blaðið - 12.11.2005, Page 18
18 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö
100%
verðtrygging
til Kanarí
Þú færð ávallt tægsta veróið og
mestu gaeðiri hjá Heimsferðum
-■ armars endurgreiðum við
Þjónustan í öndvegi
Okkar kappsmál er aó veita sem
besta þjónustu. Allir fararstjórar
Heimsferða hafa áratanga reynstu
og sérþekkingu á Kanaríeyjum.
• íslensk fararstjórn
• Viótalstímar á gististöóum
• Beint keiguflug án millilendingar
• Upplýsingabók Heimsferóa meó
hagnýtum upplýsingum
• Skemmti- og iþróttadagskrá i
sérvötdum feróum
• Simavakt allan sólarhringinn
• Órugg læknaþjónusta
Tryggðu þer bestu
gististaðina og
lægsta verðið á
Kanarí í vetur!
Frabært
Kr. 49.990
- vika, m.v. 2
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í
íbúð á Aguacates, Vista Golf eða
Las Arcnas, vikuferð, 17., 24. og
31. janúar eða 7. febrúar.
Netverð á mann.
Kr. 59.990
- 2 vikur, m.v. 2
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 í
íbúð á Aguacates, Vista Golf eða
Las Arenas, í 2 vikur, 17., 24. og
31. janúar eða 7. febrúar.
Netverð á mann.
*Verðtrygging Heimsferða tryggir þðr
laegsta verðið á viðkomandi ferð, m.v.
gististað í boði, ferðadag og ferðalengd.
Háð því að viðkomandi ferð sé f boði.
Mundu
MasterCard
feröadvísutUna'Q^c
Heimsferðir
Skógarhlfð 18 • 105 Raykjavfk, sfmi 595 1000
Akureyrl, siml 481 1099 • Halnarfjðrður, slml 510 9500 • www.helmslerdlr.ls
Kanaríeyjar eru langvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir
vetrarmánuðina, enda er þar milt og gott veður með jöftiu hitastigi
árið um kring. Á Gran Canaria er að jafnaði 20-25 stiga hiti á daginn.
Vinsælustu staðirnir eru Enska ströndin og Maspalomas og þar eru
Heimsferðir með sína gististaði.
Viðbótargisting
á frábæru verði
- Aguacates
- Vista Golf
- Las Arenas
Bókaðu strax!
17.jan.
24. jan.
31. jan.
7. feb.
- aðeins 11 íbúðir
- aðeins 15 íbúðir
- aðeins 17 íbúðir
- aðeins 17 íbúðir
Er vatn söluvara
eða mannréttindi?
Þann þriðja nóvember síðastliðinn var lagt fram að nýju frumvarp til
vatnalaga. Slíkt frumvarp var fyrst lagt fram síðastliðið vor og vakti
gífurlega hörð viðbrögð enda töldu margir að með því væri verið að koma
á eignarrétti á vatni. Blaðið skoðaði mikilvægi vatns í framtíðinni, hvað
fælist í þessum lögum og kynnti sér hvort að alþjóðaskuldbindingar ís-
lendinga geri erlendum aðilum kleift að kaupa vatn hér á landi.
Mikilvægi vatns
Það gera sér kannski ekki allir grein
fyrir því að vatn er hverfandi auðlind
í heiminum. Einungis hálft prósent
vatnsforða heimsins er ferskvatn og
vatnsskortur er viðvarandi í ýmsum
löndum hnattarins. I þessu tilliti
verður að líta til þess að vatn er í raun
upphaf og endir alls. Líf þrífst ekki án
þess og því ldárlega um gífurlega mik-
ilvæga auðlind um að ræða. Á sama
tíma og vatnsforði jarðar helst hinn
sami þá fjölgar mannfólkinu. Fyrst
að vatnsskortur er til staðar við nú-
verandi aðstæður er augljóst að hann
mun aukast eftir því sem fleiri verða
um hvern dropa. Reyndar er talið að
á meðan að mannkynið tvöfaldist
muni vatnsþörf þess fjórfaldast. Það
verður því að teljast líklegt að þjóðir
heimsins fari að keppa sín á milli í
efnahagslegum skilningi um aðgengi
að vatni í náinni framtíð.
Flestir Islendingar hugsa líklega
ekki mikið um vatn. Aðgengi að því
virðist vera svo sjálfsagt hér enda
gnótt vatns á eldeyjunni. Samt sem
áður hafa samtök á borð við BSRB,
Kennarasamband Islands, Land-
vernd, Náttúrusamtök Islands, Þjóð-
kirkjuna og fleiri fundið sig knúin
til þess að senda frá sér sameiginlega
yfirlýsingu þess efnis að bundið verði
í stjórnarskrá ákvæði um réttindi,
verndun og nýtingu vatns í kjölfar
þess að iðnaðarráðherra, Valgerður
Sverrisdóttir, hefur lagt fram frum-
varp til nýrra vatnalaga. En hvað felst
í þessum lögum og er einhver ástæða
tii þess að örvænta?
