blaðið - 12.11.2005, Qupperneq 32
32 I TÍSKA
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Aðstoð stílista góð
lausn fyrir allar konur
Stílistar bjóða upp á aðstoð við fataval
og að finna rétta brjóstarhaldarastærð
fyrir konur
Debenhams er ein þeirra verslana
sem bíður upp á stílistaþjónustu fyrir
alla viðskiptavini. María Kristmanns
er stílisti og segir að hver viðskipta-
vinur fái einn og hálfan tíma hjá
þeim og sé án endurgjalds. „Fólk
er ekki skuldbundið til að versla
þótt það þiggi ráðleggingar stíl-
ista okkar," segir María. Hún
segir að stílistarnir hjálpi kon-
um að velja fatnað við þeirra
hæfi bæði í vinnunni eða
við viss tilefni t.d. brúðkaup.
.Sumar konur vilja skipta um stíl og
þá getur verið gott að fá aðstoð stílista,“
segir María. Hún segir nokkuð um að
fólk sem noti þessa þjónustu reglulega.
,Þær konur sem nota þjónustu okkar
eru í lokuðu herbergi og stílistarnir sjá
um að koma með fötin til þeirra,“ segir
María.
María segir stílistaþjónustu hafa
verið í boði frá því búðin opnaði og þar
komi konur á öllum aldri, stærðum og
gerðum til að fá þjónustu. „Við förum
yfir það hvaða litir og snið klæða hverja
konu ásamt þeim notkunarmöguleik-
um sem fylgja hverri flík“ segir María.
Húnsegirmisjafnthversulangurbið-
tími sé eftir stílista það fari frá nokkr-
um dögum og upp í mánuð. „Sumar
konur komast að því að föt klæðir þær
sem þeim hefði aldrei dottið í hug að
taka af slánni“ segir María. Hún
s e g - ir einnig mikið um það
að konur noti ekki rétta
stærð af brjóstarhöldur-
um og að stílistar geti
aðstoðað konur við að
finna brjóstarhaldara í
réttri stærð. „Ég mæli
með þessari þjónustu,
hún sparar mikinn
tíma og þannig fær fólk
sem mest úr úr hverri flík vegna
þess að við getum líka ráðlagt fólki
hvaða flíkur passi saman,“ segir María.
Hún segir að í snyrtivörudeild verslun-
arinnar sé hægt að fá ráðleggingar um
förðun.
Þetta er aðeins brot af þeirri þjón-
ustu sem verslunin býður upp á og
nefnir María m.a. að karlmenn geti
fengið aðstoð við að velja jólagjafir
handa konum sínum eða mæðrum.
hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is
Birna Björnsdóttir er stilisti
sem hefur í mörgu að snúast
Birna er út-
skrifuð frá
alþjóðlegum stíl-
istaskóla, The
Academy of col-
or and style, og
segir hún stíl-
istastarfið vera
fjölbreytt og
skemmtilegt.
„Fatastíll er einn
hluti af náminu og
þar lærum við að
taka mið af vaxtar-
lagi, hæð, þyngd og
persónueinkennum hvers og eins,“
segir Birna. Hún segir að stílistar að-
stoði fólk við að finna út hvaða þætti
hver og einn vill draga fram og hvað
fólk vill leggja áherslu á í fari sínu
og útliti. „Hlutverk stílista getur fal-
ist í því að fara í gegnum fataskáp
fólks og finna út hvað við þurfum
að eiga marga hluti til að fá yfir 190
mismunandi útlit út úr þeim,“ segir
Birna. Hún segir að litgreining sé
annar þáttur námsins sem skiptist
bæði í yfir-og undirflokka og að þar
sé tekið mið af húðlit, augum og
hárlit hvers og eins og einnig
hvaða litir láta okkur virka
unglegri. „Fyrirtæki hafa
líka nýtt sér þjónustu stíl-
ista en þá er tekið mið af
hópum en ekki einstak-
lingum,“ segir Birna
og bætir við að þá gefi
stílistinn ýmis góð ráð
sem allir geta notað.
