blaðið - 12.11.2005, Síða 34
. 34 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 blaAÍA
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, um ísland, Gunnar á Hlíðarenda, Framsóknarflokkinn og bjartsýnina og bœnina
Pjónn þessarar þjóðar
Þú ert þekktur fyrir cettjarðarást
þítia, ásamt ást á þvíforna. Hvaðan
spretta þessar tilfinningar?
„Island er heillandi og yndislegt
land. Hér er ég fæddur og alinn upp.
Ég er blóð af þessu blóði og brot af
landsins sál. Alinn upp í sveit, á
Brúnastöðum, sem er 15 kílómetra
frá Selfossi. í þá daga voru menn
uppteknir af sínum bæ og krakkar
fóru svo sem ekki mikið. Kvöldin
voru löng og tíminn endalaus. Ég fór
ekki í leikskóla. Hugsaðu þér hvað
ég hefði nú orðið miklu skemmti-
legri ef ég hefði farið í leikskóla og
lært að syngja. Svo fór ég í heimavist-
arskóla, sem var 8 kílómetra frá bæn-
um, og fermingarárið fór ég í skóla á
Laugarvatni. A einum vetri varð ég
fullorðinn. Heimurinn opnaðist.
Þegar ég var að alast upp las ég all-
ar bækur sem ég náði í, Islendingasög-
ur, Biblíuna, skáldsögur og ljóð. Sem
barn ætlaði ég mér að verða prestur
þegar ég yrði stór. Ég hafði snemma
gaman af ræðum prestanna en svo
komst ég að því að ég gat ekki tónað.
Þar með var sá draumur úr sögunni.
Það var annað trúboð sem lá fyrir
mér; að fara í pólitík."
Hver var uppáhaldshetjan þín íforn-
sögunum þegar þú varst að alast
upp?
„Við erum tólf bræður og fjórar
systur. Hvert okkar átti sína uppá-
halds fornhetju. Við tálguðum út
sverð og smíðuðum skildi og háðum
bardaga og þóttumst vera miklir
kappar. Gunnar á Hlíðarenda var
mitt uppáhald. Kannski komum við
þar að kjarna málsins því ég hreifst
mjög af því að hann vildi heldur
deyja en yfirgefa Island. Það þótti
mér göfugt. Nú er því haldið fram
að hann hafi verið hálfgerður kjáni,
ekkert vitað og ekkert getað en það
er ekki rétt. Gunnar var merkilegur
og vitur maður. Hann var 45 ára, til-
tölulega ungur maður, þegar þeir
drápu hann en hafði þá náð langt og
var yfirburðamaður Rangárþings,
seinþreyttur til vandræða en varð að
verja hendur sínar. Ég held að hann
hafi verið mjög góður drengur sem
var fjötraður í heljarböndum átaka,
eins og gerist í pólitíkinni.
Mörgum finnst fornaldarmenn-
irnir vera samtíðamenn, ég er þann-
ig. Þegar Davíð Oddsson bað mig að
vera í stjórn Stafkirkju í Vestmanna-
eyjum þá spurði ég hvers vegna verið
væri að byggja hana. Hann sagði að
það væri í minningu Gissurar hvíta
og Hjalta Skeggjasonar. „Nú fyrst
það er Gissur hvíti, þá verð ég ekki
þar, ég hef aldrei fyrirgefið honum
aðförina að Gunnari á Hlíðarenda,"
svaraði ég. „Þú ert langrækinn, það
eru þúsund ár síðan,“ sagði Davið.
„Svona er Njála,“ sagði ég.”
Genetísk pólitík
Hvað gerði þig að framsóknar-
manni?
„Ég er sonur framsóknarmanns og
alþingismanns Framsóknarflokks-
ins. íslensk pólitík er ekki flóknari
en svo að hún er að stórum hluta
genetísk. Barn framsóknarmanns
verður oft framsóknarmaður, barn
sjálfstæðismanns verður sjálfstæð-
ismaður og barn krata verður krati.
Svo eru kommarnir, sem voru lika
genetískir þótt þeir væru mestu pen-
ingamenn allra tíma. Ég hef enga
menn þekkt á íslandi sem elskuðu
peningana sína jafn heitt og gömlu
kommúnistarnir. Þeir voru margir
ríkir og miklir aflamenn en um leið
kommúnistar. Samt fóru þeir ekki
að eins og Jesús Kristur og gáfu öðr-
um eigur sinar. Þeir vildu taka skatt-
peninga af næsta manni til að gefa
öðrum.
Lífsskoðanir mínar eru skyldar
ungmennafélagshugsjóninni, al-
þýðumenntuninni og landbúnað-
inum. Ég tel að rót mín sé í vinstri
kjarna Framsóknarflokksins."
