blaðið - 12.11.2005, Page 14
blaðið____
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
NÖLDURFLOKKUR í
FRJÁLSU FALLI
I dag er haldinn fyrsti flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar eftir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð formaður, en síðan er liðið hálft ár. Á
honum mun verður talað um allt annað en stöðu flokksins. Ingibjörg
Sólrún sjálf - ekki síður en stuðningsmenn hennar - lofaði miklum
breytingum. Stefnan átti að verða skýrari. Fylgið átti að aukast og menn
nefndu jafnvel 40%. f dag er Samfylkingin aðeins með 27,8% fylgi. Flokk-
urinn er í frjálsu falli. Hann hefur tapað fylgi í hverri einustu könnun
frá því Ingibjörg varð formaður.
f því samhengi þýðir ekki að benda á utanaðkomandi aðstæður, því
það er vitaskuld hlutskipti allra stjórnmálamanna að bregðast við slíku.
Stjórnmálaleiðtogar móta hins vegar þann farveg í stað þess að vera ei-
líf fórnarlömb kringumstæðna. Formanninum og flokksmönnum Sam-
fylkingarinnar er hollt að muna, að veldur hver á heldur.
Samfylking var orðinn að frekar jákvæðum flokki og stundum frísk-
legum, sem stóð undir nafni sem nútímalegur jafnaðarmannaflokkur.
Ingibjörg Sólrún hefur á hinn bóginn breytt Samfylkingunni í neikvæð-
an tuð- og nöldurffokk, sem er á hraðri leið til vinstri, eins og vinstri-
grænir sinni þeirri eftirspurn ekki fullkomlega. Hún nöldraði yfir vel-
heppnaðri sölu Símans og tuðaði yfir að útlendingar hefðu ekki boðið í
hann. Þá sjaldan hún rauf pólitíska þögn sína í sumar var það aðeins til
þess að kvarta undan vanhæfi Halldórs Ásgrímssonar vegna sölu Búnað-
arbankans. Hún boðaði skattahækkanir, sem stuðningsmaður hennar,
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, kallaði „heimskulegar“. Hún fór á
þing LÍÚ og boðaði fráhvarf frá sjávarútvegsstefnu flokksins, en virtist
nokkrum dögum slðar vera búin að taka hana aftur upp.
Með kjöri Ingibjargar áttu flestir - nema kannski Davíð Oddsson
fjandvinur hennar - von á nýjum hugmyndum og nýjum efnistökum.
Þegar Ingibjörg kynnti helstu þingmál vetrarins dró hún upp gömul þing-
mál frá Jóhönnu Sigurðardóttur um velferð aldraðra og öryrkja. Málin
voru vafalaust alls góðs makleg, en vart til marks um ferskleika nýs for-
manns. Á Alþingi hefur Samfylking Ingibjargar aðallega vakið eftirtekt
fyrir ósýnileika formannsins og málsvörn fyrir auðhringi. Hvað varð
um framtíðarhópinn og jafnaðarstefnu 21. aldar? Hvar er hinn breiði
jafnaðarmannaflokkur á miðju íslenskra stjórnmála?
f dag veit enginn fyrir hvað Samfylkingin stendur. Flokkurinn er
með og á móti varnarliðinu, með og á móti skattahækkunum, með og á
móti einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, og með og á móti kvótakerfinu. Á
sama tíma er flokkurinn í borginni rjúkandi rúst eftir andlát R-listans,
sem rekja má beint til þess hvernig Ingibjörg kom fram við samstarfs-
flokkana þegar hún gekk á bak orða sinna og fór í landsmálin.
Umskiptin á stöðu Samfylkingarinnar verða þó varla rædd á fundin-
um í dag. f flokki umræðustjórnmála ræða menn ekki um axarsköft.
Um það er þegjandi samkomulag.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Kópavogsbúar
munið
opið
prófkjör
í dag
í Smáraskóla
14 I ÁLIT
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 biaóið
'JÍLEbl s'Kt' tzTÆK <
\
Leitin að þriðja manninum
Það er ágæt regla í lífinu, og góð
hernaðartækni, að virða andstæðing-
inn, þekkja styrkleika hans og sömu-
leiðis veikleika. Öðruvísi er erfitt að
sigra hann. Það er ekki skynsamleg
regla að standa í stöðugu skítkasti
við andstæðinga sína. Fólk gerir sig
alltof oft marklaust með slíku tali.
Það mun hafa verið Stefán Jón Haf-
stein sem sagði eitthvað á þá leið að
í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins hefði verið um tvo laka kosti að
ræða. Það var óþarfi að tala á þenn-
an hátt og Stefán Jón hlýtur að hafa
gert sér grein fyrir því, svona eftir á.
Alla vega vona ég að svo hafi verið
því þetta voru arfavitlaus orð. Fyrir
sjálfstæðismenn var einfaldlega um
tvo góða kosti að ræða. Það hefði
vissulega verið spennandi að sjá
hver framvindan yrði hefði Gísli
Marteinn unnið prófkjörsslaginn
en hugsanlega var það, á þessum
tímapunkti, áhætta sem sjálfstæð-
ismenn höfðu ekki efni á að taka.
Sjálfstæðisflokkurinn er með sterk-
an framboðslista og að mörgu leyti
spennandi. Ég get vel treyst þessu
fólki til að standa sig vel við stjórn-
un borgarinnar - án þess að ég sé
þar með að lofa atkvæði mínu. Ég
er bara að láta andstæðinginn njóta
sannmælis.
