blaðið - 12.11.2005, Qupperneq 12
12 IFRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 bla6iö
Umdeild lagafrumvörp um varnirgegn hryðjuverkum í Bretlandi ogÁstralíu:
Aðför að mannréttindum og ógn við lýðræði
Munið eftir
Friðriki í
5. sætið!
FRAMSÓKNARFLOKKUfttNM
Friðrik G. Gunnarsson
gefur kost á sér í 5. sæti
í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Smáraskóla
laugardaginn 12. nóv.
Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af
frumvarpi til laga gegn hryðju-
verkum sem nýlega var samþykkt
í Ástralíu og öðru frumvarpi um
sama efni sem fellt var á Bretlandi
á miðvikudag. Áður en gengið var
til atkvæðagreiðslu um frumvörp-
in tvö varaði Alþjóðasamband
blaðamanna við því að lögin væru
ógn við lýðræði og frelsi fjölmiðla
og með þeim væru þeim sem ynnu
við fjölmiðla „sendar kaldar kveðj-
ur“. í yfirlýsingu frá sambandinu
segir að í frumvörpunum séu sett-
ar verulegar hömlur á tjáningar-
frelsi ogviss tegund tjáningar jafn-
vel gerð glæpsamleg. Aidan White,
aðalritari sambandsins, sagði að
í báðum tilfellum myndu lögin
gerbreyta eðli almennra skoðana-
skipta í þessum samfélögum.
Nýta sér ótta almennings
Kvartar sambandið ennfremur yfir
því að ríkisstjórnir í löndunum
tveimur nýti sér ótta almennings við
hryðjuverk til að réttlæta lagasetn-
inguna. „Bresku lögin sem nú liggja
fyrir eru ruglingsleg og gerir að engu
hina miklu hefð sem er fyrir tján-
ingarfrelsi í landinu," sagði White og
bætti við að ef slík löggjöf hefði verið
í gildi síðastliðin 30 ár hefði ekki ver-
ið frjáls fjölmiðlun á Norður-frlandi
og það hefði haft hörmulegar afleið-
ingar í för með sér fyrir friðarferlið
sem þar stendur yfir.
Hagsmunasamtök fjölmiðlafólks
og listamanna í Ástralíu (Media
Entertainment & Arts Alliance)
segja að samkvæmt nýjum lögum
gegn hryðjuverkum sé hægt að kæra
hvern sem er fyrir uppreisnaráróður
án þess að þeir hefðu gerst sekir um
að hvetja til ofbeldis eða valdbeiting-
ar eins og kveðið var á um í fyrri
lögum. „f raun verður hægt að kæra
blaðamann samkvæmt þessum lög-
um sem hefur skrifað frétt um eða
birt athugasemdir gegn aðgerðum
stjórnvalda, lögreglu eða dómskerfis-
ins,“ segir Cristopher Warren, ritari
samtakanna. Það sama gildir um
gjörningalistamenn eða kvikmynda-
gerðarmenn sem taka þátt í verkefn-
um sem fela í sér ádeilu gegn stjórn-
völdum.
Hægt að leggja hald á
trúnaðarupplýsingar
Samkvæmt lögunum fær lögregla
ennfremur auknar heimildir til að
leggja hald á skjöl sem kunna að tengj-
ast alvarlegri hryðjuverkaógn. Hún
getur meðal annars þvingað blaða-
menn til að iáta af hendi upplýsingar,
þar á meðal nöfn heimildarmanna
sem njóta trúnaðar. Blaðamennirnir
Ríkisstjórnir í Bretlandi og Ástralíu hafa verið gagnrýndar fyrir að nýta sér ótta almennings við hryðjuverk til að réttlæta umdeild frum-
vörp til laga gegn hryðjuverkum.
mega ennfremur eiga yfir höfði sér
sektir ef þeir neita að fara að tilmæl-
um lögreglu. Þeir mega jafnvel eiga
von á háum fjársektum fyrir það eitt
að segja frá því að lögregla hafi falast
eftir upplýsingum hjá þeim.
