blaðið - 12.11.2005, Qupperneq 26
26 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2006 blaöiö
BlaðiÖ/Frikki
Finnum hvað markaðurinn
er opinn fyrir Apple
- segir Bjarni Ákason framkvœmdastjóri Apple á íslandi
Apple er eitt þekktasta vörumerki
heims, en aðeins Coca Cola getur
státað af meiri kunnugleika
mannkyns. Þrátt fyrir að Apple
hafi verið frumkvöðull einkatölvu-
bylt ingarinnar var gengi þess lengi
vel brösugt, en eftir að iMac breytti
hugmyndum manna um tölvur og
iPod-æðið fór af stað hefur leiðin
sífellt legið upp á við. Hér á íslandi
hefur þessa ekki síður orðið vart
en erlendis og raunar í meiri mæli.
Bjarni Ákason hefur stýrt viðreisn
Apple á íslandi og hefur aukin held-
ur blásið til sóknar á Norðurlöndum.
Andrés Magnússon tók hann tali.
Maðursérþað nú bara héráforstjóra-
skrifstofumi að það er nóg að gera, því
égsé ekki betur en að hálfur lagerinn sé
kominn inn tilþín.
„Já, við blómstrum sem aldrei fyrr
og höfúm í raun varla undan. Þetta ár-
ið munum sjálfsagt selja um 3.500 til
4.000 tölvur, sem er margföldun ffáþví
sem var. Fyrir aðeins 2-3 árum vorum
við að selja um 1.200 vélar á góðu ári.
En þessari aukningu höfum við náð
án þess að markaðurinn hafi stækkað
nokkuð að ráði.“
Eruð þið svona flinkir eða selur varan
sigsjálf?
„Það eru örugglega margar ástæður
fyrir þessu. Við þykjumst að minnsta
kosti vita hvað við erum að gera og ég
er líka viss um að það hefúr ekki sakað
að við höldum okkur alfarið við eitt
vörumerki. Við höfúm líka þurft að
hafa okkur alla við, því við sitjum ekki
einir að Apple, okkar samkeppni er á
netinu. En síðan má ekki gleyma iPod-
væðingu heimsins, sem ég held að sé
stóra undiraldan.“
Nú hafiðþið nánast misst afhenni, er
það ekki?
„Nei, ekki alveg. Ætli við séum ekki
að selja um 10.000 iPod á ári.“
Nú, éghélt að tollar og opinber gjöld
vœru svo hamlandi að þið selduð sáralit-
ið afþeim...
„Tja, við erum sjálfsagt ekki að selja
nema um 2.000 iPod hér í versluninni.
Afgangurinn er seldur í Fríhöfninni
þar sem spilararnir eru rifnir út. En
síðan er mikið af því að fólk kaupi sér
iPod ytra og við gætum trúað því að
þar væru um 20.000. Þannig að það
er ekki spurning að þessi tollflokkavit-
leysa hefur skaðað okkur verulega. En
nú er náttúrlega kominn nýr fjármála-
ráðherra og maður vonar auðvitað að
hann stöðvi ruglið. Ég hef fulla trú á
honum, þó hann sé Hafnfirðingur."
En mettið þið ekki markaðinn skjótt?
„Ég er ekki viss. iPod hefúr auðvitað
þróast verulega á sínu stutta æviskeiði
og það er talsvert um að fólk sé að fá sér
sinn annan spilara um þessar mundir.
Annars held ég að það megi kannski
bera þetta saman við farsímana. Fólk
er að skipta þeim út á 1-2 ára fresti, ekki
af því að þeir séu ónýtir, heldur afþví að
það vill betri síma með nýrri fídusum.
Þannig að ég held að salan eigi enn eftir
að aukast verulega og síðan á hún eftir
að jafnast. En iPod er ekki að fara að
detta upp fyrir, neysluvenjur fólks hvað
tónlist varðar hafa einfaldlega breyst
fyrir tilverknað þessa litla tækis. Það er
talsvert um iPod á íslandi, en við eigum
enn langt í að ná sömu útbreiðslu og er-
lendis. Þú sérð þetta bara þegar þú ferð
til erlendra stórborga, það er hver ein-
asti maður með hvít heyrnartól. Þetta
erréttaðbyrja."
iPod ryður brautina
Finnið þið fyrir því að vinsœldir
iPod auki vinsældir á annarri vöru frá
Apple?
„Alveg tvímælalaust. Það er svo
merkilegt að þó að iPod hafi farið hæg-
ar af stað hér en annars staðar, þá er
fólk algerlega meðvitað um þá straum-
breytingu, sem Apple hefúr valdið með
iPod, og það smitast yfir í tölvurnar og
aðra vöru. En það er fleira sem hjálpar.
Stýrikerfið hefur breyst verulega, er al-
gerlega skothelt og ljósárum á undan
Windows. Maður finnur þetta sérstak-
lega á yngra fólkinu, sem ber enga ótta-
blandna virðingu fyrir Windows og er
alls óhrætt við að fá sér Apple. Það upp-
götvar líka fljótt að það er ekkert mál
að nota Makkann frá Apple, jafnvel
þó svo það sé að vinna í Windows-um-
hverfi. Makkarnir smella bara inn á net-
ið og þá má nota algerlega við hliðina
á Windows-kössum. Svo sakar ekki að
Apple-vélarnar eru flottari, einfaldrari
í notkun og betri til þess að beisla sköp-
unarkraftinn."
