blaðið - 12.11.2005, Síða 16
16 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö
o^nPoio
Þegar staðreyndum
er snúið á hvolf
Kringlan s.568 5757
Af frásögn Fréttablaðsins á dögun-
um mætti ráða að Össur Skarp-
héðinsson hefði gerst taglhnýtingur
Sigurjóns Þórðarsonar, alþingismanns,
sem hefur haldið uppi afskaplega
ómarkvissri og ómálefnalegri umræðu
um ráðstefnu sjávarútvegsráðuneytis
og Hafrannsóknastofnunar um nýlið-
un og framleiðslugetu þorskstofnsins.
Svo slæmt er þetta þó ekki. Það sem
vitnað er í Össur mun vera úr gamalli
ræðu hans á Alþingi af allt öðru tilefni.
Sigurjón hélt því fram að ráðstefnan
væri til marks um að verið væri að loka
á alla umræðu um fiskveiðiráðgjöf og
haffannsóknir. Þetta er víðs fjarri öll-
um sanni. Á ráðstefnunni töluðu þrír
erlendir ffæði- og vísindamenn frá
jafnmörgum vísinda- og rannsóknar-
stofnunum. Tveir frá Kanada og síðan
forstjóri færeysku Hafrannsóknastofn-
unarinnar voru með athyglisverð inn-
legg. Tveir vísindamenn frá Hafrann-
sóknarstofnun fluttu fróðleg erindi
sem og prófessor í fiskifræði við Há-
skóla Islands.
Á dögunum var fyrsti fundurinn
í ráðgjafanefhd Hafrannsóknastofn-
unar. Þar áttu sæti vísindamenn, inn-
Einar K.
Guðfinnsson
lendir og erlendir,
auk fulltrúa úr
sjávarútvegi, þ.m.t.
starfandi sjómenn.
Framundan er síð-
an fundarherferð
á vegum Hafrann-
sóknastofnunar,
þar sem heim-
sóttir verða 14 stað-
ir, allt til þess að
örva umræðu um
hið mikilvæga mál.
Því fer þess vegna víðs fjarri að ætlun-
in sé að kæfa umræðuna. Þvert á móti.
Ætlunin er að örva slíka umræðu.
Menn geta vitaskuld reynt að
snúa öllum staðreyndum við eins
og Sigurjón og draga síðan ályktan-
ir út frá því. Og illt er fyrir Össur
Skarphéðinsson að vera spyrtur við
slíkt óðagot í blöðunum. En stað-
reyndirnar geta menn ekki umflúið.
Jafnvel þó þær passi illa við þann sýnd-
arveruleika sem þeir kjósa að lifa í.
EinarK. Guðfinnsson
www.ekg.is
Tannlæknakostnaður
barna
Gífurlegur munur
eru á greiðsluþátt-
töku Tryggingar-
stofnunar ríkisins
í tannlæknakostn-
aði barna og ung-
linga að 17 ára aldri
og því verði sem
greiða þarf fyrir
tannlækningarnar.
Þannig var greiðslu-
þátttaka Trygging-
arstofnunar ríkis-...
ins rúmar 537 milljónir á árinu 2004
vegna tannlæknakostnaðar barna og
unglinga að 17 ára aldri en raunkostn-
aður sem greiða þurfti fyrir tannlækn-
ingarnar voru rúmar 888 milljónir
króna. Tryggingarstofnun ríkisins
greiddi því einungis 60,5% af heildar-
kostnaði við tannlækningar þessa ald-
urshóps en foreldrar um 40%. Þetta
er afleiðing þess að þrátt fyrir margra
Jóhanna
Sigurðardóttir
Alþingismaður
Prófkjör
framsóknarfélaganna í Kópavogi
4' '& '4í
ára tilraun eða frá 1999 hefur ekki
enn tekist að semja við tannlækna.
Stefnir í tvískipt tannheilbrigðiskerfi
Ekki er langt síðan að fram kom hjá
sérfræðingi í samfélagstannlækning-
um að hér á landi stefni í tvískipt
tannheilbrigðiskerfi þar sem hópur
barna fari ekki til tannlæknis vegna
þess að foreldrar hafi ekki efni á
því. Ekki er langt síðan formaður
Tannverndarráðs kynnti niðurstöðu
rannsóknar um að 30% 16-17 ára ung-
linga fari ekki til tannlæknis og 50%
þriggja ára barna fari heldur ekki til
tannlæknis.
Tryggingatanniæknir hefur kallað
eftir 100% endurgreiðslu
Fyrir 1-2 árum kallaði trygginga-
tannlæknir líka eftir því opinberlega
að semja þyrfti aftur um fasta gjald-
skrá og hækka um leið endurgreiðsl-
una í 100%. Sömuleiðis þyrfti að
hækka endurgreiðslualdurinn sem
fyrst í 20 ár til samræmis við hin
Norðurlöndin. Þegar heilbrigðisráð-
herra er spurður um þetta á Álþingi
skýlir hann sér ávallt á bak við að nú
sé í gangi enn ein rannsóknin á tann-
heilsu barna. Þegar hún liggi fyrir
mun hann taka ákvörðun í málinu.
Nú hefur ráðherra í svari til mín á
Alþingi boðað að niðurstaða hennar
verði kynnt fyrir áramót. Þá kemst
ráðherrann ekki lengur undan að
taka ákvörðun. Sannarlega verður eft-
ir því gengið.
Prófkjörið fer fram laugardaginn 12. nóvember frá
kl. 10:00 til kl. 20:00 í Smáraskóla. Rétt til að greiða
atkvæði eiga allir þeir sem skráðir eru til lögheimilis
í Kópavogi og hafa náð 18 ára aldri þann 27. maí 2006
þegar sveitarstjórnarkosningar fara fram.
Ágætu Kópavogsbúar, nýtið kosningarétt ykkar og
takið þátt í prófkjörinu. Með því hjálpið þið til við að
skapa sterkan lista framsóknarmanna.
í miðstöð framsóknarfélaganna að Oigranesvegi 12
verður opið hús frá kl. 11:00 og fram eftir degi á
kosningadag. Kosningavaka hefst ki. 19:30.
"Wíítoi,
Framsóknarfélögin í Kópavogi
títli Iqúlluiiv
fcEGAR. t>Xl ÍM; JSf TTA ÚTjlLL
l}Á VyBKÐ,UR MAÐ, HLLGSÍt
siwm
PŒnæn