Vatnalög Valgerðar
Vatnalögin voru sett árið 1923. Rök-
sæmdarfærsla iðnaðarráðherra fyrir
nýjum lögum er meðal annars sú að
þau lög miði við það landbúnaðarsam-
félag sem þá var á íslandi.
Valgerður hefur sagt í umræðum
um þessi lög að það sé ekki verið að
breyta eðli laganna heldur einungis
formi þeirra. Það verði héðan í frá nei-
kvætt f stað þess sem áður var þegar
að það var jákvætt sem raunverulega
þýðir að ekki er nauðsynlegt að telja
upp öll þau atriði sem eiganda jarðar
sé heimilt að nýta vatnið til heldur sé
gengið út frá því að rétturinn sé land-
eigandans hvað varðar alla nýtingu á
vatninu.
Ögmundur Jónasson, formaður
NR.1 f AMERfKU
GLUCOSAMINE & CHONDROITIN
EXTRA STERK LIÐAMÓT
GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI
BSRB og alþingismaður, telur að
verið sé að festa eignarréttinn f sessi
með þessum lögum. Hann segir
þróunina á undangengnum árum
hafa verið í þá átt að færa vatnið frá
umhverfis- og félagsmálaráðuneytun-
um og undir iðnaðarráðuneytið með
áherslu á vatnsnýtingu, sem sýni að
hans mati að virðing fyrir umhverfis-
og mannréttindasjónarmiðum séu
ekki í forgrunni hjá ríkisstjórninni.
Hann segir ennfremur að frumvarp
ríkisstjórnarinnar gangi út á það að
treysta einkahagsmuni og eignarrétt-
arákvæði einstaklinga og fyrirtækja í
sessi i stað þess að ganga í gagnstæða
átt og tryggja mannréttindi og um-
hverfisleg réttindi. Páll H. Hannes-
son, alþjóðafulltrúi BSRB, tekur held-
ur sterkara til orða og í ræðu sinni á
ráðstefnunni „Vatn fyrir alla“ í lok
síðasta mánaðar sagði hann að „frum-
varpið um vatnalögin gerir ráð fyrir
því að umráðaréttur landeigenda á
vatni breytist í kláran eignarrétt og
frumvarp um rannsóknir og nýtingu
á jarðrænum auðlindum, þar með tal-
ið vatni, geri ráð fyrir að eignarlandi
fylgi eignarréttur á þeim auðlindum
sem þar finnast.“ Það er því skoðun
hans að þessar breytingar ýti undir
þau sjónarmið og vatn sé einkaeign
og því möguleg markaðsvara.
Það hlýtur að vera óeðlilegt að
lög um jafn mikilvæga auðlind og
vatn geti verið túlkuð á jafn víðan
og misvísandi hátt og raun ber vitni.
Eyvindur G. Gunnarsson, héráðsrétt-
arlögmaður og dósent við lagadeild
Háskóla Islands, segir að í raun hafi
eignarréttur jarðeigenda yfir vatni á
fasteign þeirra alltaf verið til staðar
og breytingarnar í nýju lögunum séu
því sáralitlar. Hann segir að réttar-
staðan sé þannig að um eignarrétt á
grunnvatni, neysluvatni, þá gildi auð-
lindalögin og þar sé eignarrétturinn
niðurnegldur. Þess vegna hafi alltaf
verið talið að eigandi fari með eignar-
rétt á vatni í jörð hans. Hann telur því
að ekkert breytist hérna þar sem að í
gömlu vatnalögunum frá 1923 þá eru
upptalin nánast öll raunhæf vatnsnot
þannig að það er ekkert sem máli
skiptir að breytast.
