blaðið - 12.11.2005, Page 22
22 I JÓLABÆKUR
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöið
Sagnamaðurinn Örn Clausen
Örn Clausen er goðsögn í lifanda
lífi. Þeir Haukur, tvíburabróðir
hans, urðu ungir landskunnir
sem Clausen-bræður en þeir voru
í hópi fremstu frjálsíþróttamanna
heims í kringum árið 1950. Örn
varð síðar þjóðþekktur hæstarétt-
arlögmaður. Hann er annálaður
sagnameistari og húmoristi og
í bókinni Sagnamaðurinn Örn
Clausen, sem Eyrún Ingadóttir
tók saman, lætur hann gamminn
geysa.
I bókinni segir hann yfir eitt
hundrað sögur af sjálfum sér og fólki
sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni.
Þar koma við sögu góðkunningjar
lögreglunnar, ráðherrar og pressari,
íþróttagarpar og athafnaskáld, rón-
ar og broddborgarar en síðast en
ekki síst Örn sjálfur og tvíburabróð-
ir hans, Haukur, svo aðeins nokkrir
séu nefndir.
Þetta er ekki eiginleg ævisasaga
Arnar Clausen, enda komu tvíbura-
bræðurnir, Haukur og Örn, sér sam-
an um það fyrir mörgum árum „að
skrifa aldrei ævisögur okkar vegna
þess að aðeins 15% yrði satt og hitt
yrði allt skáldskapur. Við ætluðum
ekki að skrifa skáldsögu," eins og
hann útskýrir í bókinni. Engu að síð-
ur rifjar Örn í bókinni upp ýmislegt
úr lífi sínu, uppákomur á löngum lög-
mannsferli, eftirminnileg atvik frá
þeim árum er þeir Clausen-bræður
voru dáðar íþróttahetjur heima og er-
lendis og frá bernskuárunum.
Örn Clausen segir meðal annars
frá því þegar Haukur varð örlaga-
valdur í lífi nokkurra öskukalla í
Reykjavík, skrautlegri flóttatilraun
tveggja fanga, dýrkeyptu sérrýglasi,
óvæntu heimsmeti, fjármálaráð-
herra sem tók til hendinni á rakara-
stofu og hvernig almættið gekk í lið
með Erni í þrígang en þá var honum
og fleirum hætt að standa á sama. Þá
segir Örn frá tildrögum þess að þeir
Haukur hættu keppni í íþróttum í
árdaga ferils síns. Það var í kringum
ólympíuleikana í Helsinki árið 1952
þegar þeir voru 24 ára að aldri. Þar
hefði Orn að minnsta kosti átt ann-
að sætið víst miðað við árangur kepp-
enda í aðdraganda leikanna. „Ég
sá nú síðar eftir því að hætta svona
snemma en skapið réði þarna,“ segir
Örn Clausen í bók sinni.
Blaðið birtir hér nokkur brot úr
bókinni með leyfi útgefanda sem er
bókaforlagið Veröld.
Spilað eftir eyranu
f bókinni kemur ýmislegt í Ijós sem
ekki hefur verið á almanna vitorði,
meðal annars að Örn er liðtækur pí-
anóleikari: „Ég hef spilað á píanó eft-
ir eyranu frá því að ég var smábarn
og lærði aldrei nótur almennilega.
Við strákarnir hleruðum stundum
fyrir utan dansæfingar, þegar Aage
Lorange spilaði undir hjá Rigmor
Hanson, og þegar ég kom heim þá
gat ég spilað lögin.
Þegar ég var 12 til 13 ára var ég sett-
ur í spilatíma hjá frú Ástu Einarsson
sem hjó á Hávallagötu. Hjá frú Ástu
stautaði ég mig í gegnum Chopin
valsa og var byrjaður að spila þá
sæmilega. En ef ég ruglaðist þá þurfti
ég að byrja upp á nýtt því ég vissi
aldrei hvar ég var í nótunum. Eg hélt
að gamla konan tæki ekki eftir þessu
en komst að því löngu síðar að hún
hafði sagt að ég væri furðulegt séní.
Ég hefði greinilega ekki kunnað nót-
urnar en spilað Chopin valsana alger-
lega „perfect" eftir eyranu.
Móðir mín sagði mér mörgum
árum seinna að pabbi hefði verið
sáttur við það að ég hætti í spilatím-
um. Hann óttaðist víst að ef ég héldi
áfram þá yrði ég knæpupíanisti og
færi ekki í frekara nám.“
Hann á bara að mála!
