blaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 2
2 I IWMLEWDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaöiö
Ofsagróði bankanna
íslandsbanki og Landsbanki grœða samanlagt 87 milljónir á degi hverjum
Hagnaður íslandsbanka og Lands-
banka eftir skatta nam 31 milljarði
króna. Þetta kemur fram í uppgjör-
um þeirra sem birtust í vikunni sem
er að líða. Þetta þýðir í stuttu máli að
bankarnir græða samanlagt 87 millj-
ónir á degi hverjum eða rétt rúmlega
10 milljónir á hverri klukkustund sé
miðað við átta stunda opnun.
Aukið svigrúm
Islandsbanki birti afkomutölur sín-
ar fyrir fyrstu níu mánuði ársins á
þriðjudaginn var en þar kom fram
að hagnaður bankans hafi numið
rúmum fimmtán milljörðum eftir
skatta.
I afkomutölum Landsbankans fyr-
ir fyrstu níu mánuði þessa árs kem-
ur fram að hagnaður bankans fyrir
skatta nam 23,3 milljörðum króna.
Hagnaður bankans eftir skatta nam
16 milljörðum og hreinar vaxtatekj-
ur námu 15,7 milljörðum króna. Þá
kemur fram að tekjur af erlendri
starfssemi hafi aukist um 252% og
námu 6,7 milljörðum króna á fyrstu
níu mánuðum ársins miðað við 1,9
milljarð króna fyrir sama tímabil í
fyrra. Heildareignir bankans jukust
um 405 milljarða króna á tímabil-
inu og námu 1.142 milljörðum króna
í lok september 2005. Eigið fé nam
99 milljörðum og hækkaði um.162%
á tímabilinu. Að sögn Sigurjóns Þ.
Árnasonar, bankastjóra, var afkoma
bankans í ár sú besta í sögu hans og
segir hann svigrúm bankans til frek-
ari vaxta verulegt í ljósi mjög sterkr-
ar eiginfjárstöðu.
Ein besta afkoma hingað til
í fréttum Greiningardeildar íslands-
banka segir að hagnaður Landsbank-
ans sé vel yfir þeim væntingum fyrir
þriðja ársfjórðung eða 5 milljarðar í
stað þeirra 3,6 milljarða sem spáin
gerði ráð fyrir. Þeir telja að ekki
sé hægt að benda á eina ákveðna
ástæðu fyrir góðu uppgjöri held-
ur sé afkoman heilt yfir mjög góð.
Greiningardeild KB-banka telur
aftur á móti
að ástæðan
fyrir góðu
uppgjöri
liggi fyrst
og fremst í
verulegum
gengishagn-
aði af hlúta-
bréfaeign
bankans sem nam um 6 milljörðum.
Þeir segja ennfremur að við sam-
runa Burðaráss við Landsbankann
á þriðja ársfjórðungi hafi myndast
um 3,3 milljarða krónu viðskiptavild
í bókum bankans sem hafi öll verið
gjaldfærð. Sé horft framhjá þessari
niðurfærslu er ljóst að afkoma bank-
ans á þessum ársfjórðungi sé sú allra
besta í sögu félagsins. ■
Útkallstími
verður 35 mín-
útur í bráða-
tilvikum
Tilboði Mýflugs og Landsflug
um sjúkrailutning út árið 2010
var tekið en gert er ráð fyrir að
framlengja megi samninginn
um tvö ár. Mýflug mun sjá um
norðursvæðið og Landsflug
um Vestmannaeyjasvæðið.
Kostnaðurinn við sjúkraflugið
á árinu sem er að líða er áætl-
aður um 165 milljónir króna
en samningarnir sem nú verða
erðir kosta um 139 milljónir.
samningnum var gerð krafa
um sérútbúna vél í sjúkraflugið
og í fyrsta skipti mun sérútbúin
vél sinna verkefni sjúkraflugs á
norðursvæði. Útkallstími sérút-
búinnar sjúkraflugvélar verður
35 mínútur þegar um bráðatil-
vik er að ræða. Sjúkraflugvélin
er tveggja hreyfla, búin hverfi-
hreyflum og jafnþrýstibúnaði
og mun ávallt standa tilbúin
til útkalls. Samningar verða
undirritaðir þegar félögin
uppfylla ábyrgðarákvæði
útboðs vegna rekstursins.
Tœplega 1.000 eldri borgarar deila herbergi með ókunnugum
Þjóðarskömm sem ætti
að vera forgangsatriði
Á heimasíðu Björgvins G. Sigurðs-
sonar, þingmanns Samfylkingarinn-
ar, má sjá pistil um þá staðreynd að
tæplega 1.000 eldri borgarar deili her-
bergi með einhverjum ókunnugum.