Ekki öll sagan sögð
Þó að eignarréttur einstaklinga hér
á landi hafi alltaf verið til staðar og
að ríkið hafi klárlega heimild til þess
að grípa inn í ef að eigandi jarðar vill
hamla aðgengi að vatni, að vísu gegn
greiðslu himinhárra skaðabóta, þá er
aðgengi landsmanna að vatni samt
sem áður ekki tryggt með óyggjandi
hætti. Island er aðili að Alþjóðavið-
skiptastofnuninni (WTO) og gengst
þar undir skuldbindingar GATS-sam-
komulagsins (almenns samkomu-
lags um viðskipti með þjónustu), en
megin tilgangur þess samkomulags
er að opna innanlandsmarkaði fyrir
alþjóðlegum þjónustuviðskiptum. 1
ræðu sinni á vatnsráðstefnunni seg-
ir Páll H. Hannesson í sambandi við
þetta að utanríkisráðuneytið hafi
sagt að fyrirtæki í eigu hins opinbera
á samkeppnismarkaði falli undir
skuldbindingar GATS-samkomulags-
ins. Reyndar hafi ráðuneytið reynt
að undanskilja opinbera þjónustu
ákvæðum GATS með að árétta „að
skuldbindingarskráin eigi ekki við
á sviði opinberar þjónustu,“ og slær
því ákveðinn varnagla um það að
ekki sé hægt að takmarka þjónustu
við almenning. Þessir fyrirvarar eru
þó settir fram í yfirstandandi samn-
ingsviðræðum en þeir eru ekki í gildi
FRÉTTA-
SKÝRING
ÞÓRÐUR S. JÚLÍUSSON
samkvæmt núgildandi samningi.
Páll nefnir sem dæmi að nýleg lög um
vatnsveitur sem veita sveitarfélögun-
um, sem áður hafi verið skylt að starf-
rækja vatnsveitur og höfðu til þess
einkarétt, rétt til þess að framselja
þann einkarétt ótímabundið til hluta-
félags og selja allar eigur vatnsveitunn-
ar í hendur þess. Reyndar er skilyrði
í þeim lögum að slíkt fyrirtæki sé í
meirihlutaeigu opinbera aðila en þó
er ekki loku fyrir það skotið að einka-
fyrirtæki geti komið að einkarekstri
vantsveita. Það er því möguleiki fyrir
hendi að einkaaðilar geti haft áhrif
á, og stýrt að einhverju leyti, hvernig
rekstri vatnsveita er hagað.
Nauðsynlegt að þessir
hlutir liggi fyrir
Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að
vatn eigi eftir að verða verðmætara
en olía á næstu fimmtíu árum. Það
er því ljóst að landeigendur sem eiga
eignir með vatni sitja á gullnámum í
nánustu framtíð. Þó að ríkið geti æt-
ið sett ákveðin skilyrði með lögum
sem tryggi þjóðinni ákveðin vatns-
réttindi þá getur vatn samt sem áð-
ur orðið söluvara hér á landi, enda
miklu meira til af því hér en raun-
veruleg þörf er á til að svala þörfum
almennings. Raunar er einungis um
1% grunnvatnsauðlindinni á Islandi
nýtt til manneldis og annarra þarfa
að sögn Pétur Arnar Sverrissonar lög-
fræðings hjá iðnaðarráðuneytinu. Ef
að vatn verður næsta olía, ef svo má
að orði komast, þá er ljóst að margir
eiga eftir að hagnast gífurlega af sölu
á þessari auðlind og þeim hinum
sömu er tryggður óvéfengjanlegur
einkaréttur á þessari auðlind með
vatnalögunum. Vatn er því klárlega
ekki almenningseign heldur mögu-
lega afar arðbær verslunarvara sem
selja megi hæstbjóðanda. Annmark-
ar eru reyndar á íöggjöfinni þar sem
að nýting auðlindar er háð leyfi iðnað-
arráðherra. Undatekningar eru hins
vegar á þeirri leyfisþörf sem heimila
landeiganda að hagnýta grunnvatn á
eignarlandi sínu ef að nýtingin helst
undir 70 ltr./sek. sem er nægjanlegt
magn til að sjá stóru byggðarlagi íyrir
neysluvatni. Því virðist ljóst að hægt
er að nýta vatn sem verslunarvöru.
Þar sem að landeigendum er heimilt
að selja lönd sín og hægt er að nýta
vatn á þeim án leyfis frá ríkinu þá
virðist klárt að eignarréttur á vatni er
framseljanlegur hverjum sem, hvort
sem um innlendan aðila eða erlend-
an er um að ræða.
Ef að hugmyndir um einkavæð-
ingu orkufyrirtækja, þar á meðal
vatnsveita, sem hafa verið í umræð-
unni hér á landi ná í ofanálag fram að
ganga þá getur raunverulega skapast
sú hætta að almenningur geti ver-
ið réttindalaus gagnvart þeim sem
kaupa og að þeir geti skilyrt aðgengi
að vatni. Þess vegna virðist krafa
þeirra samtaka sem vilja að ákvæði
um réttindi, verndun og nýtingu
vatns verði bundið í stjórnarskrá alls
ekkert óeðlileg. Skilgreining á þvi
hvort að vatn sé mannréttindi eða
söluvara bundin markaðslögmálun-
um verður að liggja fyrir því að mann-
réttindi geta ekki, eða eiga allavega
ekki, að vera til sölu.
t.juliusson@vbl.is