blaðið - 12.11.2005, Síða 30

blaðið - 12.11.2005, Síða 30
30 I TILVERA LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö Nemandinn sem týndi jólunum ... Því hefur ósjaldan verið haldið fram að Háskóli ís- lands sé gróðrarstía kvíða- og þunglyndissjúklinga og vilja margir meina að kröfurnar hafi aukist til muna undanfarin ár. Ég get svo sem skrifað undir það að kröfurnar virðast hjá mörgum ansi miklar og ófáir þurfa að skjóta rótum á hlöðu bókanna sökum mikilla anna í náminu. En það má auðvit- að snúa teningnum við og spyrja sig: Eru r; auknar kröfur ekki bara nemendum til góðs? Er ekki gott að skólakerfið sé þannig úr garði gert að enginn komist í gegn án tilhlýðilegrar þekkingar? Ég held að svarið við þessari spurningu sé jú. Auðvitað gera auknar kröfur námið fyrirferðameira og nemendur koma fyrir vikið sterkari til leiks út á vinnumarkaðinn. Hins vegar er mér lífsins ómögulegt að skilja ýmsa þætti í tengslum við skólakerfið... Vil ég hér nefna hina margróm- uðu desembertörn - þann tíma árs- ins sem nemendur hugsa til með hryllingi. Þeir sem það þekkja vita að desembermánuður er í hugum margra nemandanna sá versti á árinu og fólk er lát- ið ganga til prófs rétt fyrir jól! Hvað á það að þýða að leggja fyr- ir mikilvæg próf tveimur dögum fyrir aðfangadag? Er stjórnsýslu Háskólans það hrein nauðsyn að gera þetta með þessum hætti? Ég fæ ekki séð að það skipti sköpum hvort prófin eru tekin um miðjan mánuðinn eða nokkrum dögum fyrir jól. Vil ég þá frekar mælast til þess að skólinn byrji fyrr á haustin en ella. Svo við bætum nú gráu ofan á svart þá erum við að tala um tíma þegar svartnættið er í hávegum og dagsbirtan varir ekki mikið lengur en kannski 4-5 tíma. Það þykir vera rík ástæða fyrir þunglyndi fólks hér á klakanum - blessað skamm- degisþunglyndið. Einmitt þá eru lögð fyrir próf og það rétt fyrir jólahátíðina. Þetta gerir það að verkum að fólk týnir gleði þessa fallega tíma í endalausum lestri og látum - tíma sem annars gæti verið okkur innblástur og létt okkur lífið áður en þungu vetr- armánuðirnir, janúar og febrúar, renna í garð. Glöggir lesendur geta séð það í hendi sér að andleg heilsa nemenda væri mun betri ef álaginu yrði dreift og prófum yrði flýtt um fáeina daga. Við hefðum þá alla vega færi á að upplifa dass af jólastemmningunni og kannski fjárfesta í nokkrum jólagjöfum svo að vinir og vandamenn fari nú ekki í jólaköttinn af okkar sökum. Sjálf þarf ég að þreyta próf þann 21. desember. Próf þetta ræður eins og gefur að skilja úrslitum um fram- gang mála á komandi misseri. Ekki lítið áhyggjuefni það skal ég segja ykkur! Eg má bara gjöra svo vel og helga síðustu dögunum fyrir jól próflestri og enda svo vænt- anlega með hausinn ofan í jóla- súpunni eftir mikla keyrslu og væntanlegt spennufall. Mun væntanlega ekki ná í aðalréttinn - verð sofnuð vegna þreytu eða húki hreinlega einhvers staðar í yfirliði mínu... Halldóra Þorsteinsdóttir Ertu með áhyggjur á heilanum? Því er ekki að neita að hraði þjóð- félagsins er orðinn mikill og ansi margt herjar á huga okkar dag frá degi. Við viljum flest standa okkur í því sem við erum að gera