Alþjóðlegumannréttindasamtökin
Amnesty International létu einnig í
ljósi áhyggjur af frumvörpunum til
laga gegn hryðjuverkum bæði í Bret-
landi og í Ástralíu. Það var ekki síst
ákvæði um lengd gæsluvarðhalds
án ákæru sem gagnrýnt var í breska
lagafrumvarpinu. Samtökin vöruðu
við því að ákvæði um gæsluvarðhald
yrðu að virða ýmis grundvallarmann-
réttindi. Þar með talin eru réttindi
mánna til frelsis, bann við geðþótta-
ákvörðunum um gæsluvarðhald og
réttur varðhaldsfanga til að vera
ákærður án tafar. Þá hafa samtökin
jafnframt bent á að því lengur sem
maður er yfirheyrður í gæsluvarð-
haldi þeim mun meiri líkur séu á því
að dómstólar dæmi yfirlýsingar sem
hann gefi ómerkar. „Ríkisstjórnin
og þingmenn á Bretlandi mega ekki
gera neinar málamiðlanir þegar kem-
ur að þessum réttindum. Sá tími sem
halda má manneskju í varðhaldi, án
þess að kæra sé lögð fram, á ekki
að vera ágreiningsefni í pólitískum
samningaviðræðum. Rétturinn til að
vera ákærður án tafar skilur á milli
þess hvort virðing sé borin fyrir rétt-
inum til frelsis eða hvort geðþótti ræð-
ur ákvörðunum um gæsluvarðhald,"
segir í fréttatilkynningu sem sam-
John Howard, forsætisráðherra Ástralíu,
segir nýju iögin nauðsynleg vegna þjóð-
aröryggis.
Tony Blair hefur ásakað meirihluta þing-
manna um að vera ekki í tengslum við
almenning og gera sér ekki grein fyrir
hvílík ógn stæði af hryðjuverkum.
tökin sendu frá sér eftir að Charles
Clarke, innanríkisráðherra, hafði
dregið lögin til baka í síðustu viku.
Ýmis mannréttindi í hættu
Ástralíudeild Amnesty hefur einnig
lýst yfir áhyggjum af þeim lögum
sem þar er nýbúið að samþykkja.
Líkt og á Bretlandi voru það ekki síst
ákvæði um gæsluvarðhald sem mót-
mælt var en samkvæmt nýju lögun-
um verður hægt að halda fólki í allt
að 14 daga án þess að ákærur séu lagð-
ar fram. Þá finnst samtökunum sér-
staklega aðfinnsluvert að samkvæmt
nýju lögunum verði hægt að hneppa
í gæsluvarðhald börn á aldrinum 16
til 18 ára. Það brjóti í bága við alþjóð-
leg viðmið sem kveða á um að ekki
skuli hneppa börn í gæsluvarðhald
nema þegar menn eiga enga aðra
úrkosti. Ennfremur telja samtökin
að ógn stafi af ýmsum stjórnarskrár-
bundnum mannréttindum svo sem
tjáningarfrelsi og rétti fólks til að
vera talið saklaust áður en sekt er
sönnuð.
Frumvarpið fellt í breska þinginu
Frumvarp til laga gegn hryðju-
verkum var fellt í breska þinginu á
miðvikudag. Þetta þykir gríðarlegt
áfall fyrir Tony Blair og er talið að
málið muni veikja stöðu hans sem
forsætisráðherra. Blair bar höfuðið
hátt þrátt fyrir tapið og á ríkisstjórn-
arfundi daginn eftir sakaði hann
meirihluta þingmanna um að vera
ekki í tengslum við almenning og að
þeir gerðu sér ekki grein fyrir hvílík
ógn stafaði af hryðjuverkum.
í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar
á miðvikudag gerði Blair sér grein fyr-
ir að ekki mátti miklu skeika til að
frumvarpið yrði fellt og kallaði hann
meðal annars Gordon Brown, fjár-
málaráðherra, og Jack Straw, utan-
ríkisráðherra, heim frá útlöndum til
að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Tony Blair hvatti þingmenn til að
sýna ábyrgð og varaði þá við því að
þeir stefndu öryggi landsins í hættu
með andstöðu sinni við frumvarpið.
