blaðið - 12.11.2005, Síða 27
blaÖÍÖ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005
VIDTAL I 27
hefur Apple ekki heldur verið feimið
við að semja sig að samskiptastöðlum
Windows, þannig að Apple-vélar þríf-
ast fullkomlega í því umhverfi líka.“
Þegar maður kemur hingað í Apple-
búðina sér maður að það er nóg að ger-
ast, en mér sýnist að þið séuð aðallega
að selja vélbúnað. Er hugbúnaðurinn að
vega eitthvað ísölunni hjáykkur?
„Nei, ekki get ég sagt það. Við seljum
reyndar mjög mikið af Office-pakk-
anum frá Microsoft og talsvert líka af
flóknum atvinnumannaforritum eins
og Final Cut fyrir sjónvarpsvinnslu, en
í samanburði við aðra sölu er hugbúnað-
arsalan ffekar rýr.“
Er hugbúnaðarþjófnaður enn svona
algengur?
„Einhverjir stela sjálfsagt forritum, en
samkeppnin er nú ekki síður við versl-
anir á netinu og svo eru framleiðendur
farnir að selja miklu meira sjálfir. Mik-
ið af hugbúnaði er jafnvel aðeins dreift
ánetinu."
Er erfitt að keppa við það?
„Já og nei, markaðurinn hefur fyrst
og ffemst breyst með netinu og það er
bara eins og það er.“
Apple er vandað merki en ekki dýrt
En nú hefur löngumfarið það orð af
Apple að fyrirtækið framleiði vissulega
góða og vandaða vöru, en að verðið sé
ofhátt. Er það vandamál?
„Þetta er bara kjaftæði. Ég veit ekki
af hverju menn eru enn að halda þessu
ff am. Ef menn nenna að bera þetta sam-
an kemur í ljós að við erum síst dýrari
og yfirleitt ódýrari hugsa ég. Ég sá til
dæmis að Dell var að auglýsa voða fina
margmiðlunarvél fýrir heimili á um
250.000 krónur. Þegar maður skoðaði
tæknilýsinguna kom svo í ljós að sam-
bærileg vél ffá okkur var á um 180.000.
Þannig að þetta er bara gömul mýta.
Apple-vélarnar voru hlutfallslega tals-
vert dýrari hér í eina tíð, en það er bara
ekki raunin lengur."
Nú hefur verið sagt að kúnnarnir ykk-
arséu nœrþví að vera aðdáendur en við-
skiptavinir...
„Já, það er sjálfsagt mikið til í því. Það
er erfitt að útskýra þetta, það er svona
eins og að reyna að útskýra ástina fyr-
ir þeim, sem ekki hefúr reynt,“ hlær
Bjarni. „En það er alveg rétt, Makka-
notendur virðast taka tölvur sínar sér-
stöku ástfóstri. Að hluta er það sjálfsagt
vegna þess að það er auðvelt að sérsníða
notendaskilin og umhverfið að þörf-
um hvers og eins. Notendaskilin eru
líka svo stöðluð að þegar menn hafa
einu sinni náð valdi á einhverju forriti í
Makkanum er sáralítið mál að setja sig
inn í annað. Síðan spilar líka inn í hjá
mörgum að Makkinn er þeirra einka-
eða heimihstölva, en Windows hefur
verið meira ráðandi í vinnunni og
menn halda kannski minna upp á þau
tæki. Þá hefur Makkinn líka verið sér-
staklega ráðandi í sköpunarvinnu ýmis
konar, þannig að mönnum fmnst það
kannski meira gefandi en eilífur inn-
sláttur í Excel eða ámóta. En ég heyri
marga tala um það að Makkinn sé eins
og tölvur ættu að vera, meðan þeim
finnst Windows vera ffekar misheppn-
uð tilraun að því marki. Þá hafa menn í
huga alls kyns vél- og hugbúnaðarvand-
ræði við að setja upp Windows-kassa,
öryggisvandræði og vírusa. Ég get ekki
skýrt þetta betur, en það er eitthvað við
Makkann, sem heillar menn svona og
fær þá til þess að tala um það. Ég hef
aldrei heyrt neinn mæra HP-tölvuna
sína með sama hætti.“
Er það ekki mikill lúxus að vera með
svo trygga viðskiptamenn?
„Jú, auðvitað. Og þetta eru trúboðar
lfka. Þeir keppast við að sannfæra aðra
um fagnaðarerindið og síðan eru menn
boðnir og búnir að aðstoða trúbræð-
urna. Okkur er mikill styrkur í því.“
Nú höfum við séð að Apple hefur lagt
mikla áherslu á að gera tölvurnar að
dœgradvalarmiðstöðvum. Hafið þið orð-
ið varir við að markaðurinn sé að breyt-
astíþáátt?
