m a n n s i n s Laugavegi 178-105 Reykjavík Slmar 551 6770 & 553 3380 - Fax 581 3751 www.vesturrost.is Escort Pumpa Marineguarde 35.000.-Sportbúð Títan ÞJÓNUSTA RAFLAGNIR IÐNAÐARMENN Parket-Parket Getum bætt við okkur parketlögnum og parketslípunum Uppl.ís: 847-1481 TILKYNNINGAR GEISLADISKAVIÐGERÐIR VISSIR ÆT að hjá grensasvideo.is er gert við alla geisladiska. PlayStation • DVD • CD X-BOX Rispurnar eru fjarlægðar og diskurinn verður sem nýr. Verð aðeins 650.- Grensásvideó.is Grensásvegi 24 Stmi 568-6635 Opið alla daga 15:00 til 23:30 VW Golf highlíne 00 EK.80þ, Selst á 1290þ. Stgr lmilj. m/toppl. Uppl. S.5343119 og 6620588 RENAULT MEGAN SCÉNIC 11/2000 Verð: 490.000 Bílasala Reykjavíkur: 5878888 __ Raflajgnir Dyrasfmar Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri. Endurnýja raflagnir í eldra húsnæði ásamt viðgerðum og nýlögnum Fljót og góö þjónusta Sími 893 1733 Jón Jónsson Löggiltur rafverktaki www.raflagnir.is BÍLAR0G FARARTÆKI BÍLAR TIL SÖLU Rúta-húsbíll 15 manna Mbenz, árg '84 til sölu. tilb. óskast S:567 2510/659 1893 Landrover fornbíll '64 til sölu í góðu standi, verð 140þ. Uppl. í síma 848-0328 Feroza '92 selst ódýrt Uppl. (síma 690-9203 Tíl Sölu Grand Cherokke laredo 99 4,71 vél samlitaður vínr. litað gler nýleg heilsársdekk ek. 128 þ km verð 1690þ 1499þ stgr áhvl ca 950þ atb 28þ á mán skipti möguleg á ódýrari. S. 697- 7084 BÍLAR ÓSKAST Ódýr bíll óskast á bilinu 0- 50 þ. Má þarfnast einhverra lagfæringa. S. 6903411 ATVINNA í B0ÐI Vilt þú vinna á frábærum vinnustað á góðum launum? Við erum i leit að þroskuðum og samviskusömum einstaklingum i sölu og þjónustuverkefni á kvöldin og á laugardögum við úthringingar I allan vetur. Við bjóðum góð árangurstengd laun með góðri launatryggingu. Aðstoð og leiðbeiningar í starfi. Starfsskilyrði: Samviskusemi, gott skap og létt lundarfar. Allar nánari upplýsingar á katrinkr@bm.is og bm@bm.is eða í síma: 661-0716 Bmráðgjöfehf • Ármúla 36 • 108 Reykjavík www.bm.is fbúð óskast Þriggja barna faðir óskar eftir 3-4 herb. ibúð til leigu á Höfuðborgarsvæðinu. Uppl. f S.693- 6210. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 Ritstjórn 510-3799 Skiptiborð 510-3700 blaðiá= FRJÁLST OHAÐ blaóið The Mitchell Brothers á Airwaves Hljómar betur en MP Teddy og T Hipphopp-tónlist og rapp hef- ur lengi verið til og eiga ræt- ur sínar að rekja til götulífs í fátækari hverfum stórborga í Banda- ríkjunum í upphafi 9. áratugarins. Sumir segja þó að rætur þessarar tónlistar liggi enn aftar en það þótti vinsælt að lesa ljóð yfir sýrudjass- tónlist á hippasamkundum á 7. ára- tugnum. Það voru hin svokölluðu ,beat-skáld“ sem gerðu það fyrst. Eitt er þó víst að tónlistarstefnan hefur tekið ýmsum breytingum frá upphafi og er enn að breytast ört og taka á sig ólíkar myndir. Tónlistinni er jafnan skipt niður í austur- og vesturstrandahipphopp þegar hún kemur frá Bandaríkjunum. Hins vegar eru margar flóknar skiptingar og skilgreiningar undir þessari aðal- skiptingu sem er einungis á færi sér- fræðinga á þessu sviði að kunna skil á. En það er langt frá því að Banda- ríkin séu eina landið sem getur af sér færa rappara og/eða hipphopp- tónlistarmenn. Mikil gróska er í rapptónlist víðs vegar um heiminn og viðast hvar í Evrópu má finna mjög fínt hipphopp. Bretland er þar engin undantekning og breski tónlistarmaðurinn Mike Skinner, sem notar listamannanafnið „The Streets", fékk geysimikla athygli fyrir nokkrum árum þegar hann sendi frá sér sína fyrstu plötu, Or- iginal Pirate Material. Sumir segja að hann hafi hrundið af stað ein- hvers konar nýrri breskri hipphopp- bylgju, en víst er að hann er áhrifa- valdur margra í dag. Mike Skinner starfrækir útgáfufyrirtækið The Beats og fyrstu listamennirnir sem fengu útgáfusamning hjá honum voru landar hans í hljómsveitinni The Mitchell Brothers. Blaðinu lék forvitni