og við viljum ná árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur hverju sinni. f ljósi þessa reynist mörgum erfitt að lágmarka áhyggjur sínar og slappa af í nútímaumhverfi. Æ fleiri þurfa á læknishjálp að halda vegna mikils kvíða og ófáir neyta lyfja með það fyrir augum að gera lífið léttara og fóta sig betur. Með því að svara spurningun- um á eftirfarandi prófi og reikna út samanlögð stig geturðu komist nær því að sjá hvort þú þjáist af miklum kvíða eða ekki. Auðvitað er ekki um nein vísindi að ræða, heldur bara könnun sem gera má til gamans. 1. Áttu auðvelt með að sofna á kvöldin? a) Nei, ég sofna yfirleitt um leið og ég leggst á koddann og það er fátt sem heldur fyrir mér vöku. b) Það er misjafnt og fer í raun eftir álagi hverju sinni. c) Já, ég á i miklum erfiðleikum með að sofna á kvöldin og hef íhugað að leita mér hjálpar vegna þess. 4. Þér gengur illa í verkefni sem þú þarft að leysa? Hvernig bregstu við? a) Þú ferð t algjört„panikk" og þér líður hræðilega. Þú skammast þín og ert afar ósátt/ur við frammistöðu þína. b) Þú ert ekkert alltof ánægð/ur en lætur það ekki mikið á þig fá. Það koma víst önn- ur verkefni á eftir þessu. c) Þú kippir þér lítið upp við þetta. Þú veist sem er að það þýðir lítið að gráta svona uppákomur og þú munt bara gera betur næst. 5. Þú ert boðuð/boðaður áfund í vinn- unni. Hvað erþaðfyrsta sem þú hugsar eftir að yfirmaður þinn hefur tjáð þér að hann þurfi að eiga viðþig orð? a) Jæja, nú verður mér sko sparkað! b) Þetta hlýtur að vera eitthvað jákvætt - ég er búin/n að standa mig svo vel síðustu dagal c) Þú veltir fyrir þér hvað þetta gæti mögu- lega verið en ákveður ekkert í flýti. 6. Er stundum sagt við þig að þú sért mikið á iði? T.d. með því að dingla fót- unum, naga neglurnar eða slápennan- um í borðið? a) Nei,égeryfirleittmjögróleg/ur. b) Stundum, en það er yfirleitt undir miklu álagi. c) Já, ég virðist ekki geta verið kyrr - er allt- af eitthvað á ferðinni og á í erfiðleikum með að ná hugarró. 7. Hlakkarðu til að vakna á morgnana oghefja nýjan dag? a) Oftast tek ég nýjum degi með bros á vör, en það koma slæmir dagar inn á milli og þá kvíði ég þeim oft fyrirfram. b) Nei, það er ekkert rosalega spennandi við þessa blessuðu daga. c) Auðvitaðl Það er alltaf gaman að takast á við nýjan dag og hver dagur hefur í för með sér skemmtileg verkefni og góðar stundir. 2. Leggurðu mikið á ráðin um fram- tíð þína? Hugsarðu mikið um það sem morgundagurinn ber í skauti sér eða hvar þú verður staddur/ stödd íframtíðinni? a) Ekkert sérstaklega. Ég reyni að lifa í þessu svokallaða núi og hef litlar áhyggj- ur af því sem gerist eftir daginn í dag. b) Já, ég er alltaf að plana og skipu- leggja I huganum. Mér finnst ég þurfa að leggja á ráðin um komandi tíma ef mér á að Ifða vel. c) Stundum velti ég því fyrir mér sem koma skal en reyni eftir fremsta megni hugsa sem minnst um það. 3. Hefurðu áhyggjur af „óþarfa hlutum? a) Bara af og til. Sérstaklega ef illa ligg- ur á mér. b) Já, ég á það til að mikla hlutina fyrir mér og hafa miklar áhyggjur. c) Nei, til hvers að vera alltaf með sífelld- ar áhyggjur? 