blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 13

blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 NEYTENDUR 113 Fjármálaþjónusta einstak- linga að verða alþjóðlegri Framvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kynnti í síðustu viku end- urbættar tillögur sínar um lög varð- andi lánveitingar til einstaklinga. Ef tillagan verður að lögum mun hún hafa mikil og víðfeðm áhrif á mögu- leika neytenda til lántöku, enda til- gangur þeirra fyrst og fremst sá að gera fjármálaþjónustu einstaklinga alþjóðlegri og um leið að fjölga val- kostum lántakenda innan Evrópu. Verið að auka val neytenda Tilgangur tillögunnar er fyrst og fremst sá að stuðla að jöfnuði á rétt- indum neytenda innan innri mark- aðar Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu og hámarka hag neytandans á sem þægilegastan og auðveldastan hátt án íþyngjandi skriffinnsku. Vonir standa til að þessi endurbæting lagaumhverfisins muni tryggja neytendum viðunandi vernd og tryggingar, þegar þeir taka lán, með því að samræma staðla og þjónustu og gera fyrirtækjum í fjár- málaþjónustu kleift að bjóða upp á sömu einföldu lánastefnuna hvar sem er innan innri markaðar ESB. Með þessu vonast framkvæmda- stjórnin að sameiginlegur markaður fyrir fjármálaþjónustu einstaklinga og fyrirtækja verði loksins að veru- leika og auki um leið framboð og valmöguleika neytenda á vettvangi fjármálaþjónustu. Gömlu lögin eru frá 1987 og því ekki lengur samrým- anleg fjármálageiranum sem hefur vaxið og þroskast á ótrúlegum hraða síðustu tvo áratugina. Mun ekki ná yfir allar lánveitingar Verði tillagan samþykkt munu lögin þó ekki gilda um allar lánveitingar heldur miðast við 50.000 evru há- mark. Hærri lán, til dæmis húsnæð- islán, verða undaskilin og meðhöndl- uð sérstaklega síðar. Aðildarríkjum innri markaðarins verður gefinn ákveðin sveigjanleiki til að aðlaga sig að skilyrðum nýju lagasetningar- innar verði hún samþykkt. Þá verða lánveitendum sett strang- ari upplýsingaskilyrði gagnvart neyt- endum. Auglýsingar þeirra verða til dæmis að veita ákveðnar lágmarks- upplýsingar um þjónustuna sem verið er að kynna eins og hverjir ár- legir vextir eru á viðkomandi láni, hver kostnaður sé við mánaðarlegar greiðslur og að upplýsingar um öll aukagjöld sem leggjast á lánið liggi skýrt fyrir. Lántökum verður einnig gert mögulegt að greiða niður lán sín fyrr en samið var um kjósi þeir slíkt og einnig er tillaga um það að 14 daga uppsagnarákvæði verði í öll- um lánum svo að neytandinn hafi ákveðið svigrúm til að hætta við lán- tökuna kjósi hann það. Tillagan fer nú til meðferðar hjá ráðherraráði Evrópusambandsins og er von á niðurstöðu á næsta ári. ísland, sem aðili að innra markaði Evrópusambandsins, myndi líklega þurfa að innleiða löggjöfina að ein- hverju eða öllu leyti verði hún að veruleika. ■ Botox fær nýtt hlutverk Botox meðferðir við óhófleg- um svita Botox er oftast tengt við fegr- unaraðgerðir af einhverjum toga. Nýlega fékk það þó nýtt hlutverk þegar það var tilkynnt að efnið mætti notast sem valkostur við skurðaðgerð fyrir fólk sem svitnar óhóflega mikið. Afar kostnaðarsamt ferli Það að svitna óhóflega mikið getur haft víðtæk áhrif, m.a. á félagslíf fólks. Þá getur slíkt eyðflagt fatnað og dregið úr sjálfstrausti. Þangað tfl nýlega voru ekki margar leiðir í boði tfl að vinna bug á þessu vandamáli utan venjulegra hreinlætismeðferða eða jafnvel skurðaðgerða í verstu tflvikun- um. DTB, Drug and Therapeut- ic Bulletin, virt neytendasam- tök sem fjalla fyrst og fremst um lyf og læknismeðferðir sem fara á almennan markað, segja að nú séu komnar fram nokkuð trúverðugar sannanir þess efnis að Botox skammtur gæti virkað fyrir fólk sem á í vandræðum með svitakirtlana. Slík meðferð er samt sem áður afar kostnaðarsöm og þarf að endurtaka á 6-12 mánaða fresti af fagmönnum. Þó ber að taka fram að afls konar hliðarverk- anir eru mögulegar þegar fólk gengst undir botox meðferðir. Þær geta meðal annars haft áhrif á viðbrögð fólks og valdið óþægindum eða sársauka í handakrikanum og í kringum þann stað sem efninu var sprautað í. Þá er enn ýmislegt á huldu í sambandi við langtíma- áhrif endurtekinna innspýtinga á heflsu þeirra sem gangast undir botox meðferðirnar. ■ wwmJnrus G-lán Ný kjör 2005-2006 Lán sem LÍN veitir frá og með skólaárinu 2005-2006 eru á nýjum kjörum, svokölluð G-lán. Allir umsækjendur um námslán verða því að skila nýju skuldabréfi og/eða skuldbreytingarbréfi til sjóðsins áður en til útborgunar kemur. Lokafrestur til að sækja um skuldbreytingu er til 1. nóvember 2005. Lánþegar sem skulda R-lán, þ.e. lán frá árunum 1992-2004, eiga rétt á skuldbreytingu. Með henni er líklegt að þeir geti létt árlega greiöslubyrði sína. LÍN hvetur lánþega til aö kynna sér nýju lánskjörin á vef sjóðsins www.lin.is, Þar er auövelt og þægilegt að sækja um breytinguna. Á vefnum má einnig nálgast upplýsingar um núverandi skuldastöðu og ábyrgöarmenn. LIN Lánasjóöur íslenskra námsmanna Borgartúni 21 Reykjavík www.lin.is lin@lin.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.