Örn og Haukur fæddust ekki með silf-
urskeið í munni enda höfðu foreldr-
ar þeirra ekki mikið milli handanna,
eins og hann segir frá í bókinni, en
þau höfðu hins vegar ríkan metnað
fyrir hönd þeirra: „Foreldrar okkar
bræðra lögðu allt í sölurnar svo við
gætum gengið menntaveginn en þeir
höfðu ekki mikil fjárráð og eignuð-
ust t.d. aldrei húsnæði. Við fundum
þó ekki fyrir því nema þegar pabbi
var atvinnulaus á árunum 1935 til
1936. Hann hafði unnið í Sjúkrasam-
laginu og misst vinnuna en þá var at-
vinnuleysi almennt. Pabbi var hins
vegar listmálari og þá málaði hann
og seldi myndir til að lifa af. Við
bræður vorum báðir listrænir en
það var Kjarval sem gaf Hauki fyrsta
vatnslitakassann. Hann kom einu
sinni og sagði:
„Þessi strákur á ekki að fara í skóla.
Hann á bara að mála.“
En Haukur vildi ekki vera fátækur
eins og Kjarval.“
www. MADE IN ICELAND .is
Örn Clausen. I bókinni Sagnamaðurinn Örn Clausen segir hann yfir eitt hundrað sögur af sjálfum sér og fólki sem hann hefur kynnst á
Iffsleiðinni.
Þegar við hættum í KR
Örn hefur aldrei látið neinn eiga
neitt inni hjá sér og kom sá eiginleiki
snemma í ljós hjá þeim Hauki eins
og Örn lýsir á einum stað í bókinni:
,Um leið og við bræður fórum að hafa
vit skiptum við úr KR í lR. Ástæðan
er sú að þegar við vorum tíu ára þá
vorum við í leikfimi hjá Benna Jakk
í KR salnum, sem stóð þar sem ráð-
húsið stendur núna. Benni sagði einu
sinni við hópinn:
„Sá sem getur gengið á höndun-
um eftir endilöngu KR-húsinu fær
túkall.“ Aðeins einn úr hópnum gat
gert það. Það var Haukur bróðir en
Benni sveik hann um túkallinn. Þeg-
ar við bræður vorum vissir um að
túkallinn yrði ekki greiddur þá sagði
ég:
„Svona látum við ekki fara með okk-
ur. Adios amigos!“ Og við fórum!“
Ruglast á sjálfum mér
Örn og Haukur voru mjög líkir sem
ungir menn, svo mjög raunar að ólík-
legustu menn gátu ruglast á þeim
eins og Örn lýsir í bók sinni: „Eftir
Ólympíuleikana í London árið 1948
vorum við keppendurnir boðnir í eitt-
hvert matarboð upp á Mayfair Hotel.
Ég gekk um staðinn og sá þá heljar-
miklar gardínur sem voru dregnar
fyrir. Ég svipti þeim frá og sá i ann-
an sal, líka fullan af fólki og varð svo
hissa að ég sagði við sjálfan mig:
„Nei, þarna er annar salur fullur af
fólki og þarna er Haukur bróðir!"
Það voru hins vegar bara speglar
á bak við gardínurnar og sá sem ég
hélt að væri Haukur bróðir var ég
sjálfur!"
Úröskunni íeldinn
Samband þeirra Clausen-bræðra var
einstakt. Þeir voru samrýmdir með
eindæmum og höfðu mikið saman
að sælda. Einu sinni tók Örn að sér
mál fyrir „stóra“ bróður sinn en
Haukur var „átta mínútum eldri og
alltaf einum og trekvart sentímetra
minni og aðeins léttari," eins og Örn
segir á einum stað í bókinni.
„Haukur bróðir rak eitt sinn tann-
læknastofu á Öldugötu 10 í Reykjavík.
Það var nokkuð þröngt og óþægilegt
fyrir sorphirðumenn borgarinnar að
sækja öskutunnurnar á bak við hús-
ið og koma þeim út á götu.
Einhverju sinni slepptu þeir að
tæma hjá tannlækninum og allar
tunnur voru orðnar fullar. Haukur
varð fokvondur og bað mig um að
hafa samband við hreinsunardeild-
ina sem ég gerði. Jafnframt hótaði
Haukur því að klukkan þrjú þenn-
an dag myndi hann tæma úr öllum
tunnunum á miðja götuna ef ekki
yrði búið að tæma þær á þeim tíma.