Birna útskrifaðist
sem stílisti síðastliðið
vor og lét þá gamlan
draum rætast og opn-
aði verslunina Stílistinn
í Hveragerði. „í verslun-
inni sel ég vörur frá Ricco
Verosegir Birna og segir
þær vörur vera á mjög góðu
verði miðað við gæði.
Birna segist ekki hafa haft
mikinn tíma til að vinna með
einstaklinga vegna mikilla
anna í versluninni. Birna seg-
ir námið einnig nýtast sér vel
þegar hún gerir innkaup fyrir
verslunina. „Það nýtist einn-
ig við uppröðun og skipulag í
versluninni, við gluggaút-
stillingar og skreytingar,“
segir Birna.
Birna segir að hluti af
náminu hafi farið í að
læra að farða og „stíl-
isera“ tískuljósmynd-
ir og hefur hún haft
nokkuð að gera við
að taka stelpuhópa
og veita þeim ráðgjöf
um útlit og allt sem
því viðkemur. „Ég
hef stundum tekið ein-
staklinga í útlitsráðgjöf
og langar að gera meira af
því,“ segir Birna og segir
þetta vera skemmtilegt en
jafnframt krefjandi starf.
Birnu finnst að vinnumiðl-
arnir og fólk sem er að fara í
atvinnuviðtöl megi gjarnan
gera meira af þvi að hafa sam-
band við stilista því fyrirlestrar
þar sem útlitsráðgjöf er gefin séu
mjög uppbyggjandi og styrki
sjálfsmynd fólks. ■
NY KVIKMYND FRA LEIKSTJORA
"JERRY MAGUIRE" OG "ALMOST FAMOUS"
MEÐ STJÖRNUNU/W ORLANDO BL00IV1 OG KIRSTEN DUNST.
BESTI STAÐURINH TIL AÐ FINIIA SJALFAII SIG.
Tískumolar
Anna Friðrika Gunnarsdóttir,
betur þekkt sem Anna í Anna
og útlitið segir síð pils ennþá
mjög áberandi og að þau séu úr
þungum þykkum efnum. „Það
er mikið um stór belti við pilsin
og að ofan eru gjarnan notaðir
leðurjakkar, eða stakir jakkar
í öllum liturn," segir Anna.
Anna segir að þeir htir sem séu
ríkjandi núna séu brúnn, túrkis
(blágrænn) og ljólublár. „Galla-
buxur eru að þrengjast og þær
gyrtar ofan í stigvélin,“ segir
Anna en bætir við að þessi tíska
gangi ekki nema fyrir mjög
grannar konur. Anna segir að
perulaga konur ættu ekki að vera
í mussum því þannig tapist falleg-
asti hluti líkamans. „Tígrísdýra-
mynstur er mikið í tísku en það
er fallegra á konum með mjúkar
línur heldur en mjög grönnum
konum,“ segir Anna. Hún segist
sjá tísku frá stríðsárum og
jafnvel frá Twiggýtímabilinu og
nefnir sem dæmi köflótta skó.
Anna segir að það sé erfitt fyrir
konur að kaupa sér föt nema þær
viti í hvaða stíl þær eru. „Ég sé um
að versla föt fyrir 100 manns,“ seg-
ir Anna og segir að fólk sé mikið
að spá í ímynd. Þannig var mikið
að gera hjá henni fyrir prófkjör
sjálfstæðisflokksins en þar voru
það meira karlmennirnir sem leit-
uðu ráða.„Konur sem fara í próf-
kjör ættu að nota staka jakka til að
byggja upp axlirnar eða dragtir,“
segir Anna og mælir með bláum
lit, svörtum eða drapplituðum
sem virki vel til að komast áfram.