En eruð þið að snúa einhverjum?
Skipta menn úr Windows íMacOSX?
„Mjög mikið. Án þess að ég sé með töl-
urnar á hreinu hugsa ég að við séum að
selja meira en helminginn til fólks, sem
hefur verið að nota Windows.“
Flóttamenn frá Windows
Eru menn þá að skipta alfariðyfir?
„Það er mjög mismunandi. Sumir
eru að skipta alfarið, en aðrir eru að
taka Makkann inn sem heimilisvélar,
undir myndir, músík og svo framveg-
is. En sumir þurfa einfaldlega að hafa
Windows í vinnunni af því að einhveij-
ir tæknistjórar hafa ákveðið það. En
jafnvel það er aðeins að breytast.“
En erþað Apple, sem togar, eða erfólk
aðflœmastfrá Windows?
„Örugglega sitt lítið af hverju. En það
sem maður heyrir flesta minnast á, er
að þeir eru emfaldlega búnir að fá upp í
kokafvírusum, vandræðum með stýri-
kerfið og sníkjuforritum. Ég skipti til
dæmis sjálfur fyrir þremur árum og þó
ég sé ekki með neinar vírusvarnir eða
neitt, hef ég aldrei fengið neina slíka
óværuyfir.
Svo er hitt, að Makkinn hefur sér-
stakt orð á sér fyrir að vera notenda-
vænn. Allt aðgengi er með öðrum hætti
og hann gerir vinnsluna einfalda og
skemmtilega. Það sækja margir í það.
Inn í það spilar svo að hann kemur til-
búinn úr kassanum, menn þurfa bara
að stinga honum í samband og kveikja.
Svo fylgir honum dágott safn af forrit-
um frá Apple, sem smella öll saman
til þess að gera alla vinnu á vélina þægi-
legri. Þannig að efþú ert að setja inn fjöl-
skyldumyndirnar læturðu iPhoto tala
við iTunes til þess að spila uppáhaldslag-
ið þitt undir myndasýningunni og það
getur hver sem er gert án þess að þurfa
að leggjast yfir handbækur eða hringja
í undrabarnið í fjölskyldunni."
En er ekkert erfitt að færa sig yfir?
Menn eru búnir að venjast Windows
og komið sér upp gagnasafni þar, tölvu-
pósti, símanúmerabókum o.sfrv.
„Nei, það get ég nú ekki sagt. Það er
yfirleitt afar lítið mál að koma þessu yf-
ir úr algengustu forritunum Windows-
megin. En síðan er það líka svo að vin-
sælustu forritin eru til beggja megin.
Word-skjal í Windows er alveg eins og
Word-skjal i Mac OS X, þannig að það
skiptir engu máli hvort verkfærið þú
kýst, efniviðurinn er sá sami. Þarna
hjálpar líka mikið að með netvæðing-
unni fyrir um áratug fóru hugbúnað-
arframleiðendur að átta sig á gildi þess
að nota staðla. Þannig að það er orðið
erfitt að finna eitthvert forrit Windows-
megin, sem ekki á sér hliðstæðu
Makka-megin og nær undantekninga-
laust nota þau samskonar skrárstaðla.
I þessu samhengi hjálpaði líka mik-
ið að Apple skipti um stýrikerfi fyrir
nokkrum árum og Mac OS X, eúis og
stýrikerfið er kallað, er í raun UNIX í
dularklæðum eða UNIX fyrir dauðlega,
eins og einhver orðaði það. Það er sama
stýrikerfi og netið er byggt á, en síðan
UMHVERFISÞING
Umhverfisráðherra boðartil IV. Umhverfísþings
dagana 18. og 19. nóvember nk. á Nordica
Hotel í Reykjavík og verður þingið öllum opið
á meðan húsrúm leyfir.
Umhverfisþing mun að þessu sinni fjalla um sjálfbæra þróun
og verður stefna stjórnvalda um sjálfbæra þróun „Velferð til
framtíðar" í brennidepli. Kynntar verða tölulegar vísbendingar
um hvernig miðað hefur á tilteknum sviðum á síðustu árum og
fjallað um drög að nýjum áherslum fyrir tímabilið 2006-2009.
Þingfulltrúum mun gefast kostur á að bera fram tillögur um
nýjar áherslur og stefnu stjórnvalda. Það er von umhverfis-
ráðherra að Umhverfisþing verði vettvangur frjórrar umræðu
og skoðanaskipta um stöðu og stefnu varðandi sjálfbæra þróun
hér á landi.
Skráning, sem er þátttakendum að kostnaðarlausu, fer fram til
15. nóvember nk. á vefsíðunni www.umhverfisraduneyti.is. Þar
er einnig að finna dagskrá þingsins og nánari upplýsingar. Einnig
má skrá þátttöku í umhverfisráðuneytinu í síma 545 8600
Umhverfisráðuneytið
www.umhverfisraduneyti.is