blaðið - 12.11.2005, Page 2

blaðið - 12.11.2005, Page 2
2 I INWLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaðiö SUSHI t r n i n FL-Group: Tvöfaldar hlut sinn í íslandsbanka OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Þorgils óttar Mat- hiesen, fráfarandi forstjóri Sjóvá Þór Sigfússon, nýráðinn forstjóri Sjóvá Forstjóra- skipti hjá r r Sjova Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvá, mun láta af störf- um hjá fyrirtækinu og tekur við stjórnun fasteigna- og þróunarfélags Klasa. Þetta gerist í kjölfar þess að Þorgils keypti 40% hlut í félaginu. Aðrir eigendur Klasa eru Sjóvá og íslandsbanki. Stjórn Sjóvá hefur ráðið Þór Sigfússon sem forstjóra fyrirtækisins en hann mun hefja störf í desemb- ermánuði. Þór er hagfræðingur að mennt. Þá hefur Sjóvá ráðið Helga Bjarna- son, tryggingastærðff æðing, sem aðstoðarforstjóra félagsins. Tundurdufl í veiðarfærum Sprengjusveit Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út í gær til að gera tundurdufl óvirkt sem kom upp með veiðarfærum tog- arans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 en skipið var á veiðum út af Austfjörðum. Skipverjar óskuðu eftir aðstoð Landhelg- isgæslunnar laust eftir hádegi í gær eftir að þeir urðu dufls- ins varir og var TF Lff, þyrla Landhelgisgæslunnar, send í kjölfarið með tvo sprengju- sveitarmenn að skipinu. Var hér um að ræða sprengiefn- istunnu úr tundurdufli ásamt forsprengju og hvellhettu. Er talið að tundurduflið sé yfir hálfrar aldar gamalt eða frá tímum seinni heimsstyrjaldar. Eignarhlutur FL Group í Islands- banka jókst um rúm 50% í gær eða frá 3,05% uppí 6,65% í kjölfar hluta- fjárútboðs félagsins á fimmtudag- inn. Verðmæti hlutar FL Group í bankanum er nú um 13,3 milljarða. Mikil eftirspurn 1 hlutafjárútboði FL Group sem lauk sl. fimmtudag var fagfjárfestum boðnir hlutir fyrir 8 milljarða króna en eftirspurn reyndist vera mun meirieðasemnam33,6milljörðum. 1 kjölfarið ákváðu KB-banki og Lands- bankinn að skerða fyrirfram ákveð- inn hlut sinn og því hækkaði tilboð til fagfjárfesta uppí 12,9 milljarða. 1 hlutafjárútboðinu var mögulegt að greiða fyrir nýja hluti með annað hvort peningum eða hlutabréfum í 10 stærstu félögunum í Kauphöll Islands. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Kauphöllinni að um 55,7% mun verða greitt með peningum og 44,3% með hlutabréfum. Hlutabréf hækkuðu Aðloknuhlutafjárútboðinuerljóstað FL Group á eftir hlutafjárútboð rúmlega 6% í Islandsbanka Blalit/SteinarHugi staða FL Group innan íslandsbanka og Straums hefur styrkst verulega enda fóru um sextán milljarðar í út- boðinu í gegnum hlutabréf í þessum tveimur félögum. Ganga verður frá öllum greiðslum fyrir 16. nóvember nk. og verði gengi hlutabréfa ísland- banka 5% hærra eða lægra sem nem- urskráðulokagengiþanng. nóvemb- er hefur stjórn FL Group heimild til að hafna viðtöku viðkomandi hluta og krefjast peningagreiðslu þess í stað. I útboðinu fékk FL Group hluta- bréf í Straumi-Burðarási fyrir um 8,5 milljarða og í íslandsbanka fyrir um 7,2 milljarða. Um 3,8 milljarðar fóru svo í gegnum hlutabréf í öðrum félögum í Kauphöllinni og alls nam því greiðsla með hlutabréfum um 19 og hálfum milljarði. Staða FL Group á íslenskum markaði er því um 35,5 milljarða og sé hlutabréf í Easyjet bætt við nemur staðan um 56 millj- örðum. Fram kom einnig i tilkynn- ingu frá Kauphöllinni að hlutabréf í FL Group hækkuðu í kjölfar viðskipt- anna um 4,7% og var verð hlutar í lok markaðar í gær 14,5 krónur. ■ FARICE bilanir: Fyrirtæki flytja þjónustu úr landi Stöðugar bilanir á Farice sæstrengn- um á þessu ári eru byrjaðar að valda óróa í hugbúnaðargeiranum. Á þessu ári hefur netsamband við útlönd legið niðri fjórtán sinnum og oft hefur sæstrengurinn einfald- lega ekki staðist álagið og því hægst verulega á öllum nettengingum. 