blaðið

Ulloq

blaðið - 29.10.2005, Qupperneq 12

blaðið - 29.10.2005, Qupperneq 12
12 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaöiö Blásið til sóknar gegn alnæmi barna Börn á munaðarleysingjahæli í Suður Afríku þar sem börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi búa. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur hafið herferð til að vekja athygli heimsbyggðarinnar á alnæmisvandanum með sérstöku tilliti til barna. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna hefur blásið til sóknar gegn alnæmi með sérstöku tilliti til barna. Börn verða oft útundan í alþjóðlegum aðgerð- um gegn sjúkdómnum. Megin- áhersla verður lögð á að koma í veg fyrir að mæður smiti börnin sín og að smituðum börnum gefist kostur á lyfjum og læknismeðferð. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) hrinti af stað alþjóðlegri herferð gegn alnæmi með sérstöku tilliti til barna í síð- ustu viku. Með herferðinni vill Barnahjálpin vekja athygli á því að börn verði oft útundan í alþjóð- legum aðgerðum gegn sjúkdómn- um sem herjar á meira en 39 millj- ón manns. Á hverri mínútu deyr barn úr alnæmi en aðeins fimm prósent þeirra sem smitast hafa að- gang að lyfjum sem geta lengt líf þeirra. Árlega deyr meira en hálf milljón barna undir 15 ára aldri úr sjúkdómnum og 1.800 börn og unglingar smitast af HlV-veirunni á degi hverjum í heiminum. Meira en 2 milljónir barna eru smituð af HlV-veirunni sem veldur alnæmi og meira en 15 milljónir barna um allan heim hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna sjúk- dóma sem tengjast alnæmi. Sýniiegur sjúkdómur með ósýniiega ásjónu Ann Veneman, framkvæmdastjóri Barnahjálparinnar, segir að á síð- ustu 25 árum hafi meira en 20 milljónir manna farist úr alnæmi og að sjúkdómurinn hafi lækkað lífslíkur fólks í þeim löndum þar sem hann er hvað skæðastur um allt að 30 ár. „Næstum 25 árum eftir að faraldurinn braust út ber þessi mjög sýnilegi sjúkdómur ósýnilega ásjónu, ásjónu barns,“ sagði Ann Veneman, þegar her- ferðinni „Sameinumst fyrir börn- in, sameinumst gegn alnæmi“ var hrint af stokkunum. „Heil kynslóð ungs fólk nú á dögum þekkir ekki heim án HIV- veirunnar og alnæmis," sagði hún. „Þetta er sjúkdómur sem hefur end- urskilgreint æsku þeirra og neytt þau til að alast upp ein, of hratt eða alls ekki.“ Herferðinni er ætlað að standa í fimm ár og koma margar stofnan- ir og samtök að henni. Hún miðar meðal annars að því að veita börn- um nauðsynlega lyfjameðferð og koma í veg fyrir að óléttar konur smiti börn sín af veirunni. Mik- ill meirihluti þeirra rúmu hálfu milljónar barna sem deyja úr sjúk- dómnum á ári hverju fá veiruna í gegnum móður sína. Stefnt er að því að árið 2010 verði hægt að veita 80% smitaðra mæðra læknis- þjónustu sem kemur í veg fyrir að þær smiti börn sín af veirunni. Nú hafa minna en 10% alnæmissmit- aðra mæðra kost á slíkri þjónustu. Lítill hlutl smitaðra á kost á viðeigandi lyfjameðferð Minna en 5% þeirra barna sem þurfa á lyfjameðferð að halda fá hana og aðeins 1% barna smitaðra mæðra eiga kost á cotrimoxazole, ódýru fúkalyfi sem getur dregið úr dauðsföllum vegna alnæmis um helming. Stefnt er að því að fyrir árið 2010 verði hægt að veita 80% barna, sem á þurfa að halda, viðeigandi lyf og/eða meðferð. Mikil áhersla er einnig lögð á forvarnir í herferðinni. Ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára eru um helmingur nýsmitaðra en mikill meirihluti þess hefur engan að- gang að upplýsingum, kunnáttu og þjónustu sem það þarf á að halda. Áðstandendur herferðarinnar miða að því að fækka tölu þeirra sem eru smitaðir af sjúkdómnum um fjórðung fyrir árið 2010. Sinna þarf munaðarlausum Síðast en ekki síst er lögð áhersla á að veita þeim börnum sem hafa misst foreldra sína úr sjúkdómn- um stuðning og vernd. Áætlað er að árið 2010 muni 18 milljónir barna í ríkjum Afríku sunnan Sa- hara hafa misst annað eða bæði foreldri sín úr alnæmi. Löngu áð- ur en foreldrarnir falla frá þurfa börnin oft að takast á hendur erfið verkefni svo sem að annast sjúka, yngri systkini, útvega tekjur til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu eða matvæli. Oftar en ekki hrökkl- ast börnin úr skóla af þessum sök- um. Stefnt er að því að fyrir árið 2010 verði búið að ná til 80% barna sem eru í hvað brýnustu þörf fyrir vörur og þjónustu. Flestir smitaðra í Afríku Meira en 39 milljónir manna eru haldnir veirunni og búa flestir þeirra í Afríku þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að átta milljörðum Bandaríkjadala verði varið í mál- ið á þessu ári. Dr. Peter Piot, sem er yfirmaður aðgerða gegn sjúk- dómnum hjá Sameinuðu þjóðun- um, segir að aðeins fái 12% þeirra barna og fullorðinna meðferð, sem þurfa á henni að halda. 