Hvað segirðu um þá gagnrýni að þú
standirfyrirgamaldags viðhorf?
„Það er auðvelt að halda því fram.
Það er bæði vegna þess hvernig ég
lít út og hvernig ég tala. Einu sinni
héldu andstæðingarnir því fram
að ég væri leiðinlegur. Svo þótti ég
vera skemmtilegur og þá urðu þeir
afbrýðisamir og sögðu að ég væri
bara skemmtikraftur. Þeir hafa hald-
ið því fram að ég sé gamaldags en
sjá svo að ég er að nútímavæða land-
búnaðinn og skapa þar margar nýjar
greinar. Það gerir þá önuga að sjá
að allt er í „full swing“ í sveitunum
og að ég sit á friðarstóli og bóndinn
og sveitin eru komin í tísku. Ég veit
ekki hverju þeir finna upp á næst.
Ég tek hverju sem er. Aðalatriðið í
pólitík er að halda ró sinni og vera
maður sjálfur. Maður er í þjónustu-
starfi sem manni hefur verið falið
stutta stund. Þá skiptir máli að vera
auðmjúkur og lítillátur en þó fastur
fyrir þegar þess er þörf.“
Bush of harðvítugur
Hvað með stöðu þíns flokks? Það heyr-
ist sagt að Halldór Ásgrímsson sé ekki
nógu sterkur leiðtogi, hvorki fyrir
Framsóknarflokkinn néþjóðina.
„Það hefur alltaf verið vandi að
taka við forsætisráðherraembættinu.
Davíð átti erfiða daga fyrstu tvö árin.
Steingrímur Hermannsson sömuleið-
is, svo urðu þeir þjóðarleiðtogar. Ég
get nefnt Gunnar Thoroddsen, Geir
Hallgrímsson, Ólaf Jóhannesson og
fleiri. Þetta er ekki létt verkt. Lengst
af hefur þjóðin litið á Halldór sem
mjög traustan stjórnmálamann.
Seinni tíma pólitík stjórnarandstöð-
unnar hefur gengið of mikið út á
það að reyna að svipta hann traust-
inu. Kannski hefur andstæðingum
Framsóknarflokksins tekist þetta að
einhverju leyti. En Halldór er sterkur
stjórnmálamaður og veit hvert hann
er að fara.“
En þið eruð ekki alltaf sammála,
þú varst til dœmis ekki hrifinn af
ákvörðun Halldórs og Davíðs um
stuðning við Iraksstríðið.
„Ég sá hvað Halldór sagði í Blað-
inu um daginn að ef ákveðnar upp-
lýsingar hefðu legið fyrir þá hefði
hann kannski brugðist öðruvísi
við. Það er drengileg yfirlýsing.
Öll svona mál eru viðkvæm en ég
held að bæði Halldór og Framsókn-
arflokkurinn hafi ranglega verið
skilgreindir sem stuðningsmenn
og einhverjir aðdáendur Bush. Ég
sakna Clintons sem mér fannst
góður leiðtogi sem hafði frið-
samleg áhrif á heiminn. Bush og
haukar hans í Washington eru of
harðvítugir og hafa breytt heimin-
um. Kínverskt spakmæli segir að
mýktin sigri hörkuna og ég held að
það eigi við í heiminum, jafnt og í
íslenskri pólitík.
Við Halldór höfum svo sem ekk-
ert verið að takast á. Ég held að
öllum sé ljóst að áherslur okkar
eru nokkuð ólíkar alveg eins og
áherslur Hermanns og Eysteins
voru mismunandi og Halldórs
og Steingrims, Davíðs og Geirs.
Þetta er ekkert öðruvísi og á frek-
ar að breikka flokk en að minnka
hann.“
BESTA EINKUNN!
EISA BEST
CI9M pRODUCT
2005 2006
S9 POCKiT CAMIHA 0
F10 býður upp á eðlilega húðtóna og frábæra liti, auk þess sem 6.3M díla flagan er með meira
en næga upplausn fyrir myndir í venjulegum stærðum. Ljósnæmissviðið er einstakt (ISO 80-
1600) og því flassdrægni mun meiri en hjá öðrum. Rafhlöðuendingin er framúrskarandi (allt
að 500 skot á hleðslu). Allt saman í nettri og léttri vasavél, með 3x aðdrætti.
Núna á tilboði kr. 39.900 (fullt verð 49.900).
tPj
5 FUJIFILM
www.IJosmyndavorur.is
<3LZi>
Q O
DISP/BACK
Ljósmyndavörur Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 04501 Myndsmiðjan Egilsstöðum