blaðið - 29.10.2005, Page 21
blaðiö LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
VIÐTALI 21
Hvaða máli skiptir þig að eiga
börn?
„Ég er ákaflega stoltur af mínum
þremur krökkum, Þórhildi, örnólfi
og Þorsteini Mána. Þau eru auðlegð
sem ávaxtast með hverju ári.“
99................................................................
„Þegar ég var yngrí var ég oft talsvert myrkur í lund og stríddi við biksvart
þunglyndið, eins og ungt fólk á að gera. Ég lít ekki á tilveruna sem sjálf-
sagðan hlut og geri mjög strangar kröfur til hennar um skemmtigildi..
tímann fyrir aðra slysni. Tilheyri ég
einhverju þá er það bara þeim hluta
lífkeðjunnar sem telur að meðan
á þessu brölti stendur eigi tilveran
sem helst að vera sem innihaldsrík-
ust. Ég þekki enga aðra bræðrareglu
en þessa.“
Gagnrýni skilar litlu
Þú varst í Alþýðuflokknum og rit-
stýrðir Alþýðublaðinu. Hvernig
sérðu þann tíma í dag?
„Alþýðuflokkurinn var hressileg-
ur og skemmtilegur félagsskapur
um margt, yfirlýsingaglaður og glað-
beittur, sannfærður um réttmæti yf-
irlýsinga sinna. Þetta var auðvitað í
tíð Jóns Baldvins. Nú sakna margir
Alþýðuflokksins
Þegar ég ritstýrði Alþýðublaðinu
og tók þátt í pólitík Alþýðuflokksins
skorti mig sjaldan orð, yfirlýsingar
og skoðanir. Þótt það sé nauðsynlegt
og að sumu leyti uppbyggilegt að
vera í hlutverki gagnrýnanda þá held
ég að stöðug gagnrýni skili mjög litlu
öðru en þrefi, leiðindum, sálarangist
og magasýrum á háskalegu stigi. Ég
held að heiminum verði bara breytt
með jákvæðni breytni. Ég átti nokk-
ur farsæl ár á Alþýðublaðinu en ég
nota ekki sömu baráttuaðferðir í dag
og ég gerði þá.“
Hvernig Ust þér á stjórnmálaum-
hverfið?
„Ég held að skemmtilegir tímar
séu framundan í stjórnmálum. Nýtt
fólk er að koma fram á sjónarsviðið.
Sjálfstæðisflokkurinn er að eflast og
mun vonandi ná völdum í Reykjavík
undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar sem ég hef mikla trú á. Vinstri
pólitíkin á íslandi er stöðnuð. Helstu
leiðtogar vinstri manna virðast ekki
hafa áttað sig á því að það þýðir ekki
að bjóða upp á pakkalausnir í pólitík.
Pólitík 21. aldarinnar snýst um leit
að besta leiknum og bestu leiðinni
hverju sinni. Það ríkir almenn sátt á
íslandi um það hvernig á að standa
að þessu þjóðfélagi. Við viljum hafa
þéttriðið velferðarnet sem á hins veg-
ar ekki að vera hengirúm. Við viljum
hafa besta menntakerfið í veröldinni
því það þýðir ekkert fyrir Islendinga
að keppa á sviði framleiðslu af neinu
tagi. Þess vegna er menntun lykilat-
riði og þess vegna skiptir svo miklu
máli hvernig til tekst með það fólk
sem nú fyllir grunnskólana og mun
stjórna Sslandi eftir 30 ár.
Vinstri menn eru fastir i skotgröf-
um fortíðarinnar. Ég er ekki aðdá-
andi Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur og vonaði að vinur minn össur
Skarphéðinsson héldi formannsemb-
ætti sínu síðasta vor. Ingibjörg er
snjöll en hefur ekki spennandi pólit-
ík fram að færa. Ég held að íslenska
vinstrið eigi eftir að ganga í gegnum
talverða tilvistarangist og vona að
vinum mínum í Vinstri-grænum
verði ekki að ósk sinni um „velferð-
arstjórn". Orðið hefur ógnvekjandi
sögulegan hljóm.“
Dýrmætt starf
Þú talaðir í upphafi viðtalsins um
lokatakmarkið í lifinu. Hvert er
þetta lokatakmark?
„Maður á að lifa hvern dag eins og
hann sé sá innihaldsríkasti, skemmti-
legasti og rómantískasti sem maður
hefur lifað. Það tekst ekki alltaf. Loka-
takmarkið hlýtur samt alltaf að vera
að reyna að gera lífið skemmtilegra
en það í rauninni er. Til þess að gera
lífið skemmtilegra er óhjákvæmilegt
að gera heiminn örlítið betri, ef hægt
er. Er það ekki?“
Skákvœðing Grænlands virðist
vera leið þín til að gera heiminn
betri. Framtaki þínu hefur verið
líkt við trúboð.
„Að öðru leyti en því að við erum
ekki að segja vinum okkar og ná-
grönnum á Grænlandi hvað þeir eiga
að hugsa heldur einungis að skákin
sé tilvalin leið til að þjálfa hugann.
Grænland var skáklaust land og því
laust einhver veginn ofan í höfuðið á
mér að það væri tilvalið að skreppa
þangað í heimsókn. Ég fékk gott fólk
í lið með mér og það eru komin þrjú
ár síðan skákvæðingin hófst. Þetta er
dýrmætt starf sem skiptir mig gríðar-
lega miklu máli og ég vil leggja nær
allt í sölurnar fyrir það.
Ég tel að við eigum að rækta sam-
starfið við Grænland og Grænlend-
inga sem eru kannski í mörgu tilliti
á svipuðum stað og íslendingar voru
fyrir hundrað árum. Þar eru erfið
vandamál af ýmsum toga en þeim
verður ekki útrýmt nema með því
að breyta tilveru fólksins og gera
hana auðugri. Ég held að á komandi
áratugum og öldum muni samband
Islands, Grænlands og Færeyja hafa
geysilega mikla þýðingu. Þessi þrjú
lönd eiga að vinna náið saman og
stefna jafnvel að ríkjaheild. íslend-
ingar eiga ekkert með það að ganga
í Evrópuklúbbinn heldur eigum við
að verða leiðandi þjóð í norðrinu og
virkja okkar góðu nágranna þannig
að úr verði ný heimsálfa, Norðureyja-
álfan. Þetta er hundrað til tvö hundr-
uð ára verkefni.“
Guð er hugarástand
Þú hefur átt konur ogáttþrjú börn.
En tilheyrirþú einhverjum?
„Ég tilheyri bara lífkeðju jarðar-
innar sem er örlítill útnári í alheim-
inum. Lífkeðju sem kviknaði senni-
lega fyrir slysni og endar einhvern
Ertu trúaður á einhvern hátt, trú-
irðu til dœmis á lífeftir dauðann?
„Ég held að Guð sé til en því miður
bara þegar maður vill trúa á hann.
Guð getur vissulega reynst fólki mjög
vel en mér finnst tæpt að treysta á ei-
lífan og dýrlegan fögnuð við hans
hirð, því Guð er fyrst og fremst hug-
arástand. Þú spyrð hvort ég trúi á lífi
eftir dauðann. Ég geri ekki miklar
kröfur um líf eftir dauðann en því
meiri um líf fyrir dauðann.“
kolbrun@vbl.is
EINIMEDJHVERRI
PKKI-Þl
CPOMIT
CKKI-PKTO
IESSO Ártúnshöfða • ESSO Fossvog
1 Æiap w JdJLUtj 1 f i
ill 1 II J Í|Í| H í
ÍOI R )v #n
P m.A p % wm \