blaðið - 29.10.2005, Page 27
blaðið LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005
TÍSKA I 27
Leður, ufl og fleira
fyrír konurnar
- litið inn í verslunina Mona á Laugavegi
Þó svo að margir leggi
frekar leið sína í Smára-
lind eða Kringluna
þegar fjárfesta á í nýj-
um fatnaði er úr mörgu
að velja á gamla góða
Laugaveginum. Ýmsar
litlar og sætar verslan-
ir eru þar í bland við
þær stærri og margt
skemmtilegt leynist
á þessari annars
ágætu göngugötu
miðbæjarins.
í versluninni
Mona, sem stað-
sett er að Lauga-
vegi 66, er að fxnna
ý m - iss konar fatnað og
fylgihluti fyrir konur á öllum aldri.
Búðin státar af vörum frá sjö íslensk-
um hönnuðum auk þess sem þar er
hægt að fá leður- og textílfatnað frá
Serbíu. Þá er áttundi íslenski hönn-
uðurinn að bætast við, en í kjölfarið
verður í boði margbreytilegt úrval
af skófatnaði. Sigríður Elfa Sigurðar-
dóttir, ein af fimm eigendum Monu,
segir verslunina ganga vel.
„Við höfum fengið ótrúlega góðar
viðtökur enda kannski langþráð að
fá hingað verslun með mikið af leður-
vörum. Hér versla alveg jafnt útlend-
ingar sem fslendingar," segir hún
og bætir við að hún haldi að Lauga-
vegurinn verði á uppleið næstu ár-
in. „Þetta auðvitað stjórnast svolítið
af veðri þar sem við erum auðvitað
ekki inni í verslunarmiðstöð. Ég
held hins vegar að hér verði mikil
efling á næstu árum - enda væri
synd ef Laugavegurinn sem verslun-
argata yrði látin drabbast niður. Það
á að opna „mini-moll“ hérna fyrir
ofan og eins aðra verslunarmiðstöð
á Frakkastígnum, en það lofar auð-
vitað mjög góðu. Að mínu mati er
Laugavegurinn bara á uppleið."
Eingöngu ítalskt leður
f versluninni er boðið upp á flest allt
sem viðkemur fatastíl kvenna - ull-
arvöru, leður, sjöl, veski og grifflur
í bland við skemmtilegt úrval af alls
kyns festum.
„Aðalmerkið okkar er Mona, en
það er frá Serbíu og við kynntumst
því þar sem að ein af eigendunum er
þaðan. Svo var bara ákveðið að skíra
búðina eftir þvi,“ segir Sigríður um
þessa nýlegu verslun, en hún opnaði
9. apríl siðast- liðinn. Að-
spurðumverð- ^ vör'
unum segir
hún það sanngjarnt og ekki mikið
miðað við margt annað. „Mér finnst
fólk almennt sátt við verðin hérna
enda hægt að fá góðan og veglegan
fatnað á sanngjörnu verði miðað við
gæði. Við erum t.d. eingöngu með
ítalskt leður, en eins og flestir vita
er leður frá ftalíu afar mjúkt og gott
- eiginlega bara eins og leður í hönsk-
um.“ Þá er íslenska varan í sérflokki.
Segja má að hver hlutur sé einstakur,
enda eru íslenskir hönnuðir flestir
að vinna með afar góð efni og með
eitthvað spennandi í gangi. fslensku
vörurnar hjá okkur
slá til dæmis alveg
í gegn og greinilegt
að hlutirnir ná til
kvenna almennt.”
hálldora@vbl.is
Tvær af fimm eigendum Monu: Sigrfður
og Gordana Ristic
T
BlaÖiÖ/Frikki
W-H
74.100,-
án fylgihluta
Uwalið er hjá RB
Hjá okkur er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Þú velur það sem þér hentar:
Springdýnur, tvöfaldar fjaðradýnur, sérhannaðar sjúkradýnur með
varmaklæðningu eða Super deluxe og Grand deluxe springdýnur
með tvöföldum mjúkum yfirmottum.
Sælurúm
Nolte rum
Verð frá kr.
58.000,-
án dýna
160x200 cm
Æ-
160.000,-
Stærðir: 80-90-1.20,-1.30 cin.
RACiNAR BJORNSSON <n
Sérhæfing i framleiðslu og hönnun springdýna.
Sængurfatnaður og fylgihlutir
Rúmteppi, púðar, pífur, sængurverasett, lök, dýnuhlifar,
náttborð, kommóður og margt fleira.
Dalshrauni 8
220 Hafnarfirði Sími: 555 03 97 Fax: 565 17 40 www.rbrum.is