blaðið - 12.11.2005, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Kaupmáttur launa
Jókst um 1,4%
milli ára
Könnun sem gerð var á vegum
Hagstoíunnar sýnir að laun
hækkuðu að meðaltali um 5,4%
frá því á sama tíma í fyrra í iðn-
aði, byggingarstarfsemi, mann-
virkjagerð, verslun og viðgerðar-
þjónustu. Á sama tíma hækkaði
vísitala neysluverðs um 4,0%.
Samkvæmt því jókst kaupmátt-
ur launa að meðaltali um 1,4% í
þessum atvinnugreinum. Launa-
hækkun starfsstétta var á bilinu
4,5% til 6,0%. Laun á almenn-
um vinnumarkaði hækkuðu
almennt skv. kjarasamningum
um 3% þann 1. janúar 2005.
Flestir fá 3%
Niðurstöður eru byggðar á
launum tæplega 7 þúsund
einstaklinga sem voru í úrtaki
launakönnunar Hagstofunnar
á 3. ársfjórðungi 2004 og 3. árs-
fjórðungi 2005. Könnunin sýnir
að flestir launamenn í iðnaði,
byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, verslun og viðgerð-
arþjónustu fengu 3% hækkun
reglulegra launa á tímabilinu.
Helmingur fékk allt að 4,1%
hækkun og fjórðungur fékk
meiri launahækkun en 11,9%.
Ólafur Darri Andrason, hag-
fræðingur ASl, segir að þær upp-
lýsingar sem fram koma í frétt
Hagstofimnar sýni að laun hafi
hækkað um 5,4% að meðaltali
frá þriðja ársfjórðungi 2004 til
þriðja ársfjórðungs 2005. ólafur
Darri segir að í frétt Hagstof-
unnar komi fram launaþróun
í einstökum starfsstéttum og
atvinnugreinum. Þar komi
fram að gæðunum sé nokkuð
misskipt.„Við sjáum að það er
þensla í byggingarstarfsemi en
staðan er aftur á móti erfiðari
hjá útflutningsfyrirtækjunum,“
segir Ólafur Darri og bætir við
að þessar upplýsingar staðfesti
það sem hann hafi haldið.
Kaupmáttur rýrnar
Ólafur Darri segir að hjá um
40% af þeim sem eru í úrtakinu
sé kaupmáttur að rýrna, en að
60% fái kaupmátt sem standi f
stað eða aukist.„Á þessu má sjá
að sú kjarabót sem fólk er að fá
er misskipt eftir starfsstéttum
og atvinnugreinum,“ segir Ólaf-
ur Darri. Þá segir hann eðlilegt
að fólk hafi væntingar um kaup-
máttaraukningu þegar verð-
mætasköpunin er að aukast
eins og núna. Nú er launaskrið
minna en við svipaðar aðstæð-
ur á tímabilinu 1998-2001.
Hafrannsóknarstofnun:
Fjárveitingar
auknar
Einar Kristinn Guðfinnsson,
sjávarútvegsráðherra, til-
kynnti í gær að óskað yrði
eftir auknum fjárlögum til
Hafrannsóknastofnunnar frá
og með næsta ári. Óskað er
eftir 50 milljón króna fjárlög-
um á næsta ári og síðan um
100 milljónir króna frá og
með fjárlögum ársins 2007.
Hafrannsóknastofnunin hygg-
ist á næsta ári efla rannsóknir
á vistkerfi fslandshafs, frá
Grænlandssundi norður og aust-
ur um land og leggja sérstaka
áherslu á loðnurannsóknir.
Varaformaður Félags fasteignasala:
Vaxtahækkun kemur
verulega á óvart
Fasteignasalar óhressir með hœkkun á vöxtum íbúðalána.
Þeir vilja ekki að íbúðalánasjóður hverfi afmarkaði.
Landsbankinn hækkaði í gær
vexti á íbúðalánum úr 4,15% upp
í 4,45%. Með þessu segist bankinn
vilja leggja lóð á vogarskálarnar
og styðja stjórnvöld og Seðlabank-
ann í þeirri viðleitni að viðhalda
efnahagslegum stöðugleika líkt og
fram kemur í fréttaskeyti. Haukur
Geir Garðarsson, varaformaður
Félags fasteignasala, segir þessa
hækkun koma á óvart.
Ekki mikil áhrif
f fréttaskeyti frá bankanum segir
að ákvörðun um hækkun vaxta
sé rökrétt framhald af ákvörðun
hans um að lækka hámark fbúða-
lána úr 90 í 80%. Þá kemur einnig
fram að þessi hækkun hafi ekki
áhrif á þau lán sem nú þegar hafa
verið tekin hjá bankanum. Haukur
Geir segist vera afar hissa á þessu
en segir að hækkunin muni ekki
hafa mikil áhrif á þróun fasteigna-
markaðar. „Þetta kemur mér reynd-
ar verulega á óvart. Ég var búinn
að heyra ávinning af þessu fyrir ;
rúmum mánuði síðan og fannst i
það mjög skrýtið. Ég hélt reyndar 'i
að þessi áhugi þeirra væri genginn
til baka í ljósi vísitöluhækkunar á
milli mánaða. Ég sé bara ekki rök-
in í þessari hagfræði. Ég geri samt
ekki ráð fyrir því að þetta muni
hafa mikil áhrif á markaðinn.“
Fasteignasalar telja að fbúðalánasjóður sé mikilvægur í því að veita bönkunum aðhald
GunnViildur Hrólfsdóttir
Engin samkeppni milli bankanna
Haukur segist ennfremur ekki sjá
rök bankans í þessum vaxtahækk-
unum og segir þær fyrst og fremst
bitna á almenningi sem muni þurfa
að þola aukna greiðslubyrði. Þá seg-
ir Haukur fasteignasala uggandi yfir
þeim möguleika að íbúðalánasjóður
hverfi af markaði því bankarnir hafi
ekki sýnt í verki eðlilega samkeppni
og hægt sé að túlka þessa vaxta-
hækkun sem sýnishorn af því sem
koma skal. „Er eðlilegt að þeir séu
allir með sömu vextina og allir með
sama lántökugjaldið? Það er nánast
enginn munur á milli bankanna.
Hvar er samkeppnin spyr ég? Þetta
minnir mann svolftið á olíufélögin."
Með hliðsjón af miklum hagn-
aði bankanna væri rétt, að mati
Hauks, að bankarnir héldu vöxtun-
um óbreyttum. „Bönkunum mundi
ekki veita af þeirri jákvæðu ímynd
sem það mundi kalla fram. Núna
verður allavega spennandi að sjá
hvað hinir bankarnir munu gera.“ ■
LEYNDARMAL
jolasapa
ÖIÍÍÖR*?-
—með ekta jólailm
by SEKONDA
■ ■
rnjöllfqgg
-hrcinlega sterkari
Dreifing:
BéBé Vöruhús ehf.
Sími512-3000
by SEKONDA
Utsölustaðir:
Jens Kringlunni ■ Gilbert úrsmiður Laugavegl 62 • Helgi Sígurösson úrsmiður
Skólavöróustíg 3 • Georg Hannah úrsmiður Keflaúfk • Guðmundur B. Hannah
úrsmiður Akranesi • Úra- og skartgripaverslun Karls R. GuðmuiSdssonar Selfossi