1 gær tilkynntu tvö hugbúnaðarfyrir- tæki að þau myndu flytja netþjóna sem sinna erlendum viðskiptum úr landi. Fyrirtækin eru annarsvegar Hex hugbúnaðarhús og hinsvegar Frontur ehf. Fyrrnefnda fyrirtæk- ið rekur efnisveituna hexia.net en það síðarnefnda rekur vefsetur fyrir meðal annars danskan, bandarísk- an og kínverskan markað. Hætt er við að fleiri svipuð fyrirtæki fylgi í kjölfarið ef ekki verður gerð brag- arhót á. Samkvæmt samgönguráðu- neytinu er unnið að því að skoða möguleika á tvöföldun Farice en ekki hefur nein endanleg ákvörðun um það mál verið tekin. I tilkynningu frá stjórn Fronts www. MADE IN ICELAND As Blalil/Frikki vegna málsins í gær segir að skorað sé á ráðamenn að grípa í taumana „því ekki er auðvelt að fá fyrirtæki heim aftur með þá netþjóna sem fluttir eru úr landi. Það er alveg ljóst að hér eru störf og tekjur að tapast fyrir þjóðarbúið þar sem margir að- ilar í skyldum rekstri hafa þegar tek- ið af skarið og flutt sýna netþjóna úr landi“ eins og segir í tilkynning- unni. ■ Kvittunarpappír: Verslanir velja verri gerðina Verslanir velja frekar ódýrari pappír og þá lélegri sem veldur því að let- ur er viðkvæmara og máist frekar af. Þetta segir Jóhannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri Pappírs hf„ en hann er einn helsti sölu- og fram- leiðsluaðili fyrir kvittunarrúllur á íslandi. Þarf að geyma pappír rétt 1 frétt Blaðsins á fimmtudaginn var talað um að vegna lélegs pappírs ætti letur á sumum kassakvittun- um það til að hverfa eftir smá tíma. Þetta væri vandamál fyrir fólk sem þyrfti að sýna kassakvittun til að fá vöru, keypta í ábyrgð, greidda til baka og einnig fyrir fyrirtæki sem er gert skylt að geyma bókhald í allt að sjö ár. Að sögn Jóhannesar eru gæði pappírs mismunandi. I hans tilviki er um þrjár gerðir að ræða þar sem endingartími leturs er gef- inn samkvæmt staðli frá allt niður í fimm ár, hvað ódýrustu gerðina varðar, upp í allt að 12 ár í dýrasta til- vikinu. „Þetta er, vel að merkja, háð því að pappírinn sé rétt geymdur. Það má t.d. ekki geyma hann und- ir glampandi sól svo dæmi sé tekið því þá getur endingartími ódýrasta flokksins verið frekar stuttur." BlaSiS/Frikkl Jóhannes segir eftirsókn eftir ódýrum og verri pappir vera að aukast. Velja ódýrari gerðina Jóhannes segir að ekki eigi að geyma þennan pappír í plasti því þá eigi íetrið til með að tærast og þar með talið plast í veskjum. Hann segir ennfremur að verslanir eigi það til að velja frekar ódýrustu gerðina þar sem þær telja sig spara töluvert á því. „Sumar búðir vilja bara fá það ódýra. Það er nefnilega búið að koma því í hausinn á okkur Islendingum að ekkert má kosta og helst þarf allt að vera ókeypis,“ segir Jóhannes að lokum. ■ Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka dagæ 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 (3 Heiðskirt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar Rigning 9 9 Súid ;jc ^ Snjókoma * \^J Slydda \^J Snjóél Skúr Amsterdam 11 Barcelona 17 Berlín 11 Chicago 07 Frankfurt 11 Hamborg 11 Helsinki 08 Kaupmannahöfn 10 London 10 Madrid 12 Mallorka 18 Montreal -02 New York 05 Orlando 18 Osló 07 París 08 Stokkhólmur 10 Þórshöfn 05 Vín 08 Algarve 18 Dublin 09 Glasgow 08 0C * Veðurhorfur í dag ki: 18.00 Veðursíminn 9020600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.