„Já, það er ekki spurning. Við sjáum
hvernig staffænar myndavélar og
myndbandstökuvélar eru orðnar al-
menningseign og eitthvað þarf fólk að
gera við efnið. Þar skarar Apple fram
úr og þetta virkar allt úr kassanum. Þar
hefur Apple mikið forskot í því að vél-
arnar, stýrikerfið og helsti hugbúnaður
er allur frá Apple. Aðrir ff amleiðendur
eru hins vegar mikið upp á aðra komn-
ir með stýrikerfi og hugbúnað og hafa
þannig afar Utla stjórn á því hvernig
upphfun notendanna er.“
Vöxturogútrás
Þessi velgengni hjá ykkur þýðir að
þið eruð að vaxa.
„Jú, við erum með vaxtarverki,
búnir að sprengja allt utan af okk-
ur. Við erum að undirbúa flutning á
nýjan stað, í „Speglahúsinu" á horni
Kringlumýrarbrautar og Laugaveg-
ar. Við ætluðum raunar að vera
búnir að flytja, en íslenskir iðnaðar-
menn eru tímabundnir menn og við
kröfuharðir.“
Verður þetta Apple-búð að erlendri
fyrirmynd?
„Já, það má segja það. Við erum með
vandað vörumerki, sem leggur okkur
skyldur á herðar. Apple hefur lagt lín-
una um hvernig best er að gera þetta og
nýja búðin á að vera félagsmiðstöð ekki
síður en verslun. Menn eiga geta komið
þarna inn í kaffi, farið inn á netið, reynt
vöruna og svo ffamvegis. Við ætlum að
vera með regluleg námskeið, kynning-
ar og í raun miða að því að menn fái
meira út úr heimsókninni en bara það
að borga og bera út tölvur.“
Þið eruð heldur ekki algerir nýgrœð-
ingar í því að opna Apple-miðstöðvar,
því þið hafið verið að gera ykkur heima-
komna á Norðurlöndum.
„Jújú, fýrir svona ári opnuðum við
Apple-miðstöð í miðbæ Kaupmanna-
hafnar og það gekk svo vel að við höf-
um verið að hasla okkur völ víðar.“
Hvernig dattykkurþetta íhug?
„Það gerðist nú bara svona upp úr tólf.
Við höfðum verið að tala við menn ffá
Apple og þeir höfðu minnst á það að
það væri synd hvað söluumboð í Skand-
inavíu væru slöpp meðan við værum
svona sprækir á lslandi. Einhver nefndi
þá snilldarhugmynd að við ættum að
opna búð þarna og daginn eftir var sú
hugmynd ekkert verri. Við hugsuðum
þetta aðeins og ákváðum svo að taka
sjensinn. Og þetta gekk upp. Fyrsta dag-
inn var biðröð út á götu og við fengum
afar góða kynningu. Áður en langt um
leið opnuðum við svo aðra búð f Dan-
mörku og nú í október opnuðum við í
Stokkhólmi. Það gekk alveg glimrandi,
svo vel að við vorum í bölvuðum vand-
ræðum. Lagerinn seldist upp. En það
eru auðvitað skárra en að ekkert seljist.'
Svo erNoregur...
„Já, við keyptum okkur inn á þann
markað. Keyptum tæplega 38% hlut f
Office Line, sem er risi á norska mark
aðnum. Það er mikið hægt að gera þar
líka.“
Þið œtlið kannski að halda lengra suð-
ur í álfu?
„Það er ekkert sem útilokar það og
það er svigrúm á markaðnum. En núna
held ég að viljum samt aðeins bíða og
sjá. Það hggur ekkert á, en það er gjam-
an vandinn á svona uppgangstímum,
að færast ekki of mikið í fang. En við
erum alltaf opnir fýrir tækifærum. Og
við finnum núna hvað markaðurinn er
opinn fyrir Apple.“ ■
\
\ \
Össur Skarphóðinsson, þingmaður og fyrrv. for-
maður Samfylkingarinnar las Lífslogann og sagði
að lestri loknum:
„Bók Björns er frábærlega vel skrifuð örlagasaga um
sálarháska, magnaða hraðskák við Bakkus og endur-
heimt lífslogans i gegnum myrkustu örvæntingu. Og
hún geríst é Akureyri."
Lífstoginn lýsir þremur vikum í lífi menntaskólakennarans Loga.
Hann er einn á báti, drykkfelldur og leitar fróunar hjá 17 ára nem-
anda sínum. Lífíð tekur nýja stefnu þegar grunur kviknar um
að ástkonan unga sé ekki bara nemandi hans.
LTJFS LOGTNN
BJORN porlAksson
Höfundur er Bjöm Þorláksson, fréttamaður og rithöfundur.
Lífsloginn er persónulegasta verk hans til þessa.
a vel skrifuð örlagasaga ...
þýddl.
isrs vegna hann
lu bók.
' Hírósúna en boðskapur friðar-
jasemgerlstf
0 ár frá árásinni
Símar: 660 4753 • 462 4250
www.tindur.is • -tÍQdur@tindur.is