Vandræðagangur Samfylkingar
Nú er yfirvofandi sambærilegt leið-
togaprófkjör hjá hinu mikla kærleiks-
heimili, Samfylkingunni. Nokkrum
mánuðum fyrir prófkjörið er kom-
inn kurr innan flokksins. Kemur
mér ekkert á óvart. Þetta er nú einu
Kolbrún Bergþórsdóttir
sinni þannig samsettur flokkur
að innan hans eru hópar sem þola
ekki hvern annan. Ég nefni engin
nöfn. Ja, nema hvað ég sá að Mörður
Árnason sendi Stefáni Jóni Hafstein
tóninn á heimasíðu sinni. Ég hef hitt
samfylkingarmenn sem hugsa svip-
aðar hugsanir og þær sem Mörður
kom í orð.
Sem félagsmaður í Samfylking-
unni ber mér víst siðferðileg skylda
til að kjósa í því prófkjöri. En ég hef
náttúrulega líka skyldur við sam-
visku mína og ég sé ekki vænlega
kosti í leiðtogakjörinu. Ég sé tvo laka
kosti. Mér sýnist að ég sé ekki ein í
mínum vandræðagangi. Meira að
segja formaður Samfylkingar grát-
bænir fólk utan Samfylkingar um
að blanda sér í baráttuna. Það hlýt-
ur að vera staðfesting þess að Sam-
fylkingin á í basli með að finna sér
leiðtoga í borginni. Kannski hlýðir
einhver góður og sanngjarn einstak-
lingur kalli formannsins. En mikið
finnst mér snautlegt ef Samfylking-
in þarf að leita utan eigin raða eftir
leiðtoga. Það er ekki allt í góðum gír
hjá flokki þar sem svo háttar.
Leitin að ieiðtoganum
Samfylkingin er í vandræðum. Borg-
arstjórinn I Reykjavík er kona sem
var sett í embættið vegna þess að
hún þótti meinlaus. Hún er sögð vera
valdalaus, eins konar varaskeifa þar
til „alvöru“ kandídat kæmi fram og
sigraði í prófkjöri. Annað leiðtoga-
efni Samfylkingar er maður sem er
vægast sagt umdeildur innan flokks-
ins enda er hann orðhvatur maður
og á til ótrúlegan hroka sem hleypir
illu blóði í menn. Ekkert þráir hann
heitar en að verða borgarstjóri. Mér
finnst reyndar sitthvað fallegt við
að þrá eitthvað svona heitt og inni-
lega. En ég held að Stefán Jón yrði
ekki farsæll borgarstjóri.
Samfylkingin þarf sterkan leið-
toga í borginni ætli hún sér að sigra
Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgar-
stjórnarkosningum. Nú hefst leitin
að þriðja manninum.
Klippt & skoríð
Framsóknarmenn
ganga nú að því
sem gefnu að
Alfreð Þorsteinsson verði
keyptur til að hætta í borg-
armálum með þvf að verða
launaður stjórnarformaður
í Landsvirkjun. Flokksmenn hafa hins vegar tak-
markaða trú á að Anna Kristinsdóttir, borgarfull-
trúi, geti flikkað upp á fylgið enda liggja afrek
hennar í borgarstjóm ekki á glámbekk. Vonarpen-
ingurinn og almenningstengill Halldórs Ásgríms-
sonar, Björn Ingi Hrafnsson, mun fátt vera að van-
búnaði f slaginn. Andstæðingar hans benda þó á
að mlðað við hvernig Bimi Inga hefur tekist upp
við að bæta (mynd Halldórs þurfi Framsókn vart
um sárt að binda undir forystu hans í borginni. Er
nú leitað logandi Ijósi að nýjum og ferskum kand-
ídat. Augu sumra hafa staðnæmst viðfréttamann-
inn gamla Eggert Skúlason. Sá hængur er þó á að
Eggert mun ekki vera í Framsóknarflokknum.
ISamfylkingunni f
Reykjavík leggja ungir
jafnaðarmenn á ráðin
um að senda Andrés Jóns-
son, formann UJ, í prófkjör
sem sinn fulltrúa og ætla
honum þriðja sætið. Innan-
búðarmenn telja þó að Andrés muni líklega
lenda í samkeppni við annan UJ-ara, Bryndisi
(sfold Hlöðversdóttur. Andrés er þó litinn illu
auga af mörgum þingmönnum og fiokksbrodd-
um (Reykjavík, þar sem hann ertalinn ábyrgur
fyrir vægast sagt umdeildum aðferðum, sem
beitt var til að fella virtan þingmann, Lúðvik
Bergvinsson, i varafomannskjöri flokksins i vor
sem leið. Innan flokksins eru margir þeirrar
skoðunar að það mál sé óuppgert.
A
starjátning Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur til útgerðarmanna á LfO
þinginu um daginn virðist hafa kom-
klipptogskorid@vbl.is
ið flokksmönnum algerlega
á óvart. (plstli á heimasíðu
sinni sá Jóhann Ársælsson,
þingmaður og lengi vel
talsmaður flokksins í sjávar-
útvegsmálum, ástæðu til að
itreka andstöðu sfna gegn
kvótakerfinu. Sama mátti lesa á heimasiðu
Marðar Árnasonar. (fyrradag skrifuðu svo tveir
flokksmenn, Björgvin Guðmundsson, fyrrv.
borgarfulltrúi, og Björn Davíðsson, flokks-
stjórnarmaður í Samfylkingunni, greinar í
Fréttablaðið þar sem þeir lýsa stuðningi sínum
við óbreytta stefnu flokksins. Kúvending Ingi-
bjargar virðist þvi bundin við þrönga kliku ráð-
gjafa. I hópi heistu trúnaðarmanna hennar er
kvótaerfinginn Ágúst Ó. Ágústsson, sem hvísl-
að er um að sé varaformaður flokksins.