blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2005 blaöiö
Ölvunarakstur
Fluguhnýtingar:
Fjaðrirnar
hættulausar
Fluguhnýtingamenn þurfa ekki
að hafa áhyggjur af því að smit-
ast af fuglaflensu þrátt fyrir að
meðhöndla fjaðrir af fuglum
alls staðar að úr heiminum.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Stangveiðifélags Reykjavíkur
(SVFR) í gær. Þar segir að
félagsmaður í SVFR hafi sent
fyrirspurn til félagsins þess
efnis. Henni var komið áfram
til Landlæknisembættisins sem
svaraði því til að „fuglaflensa
smitast eftir öðrum leiðum
en umgengni við fjaðrir." ■
Viðskipti:
Avion Group
næst fram-
sæknast
Avion Group er í öðru sæti á
lista Europe’s 500 yfir fram-
sæknustu fyrirtæki Evrópu í
ár. Þetta er í fyrsta sinn sem
islenskt fyrirtæki nær svo
ofarlega á þennan lista, en fyr-
irtækið var vahð úr þúsundum
fyrirtækja frá 18 Evrópulönd-
um. í tilkynningu frá samtök-
unum segir að stjórnendum
Avion Group hafi tekist að
búa til framsækið fyrirtæki
sem náð hafi góðum árangri.
Verðlaunin verða veitt formlega
19. nóvember næstkomandi. ■
Sömu aðilar bijóta af
sér með stuttu millibili
íslensk rannsókn sýnir aðfjórði hver ökumaður sem tekinn er undir áhrifum áfengis eða
fíkniefna hér á landifremur slíkt brot aftur
I sænskri rannsókninni, sem kynnt
var fyrir skömmu, kemur fram að
meirihluti þeirra sem teknir eru við
að keyra undir áhrifum áfengis og
fíkniefna eru á aldrinum 21 til 40
ára og aðeins nái að stöðva brot af
þeim sem keyra daglega um götur
Svíþjóðar í þessu annarlega ástandi.
íslenskar rannsóknir sem gerðar
hafa verið á þessu sýna svipaða nið-
urstöðu.
fslensk rannsókn
í rannsókn sem Haukur Freyr Gylfa-
son, Marius Peersen og Jón Friðrik
Sigurðsson unnu, og birt var í bók-
inni Rannsóknir í félagsvfsindum,
kemur fram að um 27% ökumanna
hér á landi fremji ítrekað ölvunar-
brot. Rannsóknin nær yfir tíma-
bilið frá janúar 1989 til mars 2002.
Þar kemur einnig fram að um 30%
þeirra sem gerast sekir um ítrekað
ölvunarbrot eru karlmenn og um
18% kvenmenn. Þetta er í nokkru
samræmi við þær tölur sem sænska
rannsóknin sýnir þó íslensku tölurn-
ar séu örlítið lægri. f rannsókninni
kemur einnig fram að ítrekun brota
eigi sér venjulega stað innan sex
mánaða frá upprunalegu broti.
Konur komast upp með brot
Rannveig Þórisdóttir, hjá Ríkis-
lögreglustjóra, segir að það stutta
tímabil sem líði frá upprunalegu
broti þangað til einstaklingur brýt-
ur af sér aftur gæti þýtt að í flestum
tilvikum sé um að ræða eitthvað
ákveðið erfiðleikatímabil sem fólk
er að ganga í gegnum og valdi mik-
illi drykkju. Rannveig segir einnig
að þó að karlmenn séu í meirihluta í
þessum tegundum umferðabrota sé
ekki sjálfgefið að þeir séu oftar full-
ir undir stýri. „Samkvæmt skýrslu
um unga ökumenn eru konur lík-
legastar til að komast upp með ölv-
unarakstur. Þetta tengist ákveðnum
ímyndunarþætti. Við trúum því
að einhverjir hegði sér á ákveðinn
hátt og fylgjumst því kannski frek-
ar með þeim. Þetta er vel þekkt fyr-
irbæri bæði hér heima og erlendis."
Hún segir einnig að þær tölur sem
hún hafi undir höndum sýni litla
hlutfallslega breytingu á milli ára
varðandi tíðni ölvunaraksturs en
inn í þær sé reyndar ekki reiknað
með fjölgun ökutækja og það gæti
haft áhrif á niðurstöður. ■
ftrekaður ölvunarakstur mælist hærri hjá
körlum en konum
GOÐ HEILSA
GULU BETRI
fi*UI
www.nowfoods.com
V~7
Vorum að taka upp glœsilegan
3 náttfatnað frá
Y//r
Glæsilegur
undirfatnaður
fyrir allar konur
ffá hinum heims-
þekktu
amleiðendum
BlaSll/FMi
Vímuvarnarvika Hafnarfirði
Vímavarnarvikan var sett formlega í Hafnarfiröi í gær. Um er aö ræöa samstarfsverkefni
19 félagasamtaka í Hafnarfirði. Meö átakinu er ætlunin að beina athyglinni að líkamleg-
um og félagslegum afleiðingum fikniefnaneyslu og forvarnastarfi almennt. Út vikuna
verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá m.a. ráðstefnu og opna fjölskylduskemmtun í
ráðhúsinu svo eitthvað sé nefnt.
Viðskipti
Oánægja
með afkomu
Skeljungs
Nokkur óánægja er með rekstur
Skeljungs á síðasta ári og afkoma
fyrirtækisins undir væntingum.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Haga hf., móðuríyrirtækis Skelj-
ungs. í ársskýrslunni segir að trú
neytenda á olíufyrirtækjum hafi
miimkað sem hafi svo skilað
sér í minnkandi sölu. Þar kemur
einnig fram að ytra umhverfi
hafi verið félaginu erfitt t.a.m.
styrking krónunnar og hækkandi
oliuverð. í skýrslu Jóns Bjöms-
sonar, forstjóra Haga, segir að
dómur samkeppnisyfirvalda yfir
olíufélögunum hafi verið áfelús-
dómur og ljóst að næsta verkefhi
fyrirtækisins verði að vinna sig
aítur í álit hjá viðskiptavinum
og almenningi. Með hliðsjón af
þessum orðum vekur athygli
að á öðrum stað í ársskýrslunni
segir að Skeljungur hyggist áfrýja
niðurstöðum dómstóla þar sem
kveðið er á um sektarupphæð. *
Hamraborg 7 • Sími 544 4088
Útsölustaðir: Esar Húsavík • Dalakjör Búðardal
SYNCRO
Heyrnartœki
með gervigreind
Afgreiðslutími innan
þriggja vikna
Bjóðum margar tegundir
af sjólfvirkum, stafrœnum
heyrnaitœkjum
Verðfró 47.000-170.000 kr
fyrir eitt tœki
Persónuleg og góð þjónusta
Akureyri - ísafíröi - Egilsstöðum
Heyrnurtœkni
Betri heyrn
-bœtt lífsgœði www.heymartaeknLis
Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík • IVyggvabraut 22 600 Akureyri • símí: 568 6880