blaðið - 12.11.2005, Síða 29
blaöiö LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005
Ljúfíeng og dísœt Dísuterta
Dísuterta
Botnar:
4 eSS
150 grömm sykur
100 grömm hveiti
50 grömm kartöflumjöl
2 teskeiðar lyftiduft
Gott er að setja döðlu-og súkkulaði-
bita í botnana
Þeytið eggin og sykurinn vel saman.
Sigtið þurrefnin út í og blandið sam-
an með sleikju. Bakið í tveimur 24
sentimetra lausbotna tertumótum
við 220-230°C í um það bil 8 mínútur,
þar til botnarnir losna frá forminu.
Búðingur
2 Vi dl rjómi, þeyttur
2 eggjarauður
2 matskeiðar (40 grömm) sykur
6 matarlímsblöð
100-150 grömm Síríus suðusúkkulaði
(konsum)
'A dós niðursoðnar ferskjur eða 4fer-
skar, niðursneiddarferskjur
Búðingurinn verður bragðmeiri eft-
ir því sem meira súkkulaði er notað.
Þeytið eggjarauður og sykur vel sam-
an. Leysið upp matarlímið í svolitlu
vatni. Setjið 2-3 matskeiðar af ávaxta-
safanum úr dósinni saman við matar-
límið, hellið út í eggjarauðuhræruna
í mjórri bunu. Bræðið súkkulaðið yf-
ir vatnsbaði, látið mesta hitann rjúka
úr því og blandið því varlega saman
við og því næst þeyttum rjómanum.
Setjið annan svampbotninn í spring-
form. Setjið ferskjurnar ofan á botn-
inn, hellið búðingnum yfir og leggið
svo hinn botninn ofan á. Geymið
í kæli í að minnsta kosti 4 klukku-
stundir. Tertan er best daginn eftir.
3 matskeiðar rjómi
200 grömm suðusúkkulaði (konsum)
Flórsykur til að sigta yfir tertuna
Setjið rjómann í pott og látið suð-
una koma upp. Bræðið súkkulaðið í
heitum rjómanum, kælið aðeins og
hellið blöndunni yfir tertuna. Bræðið
100 grömm af súkkulaðinu yfir vatns-
baði, takið pensil og búið til nokkrar
súkkulaðistrokur á smjörpappír. Þeg-
ar súkkulaðið hefur storknað er það
sett varlega á tertuna, fyrst á hliðar
hennar og síðan ofan á. Sigtið síðan
smávegis flórsykur yfir.
Stök teppi á parket og flísar - mikið úrval
Dreglar og slabbmottur fyrir veturinn
Sisal og kókos gólfteppi
frá 2,711 kr.
i«3<S00^>
Ný sending af Veggfóðri og veggfóðursborðum
Skrautlistar og rósettur- mikið úrval
Betri og bjartari verslun • Sérpöntunarþjónusta .
tittu vi3 í Litaver - þaS hefur avallt boigað sigi
Opnunartími:
Mán. - fös. 9.00 -18.00
Lau. 10.00- 16.00
I TEPmBODIN
Grensásvegur 18 • Sími: 581 2444
Skíðaútsala
60% afsláttur
SCOTTUSA
7
■
Skíðafatnaður
Skautar
I
A14RKIÐ
www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40