85% barna yngri en 15 ára, sem eru haldin sjúkdómnum, búa í löndum Afríku sunnan Sahara. Peter McDermott, yfirmaður hjá HlV/alnæmisdeild Barnahjálpar- innar, bendir ennfremur á að í Miðausturlöndum afneiti menn víða sjúkdómnum. Hann sagði þó að Djibouti og Ir- an væru í forystu þeirra ríkja sem berðust gegn faraldrinum og að sérstakri herferð yrði senn hrint af stokkunum á ráðstefnu mús- limaríkja í Rabat í Marokkó. Ann Veneman bætti við að þjóð- ir ættu að fylgja fordæmi Ira sem tilkynntu nýlega að þeir myndu helga börnum fimmtungi þess fjár sem þeir ætla til alþjóðlegra herferða gegn alnæmi. ■ Börnin sem eftir sitja bera þungar byrðar Barna sem missa foreldra sína úr alnœmi bíður oft hörmulegt hlutskipti. Þau þurfa að takast á við afskiptaleysi og jafnvel útskúfun samfélagsins aukþess að hafa í sig og á. Sum þeirra verða fórnarlömb kynferðislegrar misnotkun- ar og smitast jafnvel sjálfafHIV-veirunni Moali Mthombeni var aðeins unga- barn þegar móðir hennar lést úr al- næmi. Hún var send til frænda síns sem nauðgaði henni ítrekað þegar hún varð tíu ára gömul. Núna er hún 13 ára og býr á uppeldisheimili í borg- inni Soweto í Suður-Affíku. Hún þarf að ganga til skóla í gatslitnum skóla- búningi og hefur ekki peninga til að greiða skólagjöld. I síðustu viku þegar kennari hennar dreifði prófblöðum til bekkjarins var Moali beðin um að greiða skuldina eða fara heim til sín. Hún fór heim til sín. „Ég hef aldrei haft neinn til að hjálpa mér,“ sagði hún. 12,5 milljónir barna hafa misst foreldri Börn eins og Moali eru hin ósýnilega ásjóna alnæmisfaraldursins um alla Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur- innar. Nú þegar hafa 12,5 milljónir barna ýmist misst annað foreldri sitt eða bæði úr sjúkdómnum og afleið- ingarnar geta verið hræðilegar. Mörg barnanna dragast aftur úr í skóla eða hætta jafhvel með öllu í honum. Flest verða þau fátæktinni að bráð og þurfa að búa með frænkum sínum og frænd- um, sem eiga nóg með að sinna eigin börnum, eða hjá uppeldisforeldrum sem hafa meiri áhuga á styrkjunum sem þeir fá fyrir að taka börnin að sér en að sinna uppeldi þeirra. Þar sem þau njóta engrar foreldraverndar verða sum þessara barna fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar og smit- ast jafnvel sjálf af HlV-veirunni. Dropiíhafið Moah sem er strítt af skólasystkinum sínum sem segjast „aðeins leika sér AFRÓSKÓLI Sigrúnar Grendal Hefurðu gaman af að dansa? Gerðu líkamsræktina að þinni bestu skemmtun Njóttu þess að hreyfa þig undir seyðandi trommuslætti Láttu reyndan afrókennara leiða þig á vit ævintýrisins sem felst í því að upplifa magnaðar hreyfingar afródansins - finndu gleðina, frelsið og orkuna sem leysist úr læðingi Án gríns. Afró er engu líkt. Afró er fyrir alla - líka þig! 6 vikna námskeið hefjast miðvikudaginn 2. nóvember Innritun ísíma 5615100 Kennslustaðir: Baðhúsið í Reykjavík og Sporthúsið í Kópavogi Nánari upplýsingar: www.isf.is Netfang: missgrendal@hotmail.com ICELAND SPA « FITNtti Kennararnir Sigrún og Cheick hafa stundað langt og strangt nám í afródönsum og trommuslaetti (Gfneu, Vestur-Afríku. Þau hafa kennt afró um árabil og staðið fyrir ýmsum uppákomum bæði á Norðurlöndunum og (Afríku. LAGERSALA VORUM AÐ TAKA UPP STÆRRI STÆRÐIR f FATNAÐI við hreinar meyjar" hefur ekki gengist undir alnæmispróf. „Það særir hjarta mitt,“ segir Elizabeth Rapuleng sem rekur miðstöð fyrir börn sem hafa orð- ið munaðarlaus vegna sjúkdómsins í Soweto. Á hverjum degi bíða nærri 350 munaðarlaus börn og önnur börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis eftir mat í miðstöðinni. Sum dvelja þar lengur til að fá ráðgjöf, hjálp við heima- lærdóm og annað slíkt. Skjólstæðingar Rapuleng heyra til undantekningar í Suður-Afríku þar sem 1,1 milljón barna hafa misst ann- að foreldri sitt eða bæði. „Flest fá enga hjálp,“ segir Rapuleng. „Þau hafa eng- an til að tala sínu máh. Það sem ég geri er ekki nema dropi í hafið.“ 1,1 milljón barna f Suður-Afríku hafa misst annað foreldri sitt eða bæði úr alnæmi. Un skór allir skór ó Video-bíó-myndir Barna myndir Geisladiskar Diesel bolir og peysur Von dutch bolir og peysur 500kr 200kr 300kr 300kr 1200 - 4000kr 1200 - 4000kr Leikföng, tölvu og Ijósmyndapappír og margt fleira Allt nýjar vörur Oplö föstudaga og laugardaga frá 11 til 18 Sunnudaga frá 13 til 17 Uppl. Isíma 869-8171 Trönuhrauni 10 Hafnarfirði gult hús

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.