Hann sagði það vera skyldu þeirra að
styðja frumvarpið og benti ennfrem-
ur á að komið hefði verið í veg fyrir
tvær hryðjuverkaárásir í landinu
síðan árásirnar í London voru gerðar
í júlí á þessu ári.
Charles Clarke, innanríkisráðherra
Bretlands, dró hið umdeilda frum-
varp gegn hryðjuverkum til baka í
síðustu viku þegar sýnt þótti að það
myndi ekki verða samþykkt þar sem
stór hópur stjórnarþingmanna hafði
snúist gegn því. Á mánudagskvöld
tilkynnti hann síðan að sú breyting
yrði gerð á frumvarpinu að umdeild-
asta ákvæði þess yrði endurskoðað
eftir eitt ár. Ákvæðið umdeilda veit-
ir lögreglu rétt til að halda grunuð-
um í allt að þrjá mánuði án þess að
ákæra sé lögð fram. Ríkisstjórnin
hélt því fram að nauðsynlegt væri
vegna þjóðaröryggis að hafa 90 daga
hámarksgæsluvarðhald. Þingmenn
Frjálslyndra jafnaðarmanna vildu aft-
ur á móti að hámarkslengd gæsluvarð-
halds án ákæru yrði 14 dagar. Ihalds-
menn vildu aftur á móti að dagarnir
yrðu 28.
Lagasetningu hraðað í Ástralíu
John Howard, forsætisráðherra Ástr-
alíu, var harðlega gagnrýndur fyrir
að hafa hraðað frumvarpi um hert
lög gegn hryðjuverkum í gegnum
ástralska þingið í síðustu viku. Rík-
isstjórnin hafði kallað saman þingið
til að afgreiða frumvarpið sem gef-
ur meðal annars lögreglu víðtækari
heimildir en áður til að berjast gegn
hryðjuverkaógnum. Verkamanna-
flokkurinn, jafnaðarmenn og græn-
ingjar sökuðu ríkisstjórnina um
að vera í pólitískum hráskinnaleik
með þjóðaröryggi og reyna að hræða
Ástrali. Howard vísaði ásökununum
á bug og sagði breytingarnar á lög-
gjöf gegn hryðjuverkum vera í þágu
þjóðaröryggis.
Afgreiðsla frumvarpsins hafði
tafist vegna andstöðu sumra fylkis-
stjóra við það. Ríkisstjórnin þurfti
á stuðningi allra fylkja að halda til
að frumvarpið næði fram að ganga
en fylkin lúta stjórn Verkamanna-
flokksins sem er í stjórnarandstöðu.
Leiðtogar hinna átta fylkja Ástralíu
sögðust hlynntir frumvarpinu í sept-
ember gegn loforði um að lögin yrðu
endurskoðuð eftir fimm ár.
Meintir hryðjuverka-
menn handteknir
Skömmu áður en atkvæði voru greidd
um frumvarpið í síðustu viku tilkynnti
Howard að yfirvöld hefðu fengið veð-
ur af því að hryðjuverkamenn hefðu
í hyggju að gera árás á landið án þess
að tiltaka nánar í hverju hættan fælist.
Jafnframt réttlæti hann flýtiafgreiðslu
þingsins á frumvarpinu með vísun til
þessarar ógnar. Á þriðjudag handtók
lögregla íjölda manna sem grunaðir
eru um að hafa verið að skipuleggja
hryðjuverkaárásir í umfangsmiklum
aðgerðum í Sydney og Melbourne.
Umdeildasta atriði I frumvarpinu er
heimild lögreglu til að skjóta meinta
hryðjuverkamenn til bana við vissar
aðstæður. Ennfremur fær lögregla
víðtækari heimildir til að leita á fólki
og að samhæfðri stjórn verður komið
á á flugvöllum landsins. Þá eru uppi
ráðagerðir um að ævilangt fangelsi
liggi við því að fjármagna starfsemi
herskárra samtaka og hægt verður að
hafagrunaðahryðjuverkamenn í varð-
haldi án ákæru í 14 daga.