blaðið - 18.10.2005, Blaðsíða 14
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaöiö
blaöiðH
Hwgy M Wi B .
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
UTANRIKISSTEFNA
ÍSLANDS
Rætt hefur verið um það að þó Davíð Oddsson hafi yfirgefið svið-
ið í lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins svífi andi hans enn
yfir vötnum. Það er þó ekki einhlítt. Þannig studdi fundurinn
framboð fslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, þó efasemdir Dav-
íðs um það hafi verið öllum kunnar. Blaðið tekur undir þær efasemdir.
Við fslendingar erum fáir og smáir, en samt lítum við stórt á okkur
og viljum að rödd okkar heyrist í samfélagi þjóðanna. Gott og vel. En
það virðist orðinn almennur miskilningur að það sé best gert með tröll-
auknu utanríkisráðuneyti, sem kostar meira en 7.500 milljónir á ári og
stækkar stöðugt.
Þarf virkilega sendiráð í öllum höfuðborgum Norðurlanda? Eða í Kan-
ada? f Mózambík? Eða tvö sendiráð í Brussel?
Rökin, sem helst eru nefnd fyrir öllum þessum erindrekstri hins opin-
bera á erlendri grundu, eru að þannig megi efla menningartengsl, við-
skipti og þjónustu við íslendinga erlendis. Þetta er hrein firra, því efna-
hagslegar og tæknilegar framfarir hafa verið með þeim hætti að fólk
annast sinn erindrekstur sjálft. íslenska útrásin á utanríkisráðuneytinu
ekkert að þakka, Björk og Sigur Rós ekki heldur og sjávarútvegsfyrirtæk-
in þurfa ekki hjálp þess til þess að selja sinn fisk.
Erindisleysa utanríkisráðuneytisins í öllum heimsins hornum virðist þó
ekki svala metorðagirnd starfsmanna þess og stjórnmálamanna, sem
sumir sjá sjálfsagt fram á áhyggjulaust ævikvöld undir handarjaðri þess.
Nú er á því hamrað að fslendingar hafi eitthvað sérstakt fram að færa
við heimsbyggðina, sem tryggt geti öryggi og frið í heiminum.
Væri ekki nær að huga að utanríkisstefnu íslands fyrst? ísland hefur tek-
ið sér afdráttarlausa stöðu meðal vestrænna lýðræðisþjóða á alþjóðavett-
vangi og við þeim hornsteini á ekki að hrófla. En á sama tíma er enginn
einræðisherra heimsins nógu blóði drifinn til þess að ísland hiki við
að taka upp stjórnmálasamband við hann. Þar sem ísland þarf að taka
afstöðu - eins og t.d. gagnvart Kína - hallar það sér fremur að alræðis-
stjórninni í Peking en lýðræðisstjórninni í Taipei.
Menn eiga að velja sér vini af kostgæfni og það væri meiri ástæða fyrir
ísland að endurskoða utanríkisstefnuna með það í huga en að leggja í gíf-
urlegan kostnað í veikri von um að geta haft vit fyrir umheiminum.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Tveggja tuma orrusta
flokkanna eins og heitan eldinn.
Enda dauft yfir þeim þessa dagana
og þeir mega ekki við miklum áföll-
um án þess að þurrkast út í skoðana-
könnunum líkt og þeir hafa þegar
gert á torgi hugmyndanna.
Hvor vinnur borgina?
Næsta stórorrusta verður í borginni
í vor. Þá verða þeir sælu dagar Sjálf-
stæðisflokksins, sem hafa staðið yfir
í könnunum að undanförnu og mælt
flokkinn með hreinan meirihluta í
Reykjavík, að öllum líkindum langt
að baki. Baráttan mun standa um
það hvor flokkurinn verður stærri,
Samfylking eða Sjálfstæðisflokkur.
Hvor fær 6-7 borgarfulltrúa og um-
boð til að mynda meirihluta í borg-
inni. Það verða líklega vonsvikin
augu særðra Sjálfstæðismanna sem
horfa öfundaraugum yfir vinstri
kantinn að þeirri orrustu lokinni.
Davíð mistókst sem sagt það sem
til stóð að gera og blés þess í stað
nýju lífi í átökin á milli stóru flokk-
anna tveggja. Alveg óvart. Hann
bara stóðst ekki mátið. Freistinguna
sem fylgdi stóra sviðinu í síðasta
sinn. Siðan féll tjaldið á foringjann
og átök turnanna tveggja geisa af
meiri hörku og heift en nokkru
sinni fyrr.
Höfundur er þingmaður Samfylking-
arinnar.