á að vita aðeins meira um þá sveit þar sem hún er nú væntan- leg á tónlistarhátíðina Airwaves sem hefst í næstu viku. Því var slegið á þráðinn til Lundúnaborgar og varð Ted fyrir svörum. Upphafið Þegar Ted er spurður að því hvenær ævintýri þeirra bræðra í The Mitc- hell Brothers hafi farið af stað byrjar hann á að leiðrétta að þeir séu raun- ar ekki bræður, heldur frændur. Þeir hafi þó alist upp og leikið sér saman frá því þeir voru litlir strákar. Vinur þeirra hafi svo sagt að þeir minntu sig á bræðurna Mitchell Brothers í sjónvarpsseríunni bresku East En- ders og þeir hafi ákveðið að nefna bandið eftir því þar sem það hljóm- aði töluvert Setur en MP Teddy og Tony. Árið 1997 tóku þeir fyrstu skrefin í átt til þess sem í dag er hljómsveitin The Mitchell Brothers. Þeir voru eiginlega bara að leika sér í þá daga komu til dæmis fram hér og þar á klúbbum í London og röppuðu yfir takta sem aðrir höfðu gert, eins og takta eftir Outkast og fleira í þeim dúr. Síðan uppgötvuðu þeir að þeir gætu alveg gert sín eigin lög og létu verða af því. I kringum árið 2000 fóru þeir að koma reglu- lega fram á stað í West-End hverfinu sem heitir 10 rooms. Þar fengu þeir mjög góð viðbrögð frá áhorfendum og héldu því ótrauðir áfram. Röð tilviljana The Mitchell Brothers gerðu kynn- ingareintak (demo) með nokkrum lögum sem þeir kölluðu Sorted og fóru þannig að auglýsa sig aðeins meira. Símanúmer þeirra voru á diskinum og þeir reyndu að dreifa honum hvar sem þeir fóru. Ted var svo staddur í banka í Brixton-hverf- inu i London fyrir algjöra tilviljun en hann var að greiða reikning fyrir móður sína. Þar beið hann í biðröð og tekur eftir Mike Skinner úr The Streets í röðinni. Hann var ekki viss í fyrstu um hvort þetta væri hann en svo sá hann að taskan hans var opin og í henni voru diskar, snúrur og græjur. Hann tók Mike tali og var eitthvað að gantast við hann um að hann væri aðdáandi og hvort hann vildi ekki koma hljómsveit- inni sinni áfram og svo framvegis. Hann laumaði diskinum í tösku Skinner og svo hringdi hann bara til baka fimm stundum síðar. Þeir voru himinlifandi og hófu samstarf þá og þegar. Byrjað var að taka upp plötu The Mitchell Brothers í mars 2004 en Mike Skinner tekur upp, út- setur, hljóðblandar og semur sum lögin með piltunum, ásamt því að koma sumum lögunum að sjálfum. Þetta er búið að vera mikil og hörð vinna en þeir gáfu sér þó alltaf tíma til að fara á pöbbinn í lok hvers dags, slaka á og njóta lífsins. Mike Skinn- er hlustar á mikið af mismunandi tónlist og The Mitchell Brothers eru með opinn huga svo allt gekk upp. Ted lýsir samvinnunni eins og góðu hjónabandi! Tónleikarnir þeirra Þeir hafa verið að spila hér og þar, m.a. á Hróarskelduhátíðinni í Dan- mörku árið 2005, í Svíþióð, París, Amsterdam og Brussel. Árið hefur því verið sérlega gott fyrir The Mitc- hell Brothers. Þeir hafa þó aldrei komið fyrr til íslands og eru glaðir að bæta því landi við listann. Ted segir að það sem The Mitchell Brot- hers geri fyrst og fremst á tónleikum sé að virkja tónleikagesti og láta þá taka þátt í tónleikunum. Það sé því eins og að vera í einu stóru partýi sem maður kom í með öllum vinum sínum að vera á tónleikunum þeirra. Þeir hlusta á mikið af breskri tónlist eins og Oasis og Coldplay en hafa líka meðal annars orðið fyrir áhrif- um frá tónlist Notorius B.I.G.. Outc- ast er þó einn helsti áhrifavaldurinn því þeir koma manni sífellt á óvart með tónlist sinni og maður veit ekkert hvað kemur frá þeim næst. Að lokum vill Ted biðja íslenska les- endur Blaðsins um að skoða nýju smáskífuna Alone with the TV sem er næsta smáskífa af plötu þeirra A breath of fresh attire. Svo vill hann bara sjá sem flesta á tónleikunum en þeir spila á Airwaves á Gauki á Stöng, föstudagskvöldið 21. október, kl. 23:30. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.