Hann stóð við orð sín og hafði áður
kallað til blaðamann og ljósmyndara
Morgunblaðsins. Blaðamaðurinn,
Haukur heitinn Hauksson, skrifaði
greinargóða frétt um málið daginn
eftir og fékk skömm í hattinn fyrir
frá ritstjórunum enda Sjálfstæðis-
flokkurinn með meirihluta í borgar-
stjórn.
Haukur bróðir sá eftir þessum
gjörningi vegna öskukarlanna því
hann vissi að það var erfitt fyrir þá
að koma tunnunum út á götu. Hann
ákvað því að bæta þeim þetta upp á
Þorláksmessu en hann var að vinna
þegar þeir komu til að tæma tunn-
urnar.
Haukur bauð þeim öllum upp á
bjór og vín inni á tannlæknastof-
unni. Hann áttaði sig hins vegar ekki
á því að þetta voru allt saman fyrrver-
andi alkar sem duttu nú ærlega í það.
Sumir þeirra voru frá vinnu vikum
saman og flestir voru á endanum
reknir úr öskunni."
Fyrirtaks barnfóstra
Örn Clausen hefur kynnst mörgu
eftirminnilegu fólki á löngum lög-
mannsferli en hann mun vera sá
lögmaður íslenskur sem lengst hefur
starfað. Meðal góðkunningja hans
var Munda Pálín Enoksdóttir, sem
var tvivegis fundin sek um morð.
„Þegar Munda Pálín Enoksdóttir
lenti í ógæfu í fyrsta skipti var ég
skipaður verjandi hennar. Hún hafði
þá drepið manninn sinn sem hafði
áður barið hana eins og harðfisk.
Eitt sinn fór ég í heimsókn á sunnu-
degi að hennar beiðni. Hún var með
sérklefa í Síðumúlafangelsinu og var
mikið að bródera, var mjög flink í
höndunum og vel gefin kona. Ég tók
dóttur mína með, Buddu, sem var þá
um það bil sex ára gömul.
Þegar við komum aftur heim þá
spurði Rúna, kona mín, hvar stelp-
an hefði verið á meðan ég talaði við
Mundu. Ég sagði henni að hún hefði
komið með mér inn í klefann og
Rúna varð alveg hissa.
„Hvað segirðu, tókstu Buddu með í
klefann til þessarar manneskju?“
„Já, Rúna mín,“ sagði ég, „ég
skal segja þér, að við gætum farið í
þriggja vikna frí og ég myndi treysta
henni Mundu fyrir Börnunum okk-
ar.“ Budda er núna ekki síður þekkt
sem Guðrún Sesselja Arnardóttir lög-
maður.
Talar eins og fangavörðurinn
Örn Clausen hefur um langt árabil
verið réttargæslumaður í sakamál-
um og telur bann ástæðuna fyrir því
líklega vera þá að nafn hans bafi ver-
ið þekkt þegar hann hóf störf og því
auðvelt fyrir menn að muna það þeg-
ar þeir komust í kast við lögin! Með-
al skjólstæðinga hans er Jónas Bjarki
sem hann segir frá í bók sinni:
„Fyrir um það bil tveimur árum var
ég að koma úr Héraðsdómi Reykja-
víkur í Austurstræti er ég hitti Jónas
Bjarka, vin minn. Hann vildi endi-
lega gefa mér andaregg sem hann
sagði að væru úr búi sem hann ætti
austur á fjörðum.
Ég hugsaði með mér hvar í fjand-
anum hann hefði stolið þessu en það
endaði með því að ég þáði eggin. Jón-
as sagði mér svo að hann væri nýkom-
inn af Hrauninu.
„Hvern sjálfan djöfulinn varst þú
að gera þar?“ spurði ég.
„Ja, þetta var lítilræði, kjötlæri og
eitthvert smotterí," sagði hann.
„Hvern djöfulinn meinarðu með
því að láta dæma þig austur fyrir
eitthvað svona?“ spurði ég og Jónas
Bjarki svaraði svo kostulega:
„Þú talar bara eins og fangavörð-
urinn sem fylgdi mér út að hliðinu.
Hann las svona yfir mér, eins og
þú, og endaði með því að rétta mér
höndina og segja: Sjáumst svo ekki
aftur! Þá sagði ég: Ha, ertu að hætta
hérna?““ ■