Aðspurður segir Björgvin að þessar
tölur séu sláandi og þjóðarskömm.
,Mér finnst þessar tölur mjög slá-
andi og ef maður miðar þær við
stöðuna í samfélaginu þá finnst mér
þetta vera þjóðarskömm sem hlýtur
að vera forgangsatriði að leysa. Mér
finnst að við eigum að setja lög á
þetta eins og er til dæmis gert í Sví-
þjóð og Danmörku. Þar er það bann-
að með lögum að eldri borgarar á
öldrunarstofnunum deili herbergi
með öðrum en þeim sem óska eftir
Nátthrafnar athugið
Opið til kl. 07:00 á laugardags og
sunnudagsmorgnum
Quiznos Sub
HHMM...GLOÐADUR
Lækjargata 8
að búa saman.
Heilbrigðis-
ráðherra vildi
ekki gera
það þegar ég
spurði hann
um það í þess-
ari umræðu í
febrúar. Þetta
kostar nátt-
úrulega pen- þingmaður Samfylking-
inga. Á sama arinnar
tíma og menn
eru að forgangsraða til dæmis Síma-
peningunum þá er ekkert tekið á
þessu þar.“
Líkt og dýr í þröngu búri
í umræðu um þessi mál í febrúar
sagði heilbrigðis-og tryggingamála-
ráðherra, Jón Kristjánsson, að það
að banna með lögum að aldraðir
deili herbergjum sé ekki á dagskrá.
Hins vegar sé stefnan sú að sem
flestir aldraðir á stofnunum hafi
eigið herbergi. Á heimasíðu sinni
skrifar Björgvin að margir íbúar
öldrunarstofnana endi ævina líkt
og dýr í búri í þröngu sambýli við
bláókunnugt fólk. Þegar Björgvin
er spurður hvort þetta sé ekki held-
ur djúpt í árina tekið segir hann svo
ekki vera. „Þegar maður sér myndir
af ósjálfbjarga gömlu fólki, kannski
fjórir bláókunnugir á herbergi, þá
er það bara andstyggilegt. Það er al-
gjörlega óviðunandi, algjörlega."
Snýst um forgangsröð-
un ríkisstjórnar
Björgvin segir líka að auðvitað sé
ekki hægt að reka hjúkrunarheim-
ili nema að það vinni á þeim fólk.
„En það er nú sjálfstætt mál, það
eru ekki greidd viðunandi laun í
svona umönnunarstéttum. En hvort
tveggja verður að leysa en það er
alveg útilokað að fela sig á bak við
það að það fáist ekki fólk í störfin
og þess vegna byggi fólk ekki yfir
gamla fólkið. Þetta er mál sem þjóð-
félagið á og verður að leysa,“ segir
Björgvin og bætir við að við höfum
hiklaust efni á þessu en þetta snúist
um forgangsröðun ríkisstjórnarinn-
ar. Aðspurður hvort Björgvin hefði
áhuga á að deila herbergi með öðr-
um sér ókunnugum eftir 40-50 ár
svaraði hann því neitandi. „Ég vona
að ég lifi það aldrei." ■
Blalid/lngó
Vöruskiptahallinn
kemur í höfn
Vöruskiptin í septembermánuði voru óhagstæð um 12,5 milljarða. Þetta kemurfram í
fréttatilkynningu sem Hagstofa fslands sendi frá sér í gær. Samkvæmt henni nam verð-
mæti útflutnings í september 14,8 milljörðum en á sama tíma voru fluttar inn vörur fyrir
27,3 milljarða. Vöruskiptahallinn á fyrstu níu mánuðum ársins er því kominn upp í alls
71,7 milljarða króna en á sama tíma f fyrra nam hallinn 24,4 milljörðum króna.
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Gæða sængur
og heilsukoddar.
O'
0 Léttskýjað
Skýjað
| Alskýjað
Rlgnfng, lltllsháttar W, Rignlng 11 Súld Sn]ókoma
*
Amsterdam 16
Barcelona 22
Berlín 16
Chicago 03
Frankfurt 19
Hamborg 18
Helsinki 08
Kaupmannahöfn 13
London 18
Madrid 19
Mallorka 24
Montreal -01
New York 06
Orlando 16
Osló 12
París 19
Stokkhólmur 10
Þórshöfn 08
Vín 09
Algarve 20
Dublin 15
Glasgow 13
2.**
'2/>*
-2°*
*
*
9
-2’
■2 °
9
Veðurhorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn
Byggt á uppiýsingum frá Veðurstof u íslands
-6°*
4°
%
Stydda Snjóél <
-4°
-2°
*
0°d
-5° 4:^*
4^
*
0°
! morgun
*
0°*