blaðið - 12.11.2005, Blaðsíða 28
28 I SÚKKULAÐX
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaóíö
„Ást er það besta í heiminum,
fyrir utan súkkulaði"
Spekingurinn sem mælti þessi
orð fór með rétt mál að margra
mati. Það er varla til sá einstak-
lingur í heiminum sem ekki
elskar súkkulaði og það á við um
fullorðna og börn. Það er eitthvað
sérstakt við þetta brúna góðgæti
sem fólk getur hreinlega ekki
staðist. Maður getur því ekki
annað en velt fyrir sér hvort það
sé eitthvað annað og meira við
súkkulaði en einungis bragðið.
Sumir vísindamenn halda því
fram að löngun í súkkulaði sé að-
lögun sem hjálpar fólki að velja mat
sem mun auka líkurnar á því að lifa
af. Aðrir vísindamenn trúa því að
löngunin í súkkulaði sé innbyggð í
samfélag okkar. Karlmenn fá jafnan
viskí og rakspíra í gjöf en konur fá
súkkulaði sem myndar sterkt sam-
band á milli súkkulaðis og ástar.
Það má líka skýra þráhyggju í súkku-
laði með hlutverkum nokkurra
hormóna. 1 súkkulaði eru meira en
380 efni sem tengjast tilfinningum,
skapi og fíkn.
Ánægjuleg víma
Eitt helsta efnið í súkkulaði er fenýl-
alanín sem gerir það að verkum að
blóðþrýstingur og blóðsykursstig
hækkar sem hefur áhrif á tilfinn-
ingar eins og spennu, aðdráttarafl,
léttlyndi og sælutilfinningu. Fenýlal-
anín ber líka ábyrgð á þessari áköfu
tilfinningu sem fólk fær þegar það
fær fullnægingu. Auk þess inniheld-
ur súkkulaði efni sem getur minnk-
að skynjun sársauka og valdið
ánægjulegrivímu. Súkkulaðilöngun
er því mjög algeng hjá fólki af öll-
um kynþáttum, aldri og af báðum
kynjum. Eina vandamálið sem fylg-
ir því að sinna þessari löngun, utan
aukinna fjárútláta, er möguleikinn
á mikilli þyngdaraukningu.
Góðar súkkulaðiuppskriftir
í jólabókaflóðinu í ár er bókin
Súkkulaði frá Vöku-Helgafell sem
ætti að kæta súkkulaðiaðdáendur
um allt land. Bókin inniheldur bestu
súkkulaðiuppskriftir frá Nóa-Sír-
íus, sumar úr gömlu bæklingunum
sem komu jafnan út fyrir hver jól
og sumar eru glænýjar. Marentza
Poulsen valdi og samdi uppskriftirn-
ar og markmið hennar var að gefa sí-
gildum réttum nýjan og glæsilegan
búning sem hentar sælkerum dags-
ins í dag. Blaðið fékkleyfi til að birta
nokkrar uppskriftir úr bókinni og
geta súkkulaðiunnendur því gert sér
glaðan dag.
Hér er ljúffeng frönsk súkkulaðikaka
en þær hafa einmitt verið vinsælar
upp á síðkastið. Kaka þessi hentar
bæði i boð eða bara til að gæða sér á
á rómantísku vetrarkvöldi.
Frönsk súkkulaðikaka
1 % dl sterkt kaffi
200 grömm sykur
250 grömm suðusúkkulaði (konsum)
225 grömm smjör
4egg
Sjóðið kaffi og sykur saman í potti
þar til það verður að sírópi, bætið
smjörinu og súkkulaðinu út í sír-
ópið á meðan það er heitt og látið
bráðna. Kælið aðeins eða þar til
blandan verður fingurvolg. Þeytið
eggin saman við súkkulaðiblönd-
una, eitt í senn. Smyrjið 24 sentí-
metra lausbotna tertubotn og stráið
hveiti á botn þess og barma. Hellið
deiginu í og bakið við i70°C í 60-70
mínútur. Kakan er blaut og best er
að láta hana standa yfir nótt.
Segja má að heitt súkkulaði sé heims-
ins besti drykkur á köldum vetrar-
degi og því ekki vitlaust að birta upp-
skrift að ljúffengu heitu súkkulaði.
Heitt súkkulaði
150 grömm suðusúkkulaði (konsum)
/ líter mjólk
Salt á hnífsoddi
Þeyttur rjómi ef vill
Hellið mjólkinni í pott og hitið í
suðu. Takið pottinn af hellunni og
brytjið súkkulaðið út í heita mjólk-
ina. Hrærið þar til súkkulaðið er
bráðið, bætið saltinu út í og hrærið
aðeins. Hellið heita súkkulaðinu í
glas eða bolla og sprautið þeyttum
rjóma ofan á, skreytið með rifnu
súkkulaði.