blaðið - 29.10.2005, Síða 40

blaðið - 29.10.2005, Síða 40
40 I AFÞREYING LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 blaöiö PS3 minnkar hagnað Sony Hagnaður raftælgarisans Sony hrundi um 46% á þriðja ársfjórðungi og er þróunarkostn- aður vegna nýju PlayStatíon3 vélarinnar stór þáttur í því. Vegna tölvunnar hefur Sony byggt hátækni framleiðslusvæði og í samvinnu við IBM og Toshiba hannað nýjan örgjörva fyrir vélina. Þá á lækkandi kostnaður sjónvarpstælga sinn þátt í slæmri afkomu. Þrátt fýrir að búast megi við því að kostnaður vegna PS3 eigi eftir að skila sér að miklu leyti til fýrirtækisins er ein barátta enn við lýði en hún er á markaði vasadiskóa. Walkman vörumerkið, sem lengi vel átti markaðinn, hef- ur tapað fyrir iPodum Apple en Sony vonar að PSP vélin nái mark- aðshlutdeild fýrirtækisins til baka í vasamiðlun (portable media). MP3 áfram í uppáhaldi Tónlist verður áfram það vinsælasta i iPod þrátt fyrir kvikmyndamöguleikann í hin- um nýja video iPod samkvæmt frétt á vef CNN. Sannleikur- inn cr sá að það að horfa á sjónvarpsþátt krefst mun meiri athygli en að hlusta á tónlist. Notendur hins nýja iPod hafa komist að því að þrátt fyrir að skjárinn sé frábær til þess að sýna lagatitla og sambærilegar upplýsingar gilda önnur lögmál um sjónvarpsþætti í fullri lengd. Þrátt fyrir þessa augljósu „galla“ á iPodinum hefur Apple þó tekist frábærlega að fela þá. ■ Tœkniverðlaun kvenna Hundavélmenni sigurgripurinn Kona sem notar hundavélmenni til konur á tækniráðstefnu fyrir konur þess að auka áhuga annarra kvenna sem haldin var í vikunni. Hún er á tækni og möguleikum þeirra til sögð brúa kynjabilið í tæknigeiran- starfa í tæknigeiranum hefur hlotið um. verðlaun fyrir störf sín. Hlutfall kvenna í þessum þætti Jackie Edwards, lektor við háskól- atvinnulífs í Bretlandi hefur fallið an De Montfort við Leicester í Bret- hratt á síðasta áratugnum, úr 27 í landi, hlaut flest stig í kosningu um 21 prósent, og er nú markvisst átak í þá konu sem mest áhrif hafði á aðrar gangi til þess að rétta úr kútnum. Sims 2 úr viðjum PC Einn vinsælasti tölvuleikur heims, The Sims 2, kemur út fyrir sjónvarpsleikja- tölvur og handtölvur á föstudaginn í næstu viku. Electronic Arts, sem er stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum, hefur tilkynnt að The Sims 2 verði fáanlegur fyrir Play- Station2, Xbox, Nintendo GameCube, Game Boy Advance og Nintendo DS á næstunni en hingað til hefur hann einungis feng- ist fyrir PC tölvur. Auðvitað er ekki nóg að snúa leiknum einfaldlega yfir á hinar leikjavélarnar þannig að EA tók til í leiknum og lagaði hann allan svo einungis það besta situr eftir. Sökum þess að leikjatölvurnar og handtölvurnar eru svo mismunandi hefur leikurinn einnig verið sérstaklega heimfærður á hverja og eina. Þannig stjórnar maður leikmönnum með stýripinnanum i PSP og með snertiskjánum á Nintendo DS, svo eitthvað sé nefnt. Á PlayStation 2 verður hægt aö tengja EyeToy myndavél við leikinn og færa myndir úr henni i umhverfi leiksins. The Sims 2 var söluhæsti tölvuleikur ársins 2004. alvöru j/7 lÍLV-radar'jeuLct Á VALHÖLL í KVÖLD /fum Matreiðslumeistari Valhallar, "villti kokkurinn” Úlfar Finnbjörnsson mun sjá um að töfra fram stórglæsilegar kræsingar sem enginn verður svikinn af Hótel Valhöll, Þingvöllum kynnir stórglæsilega villibráðarveislu. Allar nánari upplýsingar og borðapantanir í síma 480*7100 eða á heimasíðu okkar www.hotelvalholl.is 92% kvikmynda birtast á Netinu fyrir útgáfu Frönsk könnun á vegum kvikmynda- sambandsins (CNC) þar í landi og samtaka sem berjast gegn þjófnaði á kvikmyndum (ALPA) hefur leitt í ljós að 92% kvikmynda í Frakklandi eru fáanlegar á skráarskiptaforrit- um áður en þær koma á kvikmynda- leigur. Að meðaltali voru myndirnar fáanlegar fjórum mánuðum áður en þær komu á leigurnar. Þá voru um 38% kvikmynda í bíóhúsum fáanleg- ar með sömu forritum á þeim tíma sem könnunin var gerð. Samkvæmt þessu er ályktað að þjófnaður á kvik- myndum á Netinu hafi meiri áhrif á vídeóleigur en bíóhúsin sjálf. Flestar myndirnar (69%) voru fengnar með því að hlaða efni af DVD diskum inn á tölvur og dreifa þeim svo á Netinu þrátt fyrir að dá- góður slatti (11%) væri fenginn með því að einhver sat með upptökuvél í kvikmyndasal og tók upp það sem fram fór á hvíta tjaldinu.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.