Hvað ber að varast í
fatavali og förðun
1) Aldrei að skera þverlínu þar sem
veikeiki þinn er (t.d ekki láta jakka
enda á mjöðmum ef þær eru stórar).
Anna Friðrika Gunnarsdóttir
Ráðleggur fólki um fataval út f rá
vaxtalagi.
2) Frjálslega vaxin kona ætti að nota
dökka iiti en ekki svart, því það formar
hana af þvf liturinn er það djúpur
3) Aldrei kaup flfk nema hún geri eitt-
hvað fyrir þig t.d. geri þig fallegri eða
grenni ákveðna líkamshluta.
4) Ekki kaupaflfknema hún passi við
a.m.k. sex hluti sem þú átti f fataskápn-
um, annars þarf að kaupa svo marga
hluti sem passa við þann sem þú keypt-
ir.
5) Aldrei að fara í kvartbuxnatísku
nema þú sért viss um að þú berir hana,
en það gera aðeins mjög grannar kon-
ur með langa fótleggi.
6) Aldrei að nota of dökka varaliti ef
þú ert með grannar varir, þá verður svo
lítið eftir af þeim.
7) Ekki geyma flfkurnar sem þú passar
ekki í, því þá ertu alltaf að segja sjálfri
þér að þú sért ekki nógu góð
8) Aldrei að kaupa föt of Iftil og hugsa
sem svo að þú ætlir einhverntíma að
passa f þau.
9) Aldreiaðtakamóðurþfnaeða
vinkonu með, þegar þú verslar þvf þær
vilja klæða þig eins og þær eru.
10) Ekki versla föt nema þú sért í góðu
skapi, því annars áttu á hættu að
kaupa föt sem ekki passa þér.
hugrun.sigurjonsdottir@vbl.is
Þykir þér ekki vænt um jeppann þinn
jJmUGESTOHE
LOFTBÓLUDEKK FYR/R JEPPA
Bridgestone DMZ3
4x4 jeppa loftbóludekkin
eru ein fárra sérhannaðra
vetrardekkja fyrir jeppa.
„Ekki nokkur vafi á að
loftbóludekkin frá Bridgestone er
ein merkasta nýjung sem fram
hefur komið í þróun hjólbarða
síðustu árirí'
segir Gunni Gunn,
margfaldur íslandsmeistari
í torfæruakstri.
Hann hefur um
árabil rekið
hjólbarðaþjónustu
í Keflavík.
Helstu söluaðilar fyrir BRIDGESTONE
REYKJAVÍK & nágrenni: ORMSSON, Ligmúla 9, Rvík. • Bílaáttan, Smiðjuvegur 30,
Kópav. • Smurstöðin Klöpp, Vegmúli 4, Rvík. • ESSO, Geirsgötu 19, Rvík. • Smur, Bón
og Dekk. Sætúni 4, Rvík. • Smur- og dekkjaþj. Breiðholts, Jafnaseli • Hjólbarðaþj. Hjalta,
Hjallahr. 4, Hafnarf. SUÐURNES: Hjólbarðaþj. Gunna Gunn, Keflavík • Bflaþj. Vitatorg,
Sandgerði VESTMANNAEYJAR: Áhaldaleigan VESTUR- & NORÐURLAND:
Hjólbarðaviðgerðin.Akranesi • Bifreiðaþjón. Borgamesi • Guttormur Sigurðsson,
Ólafsvík • Bílagerði, Hvammstanga • Hjólbarðaþj. Óskars, Sauðárkróki • Dekkjahöllin,
Akureyri • Bflaleiga Húsavíkur AUSTURLAND: BB Ljósaland, Fáskrúðsfiröi • B.S.
Bflaverkst Neskaupstað • Bflaverkst Ásbjöms. Eskifiröi
ORMSSON
DEKKJAÞJÓNUSTA • LÁCMÚLA 9
! SALA 530-2842 / 896-0578
VERKSTÆDI 530 2846 / 899-2844
í