Eftir að leðjuslettunum í kringum
Davíð Oddsson, fyrrverandi for-
mann og nýjasta Seðlabankastjóra
Sjálfstæðisflokksins, linnti á fundi
flokksins um helgina er forvitnilegt
að velta því upp hvernig svið stjórn-
málanna lítur út. Fyrir síðustu kosn-
ingar var gjarnan talað um turnana
tvo: Samfylkingu og Sjálfstæðis-
flokk. Þær kosningar og aðdragandi
þeirra var sannkallað tveggja turna
tal. At sem endaði með því að Sam-
fylkingin jók fylgi sitt um 5% á lands-
vísu, vann fyrsta sætið í Reykjavík
norður og í Suðurkjördæmi en
Sjálfstæðisflokkurinn fékk á hinn
bóginn sína verstu útkomu frá 1987
þegar Borgarflokkurinn klauf fylgi
hans í herðar niður, eftir að vinsæll
ráðherra flokksins var látinn taka
pokann sinn.
Landslagið er gjörbreytt frá því
sem áður var. Annar flokkur en
Sjálfstæðisflokkurinn getur loksins
myndað tveggja flokka stjórnir og
í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun
er kominn raunhæfur valkostur til
hliðar við Sjálfstæðisflokkinn um
forystu íslenskra stjórnmála. Þeir
eiga sviðið ekki lengur einir og það
kom skýrt fram í ræðu Davíðs Odds-
sonar. Þar talaði skelkaður maður
og ósáttur. Enda má hann vera það.
Byssum beint að Samfylkingu
Davíð Oddsson ætlaði svo sannar-
lega að nota síðustu sýninguna til að
slæma þéttu höggi á höfuðandstæð-
inginn. Nú skyldu Ingibjörg Sólrún
og Samfylkingin finna til tevatnsins
með afgerandi hætti. En úr varð
vindhögg sem ég er sannfærður um
að kemur Samfylkingunni prýði-
lega á pólitíska vellinum. Það heitir
að falla á eigin bragði.
Fyrir utan það að ummæli Davíðs
og uppnefni um Samfylkinguna eru
ekkert annað en aumkunarvert tuð
þá blés hann nýju lífi í pólarisering-
una sem átti sér stað með tilkomu
Samfylkingarinnar. Aðrir flokkar
eða forystumenn íslenskra stjórn-
mála voru ekki ummæla verðir í
huga formannsins fráfarandi.
Björgvin G. Sigurðsson
Öllum byssum er beint að Sam-
fylkingunni og hennar forystu og
Samfylkingin er örvum glöð og tek-
ur bardaganum fagnandi. Orrustan
stendur á ný á milli tveggja turna:
Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins. Aðrir hverfa í skuggann
og skipta litlu máli. Á milli 70-80%
kjósenda eru líklegir til að taka
afstöðu á milli turnanna tveggja.
Þetta óttast líka forystumenn litlu
Klippt & skoríð
Ekki verður annað séð en að sjálfstæð-
iskonur geti vel unað við sinn hlut á
landsfundinum um helgina, því fyrir
utan það að varaformaðurinn er kvenkyns,
vekur sérstaka
athygli að af
ellefu miðstjórn-
armönnum, sem
valdir eru af
landsfundi, eru
niu konur. Þá er
spurning hvort
karlar í Sjálf-
stæðisflokknum
óski eftir því á
næstunni að
þeirra hlutur verði réttur. Einn af nýju mið-
stjórnarmönnunum er Þorbjörg Helga Vigfús-
dóttir, sem hlýtur að líta á kjörið sem gott vega-
nesti í prófkjörsbaráttu, en hún sækist eftir 4-
sætinu á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík á
komandi vori.
„ Tími er til kominn ai blaðamannafélagið
endurskoSi [siðajreglursínarog taki tillit
til gamalla og nýrra sjónarmiða um ágenga
blaðamennsku. Á málþingi félagsins um helg-
ina kom fram, að allir pallborðsmenn töldu
tíma vera kominn á slíka endurskoðun, sem
gæti sameinað blaðamenn að nýju."
JónasKristjánsson,
ritstjóri DV i leiöara,
17.10.2005.
B
, ragð er að
. þá barnið
finnur, en
vandinn er sá að
Jónas telur Blaða
mannafélagið eiga
að finna nógu lágan samnefnara til þess að
blaðamenn DV geti haldið áfram iðju sinni óá-
reittiraf siðanefnd. Jamm, efaðeins hegningar-
lögin væru ekki svona ströng væri Lalli Johns
örugglega með hreint sakavottorð.
klipptogskorid@vbl.is
lorgunblaðið tók fyrir nokkrum
árum upp stífar reglur um lengd
l aðsendra greina og brá jafnframt
á það ráð að birta sumar greinar aðeins á vef
blaðsins, með tilvísun í papplrsútgáfunni. Eink-
um hefur verið
brugðið á þetta
ráð gagnvart
skipulögðum
greinaskrifum
þrýstihópa í til-
efni átaksdaga,
prófkjörsfram-
boða og ámóta, sem út af fyrir sig er þakkar-
vert. Hins vegar verður ekki annað séð en að
Moggi sé að bakka í þessari afstöðu sinni, því
nú birtast á síðum blaðsins skipulögð greina-
skrif undir sérhaus, en það er kvennafrídagur-
inn, sem hlýtur þessa upphefð.