8. Fœrðu líkamlega útrás við einhverja iðju, t.d. œfingareða útivist? a) Nei, ég hreyfi mig aldrei. b) Kannski tvisvar í viku en ekki mikið meira en það. c) Jú, ég tel mikilvægt að losa um streitu með því að hreyfa mig reglulega og ég finn að það gerir mér gott. 9. Færðu oft depurðareinkenni, þ.e. vanlíðan og innri togstreitu? a) Það gerist stundum, en alls ekki oft. b) Já, mér líður oft ansi illa, þó svo að ég viti ekki endilega hvers vegna. c) Nei, ég reyni eftir fremsta megni að vera jákvæð/ur og því lendi ég sjaldan í þvi að finna fyrir depurð. 10. Nærðu að halda hugarró í kringum jólin? a) Já. Ég reyndar veðrast upp, en það er bara á jákvæðan máta. b) Ekki alveg nóg kannski, en ég reyni að passa mig að taka þetta ekki of alvarlega. c) Nei, ég fer úr öllu jafnvægi og finnst þetta hrikalega erfiður mánuðir. Reiknaðu út stigin: 1. a) 4 stig b) 2 stig 2. a)4 stig b)1 stig 3. a)2 stig b) 1 stig 4. a)1 stig b)2 stig 5. a)1 stig b)4 stig 6. a)4 stig b) 2 stig 7. a) 2 stig b) 1 stig 8. a) 1 stig b) 2 stig 9. a)2 stig b) 1 stig 10. a)4 stig b) 2 stig c) 1 stig c)2 stig c) 4 stig c) 4 stig c) 2 stig c)1 stig c) 4 stig c)4 stig c) 4 stig c) 1 stig 10-18 stig: Þú ert frekar kviðin/n að eðlisfari og tek- ur hlutina oft aðeins of mikið inn á þig. Það er mikilvægt að mikla lífið ekki fyrir sér og láta kvíða og áhyggjur bitna á sér heilsufarslega. Þú verður að gefa þessu gaum núna - það er ekki of seint að snúa vörn í sókn og laga málin. Hreyfing, hollt mataræði, regiulegur svefn og gott líferni eru lykillinn að meira jafnvægi og með þvf að breyta þessu til hins betra ættirðu að finna mun. Þá er mælt með þvf við kvfðasjúklinga að sniðganga áfengi eftir fremsta megni, svo og drykki sem innihalda mikið koffín. En það sem kannski er mikilvægast fyrir þig núna er að breyta um hugarfarl Hugurinn skiptir öllu máli og þú getur svo sannarlega tek- ið þig á hvað hann varðar. Slepptu takinu og horfðu á björtu hliðarnar frekar en þær slæmu og slepptu óþarfa vangavelt- um um hluti sem skipta litlu máli. 19-30 stig: Ætli þú sért ekki eins of flestir, þ.e.a.s. færð kvíða innan eðiiiegra marka og ert laus við hann þess á milli. Þú stendur kannski ágætlega að vígi, en það má alltaf bæta ástandið. Þegar þú lendir í streitu- eða kvfðavekjandi aðstæðum skaltu setja þig í réttan gír og taka málun- um létt. Það sem áður vakti upp kvíða hjá þér fer að verða auðveldara ef þú hristir áhyggjurnar af þér og heldur áfram. Þú stendur ágætlega i þessum málum og ættir ekki að eiga í erfiðleikum með að ná góðu jafnvægi. 31-40 stig: Það er naumastl Þú hefur náð mikilli hugarró og ert svo sannarlega fær um að halda sjálfri/sjálfum þér i góðu jafnvægi i gegnum lífið. Það er í einu orði sagt f rá- bært að geta öðlast þessa yfirvegun og hlaupa ekki upp til handa og fóta þegar eitthvað bjátar á eða ef verkefnin eru erfið. Þú gerir þér grein fyrir þvi að við tökum alls kyns skref í lífinu og þú veist að þau leiða ekki til heimsendis, þó svo að þau séu miserfið. Haltu áfram á þess- ari braut og þú munt sigla i gegnum lífið, bæði á góðum og slæmum tímum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.